Alþýðublaðið - 28.07.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 28.07.1965, Blaðsíða 7
NÚ GETA ALLIR ★ NÝJAR SJÁLFSTILLTAR VÉLAR Komnar eru á markaðinn ódýrar myndavéiar, sem stilla sig sjálfar eftir birtuskil.yrðum hverju sinni. Þarf sá, sem myndina tekur, ekki að gera annað en að beina vélinni að því, sem hann ætlar að taka mynd af, og smella af, og færa síðan filmuna til að taka næstu mynd. Án efa eru myndavélar af þessari gerð langbeztar fyrir byrj- endur. Þær eru til í nokkrum verð flokkum, en yfirleitt mjög ódýrar, þannig að hver og einn, sem á ann að borð hefur efni á að fara í ferða lag, getur keypt sér myndavéi sem þessa. Kodak framleiðir nokkrar teg- undir þessara véla. Sú, sem mest er seld er Kodak Instamatic 100. Þessi tegund komst fyrst á mark- aðinn í fyrra og hefur engin myndavél, hvorki fyrr né síðar, selst jafn ört, enda er þegar búið að selja yfir 10 milljónir af teg- undinni. Ekki er hægt að hugsa sér einfaldari myndavél en þessa hvað snertir myndatöku- Hún er sjálfvirk að nær öllu leyti. Filman í hana er afgreidd í þar til gerðu hulstri, sem stung ið er inn í vélina. Sérstökum takka er snúið, þar til hann stoppar, og allt er tilbúið til mynda töku. Ekki þarf að hugsa um að stilla eitt eða neitt því vélin stillir sjálf ljósopið eftir birtumagninu, og myndin hlýtur að verða rétt lýst, en þessi ljósopsstilling hefur einmitt reynzt öllum byrjendurr* hvað erfiðust í sambandi vif> mjmdatökuna. Hefur margur efni- legur ljósmyndari gefizt upp, áður en hann náði á henni tökum og stungið myndavélinni sinni niður í skúffu og síðan ekki söguna meir. Þessi vél kostar aðeins ki'. 864.00. Hægt er að fá í hana bæði venju- legar svart-hvítar filmur og eins litfilmur. Linsan (gatið með kúpta glerinu í, sem er framan á henni) er það góð, að hægt er að stækka töluvert myndir, sem teknar eru á hana. Agfa verksmiðjurnar framleiða einnig nokkrar tegundir mynda- véla, sem eru eins úr garði gerð- Framhald í Opnu. í þessari grein rabb ar Oddur Ólafss., ljós myndari, við þá, sem hafa áhuga á að taka ljósmyndir, og byrj- endur í listinni. Ljós- myndataka er ein vin- sælasta dægradvöl nú tímans, er veitir fólki á öllum aldri tak- markalausa ánægju. ALDREI er tekið jafn mikið af myndum og um sumarið, þegar með. Þetta er hvorutveggja mikill misskilningur. Hægt er að fá ódýr- ar myndavélar, er allir geta lært að taka myndir með, sem á annað borð hafa vit á að éta með hníf og gaffli. Og þeim, sem setja fyrir sig, að myndavélar séu dýrar, skal bent á. að til eru mjög ódýrar vél- ar. Þótt þær séu ekki ýkja vand- aðar að frágangi eru þær þó eip- göngu framleiddar til að taka með þeim myndir, og er öllum vor- kunnarlaust að láta þær þjóna þess um tilgangi sínum. Ef þáð ekki tekst, er það ekki vélarskömminni að kenna. Eins eru nú til mynda- vélar í ótrúlega lágum verðflokki, sem eru töluvert vandaðar og auð- veldar í notkun. Þegar maður kaupir myndavél í fvrsta sinn, er margs að gæta og þá fyrst og fremst í hvaða tilgangi á að nota hana, hvort maður ætlar að taka myndir eingöngu sjálfum sér til ánægju eða hvort maður ætlar að selja myndirnar t. d. blöð- um eða öðrum aðilum. Og svo er það spurningin mikla: Hve miklu ætlar maður að eyða í myndavéla- kaupin? Á markaðnum eru til mynda- vélar allt frá tæpum 400 krónum og upp úr. Það er til dæmis alveg vandalaust (ef maður á peninga) að kaupa myndavél með nokkrum linsum fyrir 200 þúsund krónur. Slíkt er þó náttúrlega ekkert vit fyrir byrjendur. flestir taka sín sumarfrí. Þetta er sá tími, sem fólk bíður eftir allan veturinn, og er í sjálfu sér takmark að þreyja þorrann og góuna, því alltaf kemur harpa með öllu sínu sólskini og sumarleyfum. Á eftir sumri kemur vetur, dimmur og kaldur. Þá er hægt að ylja sér við endurminningar sumarsins og þær verða ekki betur varðveittar en með skemmtilegum ljósmyndum af þeim stöðum, sem farið var til í sumarleyfinu, hvort sem það eru óbyggðir og öræfi íslands eða baðströnd við Miðjarðarhaf. Þá er ekki ónýtt fyrir þá, sem langt fara, að sýna kunningjum, sem heima sátu, svart á hvítu, að þeir hafi komið við í tíu þjóðlöndum og fjörutíu stórborgum á þriggja vikna ferðalagi síðastliðið sumar. Sagt hefur verið um Bandaríkja menn, sem haldnir eru mikilli Ijósmyndaástríðu, að þeir fari til Evrópu og ljósmyndi hvað eina sem fyrir augu ber í fer.ðalaginu, og skoði síðan löndin, sem þeir lieimsóttu, þegar þeir fái myndir sínar úr framköllun. Þetta er kannski of mikið af því góða, en alla vega er ánægjulegt að eiga sínar eigin myndir af þeim stöð- um, sem heimsóttir voru, og miklu skemmtilegra en að kaupa póst- kort af sömu stöðum. ★ ÓDÝRAR VÉLAR OG EINFALDAR Margir þeir, sem gjarna vilja taka sínar eigin ljósmyndir, láta það aftra sér, hve dýrar mynda- vélar eru, og ekki síður hitt, að þetta séu galdraverkfæri, sem þeim takist aldrei að læra að fara HANS PETERSEN! SiMi 20313 BANKASTR/ETI 4 Þér getið treyst KODAK filmum — mest seldu filmum í heimi ALÞYÐUBLAÐIÐ - 28. júlí 1965 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.