Alþýðublaðið - 17.06.1965, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 17.06.1965, Blaðsíða 13
I. I Síml 50184. iomy schneidei elsa martinelli-jeanne moieau • madeleine robinson?'suzanne flon Stórfengleg kvikmynd gerð af Orson Welles eftir sögu Franz Kafka, Der Prozess. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Pétur og Vivi Fjörug músikmynd í lltum. Pétur Kraus Vivi Bak Siw Malmkvist Sýnd kl. 7. Sími 5 02 49 Ástareldur Ný sænsk úrvalsmynd í Cinema- Scope, gerð eftir Vilgot Sjöman. Bibi Andersson Max Von Sidow Sýnd kl. 7 og 9. á jaxlinn. — Eg geri ekki ráð fyrir, að Sigurður, til dæmis, hafi nokkru sinni látið þig fara hjá þér með svona heimsku- hjali. Hvernig finnst þér kampa vínið? — Mjög gott, svaraði ég og saup á glasinu. Svo leit ég umhverfis mig. Það var fátt fólk inni, aðeins tvö borð setin fyrir utan okkar. Eg var fegin því. Eg deplaði augunum til að koma í veg fyrir að tárin rynnu niður kinnar mínar. — Inga, sagði Halldór. Eg leit á hann. — Eg met þetta mikils, sagði hann. Þú lékst þetta mjög vel, vina mín. — Við hvað áttu? spurði ég og velti því fyrir mér, hvort það gæti verið, að hann vissi hve heitt ég elskaði hann. — Eg veit jafn vel og þú, að þú ert ekki ein af þeim, sem vilja skemmta sér og leika. Þú reyndir ekki heldur að ná í mig. Satt að segja forðaðistu mig jafnmikið og þú frekast gazt. — Nei, ég gerði það ekki. — Jú, þú gerðir það. Þú ert góð í þér, Inga, og sjaldan liefur þú verið betri en núna, þegar þú reyndir að telja mér trú um, að þú vildir ekki gift- ast mér, af því einu, að þú hefðir hugsað þér að gifta þig aldrei. Eg veit hvers vegna. — En það hefði ekki sært mig neitt meira, þó að þú hefðir sagt mér, að þú elskaðir mig ekki. — Halldór, — ég . . . — Fyrirgefðu. Þetta sýnir bara hvernig fer fyrir ímynd- unarveikum mönnum, eins og mér. — Halldór, stamaði ég aftur. Hann tók um hönd mína. — Enga meðaumkvun, sagði hann. — Eg vil þig ekki af meðaumkvun, — aðeins ef þú hefðir elskað mig. Þetta er mér að kenna allt saman. Fyrirgefðu mér. Viltu meira kampavín? Eg hristi höfuðið þegjandi. — En eitthvað annað að drekka? ’ — Eg hristi aftur höfuðið. — Brauð? — Meira að borða? — Nei, þakka þér fyrir. '■JT) / v¥ V'-ssr í h Hann kallaði á þjóninn og borgaði. Við gengum eftir ganginum, biðum eftir lyftunni, fórum í henni niður, gengum út. — Eigum við ekki að ganga? spurði ég. — Það er mjög gott veður í kvöld. — Alveg eins og þú vilt, — sagði hann — og rödd hans var hljómlaus. — Eg hef hagað mér eins og heimskingi. — Segðu þetta ekki, Hall- dór, sagði ég — og mig lang- aði svo óendanlega mikið til Framhaldssaga eftir Ingibjörgu Jónsdóttur 24. HLUTI að faðma hann að mér og segja honum, að ég elskaði hann og hann einan og ekkert nema hann. Alltaf og ævinlega. En ég mátti það ekki. Eg varð að gera þetta. Það var ekki um annað að ræða. — Eigum við ekki annars að taka bíl? spurði hann þá. Eg leit á hann í rökkrinu. — Mér þykir svo vænt um þig, tautaði ég. — Eg veit það, sagði hann. Þakka þér fyrir það. Þú skalt ekki vera að hafa áhyggjur af mér. Eg sé um mig. — Við vorum komin yfir hringtorgið og gengum fram hjá Neskirkju. — Þú finnúr einhverja aðra. Einhverja betri en mig. Bráð- um. — Já, svaraði hann. Eg veit þetta allt. Þú þarft ekki að sega það. Hafðu engar áliyggj- ur af mér, — ég sé um mig. Eg er því vanastur. Við gengum áfram þegjandi um stund. — Þú mátt ekki halda, að ég sé þér ekki þakklátur fyrir allt, sem þú hefur gert fyrir mig, sagði hann lágt. — Eg hef ekkert gert fyrir Þig. — Þú mátt ekki halda að ég sé reiður við þig. — Eg vildi að þú værir það, sagði ég og hugsaði um leið að allt væri betra en þetta. — Eg hef ekkert að reiðast þér fyrir, sagði hann rólega. Þú hefur verið dásamleg. Eg þakka þér fyrir allt, sem þú hefur gert fyrir Boggu og Sigga, — já, og fyrir mig líka. Ég hefði aldrei haft þetta af án þín. Þú hefur hjálpað mér meira en allir aðrir. Þú skalt ekki láta þetta fá svona mikið á þig. Þú hefur ekki gert mér neitt. — Jú, ég hef verið vond. — Ef hann vissi aðeins hve vond ég hef verið, hugsaði ég. Ef hann aðeins vissi hve mikið ég lief brotið af mér. Ef ég aðeins gæti trúað honum ;fyrir þvi öllu og varpað áhyggjum mín- um og syndum á hann og beðið hann um að bera þær með mér. En hann myndi áreiðanlega líta á mig með hryllingi og hlaupa frá mér með viðbjóði í augum. I Hann myndi hata mig. Já. og sjálfan sig líka. Það var betra svona. — Svona, svona, sagði hann ró andi. — Það er ekki bér að kenna að ég skyldi heimska mig svona. Gleymdu þessu. Við námum staðar fyrir fram- an garðshliðið. — Hver verður sá næsti? spurði hann biturlega. — Ætl- arðu ef til vill að fara að rifja upp gamlar minningar með Sig- urði? — Ég veit það ekki, svaraði ég. — Ég skil, asgði hann. — Nú er hann að fá skilnað. Ég held ég skilji allt. — Halldór, næstum því vein- aði ég. Hann greip um hliðið. — Þú skalt ekki láta þetta halda fyrir þér vöku, sagði hann Fata viðgerðir SETJUM SKINN Á JAKKA AUK ANNARRA FATA VIÐGERÐA SANNGJARNT VERÐ. Skipholti 1. - Sími 1 8448. SÆNGUR Endurnýjum gömlu sængurnar. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FIÐUKHREINSUNIN Hverfisgötu 57A. Sfml 16738 WWWWWWWWUWWWMMM SÆNGUR REST-BEZT-koddar Endurnýjum gömlu sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. DÚN- OG FIÐURHREINSUN Vatnsstíg 3. Sími 18740. ■jimwvwMWWWMWIlWMM Ódýr glös margar gerðir. Hafnarstræti 21. Sími 13336. Suðurlandsbr. 32. Sími 38775. J VIM í\ 1 \ "" M/ orx «i/, P'W \v.i, pz£&y\. mimixYT, MOCO ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 17. júní 1965 |,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.