Alþýðublaðið - 24.03.1965, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.03.1965, Blaðsíða 5
r ÚTGEFANDI: *i SAMBAND UNGRA JAFNAÐARMANNA MANNRÉTTINDIN Hörbur Zophoníasson: SAMBANDSRÁÐSFUNDUR Á AKRANESI -HELGINA 3. og 4. október næst komandi kemur Sambandsráð- Sambands ungra jafnaðarmanna saman til fundar í Röst hinu ágæta og velbúna heimili Alþýðu flokksmanna á Akranesi. Hefjast fundir þess fyrir hádegi og munu standa Iaugardaginn allan og sunnudaginn til kvölds. Sam- bandsráðsmenn aliir liafa þegar verið boðaðir til fundarins og er þess að vænta, að hann verði bæði vel og stundvíslega sóttur. Sambandsráð SUJ kemur sam an a.m.k. einu sinni á ári og þá það árið sem þing er ekki haldið Undanfarin ár hefur þó með vax andi starfsemi sótt í það horfið að þeir hafa verið haldnir fleiri. Á fundum Sambandsráðs er jafn an fjallað um starfsemi og skipulag samtakanna, en æ meira sækir í það horfið að þing SUJ fjalli nær eingöngu um stjórn málin í landinu- Á fundi Sam' bandsráðs á Akranesi um helg- ina verður fjallað lum istarf- semi unghreyfingarinnar frá því að þing var haldið á Akureyri i haust og drög lögð til starfsemi samtakanna á komandi vori og, sumri. Dagskrá fundarins verð| ur nánaS? tilkynnt mieð bréfi og síðar verður svo sagt frá fund: inum hér á Æskulýðsíðu. STÖNDUM VÖRD hin öra tækniþróun minnkaði óðum jarðkúluna. Vegalengdir styttust. íbúar jarðarinnar væru allir í einum og sama báti. Þetta er vissulega rétt. Þess vegna er það, að okkur koma við öll mann réttindi hvar sem er, — og brot á þeim, hvar sém er, snerta okkur. Suður-Afríka er eitt þekktasta dæmið um brot mann réttinda. Ógnarstefna Verwoerd stjórnarinnar er móðgun við mannkynið allt. Við íslendingar getum ekki setið þegjandi und ir slíkum móðgunum og fyrir- litningu á mannhelgi og mann- réttindum. Við verðum að kynna okkur þessi mál sem bezt og leggja okkur fram í baráttunni fyrir betri- heimi. I sjðasta töíublacJi Áfanga:, tímarits ungra jafnaðarmanna, er þýtt viðtal, sem birtist í blaði ungra jafnaðarmanna í Svíþjóð, Frihet, þar sem Alva Myrdal svarar m.a- spurningunni: Held ur þú; að hægt sé að bæla niður kynþáttastefnu Verwoerd- stjórn arinnar án þess að komi til blóð ugra átaka. hvítra og svartra í Afríku, og hvað getur Svíþjóð gert til þess að styðja málstað hinna svörtu? Áður en við heyrum hvern ig Alva Myrdal svarar þessari spurningu, er rétt að við gerum okkur grein fyrir því, hver sé Alva Myrdal, og er einliver sér stök ástæða til þess að leggja fremur eyrun að því sem hún segir um þetta mái, en einhver annar.. Áfangi kynnir Ölvu Myr UNGIR jafnaðarmenn um heim allan hafa alls staðar látið mann réttindamál til sín taka. Ung- um jafnaðarmönnum er það því mikið gleðiefni, er Æskulýðs- samband íslands beitir sér fyr ir kynningu á því, hvernig sjálf sögðustu mannréttindi eru sums staðar fyrir borð borin. Það er skylda> okkar íslendinga að fylkja okkur ætíð undir fána réttlætis ins í heimsmálum og standa dygg an vörð um helgustu mannréttind in. Það hefur oft verið sagt, að dal með þesum orðum: Alva Myrdal er eitt af þekkt ustu nöfnum Svía erlendis. Þar varð hún strax þekkt í byrj- un þriðja tugs aldarinnar, þeg ar hún, ásamt manni sínum, Gunnari Myrdal, gaf út bókina „Kris i befolkningsfrágan“. Ár ið 1941 skrifaði hún einnig ásamt manni sínum .„Kontakt med Am erika“ árið eftir kom ,,Stickprov pá Storbritannin11. Hún tók virk an þátt í umræðunum um skipu lag eftir stríðið — bæði heima og erlendis- Eftir stríðið varð hún fulltrúi Sviþjóðar á fjölmörg um alþjóðlegum ráðstefnum og meðlimir í ýmiss konar alþjóðleg- um ráðum. Árið 1955 var hún út nefnd sem ambassador Svíþjóð ar í Indlandi. Þeirri stöðu gegndi hún fram til ársins 1961. Alva Myrdal liefur unnið merkilegt Alva Myrdal starf sem fulltrúi Svía við afvopn unarráðstefnurnar í Genf. í hinni sérstöku nefnd sérfræðinga sem SÞ skipuðu fyrir nokkru til að leysa Suður-Afríkuvanda, málið, hlaut Alva Myrdal for- mannsstöðu. Og nú þegar við vitum að það er nánast sérfræðingur í þessum málum, sem svarar áðurgreindri - spurningu, lesum við kannski 'li svar Ölvu Myrdal með enn meiri athygli, en það hljóðar svo í: þýðingu Áfanga: Ég hef nú þegar sagt, að kyn þáttastefna Verwoerd-stjórnar- innar eins og reyndar stefna Smiths í Suður-Ródesíu, felur í sér stríðshættu. Blöðin skýra daglega frá afbeldisverkum í sam bandi við sambúð hvítra og svartra í S-Afríku, sem stafa af sífelldum óeirðum. Það er1 Framh. á bls. 9. i ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 24. marz 1965 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.