Alþýðublaðið - 11.04.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.04.1965, Blaðsíða 3
NNTASKOLARNIR VEROA 6 FRÁ ÍSAFIRÐI FRUMVARP til laga um að fjölga menntaskólunum upp í sex liggur nú fyrir alþingi, eins ög Alþýðublaðið hefur óður grei’nt frá. Efnisgrein frumvarpsins hljóð- ar svo: 1. gr. „Menntaskólar skulu vera sex, tveir í Reykjavik, einn á Akur- eyri, einn að Laugarvatni, einn á Vestfjörðum og einn á Austur- landi . Menntaskólarnir utan Reykjavíkur skulu vera heima- yistarskólar. Menntaskólana á Vestfjörðum og Austurlandi skal stofna, þegar fé er veitt til þess í fjárlögum. Einnig skal, þegar fé er til þess veitt í fjárlögum, heimilt að stofna fleiri mennta- skóla í Reykjavík eða nágrenni. Heimjlt er menntamálaráðuneyt- inu að koma á fót kennslu í náms efni 1. bekkjar menntaskóla við gagnfræðaskóla, þar sem nem- endafjöldi og önnur skilyrði gera slíka róðstöfun eðlilega og fram kvæmanlega. Er þá ráðuneytinu heimilt að setja reglur um þetta skólahald, þ- á. m. skilyrði um lágmarkstölu rfemenda í hverjum bekk. Heimilt skal að koma fram- angreindum menntaskólum á fót í áföngum, bæði að því er varðar kennslu og bygging liúsnæðis fyrir þá. Kostnaður við stofnun og rekst ur menntaskóla greiðist úr ríkis- sjóði, svo og kostnaður við menntaskóladeildir, er komið kann að verða á fót við gagn- ffæðaskóla samkvæmt lieimild þessarar lagagreinar. Greinargerð við frumvarpið er svo hljóðandi: „í 1. gr. laga nr. 58/1946, um rsenntaskóla, segir, að mennta- skólar séu tveir. annar í Reykja- vík, en hinn á Akureyri, og að stofna skuli hinn þriðja í sveit, þegar fé sé veitt til þess í fjár lögum. Samkvæmt þessum ákvæð um eru nú þrír menntaskólar starfandi, 1 Reykjavik, á Akur- eyri og að Laugarvatni, en sá skóli var stofnaður árið 1953 samkvæmt heimild í nefndum lögum. Auk þessa er svo lærdóms deild við Verzlunarskóla íslands í Reykjavík, sem starfar sam- kvæmt reglugerð nr. 95 frá 5. nóvember 1942. Með frumvarpi þessu er lagt til, að menntaskólum verði nú þegar fjölgað um einn í Reykja- vík og heimild veitt til að stofna heimavistarmenntaskóla á Vest- fjörðum og á Austurlandi, þegar fé er veitt til þess í fjárlögum. f>á er einnig veitt heimild til, ,þegar Alþingi veitir til þess fé, að stofna fleiri menntaskóla í Reykjavik eða nágrenni. Enn fremur er menntamálaráðuneyt- inu heimilað að koma á fót kennslu í námsefni 1. bekkjar menntaskóla við gagnfræðaskóla, þar sem nemendafjöldi og önnur skilyrði gera sl(ka ráðstöfun eðli lega og framkvæmanlega. Jafn- framt er menntamálaráðuneytinu veitt heimild til að setja reglur um þetta skólahald, þ. á m. skil- yrði um lágmarkstölu nemenda. Ætlazt er til, að heimilt sé að koma framangreindum mennta- skólum á fót í áföngum, bæði að því er varðar kennslu og bygg- ingu húsnæðis fyrir þá. í lok síðustu heimsstyrjaldar var nemendafjöldi menntaskól- ans í Reykjavík rúmlega 300, en nú er hann rúmlega 900. Þessi mikla nemendafjölgun hefur átt sér stað á sama tíma og byggt hef ur verið heimavistarhús við menntaskólann á Akureyri, menntaskóli hefur verið stofnað- ur að Laugarvatni og lærdóms- deild við Verzlunarskóla íslands í Reykjavík. Ríkisstjörnin markaði á sínum tíma þá stefnu, að menntaskóli skyldi framvegis vera í Reykja- vík á núverandi skólastað rið Lækjargötu, en að jafnframt yrði byggður annar menntaskóli í Hamrahlið. Var síðan hafizt handa um skipulagningu svæðis- ins umhverfis gamla mennta- skólahúsið, og er miðað við að menntaskólanum verði í framtíð inni ætlað allt svæðið milli Lækj argötu, Amtmannsstíg, Þingholts strætis og Bókhlöðustígs, að frá teknu nokkru belti vegna húsa- raðar við Þingholtsstræti. Hefur nú verið byggt og tekið í notkun kennsluhúsnæði rétt hjá gamla skólahúsinu. Er þessi nýbygging raunar stærri að rúmmáli en gamla skólahúsið eða 5000 ten- ingsmetrar, en gamla skólahúsið er 4450 teningsmetrar. Hið nýja húsnæði er fyrst og fremst ætl- að til kennslu í sérgreinum, þ. e. náttúrufræðigreinum, efnafræði, eðiisfræði og kennslu í tungu- málum og miðað við, að þarna verði hægt að beita nýjustu tækjum og aðferðum í þessum kennslugreinum. Þá hefur verið hafizt handa um undirbúning að byggingu menntaskólahúss við Hamrahlíð. Hefur teikning verið gerð að húsinu, og er miðað við að byggja það og taka í notkun í áföngum. Er stefnt að því, að sex kennslustofur verði byggðar í sumar og teknar í notkun haust ið 1965. Lýtur það frumvarp, sem hér er flutt, m. a. að því, að hinn nýi menntaskóli verði sérstök stofnun. Þá hefur verið ákveðið að stækka Menntaskólann að Laug- arvatni í áföngum á fimm árum þannig, að nemendur verði 200, en nú eru þeir um 100. Næstu byggingarframkvæmdir við Menntaskólann að Laugarvatni eru heimavistir þær, sem á vant- ar til þess, að skólinn verði 200 neinenda skóli. Síðan verði kennslurými aukið svo, að komizt verði hjá tvísetningu í skólan- um. Menntaskóli má ekki vera minni en 200 nemenda skóli til þess að starfsemi hans verði eðli- leg og með hagkvæmum hætti, t. d. um nýtingu kennslukrafta. Þótt byggt hafi verið fyrir skömmu heimavistarliús við Menntaskólann á Akureyri, þá þarf að horfast í augu við, að Framhald á 13. síðu WKk FLÝGUR FISKISAGAI 1200 mála kast? 14 pokar í hali? Nei, — ná talar allur flotinn. um vorfargjöld Flugfélagsins. Flugfélagið býður 25°fo afslátt af fargjöldum til 16 borga í Evrópu í vor. Leitib upplýsinga um lágu fargjöldin hjá FlugféLaginu eða ferðaskrifstofum h/ldíj J/F ICEL-AJVÆDAIJRl er flugfélag íslands ALÞÝÐUBLAÐIÓ - 11. apríl 1965 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.