Alþýðublaðið - 29.04.1965, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.04.1965, Blaðsíða 1
SllD FINNSTI MEDALLANDSBUfi zmsm 45. árg. — Fimmtudagur 29. apríl 1965 — 95. tbl. Fyrsti knattspymuleikur vorsins fór fram í gærkveldi og kepptu þá KR og Þróttur og lauk leiknum með sigri hins fyrrnefnda. Myndin hér að neðan er úr leiknum og er af fyrsta markinu, sem gert er á þessu vori.Það er markmaður Þróttar sem fleygir sér eftir boltanum, en varð of seinn í þetta skiptið. Sjá nánar um leikinn á íbróttasiðunni á blaðsíðu 11. (Mynd: JV). OKKAR Vestmannaeyjum, 28. apríl ES — GO NOKKRIR bátar hafa nú skipt yfir af þorskanót og á síld. Mikils síldarmagns hefur orðið vart í Meðallandsbug og hefur hún á- netjast í þorskanót og jafnvel í net. Halkion er farinn austur, en Bára frá FáskrúSlsfirffí, Huginn og ásamt Akurey eru að búa sig af stað. Þeir á Bárunni reikna meff að Ianda aflanum fyrir austan, þar sem erfitt verðnr að koma honum í vinnslu í Vestmannaeyjum, rneð- an vertíðin stendur sem hæst. með 937 tonn, Leo 912, Björg SU 757, Ver 725, Sæbjörg 685, Lundi 675 og ísleifur III á að vera meðal sex efstu en ekki er vitað um afla magn hans. Hæsti nótabáturinn er hins veg- ar með um 500 tonn, en það er Gjafar VE. VIÐSKIP Undanfarið hefur verið sæmi- legur afli hjó netabátum, en léleg- ur hjá nótabátunum. Hæstu neta- bátarnir eru nú þessir: Stígandi Flugvél féll ofan á mann Tuttugu ára gamall Bandaríkja- maður beið bana af slysförum á Keflavíknrflugveúi I gær. Slysiff vildi tS' kl. 15-25^ með þeim hætti að flugvél féll ofan á manninn með fyrrgreindum Efleifiing'um. Flutningaflugvél var ný lent á vellinum og var ma'ðurinn að setca klosSa vfff hjól hennar, þar sem hún stóff á veSlinnm, þegar hjól lugvélarinnar hrotnaði og féll hún ofan á manninn. FTA - LÖNDIN VAXAN Reykjavík, 28. apríl EG Á SÍÐASTLIÐNU ári fóru 42,7% útflutn- ings okkar til aðildarríkja Fríverzlunarbanda lags Evrópu, EFTA. Ilafa viðskipti okkar við þessi lönd fariff mjög vaxandi nokkur undan farin ár, þrátt fyrir þá staffreynd, aff tollmúr- ar EFTA valda okkur örffugleikum. Ef samstarf EFTA ríkjanna fer vaxandi t.d. á sviði landbún affar- og sjávarafurða, verffa hagsmunir okkar íslendinga enn brýnni, og sjálfsagt er og eðli legt fyrir okkur að fylgjast vel með allri fram vindu mála. Á þessa leið mælti dr. Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra er Alþýðublað ið ræddi við hann í gær. Viðskiptamálaráðherra tjáði Al- þýðublaðinu, að rikisstjórnin hefði enga ákvörðun tekið um að leita eftlr aðild að EFTA, hins vegar væri að sjálfsögðu stöðugt fylgzt með þróun viðskiptamáía í heim- inum, og þá sérstaklega að því er snerti helztu viðskiptalönd okkar. — Meðan horfur voru á því, að Efnahagsbandalagið og Fríversiun- arbandalagið sameinuðust á einn eða annan hátt og Vestur Evrópa yrði þannig ein viðskiptaheild, var það að sjálfsögðu athugað al- veg sérstaklega með hverjum hætti íslendingar gætu helzt tryggt viðskiptahagsmuni sína í þessu sambandi. En þegar það mál komst af dagskrá við það, að de Gaulle hafnaði aðild Breta að EBE, hætti málið að hafa þá þýðingu fyrir fsland, sem það hafði áður haft. Það sem fyrst og fremst hefur mælt gegn aðild okkar íslendinga að EFTA, er að stofnskrá þess tek- ur fyrst og fremst til viðskipta með iðnaðarvörur, en ekki við- skipta með sjávarafurðir og land- búnaðarvörur. Það hefur því ekki Hafísinn skapar ný við- horf við síldarleitina Beykjavík 28- apríl GO. Vegna fréttarinnar frá Vest- jnannaeyjum um síldina í Með allandsbug áttum við stutt við tal við Jakob Jakobsson fiski fræðing: — Áttuð þið von á göngu þarna Jakob? —Vitað er að öðru hvoru hefur verið þarna talsvert af síld á þessum árstíma. Við höf um haft af henni sPurnir núna í nokkur ór og jafnvel því að hún hafi hrygnt alla leið aust ur við Hrollaugseyjar^ en. vegna ónógs skipakosts hef- ur ekki orðið af frekari rann sóknum þar eystra- Enda hafa leitarskipin verið bundin hér við SV-land á þeim árstíma. Nú hefur hinsvegar aðeins ver ið um lítilsháttar síld að ræða á Hraunsvíkinni, þar sem Akra nesbótar hafa verið að fá 2- 400 tunnur að undanförnu. Sýnishorna af þessari síld er beðið með eftirvæntingu og þá verður hægt að skera úr Frh. á 4. síðu. verið líklegt, að við gætum sam- ið um bætt viðskiptaskilyrði fyrir sjávarafurðir okkar í skiptum fyr- ir þær tollalækkanir á iðnaðarvör- Framhald á 4. síðu. Norræn handrita stofnun í Khöfn? Kaupmannahöfn 28. apríl NTB-RB SKÝRT VAR FRÁ því í dag aff íhaldsflokkurinn rnuni leggja fyr- ir þingið frumvarp þesg efnis að stofnuff verði samnorræn stofnun til að rannsaka þau „norrænu“ handrit sem geymd eru í Kaup- mannahöfn. Eftir tvær vikur verSTur væ4t . anlega tekið fyrir í danska þing inu frumvarp ríkiss'jórnarmnar um að afhenda íslendingum mlk inn hluta handritanna í Árnasafnl og nokkur þeirra handrita sem geymd eru í Konungsbókhlöffu. USA og USSR semja um vernd WASHINGTON, 28 apríl (NTB- Reuter). — Bandaríkin og Sovét ríkin hafa náff samkomulagi um. samvinnu um vernd fiskistofnsins á Norðvestur-Atlantshafi, aff sögn bandaríska utanríkisráðuneytislns.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.