Alþýðublaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 26.06.1965, Blaðsíða 15
Ný mynd með Frankie Avalon FRANKIE Avalon á þó nokkra aðdáendur hér- lendis, og þeir hlakka eflaust til að sjá nýjustu mynd hans er heitir „Beach Blanket Bingo”. Meðleikarar hans eru m. a. Anette Funicello, Deborah Walley o. fl. í myndinni leikur Frankie foringja fyrir baðstrand arklíku, sem eyðir flest- um frístundum sínum á „surf“ borðum. Nokkrir óprúttnir „skemmti- kraftaheildsalar11 sjá á- gasta leið til þess að nota hópinn í auglýsingu, og leggja á ráðin um það. Svo að dag nokkurn sjá Frankie og félagar hans stúlku í röndóttum fall- hlífarbúningi stökkva út úr lítilli flugvél. Stúlkan lendir í sjónum, og Frankie sem grunar að Hafmeyjan var ljómandi fallepr. um auglýsingabrellu sé að ræða, vill láta hana eiga sig. Hún muni nokk koma sér í land. Vinkona hans Dee Dee, telur hann þó á að fara að hjálpa stúlkunni, en rétt í því að piltarnir eru að synda af stað, rennir stór hraðbátur upp að stúlkunni. Skygg ir liann á hana þannig að baðstrandarkrakkarn- ir sjá hana ekki. Þau halda líka að henni verði bjargað um borð í bátinn, og snúa sér því að öðru. En um borð í bátnum stendur ung stúlka í röndóttum fallhlífarbúningi, og horfir á hina sem buslar í sjónum. — Guð, ég vildi, að ég gæti gert þetta, segir hún. — Þú varst að ljúka við það vinkona segir fallhlífar stökkvarinn. Komdu þér nú útí og taktu við heiðr inum. Einhver vitleys- ingur borgaði mér stóran pening fyrir þetta auglýs ingarbragð, svo að þú skalt passa þig að eyði- leggja það ekki. Fallhlífarstökkvarinn klifrar um borð, en hin stekkur útí. Báturinn sigl ir burt á fullri ferð. — Sjáið þið, hrópar Dee Dee á ströndinni. Þeir hafa skilið hana eftir. Strákarnir þjóta á fætur og sjá að það er rétt. Og henni er tekið að daprast sundið. — Hvaða bölvaðir ó- þokkar eru þetta muldr ar Frankie, þar sem hann fer á harðahlaupum eft- ir ströndinni ásamt fé- lögum sínum. Þeir synda rösklega út að stúlkunni og draga hana í land. — Rétt í því birtast um- boðsmennirnir með ljós myndara og tilheyrandi, og byrjað er að smella af í óða önn. „Sundkappi bjargar söngvara“ hróp- ar annar umboðsmann- anna. Hvert ævintýrið rekur annað eftir þetta. Frankie og félagar hans m Kl kvikmyndir skemmtanir dœ^urlöaofl. byrja að æfa fallhlífar- stökk. Einn drengjanna verður ástfanginn af haf mey, söngvaranum er rænt o. s. frv. o. s. frv. En allt endar auðvitað vel að lokum. „Sundkappi" bjargar söngvara", hrópaði umboffs- maðurinn til blaðamannanna. Jeppi á Fjalli . . . Framhald af 2. síðu. lega farið til Sauðárkróks, Siglu fjarða, Ólafsfjarðar og Akureyr ar. Síðan verður haldið vestur eft ir. Á fundi með fréttamönnum, sagði Valdimar Lárusson að lík lega yrði ekki farið um suðurlands undirléndið. Væri það vegna þess að leikfélag Selfoss hefði sýnt Jeppa á Fjalli í vetur og farið með hann um byggðarlagið við góða aðsókn- Valdimar lék þá' Jeppa eins og liann gerir í þessari leik ferð og er hann sá undirtektirnar datt honum í hug að fara með leik ritið víðar- Jeppaflokkurinn hef ur aldrei áður farið í leikferð um landið í einum hóp, en allir með lihir hans liafa farið um með öðr um flokkum, Leikararnir hafa með sér leik+jöld ge”ð af Lárusi Ingólfssyni, og leikstjóri var Gísli Alfreðsson- Leikararnir kváðust vona að ferðin yrði fleirum til ánægju en þeim, og báðu sérstak lega fyrir þakkir til skátanna, sem sýnt hafa frábæra hjálpsemi og góðviid við æfingarnar. Þegar Jeppaflokkurinn leggur upp, verða ■fjórir leikflokkar á ferð um land ið. Hinir eru frá Þióðleikhúsinu, Leikélagi Reykjav-kur, og Sum arleikhúsi Gísla Halldórssonar. SBU sigraði . . . Framha ri af 11. siðu. markinu, en hann stóð sig með hinni mestu prýði og varði oft á tíðum snilldarlega. Jón Jóhanns- son er að ná sér aftur eftir meiðsl in og þá verður framlínan strax skárri. Dómarinn Grétar Norðfjörð var sýnilega elcki starfi sínu vaxinn og virtist oft láta leikmenn og á- horfendur- hafa áhrif á sig, sömu sögu var að segja um línuvörðinn Þorlák Þórðarson. — I, V. Kvöldsala . . . Frh. af 1. sfffu. til vinnu fyrr en klukkan 13 þann dag, þannig að vinnutími lengist ekki. Þá var samið um fri til viðbótar, vegna þess að kvöldvinnutíminn er að sjálf- sögðu dýrari en dagvinnutím- inn. Getur starfsfólkið t.ekið það frí um leið og hið samnings bundna sumarfrí. Jafnframt því að kvöldþjón- ustan gengur í gildi, fellur. úr gildi bráðabirgðaheimiid sem borgarstjórn veitti 17 verzlun- um, til að hafa opið frameftir kvöldi, eða selja vörur um sölu op á verzlununum. Starfsemi söluturna breytist ekki frá því sem nú er. LÍÚ métmæli . . . Framhald af 2. síffu. sjóður, sem í eru 7 hundruð millj. króna og því óþarft að láta útvegs menn og sjómenn taka að sér hlutverk hans, vegna slæms at vinnuástands á Norðurlandi. Auk þess mótmælir stjórn LÍÚ þeirri ákvörðun meirihluta yfir nefndar Verðlagsráðs sjávarútvegs ins, að ákveða, eftir á, tvö verð á sumarveiddri bræðslusíld, veiddri fyrir Norðan- og Austan land svo og að enn skuli ekki hafa verið ákveðið verð á síld til söltunar og frystingar á yfirstand andi vertíð. Deferre . . . Framhald af 2. síðu er. nú úr leik vona kommúnistar að þeirra frambjóðandi, sem ekki hefur verið tilnefndur, hljóti all- mikið fylgi vinstrisinnaðra kjós enda, sem ella hefðu ekki kosið kommúnista. 3. Andstæðingar de Gaulles, sem andvígir eru kommúnistum, verða nú að finna frambjóðanda, sem verður að fá því framgengt, sem Deferre (ókst ekki. Þar eð aðeins sex mánuðir eru til kosninga virð ist það vonlaust. Lýðræðisnefndin svokaliaða, sem heldur uppi sam- bandi milli kaþólska flokksins, rót tækra og óháðra flokka, verður nú ef til vill mikilvægasta vopnið í sókninni gegn de Gaulle. Jafnað- armenn, sem eiga ekki fulltrúa í nefndinni, verða annað hvort að tilnefna eigin frambjóðanda eða aðstoða aðra stjórnarandstöðu flokka að finna góðan frambjóð- anda. SíldarverÖiÖ ... Framhald af 2. síffu. lægra pr. mál fyrir. síld, sem tek- in er úr veiðiskipi í flutninga skip úti á rúmsjó (utanfjarða og hafna), enda sé síldin mæld við móttöku í flutningaskip. Tímabilið frá byrjun síldarver- tíðar til og með 14. júní 1965 pn. mál (150 lítrar) kr- 190.00 Framangrcind verð eru miðuð við það, að síldin sé komin í lönd- unartæki verksmiðjanna eða hleðslutæki sérstakra síldarflutn ingaskipa. Framangreind verð voru ákveð- in með atkvæðum oddamanns yf- irnefndar og fulltrúa kaupenda gegn atkvæðum fulltrúa seljenda. Um heimild til verðmismunar í flutningaskip úti á rúmsjó, var samkomulag í yfirnefndinni. í yfirnefndinni áttu sæti: Bjarni Bragi Jónsson, deildar- stjóri í Efnahagsstofnuninni, sem var oddamaður yfirnefndarinnar. Sigurður Pétursson, útgerðar- maður, Reykjavík og Tryggvi Helgason formaður sjómannafé- lags Akureyrar. Tilnefndir af fulltrúum seljenda í Verðiagsráði. Sigurður Jónsson, framkvæmda stjóri, Siglufirði, og Vésteinn Guð- mundsson, framkvæmdastjóri, Hjalteyri, tilnefndir af fulltrúum kaupenda í Verðlagsráði. Surtseyjarmerki... Framh. af 1. síðu að gera góð kaup. En það er stimplarinn einn, sem vel fer út úr viðskiptunum. Söluverð þessara 4500 umslaga er kr. 225 þús., verðgildi frímerkj- anna er alls kr. 31.500. Eitt- hvað hafa umslögin og stimpill inn kostað, en í öllu falli hefur ágóðinn orðið ríflegur. Nú hefur útgefandi Surts- eyjarumslaganna verið kærður af Náttúruverndarráði fyrir að fara í óleyfi út í Surtsey og búast má við að málaferli verði út af því tiltæki. í gær var haft eftir honum í blaðaviðtali, að þetta brölt í Surtseyjarnefnd og Náttúruverndarráði mundi aðeins auka verðgildi umslag- anna. Hætt er við að þetta sé ekki rétt, því að hvernig á að sanna að ekki séu til nema þessi 4500 eintök af umslag- inu? Það getur hver og einn orðið sér úti um gúmmístimpil af hvaða gerð sem er og bauk- að við umslagastimplun heima hjá sér. Qft hafa verið stimpluð um- slög á Vatnajökli f sambandi við leiðangra þangað, að sögn Rafns Júlíussonar, fulltrúa hjá póststjórninni, og jafnvel víð- ar um land, og hafa frímerkja- safnarar haldið þessum umslög- um til haga. En í þeim tilfell- um voru sett upp pósthús á viðkomandi stöðum og fulltrú- ar Póststjórnarinnar voru þar með löglegt tæki og stimpluðu umslögin. Þegar Surtseyjarumslögin voru fyrst auglýst, hringdu margir frímerkjasafnarar til Póststjórnarinnar til að afla sér upplýsinga og leggja inn pantanir, en þegar þeir heyrðu að Póststjórnin liafði ekkert slíkt í hyggju, létu beir sér ekki detta í hug að verða sér úti um „Surtseyjarstimpil“. Wilson ... Framhald af 2. síffu. rískra hermanna frá Vietnam áður en samningaviðræður kæmu til greina. Bent var á, að Bretar hefðu aldrei tekið afstöðu 'gega árás Bandaríkjamanna og þar með veitt þeim fullan stuðning. Þar með hefðu Bretar brotið Genfar-samninginn um Indó-Kína, þótt þeir hefðu átt annan formann ráðstefnunnar 1954. í Peking er sagt, að orðsend. ingin sé þannig orðuð, að Afríku. og Asíuríki samveldisins Þúrfi ekki að taka hinar hörðu ásakanir til sín, en þeim sé beint gegn brezku stjórninni. Kínverjar haft því ekki útilokað komu annarrar friðarnefndar, sem sé öðruvísi skipuð og án þátttöku Breta. AuK Wilsons er friðarnefndin skipuð leiðtogum Ghana, Nígeríu og Trinidad og Tebago og hefur hún enn í hyggju að fara til Saigon, Washington og aðalstöðva SÞ f New York. í Saigon hiffu 20—30 manna bana og 100 særffust, er tvær plast sprengjur snrungu í dag fyrir ut- an veitingahús. Vietcong tilkynnti í dag, að hreyfingin hefði tekið af lífi banda ríska liðþjálfann Harold Georgð Bennett í hefndarskyni við aftöku eins hryðjuverkamanna Viefcong í Saigon. Bennett, sem var 25 ára gamall leiðbeinandi suður-vietnam iskrar herdeildar, var líflátinn f gær. ALÞÝÐUBLAÐIO - 26. júní 1965 |,5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.