Alþýðublaðið - 11.04.1965, Blaðsíða 5
Sovézkir
Frh. af 16. síða.
Etóra leikhúsinu. Formaður nefnd
arinnar er Grigorij Aleksandrov
fevikmyndaleikstjóri.
Aleksandi-ov hefur gert 18 kvik
myndir á 40 ára ferli sínum. Fyr
ir verk sín hefur hann hlotið heið
urstitilinn,' „Þjóðlistamaður Sovét
ríkjanna."
Elena Rjabinkína er álitin ein
!hin skærasta af yngri ballett-
stjörnum Sovétríkjanna. Hún er
24ra ára að aidri og dansar við
Stóra leikhúsið í Moskvu, eða
Bolsjoj. Hún hefur einkum getið
sér frægð fyrir dans sinn í hlut-
verki Odettu í Svanavatninu.
Prófessor M. Steblin-Kamenskij
er miktlvirkur þýðandi úr Norður
landamálunum og hefur meðal
annars þýtt nokkrar bækur úr ís-
lenzku á rússnesku.
Viadimir Viktorov er konsert-
meistari við Bolsjoj-leikhúsið.
Listafólkið mun kom fram á há
tíðasamkomu MÍR í Háskólabíói á
mánudaginn.
Dráttarbrauf
•s
Framh. af 1. síðu
10% tollur af mjólkurtönkum úr
ryðfríú stáli..
Búizt var við að deildin myndi
afgreiða frumvarpið til neðri
deildar á fundi sínum í dag.
. & .
SKIPAUTGCRÐ BIMSINS
M.s. HEKLA
fer austur um land til Vopna-
fjarðar 21. þ.m. Vörumóttaka á
þriðjudag og miðvikudag til Fá-
skrúðsfjarðar, Revðarfjarðar,
Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyðis-
fjarðar og Vonnafiarðar.
Farseðlar seldir 20. apríl.
AMODA
Brjóstahöld
© Skólav.st.
Tek að mér hvers konar þýSingar
úr og á ensku.
EIÐUR GUÐNASON,
Ilggiltur dómtúlkur og skjala
hýðandi
Skipholtl $1 - Slmi 32933.
nordAIende
Hafið
þér vðlið fermingargjöfina!
Við bjóðum ykkur tækisfær-
isgjafir frá heimsþekktum
fyrirtækjum: frá NORD-
MENDE segulbandstæki og
10 gerðir af ferðatækjum,
frá DUAL rakvélar, 5 gerðir
af plötuspilurum, segulbönd
frá audiotape o. fl.
Sendum gegn póstkröfu
hvert á land sem er
Lítið inn til okkar. Við eigum
eitthvað fyrir alla.
DUAL rafmagnsrakvélar
kr. 832,00 — 961,00
NGRDMENDE ferðatæki, 10 gerðir, verð kr.
1700,00 — 9786.00
Skattar og samningar
ÞAÐ hefur komið fram opinber-
lega, að ríkisstjórnin hafi mikinn
áhuga á, að nýtt samkomulag ná-
ist um kjaramál, þegar júnísamn-
ingarnir frá í fyrra renna út. Öll-
um þeim, sem vel fylgjast með
stjörnumerkjum, hefur verið
ljóst, að Alþýðuflokkurinn legg-
ur á það megináherzlu, að samið
verði á þeim grundvelli, að
verkalýðsfélögin fái verulega
kjarabót.
Viðræður um þessi mál eru
þegar hafnar. Verkalýðsfélögin
kusu á ráðstefnu sinni fyrir
nokkru 14 manna nefnd til aS
fjalla um nýtt samkomulag. Nú
hefur þessi nefnd kosið undir-
nefnd til að ræða við ríkisstjórn-
ina um skattamál, og eru þær
viðræður hafnar.
Segja má, að ekki sé byrjað á
efnilegu atriði. Skattamálin ollu
miklum úlfaþyt í fyrrasumar, og
má búast við ýtrustu árvekni
einmitt á því sviði í ár.
Sé litið til næstu landa, kem-
ur í ljós, að skattar eru yfirleitt
háir. Hvort sem er á Norðurlönd-
um, í Bretlandi eða Þýzkalandi,
má búast við 15-30% skatt-
greiðslu af tekjum. Hér á landi
er ekki miklu meira á okkur lagt
í beinum sköttum, en byrðin hef-
ur viljað leggjast nokkuð mis-
jafnt, og hafa menn ár eftir ár
ekki reiðzt út af sínum eigin
sköttum eins mikið og þeir hafa
reiðzt út af skattfrelsi nágrann-
ans.
Nú þegar er hægt að segja
fyrir um, hvernig skattamál vors-
ins verða. Tekjur manna hafa
hækkað verulega frá 1963 til
1964, ársins, sem nú verður lagt
á. Þessi hækkun er talin nema
25-30%.
Þegar tekjur okkar hækka um
25-30%, hljóta skattarnir líka að
hækka í krónutölu. Það skilur
hvert mannsbarn. Hins vegar
dæmum við skattana eftir því,
hve háa prósentu af tekjum okk-
ar við verðum að greiða í opin-
ber gjöld. Það er eini skynsam-
legi mælikvarðinn.
Allar líkur benda til, að skatt-
ar okkar flestra muni hækka að
krónutölu frá síðasta ári. Hins
vegar geta margir, eftir þeim
hugmyndum sem uppi eru, gert
sér vonir um, að prósentutala
þeirra verði ekki hærri en í fyrra
— ef til vill lægri.
Þannig er hægt að segja,
að skattarnir lækki og eiga þá
við prósentutölu skatta af heild-
artekjum — en í raun réttri
hækka skattarnir í krónutölu frá,
því, sem áður var.
Allt eru þetta augljósar stað-
reyndir, ef menn gefa sér tíma
til að hugsa um þær. Ríkisstjórn-
in hefur valið þann skynsamlega
kost að ræða þessi mál þegar við
fulltrúa verkalýðsfélaganna, af
því að þetta er eitt þeirra atriði,
sem nefnt var í samþykkt verka-
lýðsfundarins um kjarasamninga,
sem haldinn var nýlega.
Fullti-úar veri.alýðsfélaganna
íhuga nú skattamál, eina erfið-
ustu hlið kjaramálanna í heild.
Vonandi er það byrjun í víðtæku
samstarfí, sem leiðir til heildar-
samninga í vor. Ef samningar
ekki nást, getum við átt von á
tveggja ára átökum, stöðugum
verkföllum og hraðvaxandi .verð-
bólgu.
Þess má geta að lokum, hvQré
sem menn meta það einhvers eða
ekki, að núverandi ríkisstjóm
hefur hert mjög á eftirliti med
skattaframtölum, og hefur Al-
þýðuflokkurinn fylgt því mátt
fast eftir. Á því sviði verðum
að koma á jafnrétti, eins fljótS
og við getum. i
4
600 manns
Framhald af 16. sfða
stofnun er ekki nein stríðsyfirlýs-
ing til tryggingarfélaganna, heldur
aðeins áminning. sagði Arinbjörri,
Hjörtur Torfason, lögfræðingur,
skýrði siðan frá væntanlegu fyriir
komulagi félags, en ætlunin er aíf
það verði byggt upp á svipuðum
grundvelli og tvö önnur fjölmenn
hlutafélög, Loðdýr h.f. og HlaO
h.f., þar sem tryggilega á að ,vera
gengið frá að fámennir hópar
geti tekið völd í félaginu, og sér
stakar ráðstafanir gerðar til að
tryggja rétt minnihlutans.
Fuudinum var ekki lokið þegat
blaðið fór í prentun á laugardag
og verður síðar greint nánar frá
honum hér í blaðinu.
Benedikt Gröndal
skrifar um helgina
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 11. apríl 1965 $