Alþýðublaðið - 29.04.1965, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 29.04.1965, Blaðsíða 14
HL HAIMIIMGJU IMFÐ DAGIININ Það getur oft vcrið erfitt að gera greinarmun á hrein um sannleika og hvítri lýgi. . 1. maí kaffi ALÞÝÐUFLOKKSKONUR gangast fyrir veizlukaffi 1. maí næstk. síðd. í Iðnó. Undanfarin ár hefur þessi góða kafíisala í Iðnó á hátíðisdegi vinnandi fólks, verið ákaflega vinsæl, og sannar lega gert sitt til að auka liátíðar skap á þessum merka degi, enda liafa veitingar verið rausnarlegar, hlaðin borð af rjómatertum, smurðu brauði, pönnukökum og fleiru góðgæti. Fögnum s'gri Al- þýðuflokksins í verkalýðsmálun- um! Hittumst í Iðnó 1. maí! 24. apríl voru gefin saman í hjóna band af séra Garðari Svavarssyni í Laugarneskirkju, ungfrú Edda Agnarsdóttir og Benony Einarsson Álftamýri 36. (Studio Guðmundar Garða stræti.) Sjötug er í dag Ragnhildur Guð mundsdóttir Sólvangi Vestmanna eyjum, húsfreyja Einars Sigur- finnssonar. 22- apríl voru gefin saman í hjóna I band í Langholtskirkju af séra Árelíusi Nielssyni ungfrú Bryndís Helga Sigurðardóttir og Jónas- Jónasson, Efstasundi 94. (Studio Guðmundar Garða stræti.) Kaffisaía . Kristniboðsfélags kvenna í Reykjavík( verður eins og undanfarin ár 1- maí í Kristni boðshúsinu Betanía Laufásvegi 13 og hefst kO.. 3 e.h. Góðir Reykvíkingar drekkið miðdegiskaffið hjá okkur- Allur ágóði rennur til Kristniboðsins í Kongó. Fimmtudagur 29. apríl - 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 Á frívaktinni: Dóra Ingvadóttir sér um sjómannaþáttinn. 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir — Tilkynningar — íslenzk lög og klassisk tónlist. 16.30 Síðdegisútvarp: Veðurfregnir — Létt músik. 17.00 Fréttir. 18.20 Þingfréttir — Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. 19.20 Veðurfregnir. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál. Óskar Halldórsson cand. mag. talar. 20.05 Með ungu fólki. Troels Bendtsen og Andrés Indriðason sjá um þáttinn. •21.05 Sinfóníuhljómsveit íslands leikur í útvarpssal. Stjórnandi: Páll Pampichler Pálsson. a. „Pomp and Circumstances", mars op. 39 éftir Edvard Elgar. b. Konsert fyrir fimm blásturshljóðfæri og hljómsveit eftir Vittorio Rieti. Þórarinn Ólafsson leikur á flautu, Josef Zvachta á óbó, Gunnar Egilson á klarinettu, Hans Þátturinn Með ungu fólki nýtur mikilia vinsælda. Hann er í kvöld, strax að loknum lestri frétta og þættinum Daglegt mál. Um sjónarmenn þáttarins eru nú Troels Bendt sen og Andrés Indriðason. Ploder á fagott og Herbert Hriberschek á horn. c. Sinfónía í d-moll eftir Josef Haydn. 21.45 Nokkur kvæði og vísur. Andrés Björnsson les úr nýrri Ijóðabók séra Sigurðar Norlands. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.25 Jaltaráðstefnan og skipting heimsins. Ólafur Egilsson lögfræðingur les úr bók eftir Arthur Conte (12). 22.30 Kvöld í Reykjavík. Ólafur Stephensen flytur djassþátt. 23.00 Á hvítum reitum og svörtum. Guðmundur Arnlaugsson flytur skákþátt. 23.35 Dagskrárlok. Stemning. Af hljóðlátri stemningu húmsins ég heillast sí og æ. Þá lít ég á næturlífið og labba niður í bæ. Ráðvilltur rónaskarinn röltir um götur og torg, en íslenzkur aðall veltur út af Hótel-Borg. Kankvís. Knattspyrna Frh. af 11. síðu. leitt meiri tilþrif. Fyrri hálfleik- urinn var allur mun betur leik- inn og fjörugri en sá síðari. Enda þá sýnilega farið að ganga á „elds- neytisforða" leikmanna. Síðari hálfleiknum lauk með sínu markinu hjá hvorum, og komu bæði á síðustu fímm mín- útum leiksins. Guðm. Haraldsson útherji skoraði fyrir KR, en Hauk ur miðherji fyrir Þrótt. Bæði mörkin voru vel gerð, einkum var þó skot Hauks fallegt og næsta ó- verjandi. Völlurinn var laus og þungur. í heild má segja að framganga leikmanna spái vel fyrir gengi knattspyrnunnar í sumar. Einar Kjartansson dæmdi og fórst það um margt karlmannlega. EB Fatasýning Framhald af síðu 16. Hann kvað samkeppnina vel- komna, íslenzkir fataframleiðend- ur treystu sér vel til að sýna al- menningi að framleiðsla þeirra sé fyllilega samkeppnisfær á þessu sviði, bæði miðað við gæði og verð lag. Kaupstefnan verður bæði kynningar og sölusýning og má segja að þar verði flestar tegund ir fatnaðar sem framleiddar eru á íslandi. Sem lítið dæmi má nefna: prjónafatnaður, barnafatnaður, lífstykkjavörur, skyrtur, kvenfatn- aður, karlmannafatnaður, sport- fatnaður, sjóklæði, úlpur, viðlegu útbúnaður, vettlingar. hálsbindi, nærfatnaður, sokkar o. fl. Fjöl- breytt úrval verður og í hverjum vöruflokki þannig að sérstaklega hagkvæmt verður fyrir innkaupa- stjóra verzlunarfyrirtækja að eiga þess kost að gera innkaup þar sem á einum stað verður á boðstólum mikið úrvaL Lido verður opnað almenningi kl. 7 á föstudag og er aðgangur ókeypis. Kaupstefnan stendur til 9 maí og verður opið eingöngu fyrir kaupendur frá 10 f. h. til 3, en síðan verður opið fyrir almenn- ing til 10 á kvöldin. Ef þessi fyrsta kaupstefna gefur góða raun, verð- ur reynt að gera hana að árlegum viðburði. Kjartan Guðjónsson aug lýsingateiknari sá um skipulag og uppsetningu sýningarinnar. Hlaup Framhald af 11. siðu. í þriðja sæti var Dýri Guðmunds son. Aðeins einn keppandi var skráður í elzta aldursflokknn Trausti Sveinbjörnsson og hljóp hann því með 14—16 ára, en hann sigraði í fyrra og var að jálfsögðu öruggur um sigur að þessu sinni. Keppendur 14—16 ára voru fjórir og sigurvegari varð, Kristinn H. Benediktsson þriðja árið í röð. í öðru sæti var Hafsteinn Aðalsteinsson og Ólaf ur Valgeirs on þriðji. Viðavangs hlaupið tókst mjög vel þrátt fyrir óhagstætt veður, en skemmti- legra væri ef þátttaka gæti verið meiri í eldvi flokkunum. VERKAMENN. Vantar verkamenn í bygging arvinnu, handlaug fyrir tré smiði og fleira. Upplýsingar í síma 34102. Augl. í Mogga- Hægviðri léttskýjað, hiti um 8—12 stig. í gær var austan gola á Austfjörðum, en hægviðri um vestanvert landið. í Reykjavik voru vestsuðvestan 2 vindstig, sjö stiga hiti og móða. Kerlingin er mín hægri hönd, segir kallinn- Hann er nefnilega örvhentur. 14 29. apríl 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.