Alþýðublaðið - 17.06.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.06.1965, Blaðsíða 3
Nýir bardagar í Kutch-hérabi NYJU DEHLI, 16. júní. (NTB-REUTER). Indverska landvamarráffuneyt- iö skýrði frá því í dag, aff níu pakistanskir ' hermenn hefðu falliff' í bardögum í héraðinu Rann of Kutch í gær. Þetta voru FYRSTIFARMUR- INN FLUTTUR Reykjavík. GO — SÍLDARFLUTNINGASKIPIÐ Vestberg, sem SR hefur á leigu, liefur þegar losað sinn fyrsta farm á Siglufirði, 4000 mál. Skipið Iest aði á Seyðisfirði. Var síldin látin renna um borð úr tönkum og tók lestunin ekki nema eina klukku- stund. SR verðnr með 4 — 5 síldar flutningaskip í förum í sumar. Seyðisfjarðai-verksmiðjan fer í gang á morgun með 5000 mála af- köstum. Viðbótin, 2500 mál, verður væntanlega tilbúin fyrstu vikuna í júlímánuði. Enn með- vitundarJaus Reykjavík, 16. júní. — ÓTJ. MAÐURINN, sem féll fram af klettunum við Grímsá í Borgar- firffi í dag er enn meffvitundar- laus. Hefur hann ekkert raakaff við sér síðan hann var fluttur á sjúkrahús. oooooooooocooooc ISKOÐA ALUMÍN-I VERKSMIÐJUR Reykjavík — EG ÁTTA þingmenn fóru isíð- astliffjnn föstudag til Nor egs og Sviss þar sem þeir munu skoða alúmíníum- verksmiðjur og höfuðstöffv- <ar Swiiss AVuminium. í Sviss munu þingmennirnir hit'a Jóhann Hafstein iðnaff armálaráfflierra og Jóhannes es Nordal affalbankastjóra- í förinni eru éftirtaldir: Benedjkt Gröndal og Egg ert G. Þorsteinsson frá AI- þýffuflokknum- Jónas Rafnar og Mattliíasf A. Mathíesen frá Sjálfstæff- isflokknum. Ingvar Gíslason og Helgi Bergs frá Framsóknarflokkn um. Lúðvík Jósefsson og Björn Jóns«on frá Aíþýffubandalag inu. Þingmenni'nir koma lieim aftur eftir tæpa viku. OOOOOOOOOOOOOOOC fyrstu bardagarnir um þrlggja vikna skeið á þessu umdeilda svæði á landamærum Indlands og Vestmr—Pakistan. Indverjar segja, að Pakistanar '■ hafi gert áhlaup við Sardar, sem er 6 km. innan indversku landa I mæranna í Kutch-héraðinu. Pak 1 istanskur majór var tekinn til fanga og Indverjar komust yfir nokkur skotvopn. Formælandinn sagði, að pakistönsku hermenn- irnir hefðu verið hraktir á flótta með harðri skothríð úr annarri indverskri stöð við Vigokot, 8 km. austan við Sardar, og mannfall hafi orðið í liði þeirra á flóttan- um. Auk þess hefðu Indverjar eýðilagt tvo pakistanska skrið- dreka. LEYFÐ Síldarútvegsnefnd ákvað á fundi í gær að heimila síldarsaltend- um norðanlands og austan að hefja söltun frá og með 18. þ. m. á tak mörkuðu magni af sykursaltaðri síld fyrir Finnlandsmarkað. Jafn- framt ákvað nefndin að heimila söltun frá sama tíma fyrir þá sænska síldarkaupendur, sem þess kunna að óska. Þegar hefur verið samið um fyr- irframsölu á um 300 þús. tunnum til Svíþjóðar, Finnlands og Banda ríkjanna og samningaviðræður standa yfir varðandi fyrirfram- sölu til fleiri landa. Fitumagn síldar þeirrar, gem veiðzt hefur undanfarna daga á hafinu norð- austur af landinu, hefur reynzt frá 10—18% samkvæmt fitumælingum Síldarmats ríkisins og getur nefnd in því ekki leyft söltun nema á takmörkuðu magni að svo stöddu- (Frá síldarútvegsnefnd). RUSSAR KAPPKOSIA AD EFLA FISKVEIDIHOTANN EMIL JONSSON sjávarútvegs- málaráðherra er nýkominn úr tólf daga för um Sovétríkjn, þar sem hann kynnti sér eink um fiskveiffar og fiskvinnslu. Emil fór þessia för í boði sov- ézka sjávarútvegsmálaráffherr- ans, Islikov- Alþýffublaffiff átti í gær tat viff Emil um ferffá- lagiff. — Ég fór fyrst tii Moskvu, sagði hann, og þaðan til Mur- mansk, sem er á Kólaskagan um, alllangt fyrir norðan heimskaut baug. Murmansk er aðalmiðs'öð norðursvæðisins hjá Rússum. Þeir skjpta land- inu í fimm megin fiskveiði svæði, norðursvæðið, þar sem Murman k er aðalmiðstöðin, vestursvæðið með Riga fyrir miðstöð, síðan eru tvö svæði við Svartahaf pg Kaspíahaf með aðalbækistöðvar í Astrak- an og Sebastopol og svo er fimmta svæðið au turströnd Síberíu og er miðstöð þess í Vladivostok. Hvert þessara svæða hefur sjálfstæða stjóm, en öll lúta þau yfiri tjórn fiski- málanefndarinnar í Moskvu, sem Ishkov sjávarútvegsmála- ráðherra er formaður fyrir. — Á þessu ferðalagi fór ég um norður og vestur svæðið og s‘anzaði lengst í Leningrad og Riga, hélt Emil áfram. Það fer ekki milli mála, að Rú~s-ar hafa mjög kappkostað að efla fisk veiðiflota sinn og em með — iög nýtízkuleg skip. Mest bar á togurum og minni verk- smiðjuskipum, sem taka afl- ann úr veiðiskipunum og full- vinna hann- Einnig sá ég mjög stór og fullkomin verksmiðju- skip( — sum um og yfir 20 þúsund tonn, og held ég að þau séu það sem mér varð minnis stæðast í ferðinni- — Vegna þess hve Rússar æskja á fjarlæg mið, er óhugs- andi fyrir þá að flytja aflann heim án þess að fullvinna hann, og að þessu leytinu eru þeirra fiskveiðar ólíkar því, sem við erum vanir, því hér líður venjulega ekki ýkja lang ur tími frá því að aflinn fæst og hann er fluttur í land tiRi vinnslu- Ég skoðaði einnig vinnslustöðvarnar í landi bæði hraðfrystihús og niðursuðu- verksmiðjur, og gat ég ekki annað séð, en það sem mér var sýnt; væri mjög fullkomið. — Varafiskimálaráðherra Sovétríkjanna, Sjúkansjenkó, fylgdi okkur á ferðalaginu,, Davíð Ólafsyni fiskimála stjóra og mér. Dr. Kristinn Guðmundsson, ambassador, fór einnig með okkur til Mur- mansk og L°ning’’ad. Móttökur voru hvarvetna afar vinsam- legar og lejtas* var við að gera förina eins fróðlega og frekast var kostur. — I Riga heirmóttum við tvö samvinnufélög fiskimanna. Þar hafa nokkur hundruð fiski menn slegið sér saman um tog araú*gerð og hafa einnig með sér samvinnu á ýmsum öðrum sviðum. Til dæmis byggja þeir íbúðir sínar í sameiningu, en íbúðir þessar eru þó að lang mestu leyti einkaeign þeirra, sem í þeim búa- Fiskimenn- irnir fá í laun ákveðna pró- sentu af aflaverðmæti og er yfirleitt talið að laun þeirra, sem við þessa ú'gerð vinna, séu mun hærri en þeirra, sem vinna við ‘-amvinnu eða sam- yrkjubú í landbúnaðinum. — Finnst þér að miklar breytingar hafi átt sér stað í Framh. á 14. síðu Gott útlit um fram- hald á síldveiðum Reykjavík. — GO. SAMKVÆMT upplýsingum Jak- obs Jakobssonar fiskifræðings er mikil síld gengin á miðin fyrir Austurlandi, en hún stendur ennþá djúpt og gefur ekki færi á sér til veiða. Vélskipið Hafþór, undir i stjórn Jóns Einarssonar, fylgist með göngunni og búast má við að þarna verði veiði bráðlega. Veiðisvæðið færist enn norð- austur í haf, en þess má geta, að sú varð einnig raunin á í fyrra. Nú verður hins vegar fróðlegt að sjá, hvort síldin dreifist norður í hafinu eins og þá, eða snýr við SKAR SIG A PULS- OG STÖKK FYRIR BORÐ Rvík, <16. júní — ÓTJ. TVEIMUR mönnum var bjargrað úr höfninni sl. sólarliringr. Annar þeirra, — skipverji á einu Moore- mack skipanna — hafði skoriff á slagræffar á báffum liöndum, og fleygt sér svo í sjóinn. Lögreglan var kvödd á vettvang, en er hún kom á staðintn vomu íjilagar mannsins búnir aff báarga honum á land. Var hann fluttur á Slysavarð- stofuna, en þaðan á Landakot. Blaðið spurðist fyrir um Ríðan hans í dag, og var hún ágæt, hann var að yfirgefa sjúkrahúsið. Hinn sem í höfnina fór, var ungur ís- lenzkur sjómaður sem var að fara um borð í bát sinn. Hann var all- mikið við skál, og hrasaði fram af Framhald á 15. síðu aftur að landinu. Ægir hefur und- anfarið rannsakað svæðið um 100 mílur norðaustur af Langanesi, en G. O. Sars svæðið 190—200 mílur út af Langanesi, eða á svipuðum slóðum og veiðin hófst á í vor. — Virðist þar vera um mikið magn að ræða á talsverðu svæði, en síldin er stygg sem fyrr og mjög örðugt að ná henni. Vonir standa þó til að hún spekist bráðlega, svo hægt verði að færa veiðisvæðið nær landinu aftur. Fyrir Austf jörðunum hefur fund izt síld á svæðinu 35—55 mílur undan landi.Hún stendur niðri við botn og á 50—60 faðma dýpi. Ekki er ólíklegt að þarna verði veiði áður en langt um líður og sömu- leiðis á svæðinu 100 mílur norð- austur af Langanesi, þar sem Ægir er nú. . ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. júní 196p 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.