Alþýðublaðið - 30.06.1965, Side 10

Alþýðublaðið - 30.06.1965, Side 10
Veiðimenn Framhald úr opnu. aS skriðdrekum. Hurricane vélarn ar voru búnar tólf 0,303 caliber vélbyisum. Flugvélin hér á mynd inni hefur einkennisstafina DT—A S>að er gert til heiðurs einum mesta flugkappa Breta, Robert Stanford Tuck, en hann flaug Hurricane með þessum einkennis stöfum. Hann hafði skotið niður 29 óvinavélar, 1942, þegar hann hann var sjálfur skotinn niður og handtekinn- fj CURTIS P-40B, WARHAWK ** (t.v.) og hin japanska ZERO- Curtiss vélarnar eru m.a- frægar fyrir að Tígrisflugsveitin notaði þær. Tígrisflugsveitin var byggð upp af bandarískum flugmönnum er fengu „leyfi“ úr herþjónustu heima fyrir til að berjast við Jap ani í Kína; sem sjálfboðaliðar. Flugvélarnar voru búnar fjórum 303 caliber vélbyssum og tveimur 50 oaliber. Zero vélarnar voru fyrst notað ar í Kína, og svo út stríðið, m. ál vi ðárásina á Pearl Harbor. Þáer enduðu svo sem farkostir fyrir sjálfsmorðsflugmenn í lok SÍriðsins. Zero vélarnar voru búnar tveim ur 20 mm- fallbyssum og tveimur 7,7 caliber vélbyssum. Þær voru snöggar og gátu klifrað vel, en hinsvegar ekki sterkbyggðar. £ SPITFIRE MK. 9, og AVRO ® LANCASTER. Spitfire var not uð allt frá 1942 til stríðslokarMK 9 var mest framleidda tegundin af Spitfire og af mörgum flugmönn um talin sú bezta- Hún var búip fjórum 50 caliber vélbyssum og tveimur 20 mm. fallbyssum- Avro Lancaster var vafalítið bezta sprengjuflugvét Breta. Hún var einkum notuð til næturárása á Þýzkaland og fór margar frægðar ferðir. Ein frægasta flugsveit Breta ,,The Dam Busters“ notaði Lancaster vélarnar til að flytja Tallboy og Grand Slam sprengj urnar en sú fyrrnefnda vó 17000 pund og sú síðarnefnda 22000. Grand Slam sprengjurnar voru m.a. notaðar til að sprengja nið ur 30 feta þykka járnstyrkta stein steypuþakið sem var á kafbáta bryggjunum í Hamborg. Sprengj unum var ekki varpað beint á skot markið heldur rétt hjá því- Þær grófu sig ein 90 fet niður í jörð ina áður en þær sprungu og komu af stað ógurlegum jarðskjálftum sem hristu öll nálæg mannvirki til grunna- „Dam Buster“ flug sveitin undir forystu Guys Gibs on sprengdi einnig upp stíflur í Eder, Möhne og Sorpe og fór margar viðlíka hæPulegar árás arferðir, sem varð til þess að hún fékk einnig viðurnefnið „Enska sjálfsmorðsflugsveitin“. SÞ Framhald af 7. síðu. en ella, að kommúnistaríkin með Sovétríkin í broddi fylkingar líta allt öðru vísi á tilgang SÞ en hinn svokallaði frjálsi heimur. Vestræn lönd telja tilgang SÞ fyrst og fremst þann, að stuðla að varð- veizlu friðarins og koma þannig í veg fyrir harkalega röskun á valdajafnvæginu; viðhalda ó- breyttu ástandi í heiminum. Kommúnistaríki, sem ekki eru haldin borgaralegum fordómum gegn valdbeitingu þegar slíkt get- ur orðið málstaði kommúnismans til framdráttar, telja tilgang SÞ allt annan. Þau telja samtökin fyrst og fremst tæki til að hamla gegn tilraunum vesturveldanna til að viðhalda óbreyttu ástandi. Auk þess sé SÞ aðalvettvangur 10 30. júní 1%5 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ kalda stríðsins, sem vel sé til þess fallinn að halda uppi áróðri fyrir málstað kommúnista um allan lieim. Af þessum ástæðum einum saman er ljóst, að kommúnista- ríkin (að Kína undanskildu) telja það ekki þjóna hagsmunum sínum, að SÞ líði undir lok, hversu ákaft sem þau vilja veikja hlutverk SÞ sem verkfæri vesturveldanna til að viðhalda óbreyttu ástandi. Ástæðan til þess, að SÞ hefur semt sem áður tekizt að knýja fram vilja sinn, eða réttara sagt vilja meirihlutans, í mörgum mál- um, er sú, að í slíkum tilvikum stóðu stórveldin tvö ekki and- spænis hvort öðru — brýnir hags- munir þeirra voru ekki í veði. Þetta er hin raunvenulega orsök þess, að greiðsluerfiðleikarnir, sem í rauninni snúast ekki um greiðslur heldur valdapólitík, hafa verið svo torleystir. Þetta er einnig ástæðan til þess, að SÞ hefur reynzt svo máttvana í mestu hernaðarátökum síðan á dögum Kóreu-stríðsins, stríðinu í Vietnam, að enginn hefur lagt til, að deilan verði lögð fyrir SÞ. ★ LÍFSEIG STOFNUN Á hinn bóginn er SÞ kærkomið verkfæri, sem stórveldin eru ekki sein að færa sér í nyt þegar tvö eða fleiri ftórveldi vilja samkomu lag í alvarlegum deilum. Þetta var ástæðan til þess, að U Thant aðalframkvæmdastjóra tókst í október 1962 að fá Kennedy og Krustjov til samningaviðræðna i hættulegustu deilu mannkynssög- unnar. Undir þessum kringumstæðum verður að gjalda varhug við full- vrðingum um, að SÞ muni enga þýðingu hafa í framtíðinni. Þrátt fyrir ótal erfiðleika og deilur og þótt endalokum SÞ hafi verið spáð hvað eftir annað hafa SÞ reynzt vera lífseig stofnun, ein- faldlega vegna þess að ríki heims telja sér hag í viðgangi samtak- anna. Og í dag styðja að minnsta kosti nokkur stórveldanna SÞ — um það má deila hvort Rússar og Frakkar styðji samtökin — en mik ilsverðast er, að samtökin njóta eindregins stuðnings yfirgnæf andi meirihluta hinna nýfrjálsu smáríkja Afríku og Asíu, en þau telja SÞ sína stofnun. Þetta sjónar mið eiga Rússar erfitt með að virða að vettugi á sama tíma og keppa við Kína, hina hörðu and- stæðinga SÞ, um hylli Afríku- ríkja. — Gunnar Leistikow. Grein Ólafs Framhald úr opnu. harðneskju heimsins. Báðar sög- urnar njóta hæfileika Svövu að lýsa kviku tilfinninga í samhengi kunnuglegs, hversdagslegs veru- leika; sú gáfa kann enn að notast henni betur. Með öðrum orðum: mér virðist bók Svövu Jakobsdóttur loflegri en sögur hennar ein og ein. En það verður fróðlegt að sjá hvað hún gerir þessu næst. Kvenna- stúdíur hennar, á mörkum hins af- brigðilega og hversdagslega, ættu að gcta orðið upphaf annars meira — Ó. J. I I Finnland - Sovéfríkin Í 17.7.-31.7. 15 daga ferð ~ Verð kr. 75.600.00 ™ Fjölbreytt og óviðjafnanleg ferð, þvert yy yfir Rússland allt suður í Kákasíu. Dvalist á baðströnd við Svartahaf, skoðaðir sögustaðir, söfn, leikhúsferðir. Ferðir, hótel, matur og léið- sögn innifalin í Yerði. Flogið með flugvélum Loftleiða. Fararstjóri: Reynir Bjarnason, landbúnaðar- kandidat Moskvuháskóla. Ferðaáætlun: 17. júlí: Flogið til Helsinki og dvalið þar í sólarhring. 18. júlí: Farið méð járn- braut til Leningrad og dvalið þar 2 daga. 21. júlí: Flogið til Riga og dvalið þar einn dag. 22. júlí: Flogið til Kiev og dvalið þar einn dag. 23. júlí: Flogið til Sochi við Svartahaf, og dvalið þar 4 daga á baðströndinni. 28. júlí: Flogið til Moskvu og dvalið þar í 3 daga. 30. júlí: Farið með járnbraut til Helsinki. 31. júlí: Flogið til íslands. 1 LAN O S FERBASKRIFSTOFA Skólavörðustía 16. II. haað I I 1 Kaupum hreinar tuskur PRENTSMIÐJA ALÞÝÐUBLAÐSINS

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.