Alþýðublaðið - 29.04.1965, Side 11
Fyrsti knattspyrnuleikur vorsins:
KR vann Þrótt 4 -1
Ámi Þ. Kristjánsson óskar René Heitmann tii haminpju meff sigurinn í 200 m. bringustund, til hægri
er Gestur Jónsson aff taka viff verðlannum úr höndum Ágústu Þorsteinsdóttur.
Eitt danskt met
og ágæt afrek
í GÆRKVÖLDI fór fram á Mela-
vellinum fyrsti knattspyrnukapp-
leikur sumarsins. Það vóru KR og
Þróttur, sem áttust við í Reykja-
víkurmótinu. Um 2000 áhorfendur
komu á völlinn, enda var veður
mjög gott.
Leikslok urðu þau, að KR bar
sigur úr bítum, með 4 mörkum
gegn 1.
í leikhléi var staðan 3:0 fyrir
KR. En síðari hálfleikur endaði
1:1.
Það var miðframvörður KR, Þor
geir Guðmundsson, sterkur og
djarfur leikmaður, sem skoraði.'
fyrsta mark KR og þar með sum-
arsins — leikársins — með fastri
og óvæntri spyrnu af um 35 metra j
færi. Er 10 mín. voru eftir af leikn
um bætti Gunnar Felixsson öðru
marki við, úr lítt vafasamri rang-
stöðu, að því er virtist, og rétt
fyrir leikslok skoraði v. útherji
Sigurþór, þriðja markið.
Þróttarar léku all vel til að
byrja með, og áttu möguleika til
að skora, en mistókst. KR-ingar
sóttu sig er á leið og sýndu yfir-
Framh. á 14. síffu.
ÞORGEIR GUÐMUNDSSON
skoraffi fyrsta markiff.
Ágæt Jbáttfaka í
Víðavangshlaupi
HIÐ árlega Víðavangshlaup Hafn
arfjarðar var háð á Sumardaginn
fyrsta við Barnaskóla Hafnar-
fjarðar og hófst kl. 4 s.d- Kl.
3.30 léku lúðrasv. skólabarna og
einnig lék Lúðrasveit Hafnar-
fjarðar. í undirbúningsnefnd-
voru þeir, Eirikur Pálsson, Sævar
Magnússon, Sveinn Magnússon
og Jón Mathiesen.
Hlaupið hófst í kvennaflokkn-
um, en 31 stúlka var skráð til
keppni.
Sigurvegari varð Oddný Sig-
urðardóttir 11 ára gömul, hljóp
hún vegalengdina á 4. mín, 31 sek.
Hún var lang fyrst í mark og
hljóp mjög létt og voru engin
þreytumerki á henni að sjá. í
öðru sæti var Þórunn H. Guð-
mundssdóttir og í þriðja, Greta
Strange. Þá hlupu 13 ára og
yngri, og voru skráðir keppendur
53- Þar á nieðai Viðar Halldóra
son, en hann s'8raði í þess-
um aldursflokki í fyrra. Hann
sigraði einnig nú, en keppni um
fyrsta sætið var geysihörð milli
hans og Þóris Jónssonar og var
Viðar rétt sjónarmun á undan,
Framh. á 14. síðu.
m. skriffsundi kvenna, frá vinstri Hrafnhildur, Strange og Ingunn GuS»
mundsdóttir, Seifossi. Myndir: BG.
ALÞÝÐUBLAÐlÐ - 29. apríl 1965 H
Sundmóti Ægis og UMFK lýkur í kvöld
HELDUR DAUFT var yfir Sund-
móti Ægis og UMFK, sem hófst í
Sundhöll Reykjavíkur á þriffju-
dagskvöld. Sundmótin hafa veriff
illa sótt í vetur og litlu effa engu
máli hefur skipt, þó aff erlendir
gestir hafi tekiff þátt. Á Sundmóti
Ármanns á dögunum voru þrír
sænskir gestir, en áhorfendur
sárafáir. Þaff er mjög alvarlegt
vandamál fyrir sundíþróttina, ef
áhorfendabekkirnir eru svo gott
sem tómir. Forráffamenn móta
þurfa aff gera þau skemmtilegri
HnMMKWMUMMtMUWnW
Knatispyrnuæfingar
FH hefjasf bráðiega
Knattspyrnuæfingar FH
utanhwss hefjast af fullum
krafti 4. mai næstkomandi.
í dag kl. 2-4 fer fram skrán-
ing drengja í 6. flokk og
verffur einnig á laugardag kl.
10-12 í félagsheimili FH.
Æfingar í sumar verða
sem hér segir (æft er þriöju
daga og föstudaga) 6. flokk
ur kl. 2.15 tU 5.15, 5. flokk-
ur kl. 5.30 til 6.30, 4. flokkur
kL 6.30 til 7.30, 3. flokkur kl.
7.30 til 8.30 og 2. meistara-
flokkur kl. 8.30 tU 9.30.
Knattspyrnudeild FH skor
ar á alla FH-inga aff vera
meff frá byrjun og mæta á
allar æfingar.
WMMWWWWWIWWWWWW
og hafa léttara yfir þeim, hvernig
þaff skal gert, er ekki gott aff sjá
í fljótu bragffi, en eitthvaff verffur
aff gera.
Á Sundmótinu í fyrrakvöld tóku
þátt þrír beztu sundmenn Dana,
Kristen Strange, Lars Kraus Jen-
sen og René Heitmann. Tvö þau
fyrstnefndu kepptu fyrir Dan-
mörk í Tokyo í haust og eru dansk
ir methafar.
Danska sundfólkiff hafffi tölu-
verffa yfirburði og sigraffi í öllum
greinum, sem þaff tók þátt í. Þaff
var affeins Guffmundur Gíslason,
sem veitti einhverja keppni og
tími hans í 200 m. fjórsundi og
100 m. baksundi er sá bezti, sem
hann hefur náff á þessum vetri.
Hrafnhildur hefur lítiff getaff æft
í vetur og því ekki hægt aff búast
viff miklu af henni.
Unga fólkiff er í stöffugri fram-
för, einna mesta athygli aff þessu
sinni vöktu tveir Selfyssingar,
Einar Sigfússon, sem varff f jórffi í
200 m. bringusundi á ágætum
tíma, haiis bezta og Ingunn Guff-
j mundsdóttir, sem varff þriffja í
100 m. skriffsundi og vann m. a.
Matthildi Guðmundsdóttur. Mjög
mikiU sundáhugi er í Selfossi.
í kvöld er síffari keppnisdagur
mótsins og er vonandi aff áhorf-
endur verffi fleiri en fyrra kvöldiff
Úrslit fyrri dags:
100 m. baksund karla:
Lars K. Jensen, D. 1.06.8
Guðmundur Gíslason, ÍR 1.07.6
Davíð Valgarðsson, ÍBK 1.09.3
200 m. bringusund karla:
René Heitmann, D. 2.43.6
Árni Þ. Kristjánsson, SH 2.46.7
Gestur Jónsson, SH 2.49.9
Einar Sigfússon, HSK 2.50.8
100 m. skriffsund kvenna:
Kirsten Strange, D. 1.07.4
Hrafnh. Guðmundsd. ÍR 1.10.2
Ingunn Guðmundsd HSK 1.11.7
Matth. Guðmundsd. Á. 1.11.7
100 m flugsund karla:
Davíð Valgarðsson, ÍBK 1.04.6
Trausti Júlíusson, Á. 1.10.6
Frh. á 13. síðu.
Frá verfflaunaafhendingu í 100