Alþýðublaðið - 06.04.1965, Page 13
Opna frk
nýburstaðir þarna um slóðir. —
Líkt var á komið fyrir Árna, og
tókum við því þann kostinn, að
hlaupa með sleðanum, „fótaheit-
um” félögum okkar til mikillar
ánægju. í einu byrginu höfðu
eyjabúar höggvið gat gegnum
ísinn, sem var nokkurra metra
þykkur. Er vatnið í vökinni yfir-
leitt kristalstært, svo, að sjá má
langt niður í sjóinn. Eitt sinn er
.einn vísindamannanna kraup nið
ur við vökina og var að búa eitt-
hvert tæki undir að sökkva því
niður í hana, heyrði ‘hann
skvamp fyrir aftan sig. Hann
snéri sér skelkaður við og horfði
í augun á bráðfallegum sel. —
Mátti vart milli sjá hver var
meira undrandi, en selurinn
■stakk sér von bráðar aftur. Þó
fannst honum þægilegra að mæta
sel en ísbirni eins og Carl
;Johnston, en hann er kokkur
eyjarinnar.
Carl vaknaði um miðja nótt
við að glugginn í herbergi hans
var brotinn. Brotnir gluggar eru
illa séðir þarna um slóðir, því að
fljótt er að kólna í híbýlunum,
.ef svo fer. Johnston stökk fram
úr, stakk tusku í gatið og hopp-
aði upp í aftur. En þegar hann
ætlaði að fara að snúa sér upp
í horn, tók hann eftr iað ituskan
var farin. Bölvandi stökk hann
fram úr aftur og tróð stærri
tusku í gluggann, en allt fór á
sömu leið. Johnston stakk þá
hausnum út um gluggann til að
athuga hverju þetta sætti, og
var heldur illilegur á svip. Lá þá
við að hann ræki hausinn upp 1
ginið á heljarmiklu bjarndýrl,
sem starði á hann, sizt blíðlegrl
augum. Johnston sagði fyrstu
viðbrögð sín þau, að hann geyst-
ist upp í rúm aftur og dró sæng-
ina upp fyrir höfuð. Hann vlssi
þó, að þar var skammgóður
vermir, en þar sem hann var
byssulaus, var hann fremur illa
staddur. Björninn hafði fundið
kjötlyktina úr eldhúsinu og virt-
ist staðráðinn í að fá sér bita.
Johnstone byrjaði því að hrópa
sem mest hann máttl, og. tók
björninn undir það með ömur-
legu gauli, .sem varð honum lítt
til huggunar. Svo fór þó að lpk-
,um, að menn vöknuðu og galt
bangsi frumhlaupsins með lífi
SÍnu. Eftir þessa sögu vildum
við óðir og uppvægir fara á
IQMbarðavÍSgcrðBr
opioalladaga
(UKA LA1HSARDA6A
OO 8UKNUDAGA)
FRASX.8T1L22.
Cáttmiíviffitissfoíanli/f
suthami&.nsmtrfk.
bjarndýraveiðar, og þar sem ó-
lendandi var í Keflavík, og allar
líkur á, að við yrðum að gista,
fengum við lánaðan riffil hjá
Clarence Nolan, sem stjórnar
daglegum rekstri stöðvarinnar.
Riffill hans var Remington 30.06,
mikið vopn og vígalegt.
Skokkuðum við svo þrír saman
á veiðar, ég, Jón Birgir, Árni og
Jón Hákon. Eftir þvi sem lengra
dró frá húsunum fór hugrekki
okkar þverrandi, og var það al-
mennt samþykkt, ef sæist til
bjamdýra, myndum við kasta
rifflinum frá okkur og hlaupa.
Og síðast var svo komið, að við
þorðum varla að skjóta til marks
af ótta við að skotin kynnu að
draga að sér bjarndýr. Veiði-
ferðinni lauk þó þannig, að við
gengum hnarreistir til baka. —
Engan drápum við bangsann, en
það má mikið vera, ef öskuhaug-
ar rannsóknarstöðvarinnar verða
nokkurn tíma samir.
Um nóttina hreiðruðum við
um okkur á gólfinu í matsalnum
og lengi fram eftir mátti heyra
gjamsið í blaðamönnum sem
hámuðu í sig nýjar perur, app-
elsínur og epli. Daginn eftir var
mikið deilt um hver hefði mest
hrotið og urðu menn sammála
— að einum undan^kildum — að
þessi eini hefði látið eins og
þokulúðurinn á Queen Mary. —
Eigi skal þó konu þessa manns
lagt það vopn í hendurnar að
birta nafn hans. En deilurnar
þögnuðu, og allir voru þögulir,
þegar ARLIS II. var að hverfa
í sortann. Við höfðum verið í
heimsókn á sannkallaðri ævin-
týra eyju, og það var ekki laust
við að við söknuðum hennar.
Við höfðum heldur ekki verið
þar í sjö mánuði.
ShiPAUTGeRfii RihiSlNS
M.s. Skialdbrefö
fer austur um land til Bakka-
fjarðar á föstudag. Vörumóttaka
á miðvikudag t»l Norðfjarðar,
Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar, Borg
arfjarðar, Vopnafjarðar, Bakka-
fjarðar og Þórshafnar. Farseðlar
seldir á fimmtudag.
M.s. Guðmundur góði
fer til Rifshafnar, Ólafsvíkur,
Grundarfjaröar, Stykkishólms,
Hjallanes, Skarðsstöðvar og
•Krókrfjarðarness á miðvikudag.
Vörumóttaka £ dag.
Hannes á horninu
Framhald af 2. síðu
lokið við Suðurnesjaveg þannig
að annað hvort verði hann steyptur
eða malbikaður. Annars vekur
það athygli í sambandi við þetta
mál, iað hvergi sést eins vel spill
ing í stjórnmálum okkar og í deil
unum um þennan veg. Eigendur
skæklana, sem eru þarna niður
við sjóinn( risu upp öndverðir og
heimtuðu að vegurinn yrði nær
þeim en gert hafði verið ráð fyrir
Aætlunum var því breytt, þó að
ekki væri að öllu leyti farið eftir
kröfunum og afleiðingin hefur
orðið sút iað enn dýrara hefur
reynzt að gera veginn en talið
var. Hiann átti að vera beinn, en
varð eintómar lykkjur. Aiilt ber
að sama brunni.
Hannes á horninu.
Frá Ferðafé-
iagj íslands
Ferðafélag íslands heldu kvöld-
vöku í Sigtúni fimmtudagmn 8.
april. Húsið opnað kl. 20.
JFUND AREFNI :
1. Hákon Bjarnason, skógræktar
stjóri, talar um Hallormsstað'
og nágrenni sem ferðamanna
iand, og sýnir litmyndir.
2. Myndagetraun, verðlann veitt.
3. Dans til kl. 24.
Aðgöngumiðar seldir í bókaverzl-
unum Sigfúsar Eymundssonar og
ísafoldar. Verð kr. 50,00.
Uppsalabréf
Framhald af 7. síðu.
frjálsa samkeppni sin á milli og
eru margir uggandi um, að bóka
menning í landinu muni við það
bíða mikinn hnekk. som
þessa afstöðu taka, benda á, aS
bókaverzlunum muni fækka að
mun, birgðir verða fábreyttari
og sumar bækur, sem erfitt sé að
selja, muni alls ekki komast á
markað. Óttast er, að stóru vöru-
húsin, sem hafa bolmagn til að
undirbjóða, muni sölsa undir sig
bókamarkaðinn, og þar verði
gróðasjónarmiðið allsráðandi.
Nýir rithöfundar muni eiga enn
erfiðara um vik en áður að
koma bókum sínum á framfæri.
Þetta staðfestir forstjóri útgáfu-
fyrirtækisins Rabén & Sjögren
óbeint, er hann segir, að útgef-
endur verði að vera enn varkár-
arl en áður við að kynna nýja
höfunda.
Breytingin kemur þó ef til
vill harðast niður á rithöfund-
um, sem verða að semja um kjör
sín frá grunni. þar sem samning-
ar þeirra um höfundarlaun mið-
ast að öllu leyti við útsöluverðið.
Rithöfundurinn og lögfræðingur-
inn Jan Gehlin, nýkjörinn for-
maður rithöfundasamtakanna
segir: „Samningsgrundvöllur rit-
höfunda er nú í algjörri upp-
lausn .... málið verður enn
flóknara vegna þess, að við er-
um aðilar að samnorrænum
samningi. Eins og nú standa sak-
ir, þurfum við að taka afstöðu til
afleiðinganna, sem þessi ákvörð-
un hefur i för með sér bæði fyr-
ir stéttina og menninguna f
í heild”.
Ekki eru þó allir jafnsvartsýn-
ir á afleiðingar þessarar breyting
ar. Sumir benda á, að verð á
bókum muni trúlega lækka með
þessu fyrirkomulag og því hljóti
bækurnar að ná til fleiri en áð-
ur. Svo eru aðrir, sem trúa því,
að bókmenning í landinu muni
standast hverja raun, svo að einn
ig hér eru til menn, sem eru
bjartsýnir á menninguna, hverju
sem fram vindur.
En hvað sem öðru .líður, er
frjálst verðlag á bókum orðin
staðreynd, sem ekki verður
breytt og reynslan ein sker úr
um afleiðingarnar.
Svava Jakobsdóttir.
* BILLIN
Bent an Icecar
1 8 8 33
ÍR OG ÁRMANN
Framhaid af 11. síðu.
og höfðu ÍR-ingarnir yfirburði á
öllum sviðum. ÍKF sigraði síðasta
keppinaut slnn í II. deild, Skalla-
grím, eftir nokkuð jafnan le»k með
49 stigum gegn, 37, staðan í hálf-
leik var 23:18 fyrir ÍKF. Þar með
eru ÍKF menn búnir að tryggja
sér sæti það í I. deild, sem annað
hvort KFR eða ÍS missa, en úr
því verður ekki skorið fyrr en á
úrslitakvöldi mótsins þann 22. þ. m.
í I. deild sigruðu Ármenningar
ÍS með 61 stigi gegn 35 eftir að
staðan í hálfleik hafði verið 20:18
.fyrir Ármann.
Trúlofunarhringar
Sendum gegn póstkröfu
Fljót afgreiðsla
Guðm. Þorsteinsson
guUsmiður
Bankastræti 12.1
Teppahreinsun
Fullkomnar vélar.
Hrelnsum teppi og húsgögn
1 heimahúsum, fljótt og veL
Teppahraðhreinsunin
Siml 38072.
Vinnuvélar
til leigu 1
Leigjym út litlar rafknúnar
steypuhærivélar o. m. fL
LEIGAN S.F.
Sími: 23480.
Sigurgeir Sigurjónsson
hæstaréttarlogmaður
Málflutningsskrifstofa
Óðinsgötu 4 - Sími 11043.
Eyjóif ur K. Sigurjónsson
Ragnar A. Magnússon
Flókagötu 65, 1. hæð, siml 1790S
Lögglltir endurskoðenður
Einangrunargler
Framleitt elnungis Úr
úrvalsglerl. - 5 ára ábyrgð.
Pantið tímanlega.
Korkiðjan h.f.
Skúlagötu 57 — Sfmi 23200.
ALÞÝÐUBLAOIÐ - 6. aprd 1965 |,3