Alþýðublaðið - 11.04.1965, Blaðsíða 2
á
MUtJórar: Gytfl Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndal. — Bltstjómarfull-
**m : Elöur GuQnason. - símar: 14900-1400» — Augiyslngaslml: 140*6.
Utgei'andl: Albyðuflokkurlnn
Aösetur: AlþySuhúslS við Hverfisgötu, Keykjavik. — Prentsmlöja AlþySu-
felaOslns. — Askrlftargjald kr. 80.00. — 1 lausasölu kr. S.00 eintaklö
BLÖÐ OG LÝÐRÆÐI
BLAÐADAUÐI er orð, sem oft hefur heyrzt í
fréttum frá Norðurlöndum síðustu ár. Þar hefur
það gerzt, að dagblöðum hefur fækkað og rekstur
margra beirra reynzt miklum erfiðleikum bund-
inn. Svo virðist, sem eitt blað nái í hverri byggð
sérstöðu, fái mestallt auglýsingamagn og þar af
leiðandi langmesta útbreiðslu, en öðrum blöðum
sé ógerlegt að keppa við það.
Norðurlandabúar telja blaðaútgáfu nauðsynleg
an lið í lýðræðislegu stjórnarfari. Þeir vilja ekki,
að auglýsendur blaðanna ráði því, hvaða skoðanir
komast á framfæri hjá þjóðinni. Þess vegna er mik
ið rætt um leiðir til að tryggja blaðaútgáfu með
því móti. að sem flestar skoðanir fái að koma fram
á prenti Að nokkru leyti er talið, að ríkið geti stutt
blöðin óbeint, með því að auglýsa meira sjálft og
tryggja þeim lág póstgjöld, en einnig er talað um
beina ríkisstyrki.
Hér á landi eru gefin út fimm dagblöð. Aðeins
eitt þeirra er fjárhagslega öfugt og hefur þró-
unin að því leyti verið eins og annars staðar. Hin
blöðin fjögur eru öll rekin með miklum halla, og
er það eiti erfiðasta hlutverk pólitísku flokkanna
' að útvega fé til að halda blöðunum úti.
Slíkur f járhagsvandi getur prðið fjötur um fót,
og kunnugir menn efast ekki um, að fjárhagur
blaðanna dragi mjög úr öðru starfi a.m.k. þriggja
stjórnmálaflokkanna. Þeir búa við verulegan að-
stöðumun, þótt hér sé vissulega pólitískt lýðræði.
Þess vegna er rík ástæða til að íhuga þessi mál hér
af fyllstu hreinskilni, eins og gert hefur verið á hin-
um Norðu r löndunum.
BOÐ JOHNSONS
AÐEINS EIN LAUSN er til á þrátefli því, sem
styrjöldin í Vietnam er orðin. Sú lausn er almenn
ur friðarsamningur, þar sem reynt væri að koma
á jafnvægi í Suðaustur-Asíu.
Bandarfkjamenn hafa tekið ábyrgð á frelsi Suð
ur-Vietnam og munu án efa standa við orð sín. Þess
vegna þýðir lítið fyrir kommúnista að magna enn
ijippreisnina, þar sem Bandaríkin neyðast þá aðeins
t|il að auka herstyrk sinn og loftárásir.
' | Johnson forseti hefur nú boðið frið — og var
það boð skýrt og skilyrðislaust. En kommúnistar
slá á útrétta hönd. Þeir virðast ekki hafa áhuga
a samningum um friðsamlega lausn. Þeir hófu þenn
ain ófrið og nú bera þeir ábyrgð á áframhaldi hans.
GðflAR
FERMINGARGJAFIR
FRA KODAK
KODAK VECTA
myndavél l gjafakassa, með tösku
og tveim filmum, KR. 367,—
KODAK
BROWNIE 44A
.... ðdýr en góð vél. I tösku, KR. 436,—
Flashlampi KR. 793, —
Það eru til 4 mismunandi filmur í
KODAK INSTAMATIC J
VERICHROME PAN fyrir svart/hvítt,
KODACHROME-X fyrir lit-skuggamyndir Og
KODACOLOR-X fyrir litmyndir. —
Myndastærðin er 9x9 sm.
Filmumar em í ljðsþéttum KODAK-hylkjum
sem sett em í vélina á augnabliki, engin
þræðing, og vélin er tilbúin til myndatöku.
KODAK
INSTAMATIC 100
hieð innbyggðum flashlampa, er alveg sjálfvirk.
I gjafakassa með filmu,
4 flashperum og batteríum, KR. 983,—
Án gjafakassa, KR. 864,—
SíMi 2 0313
‘l
■»
(pnraia
8ANKASTRJETI 4
Ferðamál
Framh. af 1. síðu.
seminni. Þetta er mikið verk, og
verður ekki urmið, svo vel sé, án
skilnings og þátttöku þjóðarinnar
allrar.
Loftárásir
Framhald af 1. síðu
ef þær ráðast á bandariskar flug
vélar.
Bandarískar heimildir herma,
að ráðizt hafi verið á brýr við
Tan Da, 195 km. frá Hanoi, Qui
Vinh, 180 km. fyrir sunnan Hanoi
og við Khelkien, 330 km. fyrir
norðan landamæra Norður og Suð
ur-Vietnam og skammt frá landa
mærum Laos. Norður-Vietnam-
menn segja að 33 bandarískar
flugvélar hafi verið skotnar nið
ur og margar laskaðar en Banda
ríkjamenn segja að ein hafi ver
ið skotin niður.
Vietcong-hermenn kommúnista
réðust á stöðvar Suður-Vietnam
manna skammt frá þeim stað þar
sem bandarísku landgönguliðarn
ir stigu á land i morgun. Sex
stjórnarhermenn særðust.
Frá Moskvu berast þær fréttir
að „Pravda“ hafi í dag sagt, að
ekkert nýtt hafi komið fram í
hinni miklu Vietnam-ræðu John
isons forseta í Baltimore. Sú til-
raun Bandarikjamanna að láta í
iíta út fyrir að ræðan marki nýja
stefnu sé blekking. Johnson hafi
í rauninni hafnað friðsamlegri
lausn. Enginn geti vænzt þess aff
vietnamiskir föðurlandsvinir leggi
niður vopn-
Rifreí«a-
eiííenciur
Sprautum. málum auglýsinga>
á bifreKSar.
Trefjaplast-viðgerðir hljóð-
einangrun.
BÍLASPRAUTUN
JÓNS MAONÚSSONAR
Réttarholti v/Sogaveg
Símt 11B18.
Húsgögn
Framh. af bls. 1. ~ 1
irleitt. Þurfa innlendir hÚS"*
gagnaframleiðendur síður eB
svo að óttast erlenda sam-
keppnúi þótt takmarkað
magn húsgagna eé flutl
inn. Stuðlar þetta fyrst og
fremst að aukinni fjölbreytnl
í húsgagnaverzlunum og þar
með meiri áhuga fólks á að
kaupa húsgögn.
Húsgagnahöllin er fyrsta
verzlun sinnar tegundar til að
hafa á boðstólum erlend hús
gögn síðan fyrir stríð og búast
má við áð fleiri verzlanir takl
þétta upp, enda hefur reynslan
verið góð og segist Hjörtur
vera staðráðinn í að halda
þessum innflutningi áfram efl
ir því sem leyfi fást til.
Húsgagnahöllin hefur umhoð
fyrir húsgagnaverksmiðjur
bæði í Noregi og Danmörku og
liggja frammi í verzluninni
myndir og verðlistar af mörg
um tegundum húsgagna sem
hægt er að panta eftir.
£ II. apríl 1965 - AtþÝÐUBLAÐIÐ