Alþýðublaðið - 14.04.1965, Page 7
T
ÚTGEFANDI:
SAMBAND
UNGRA
JAFNAÐARMANNA
Loftpressur hamast er
próflestur stendur yfir
eftir Georg Tryggvason stud. jur.
AÐ undanförnu hefur verið all-
mikið rætt um hag og hlutskipti
stúdenta á opinberum vettvangi,
og hefur þá ósjaldan komið fram
sú skoðun, er allmikið virðist út-
breidd, aS stúdentar búi við marg
háttaðar ívilnanir og forréttindi á
flestum sviðum. Nú er það hins
vegar svo, að flestum þeim stúd-
entum, er forréttinda þessara eru
aðnjótandi, finnst heldur lítið til
þeirra koma, og er það reyndar
ekki að ástæðulausu eins og ég
mun nú reyna að sýna fram á í
þessu greinarkorni.
Tveir eru þeir þættir í okkar
daglega lífi, er öðrum fremur
skipta máli, en það eru fæði og
húsaskjól, og hefur aðbúnaður á
þessum sviðum ekki aðeins afger-
andi áhrif á lestrarfrið og þægindi
daglegs lífs, heldur og fjárhags-
lega afkomu alla.
Að vísu er högum stúdenta afar
misjafnlega háttað með tilliti til
þessara tveggja framangreindra
meginþátta, og er ómögulegt að
taka með í stuttri grein öll tilvik,
er þar er um að ræða, heldur mun
ég reyna að lýsa högum venjulegs
utanbæjarstúdents.
Um húsnæðismálin er það lielzt
wwvmwwwwwwwww
Herðum nú
áskrifenda-
söfnun að
Áfanga
F Y R I R nokkru siðan voru
áskriftaseðlar að ÁFANGA
sendir til útfyllingar ýmsum
vinum hans og stuðnings-
mönnum. Nauðsynlegt er að
seðlar þessir verði fylltir út
sem fyrst og sendir afgreiðsl-
unni sem fyrst. Minnist þess,
að því fleiri sem áskrifendur
hans eru, því betra og traust-
ara tfmarit verður hann.
Leggjumst því öll á eitt
í áskriftarsöfnu n fyr
ir ÁFANGAt
MWMWWVWWVWVVVWHWWiV
að segja, að auk þess sem stúdent-
ar geta að sjálfsögðu leigt her-
bergi úti í bæ, þá gefst þeim kost-
ur á að búa á stúdentagörðunum
svonefndu, og mun greinarhöfund-
ur, sem sjálfur býr á öðrum þeirra,
þeim er Nýi-Garður nefnist, lýs'a
hlunnindum þeim og forréttind-
um, er slfkri búsetu eru samfara.
Nýi-Garður var reistur fyrir
rúmum tveimur áratugum fyrir
samskotafé einstaklinga, kaup-
staða og smávægilegt framlag rík-
issjóðs. Er skemmst frá því að
segja, að frágangur á þessari bygg
ingu er allur með slíkum endem-
um, að þar virðist allt hafa verið
til sparað, og verið unnið af fljót-
færnislegu handahófi, því auk þess
sem byggingin er utan að sjá stíl-
laus ferkantaður kassi, þá er öll
innrétting dapurlega illa unnin og
léleg. Slitnar mottur á brakandi
tréstigum, ónýtar vatnslagnir, ein-
falt gler í öllum gluggum og ljót
ar sprungur um velflesta veggi, svo
eitthvað sé nefnt af mörgu.
Hinum sjötíu íbúum hússins er
úthlutað aðeins einum síma að
hringja úr, og er það sjálfsali, en
þar kostar hvert símtal tvær krón-
ur. Nú og bein afleiðing af léleg-
um frágangi allra vatnslaena er
sú, að bar bila á víxl böð og snyrt-
ingar, svo að þeim verður að loka.
Hefur t. d. bað það, er ætlað er
íbúum efsta gangs til afnota ekki
verið í lagi einn einasta dag í all-
an vetur, því hafi þar komið vatns-
dropi á gólf, hefur hann umsvifa-
laust lekið um ótal sprungur ofan
í næstu lierbergi fyrir neðan. Og
svipaðar sögur má segja af snyrt-
ingu þeirra, er í kjallaranum búa.
En hvers vegna er nú þetta látið
drasla svona heilu veturna öllum
til amsturs og óþæginda? Einhver
fróm sála kynni að álíta að það
væri gert vegna okkar etúdent-
anna.
Að yfirvöld Garðanna vildu ekki
ti'ufla næði og lestrarfrið stúdent-
anna með þeim gauragangi, er slík
um viðgerðum verður óhjákvæmi-
lega samfara, og því væri slíku
ónæði frestað til sumarsins. Og
víst er því frestað, en bara ekki
til sumarsins, heldur ér beðið með
bai-smíðina þar til próflestur hefst.
Kjarni málsins er nefniíega sá,
að á Görðunum þarf að græða rétt
eins og öllu öðru hér á landi, og
eru þeir því reknir sém hótel yfir
sumarmánuðina. Um það er reynd-
ar ekkert illt að segja, og sjálf-
sagt að reyna að nota þetta hús-
næði allt árið. En sá agnúi er á
þesu öllu, að virðulegum hótelgest-
um er bara alls ekki bjóðandi upp
á, í eina eða tvær nætur, þann að-
búnað, sem er stúdentum fullgóð-
ur allan veturinn, og því er það,
að þegar vora tekur og próf að
nálgast, þá hefur eftir ár verið
safnað hingað úi'valsliði barsmíða-
manna til að flikka upp á húsið,
áður en gestirnir koma, og hafa
þeir síðan langtímum saman varn-
að stúdentum lesturs með höggum
og hávaða, og það í miðjum próf-
lestri, þegar mest er þörf næðis
Framhald á 13. síðu.
SKÖMMU eftir miðja síðustu
viku lögðu tveir Framsóknar-
menn fram tillögu á Alþingi
um að stúdentar fengju lán hjá
Húsnæðismálastjórn til bygg-
ingar hjónagarðs. Tillagan er
ágæt, svo langt sem hún nær
og fær vonandi nægilegt fylgi
til samþykktar. Það er svo ann-
að mál, að þótt tillagan sé fram
borin af Framsóknarmönnum e
hugmyndin ekki þeirra. Þvert á
móti var það Sigurður Guð-
mundson, formaður Sambands
ungra jafnaðarmanna, er varp-
aði hugmyndinni fram í þætt-
inum ^Málefni dagsins", sem
birtist hér á æskulýðssíðu fyrir
nokkrum vikum síðan. í þeirri
grein varpaði hann einnig fram
ýmsum fleiri hugmyndum og
tillögum um lausn þess brýna
Framsókn gerir
málefni SUJ
að sínum!!!
vandamáls, sem húsnæðismálin
eru ýmsu námsfólki nú sem
fyrr. Sjálfsagt eiga þær tíllög-
ur eftir að koma fram á Alþingi
í einni eð annarri mynd, og
skyldu menn þá minnast þess,
að frá SUJ eru þær upphaflega
komnar.
Tillagan um lausn á hjóna-
garðsmáli stúdenta er ekki
fyrstu SUJ-málið sem Fram
sóknarmenn koma með á yfir-
standandi Alþingi. í haust gerði
Þórarinn Þórarinsson að um-
talsefni á Alþingi tillögu, er 20.
þing SUJ hafði þá nýlega sam-
þykkt, þar sem varað var við
og mótmælt síauknu valdi em-
bættismanna ríkisins á kostnað
hinna þjóðkjörnu fulltrúa. Þór-
arinn bar lof á SUJ fyrir til-
lögu þessa og sýnir það rétt-
mæti hennar, að jafnvel liðs-
oddi embættismannahers Fram
sóknar skuli skilja nauðsyn
hennar. Þórarinn reyndist þá
maður til að geta þess, að sam-
þykktin var frá SUJ komin.
Framsóknarþingmenn þeir, er
fluttu hjónagarðstillögu SUJ í
vikunni, reyndust hins vegar
ekki menn til að geta uppruna
iennai'. Eru þeir menn að minni
fyrir.
Fundur Sambandsráðs heppnaðist vel
FUNDUR Sambandsráðs ungra
jafnaðarmanna var haldinn á Akra
nesi helgina 3. og 4. apríl síðast
liðinn, og tókst í hvívetna hið
bezta, eins og áður hefur verið
skýrt frá. Á fundinum flutti for-
maður SUJ, Sigux'ður Guðmunds-
son, yfirlitsræðu um starfsemi sam
bandsins og Örlygur Géirsson,
gjaldkeri þess, skýrði reikninga
þess. Skipað var í starfshópa, er
fjölluðu um hina ýmsu þætti starf-
seminnar og skiluðu þeir áliti á
sunnudag k-1. 2, er fundur ráðsins
hófst að nýju. Ýtarlegar umræður
urðu um álit starfshópanna og lauk
þeim ekki fyrr en kl. 6 e. h., en
þá var fundi slitið.
Sambandsfundurinn var ágæt-
lega sóttur, vel unninn og fór vel
fram. Hann bar gott vitni öflugu
starfi ungra jafnaðarmanna um
land allt, þrótt þeirra og vilja til
áð efla samtökin enn. Fundarstjór-
ar þessa ágæta fundar voru þeir
Guðmundur Vésteinsson og Gylfi
Magnússon. Fundarritarar voru
þeir Georg Tryggvason og Karl
Steinar Guðnason.
HWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWW WWWWWWWtWWWWWWWWVWWWWWMWil1
árshátíð SUJ í kvöld
Eins og áður hefur verið tilkynnt fer árshátíð ungra jafnaðarmanna fram að Hótel Borg í
kvöld, miðvikudaginn 14. apríl og hefst kl. 8,30 e. h. Kvöldverður verður reiddur fram fyrir
þá, er þess óska, áður en árshátíðin hefst. Til árshátíðarinnar er vel vandað að venju og;
verða ýmis ftóð skemmtiatriði. Ungir jafnaðarmenn eru hvattir til að sæhja hátíðina vel ogt
stundvíslega og taka með sér gesti.
tWWWWWWWWWWWWWWW%WWWWWWWVO WWWWWWWWMWWWWMWWWWWWWW»Ól
ALÞÝÐUBLAÐIÐ. — • 14. apiíl 1965 7