Alþýðublaðið - 29.04.1965, Blaðsíða 8
I
i
i
I
i
t
j
i
I
í
Halldórssyni, Einar Jónsson
skipstjóri á Karlsefninu, Einar
Sigurðsson útgerðarmaður og
frystihúsaeigandi m. m., kallað-
ur hinn ríki, Eggert Þorbjarn-
arson framkvæmdastjóri Borg-
areyjar hf. Einar Thoroddsen
hafnsögumaður og fyrrv. skip-
stjóri, ambassador Sovétríkj-
anna, Nikolai K. Tupitsyn, A. P-
Grachev verzlunarfulltrúi sendi-
ráðsins, hr. Nedorezov aðstoðar-
maður hans, Lomakin blaðafull-
trúi og fleiri bæði sendiráðs-
menn og ísenzkir.
Af þessari upptalningu mætti
vera ljóst, að hér stendur eitt-
hvað til, enda er það svo. Nú
eygja framámen'n í islenzkum fisk
iðnaði þess kost í fyrsta skipti,
að fara á veiðar með togara „sem
tekur trollið inn að aftan” og
sjá hvernig slíkur togari vinn-
ur. Z. Angaretis er 3170 tonna
skip, sem hefur aðstöðu til að
fullvinna allan aflann um borð.
Fiskurinn er hraðfrystur í
blokkir, úrgangur fer í fiskimjöl,
lifrin er brædd í lýsi og hægt
er að sjóða niður.
Laust eftir klukkan 10 er allt
tilbúið til brottferðar. Gestirnir
koma sér fyrir á ýmsum stöðum
í skipinu. Sumir eru á stjórn-
palli, aðrir uppi á brúarþaki,
gömlu mennirnir sitja í borðsal
áhafnarinnar og spila bridge,
aðrir ráfa um brúarvængí og
ganga. Við stefnum venjulega
siglingaleið út sundin. Við Eng-
ey fer hafnsögumaðurinn frá
borði-og við baujuna er stefnan
tekin út flóann á Garðskaga og
menn halda áfram að spóka sig
á þiljum uppi og þeir af áhöfn-
inni, sem eru á vakt taka til að
gera trollið klárt til köstunar.
Gömlu mennirnir halda áfram
að spila. Þeir eru búnir að
sigla þessa leið svo oft, að ekk-
ert er eftir handa þeim að sjá
rómantíkin hefur rokið út í veð-
TEXTI OG MYNDIR:
GRÉTAR OÐDSSON
ur og vind fyrir mörgum árum,
þegar þeir stímuðu á miðin,
vansvefna, þreyttir og tærðir af
iangvarandi þrældómi, en þeir
eru spenntir að sjá þessa marg-
umtöluðu veiðitækni af eigin
raun.
Hádegið nálgast og Garðskagi.
Gestirnir eru leiddir að mat-
borði í borðsal yfirmanna.
Vegna fjöldans verður að ráð-
ast að matnum í tvennu lagi.
Meðan fyrri hópurinn borðar,
er síðari hópurinn í góðu yfir
læti í einkaíbúð skipstjóra Áður
en sezt er að borðinu kallar ara
Nafn mannsins lengst til vinstri vitum við ekki, en næstur honum
stendur Júrí Verkhoturof skipstjóri á Z. Angrarertis, þá Einar Jóhsson
á Karlsefni og Pétur Þorbjörnsson á Pétri Halldórssyni.
Aflinn tæmdur úr pokanum.
Trolliff rennur aftur af skipinu.
Laugardagurinn var bjartur
og blár, napurt kul að norðan,
en samt var þetta fyrsti sólskins
dagur sumarsins. Esjan var hálf
grámygluleg þennan morgun,
snjóug ofan í miðjar hlíðar með
þokuhjúp á kollinum. Alhvíta
Skarðsheiði bar í kuldablátt
norðurloftið, en Akrafjall átti
hlýjan svip og mjúkar línur, þar
sem það hreykir sér yfir Skipa-
skaga og þorpið, sem eins og
kúrír ofan í sjóinn frá Reykja-
vík !að sjá.
i
Di-áttarbáturinn Magni hnubb
ar ( síðuna á stóru grámáluðu
skiþjj, sem liggur utan á Brúar-
fossl við Ægisgarð. Þetta skip
er lneð hvíta yfirbyggingu og
rauðan borða á reykháfnum. Á
borðanum er hamar og sigð í
gulum lit. Torkennilegir stafir
eru letraðir á kinnung þess, en
á svörtu skilti yfir brúarvængn-
um stendur: Z. Angaretis. Á aft-
urþilfari má sjá ýmsar tilfær-
ingar til togveiða og skuturinn
er rofinn, en skáhöll renna ligg-
ur af þilfari í sjó niður.
Við stöndum á framþiljum og
horfum á tvo stráka róla sér
glæfralega við kinnunginn á
Brúarfossi. Þeir eru að mála
stefnið með rúllum á löngu
skafti. Klukkan er rúmlega hálf
tíu og ýmsir þekktir íaenn fara
að tínast um borð. Þeir koma
yfir Brúarfoss, fikra sig varlega
yfir landganginn, sem lagður
hefur verið milli skipanna, en
Magni hefur það hlutverk að
halda þeim að. Þarna er Ingi-
mar Einarsson framkvæmdastjóri
FÍB, Jón Sigurðsson, forseti
Sjómannasambandsins, Kristján
Jóhannesson starfsmaður SR,
Hafsteinn Bergþórsson fyrrum
forstjóri BÚR og gamall togara-
skipstjóri, Kolbeinn Sigurðsson,
fyrrv. skipstjóri, Vilhjálmur
Árnason fyrrv. skipstjóri, Bjarni
Ingimarsson flaggkapteinn
Tryggva Ófeigssonar, Pétur Þor-
björnsson skipstjóri á bv. Pétri
8 29. apríl 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ