Alþýðublaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 13
 Satan stjérnar baliðnu (Et Satan conduit le 6al) Djörf frönsk kvikmynd gerð af Rogrer Vadim. Catherine Deneuve Jacques Perrin. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuð börnum. aÆJAtBÍ I' L. Sími S( Sími 50184, Mjög gtítt DúnJéreft Kr. 72,00 pr. m. Pokaléreft meö vaðmálsvernd frá kr. 44,00 pr. m. Tvíbreitt lér- eft verð frá kr. 35,00 pr. m. —- Margar gerðir damask, hvítt og mislitt, breidd frá 140 til 160 cm. Gæsadúnn, hálfdúnn og fið- ur. — Úrval af handklæðum o. fl. Verzlunin SNÓT Vesturgötu 17. Simi 5 02 49 Astareldur Ný sænsk úrvalsmynd í Crnema- Scope, gerð eftir Vilgot Sjöman. Bibi Andersson Max Von Sidow Sýnd kl. 7 og 9. IIVER DRAP LAURENT? Æsispennandi frönsk m.vnd. Mel Ferrer. Sýnd kl. 5. beðið hafði fyrir aftan hann. — Láttu mig fá þjófalykilinn. Hann stakk lyklinum í skrána og hristi hann til og skók. En lásinn opnaðist ekki, þótt hann reyndi bæði að beita afli og lagi. — Þetta er rétt hjá þér, sagði hann. — Það er vonlaust. Lásinn var ekki aðeins þjóf- heldur, heldur og rannsóknar- lögregluheldur. — Við verðum að brjóta dyrn- ar niður, sagði Árni. — Siggi, það er bezt að við reynum saman fyrst. Þú skalt bí?a, Jón. Árni og Siggi gengu smáspöl frá dyrunum, tóku sér stöðu og hlupu samtímis á hurðina En hurðin bifaðist hvergi. Þeir litu hvor á annan. — Þetta ætlar að vera svolítið töff, sasði Árni við Sigga. — Við verðum víst að reyna aftur. Aftur tóku þeir undir sig tll- hlaup og stukku með sama ár- angri og fyrr. Og enn einu sinni. Árni þerraði svitann af enni- sér. — Það er bezt að þú verðir með. Jón, sagði hann. Þeir hlupu þrír á dyrnar og nú lét hurði-n undan og brast frá dvrastafnum með braki og brestum. Þeir féllu til jarðar með liurð- inni. risu á fætur og námu stað- ar fvrir framan þröskuldinn. — Svakalega eru þeir sterkir, sagði sá lítli með mikilli hrifn- ingu. — Iss góði, þeir eru ekkert á við Sunerman eða Batman, sagði stóri strákurinn ákveðinn í að sýna engan bilbug á sér. Árni fitjaði upp á nefið. — Það er ekki um að villast, sagði hann, — finnið þið lykt- ina? Það þurfti enginn að þefa til að finna þessa daunillu, súru og ólýsanlegu fýlu, sem lagði fyrir vit allra, sem nálægir voru. Það var meiri ástæða til að grípa fyrir nefnið. — Diöfuls fýla er þetta! sagði stóri strákurinn. — Passaðu að krakkarnir fari ekki hérna inn, sagði Árni við Jón. — Það verður einhver að bíða hérna og halda aftur af þeim- — Skal gert, sagði Jón. — Ég geri ekki ráð fyrir að þeir hafi gott af að sjá það, sem er þarna fyrir innan. Hann var eiginlega dauðfeg- inn að losna, enda hafði hann um nóg að hugsa við að halda aftur af spenntum börnum og konunni ekki sízt er brann í skinninu eftir að sanna fyrir manni sínum og öllum öðrum að uppi hefði eitthvað merkilegt og óhugnanlegt skeð eins og hún hafði alltaf fundið á sér. Framhaldssaga eftir Ingibjörgu Jónsdóttur 30. HLUTI — Það var ég, sem tilkynnti lögreglunni þetta, sagði hún og reyndi að gægjast inn. Jón hélt aftur af henni. — Fyrirskipanir eru fyrirskip- anir, sagði hann. — Hingað inn fer enginn nema þeir tveír, sem inni eru. Ekki einu sinni ég. — Ætli þau séu bæði dauð? tautaði Guðmunda og vék til hlið ar. Fyrsta verk rannsóknarlög- reglumannanna var að hlaupa að ganglugganum og opna hann upp á gátt. — Það er ekki líft hérna inni fyrir fýlu, tautaði Siggi. Heilsugefandi ferskt loftið streymdi á móti þeim, en léttir þeirra var aðeins skammvinnur, því ódaunninn lét engan bilbug á sér finna. — Djöfulsins óþefur. sagði Siggi. — Hvað getur þetta verið? — Hefurðu aldrei fundið ná- lykt fyrr? spurði Árni. — Það er ekki um að villast. Hér er eitthvað að rotna. — Hún kemur þarna innan að, sagði Siggi og benti yfir að svefnherbergisdyrunum, sem voru í hálfa gátt. Þeir gengu í humáttina þang- að. — Það má svo sem sjá að hér hefur eitthvað skeð, tautaði Árni og benti Sigga á mygluðu, upp- þornuðu blóðblettina v:.ð sím- ann. — Sérðu kjötsaxið, maður. Þeir litu á hnífinn, langan og skörðóttan, svo gengu þeir inn í svefnherbergið. Það fyrsta, sem mætti sjónum þeirra þar, var bólginn fótur, sem stóð út um skápdyrnar. Siggi leit á Árna. — Sérðu þetta? spurði hann. Rannsóknarlögreglumaðurinn starði lengi á fótinn og sagði ekki orð. — Bíddu hérna, sagði hann loks eftir langa mæðu og gekk einn inn. Hann opnaði skápdyrnar og leit inn í skáDinn. Svo hörfaði hann fram að dvrunum og kast- aði upp yfir þröskuidinn. Síðan rétti hann úr sér — Hvað sástu? spurði Siggi. — Lík. — Hvort var það? — Hún, sagði Árni lágt. Siggi beið þegjandi. — Það er óhugnanlegt, hvísl- aði Árni. —■ Ég held að ég hafi sjaldan séð neitt jafn óhugnan- legt. — Heldurðu að hann hafi myrt hana? — Já. — Hvernig? — Hvernig ætti ég að vita það. — Nú sástu það ekki, maður? — Sá ég það? Hvernig ætti ég að sjá það? spurði Árni reiði- lega. — Hún hefur verið dáin lengi. Mjög lengi. — Lengi? át Siggi eftir hon- um. — Já, minnsta kosti í nokkra mánuði. Ég held eina þrjá og það er heitt hérna inni. Mjög heitt. Þetta var ófögur sjón. — Ég ætla að sjá hana sagði Sigg.i Fata viðgerðir SETJUM SKIN-N Á JAKXA AUK ANNARRA FATA VIÐGERÐA j SANNGJARNT VERÐ. SÆNGUR Endnrnýjum gömlu sængumar. Seljum dún- og fiðurheld ver. NÝJA FIÐURHREINSUNIJÍ Hverfisgötu 57A. Simi 16788 MWWMVWWWWMWMWW 'SÆNGUR REST-BEZT-koddar Endurnýjum gömlu sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- Og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum. DÚN- OG FIÐURHREINSUN Vatnsstíg 3. Simi 18740. Árni hreyfði sig ekki úr gætt- inni. — Ég ætla inn, sagði Siggi án, þes að gera sér grein t'yrir því, hvers vegna hann vildi fara inn. — Ég vissi bara að það var hún, af því að þetta er í kjól, sagði Árni. — Það var ekki hægt að merkja það á neinu öðru. — Ég ætla inn, sagði Siggl aftur. — Gerðu það ekki, sagði Árni. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 26. júní 1965 13

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.