Alþýðublaðið - 17.06.1965, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.06.1965, Blaðsíða 6
4,5 m. froskhopp | Þá eru komin úrslit í froska— ólympíuleikunum í ár( en þeir voru annars haldnir í hundrað ; asta sinn nú í vor- Það var frosk ; urinn Hops, sem sló út alla keppi í nauta sína með risahoppi^ sem var hvorki meira né minna en 4,49 metrar. Fimm þúsund hrifn ir áhorfendur hyliitu Hops og eig endur hans, þá Leonard Hall og Bill Proctor frá Lafayette. þe.si hoppglaði froskur aflaði eigend um sínum alls 12.750 króna- Hið árlega froska—olympíumót sem Mark Twain stofnaði til fyr I ir 100 árum, er talið einn af stórviðburðunum í amerísku í íþróttalífi. Það fer fram í Angeles Camp í Kaliforníu. Hops lét sigur sinn sýnilega ekki stíga sér til höfuðs, en hon um var það víst alveg ljóst, að hann hafði bjargað sér frá örugg um dauða með þessu. Eigendur hans og fleiri froska eru nefni lega sælkerar, sem finnst enginn matur betri en froskalæri. Og það eru að eins sigurvegararnir á þess um mótum, sem sleppa við að lenda í pottinum- í annarrt keppni á sama stað gat iað líta meðal þátttakenda fræga froska eins og Atom Ned. sem er frá Nevada. Hann er eign ríkisstjóraiis í Nevada Grant Sawers- Froskurinn Wispering Ed varpaði líka ljóma yfir daginn Framhald á 15. síðu OG SNÚ ANDLITINU TIL MEKKAl Hinn þekkti hnefaleikasérfræð ingur Letourneur í París heldur því fram, að þegar rétttrúaður múhammeðstrúarmaður sé sleginn í gólfið í boxhringnum, gæti hann þess ævinlega að detta þannig, að hann snúi andliti sínu til I Mekka- Leiðir ný mynt til ! færri barneigna? { Á Grænlandi hefur til þessa | verið sjálfstætt peningakerfi en [ nú heíur orðið samkomulag um, i að við næstu áramót taki Græn ; lendingar upþ danska mynt. Raunar var þetta atriði á dags ; skrá í umræðum um hina miklu , fólksfjölgun á Grænlandi. Þar var frá því skýrt, að 34% allra barna á Grænlandi fæddust utan i hjónab inds^ og langflest væru ! börn ungra stúlkna á aldrinum j 15 til 20 ára- Blaðjð „Grönlands í posten“ segir frá því, að á fund • inum hafi einn af meðlimum land i ráðsinc vakið a+hygli á þ%í, að , grænlenzkjr peningar pössuðu l ekki í þá verjusjálfsala, sem settir j hefðu verið upp á Grænlandi. Sá | sem vill fá verjur úr sjálfsölun | um verður fyrst og fremst að verfí* sér úti um danska krónu Auk þessa er líka sá skavanki á sjálfsölunum, að þeir virka ekki á veturna vegna frostsins. En það er að sjálfsögðu mjög óhentugt, því að veturinn er svo langur í Grænlandi, segir í frásögn af fundinum- Hans C. Christiansen, forstjóri dönsku Grænlandsverzlunarinnar upplýsir nú, að tekið verði að olíu smyrja sjálfsalana á vetuma. Hið sama hafa menn þurft að gera við vogirnar í ýmsum smáverzlunum sem vegna frostsjns hafa ekki sýnt rétta vikt. Af öllu þessu munu menn geta fallist á, að breytingar á myntinni muni geta leitt til nokkurrar tak mörkunar á barneignum í Græn landi segir Grönlandsposten að lokum. Bráðlega verður rafeindatæknin tekin í þjónustu járnbrautanna í Vestur-Þýzkalandi sem eín þögul upplýsingamiðstöð. Smíðaður hefur verið rafeindaheili hjá Siemens, sem sýndur verður og reyndur í fyrsta sinn á alþjóðlegu ferða- og flutningamálasýningunni, sem hefst í Miinchen 25. júní n.k. Með því að snúa hnappi á þrjár tölur og þrýsta á hnapp með brottfarartímanum fær ferðalangur allar nauð- synlegar upplýsingar. Þessi upplýsingasjálfsali er í bcinu sambandi við rafeindaheilann sjálfan, sem staðsettur er í Frankfurt-am-Main, g örfáum sekúndum eftir að beðið er um upplýsingarnar koma upp- 'ýsingarnar prentaðar út úr vélinni. Þessi fyrsti rafeindaupplýsari •nun geta gefið upplýsingar um 4000 járnbrautartengsl til 400 helztu stöðva í Vestur-Þýzkalandi og helztu stöðva erlendis. BÍIASALA GÍFURLEG Miklar tilraunir hafa verið gerðar undanfarið úti í hinum stóra heimi með flugvélar, er geti hafið sig lóðrétt til flugs, en samt flogið Iárétt með viðunanlegum hraða. Flestir sérfræðingar munu vera sammála um, að skrúfuvélar séu beztar í þessum tilgangi, þó að tilraunir bein- ist ekki síður að þotum. Hér á myndinni sjáum við líkan af flugvél, sem gerðar eru tilraunir með um þessar mundir í Vestur-Þýzkalandi. Svo sem sjá má byggist flugtakið á því, að vængnum er hallað. Allir fjórir mótorarnir eru tengdir saman, þannig að bili einn þeirra, eiga. hiuir að geta knúð skrúfuna. Þá á vélin að geta flogið á tveim mótor- um, skáhallt hvorum á móti öðrum, en getur þá aðeins Ient með venjulegu móti á alllangri braut. Vélin á að geta borið 35 farþega með luO km. hraða í láréttu flugi. BÍLASALA í Svíþjóð hefur aukizt gífurlega í ár og er nú orðin langtum meira en á metárinu 1964, þegar yfir fjórð ungur milljónar fólksbíla seld- ist í landinu. Ein af orsökum þessarar auknu sölu er trúlega sú staðreynd, að söluskattur hækkar í Svíþjóð úr 6,5 1 9,5% 1. júlí. Bráðabirgðatölur um bíla sölu á fyrstu fimm mánuðum árs ins sýna, að selzt hafa næstum 100.000 fólksbílar á móti 84 000 á sama tíma í fyrra. Mest selst alltaf af Volvo Amazon, en það er samt í Fordbílum, sem salan hef ur aukizt mest, úr 11-500 í 17. 000. ----~------ ’ Húmor Stokowskys. ILJÓMSVEITARSTJÓRINN Leopold Stokowsky er orðinn tals ert gamall en hann hefur húmor ennþá. Nýlega var hann að jórna í Carnegie Hall og mitt í merkum og hárfínum kafla rvað við ofsalegur hnerri meðal áheyrenda. Stokowsky sneri ér rólegur við og sagði: — Ég vit vekja athygli á, að þetta var ekki hluti af verk- inu. ............... ít Fullkomið gervihjarta innan fimm ára. HJARTASKURÐLÆKNIRINN dr. Michael de Bakey, sem skar hertogann af Windsor upp, telur, að innan fimm ára verði mnt að smíða fullkomið gervihjarta, ef rannsóknir taki málið étíum tökum. .... — Þetta verður mikið verk, bætti hann við — og til þess þarf samstarf lækna, eðlisfræðinga og verkfræðinga. 'k Kynntust í réttarsalnum. ÞEGAR nafnið Jarnoux var kallað upp í réttinum 5 Nantes í Frakklandi um daginn, gengu tveir menn fram. Annar þei-rra, Louis, 53 ára gamall, var fundinn sekur um ölvun við akstur, en hinn, Pierre 23 ára, var fundinn sekur um þjófnað. Á meðan á málarekstrinum stóð tóku þessir menn tal sam an og minntust á það, hve einkennilegt væri, að þeir skyldu he:ta sama nafni og komust brátt að þeirri niðurstöðu, að þeir væru feðgar. Louis hafði verið kallaður í herinn 1939, tekinn til fanga af Þjóðverjum og sat í fangabúðum í fimm ár. Á meðan lézt kona hans — og Pierre var settur á barnaheimili. Feðgarnir voru báðir dæmdir í fangelsi, en leyft að vera saman í klefa, svo að þeir gætu kynnzt. £ 17. júní 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.