Alþýðublaðið - 28.07.1965, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.07.1965, Blaðsíða 2
eimsfréttir ....siáastliána nótt ★ LONDON: — Edward Heath fv. efnahagsmálaráðherra ■verður næsti leiðtogi brezka íhaldsflokksins. Hann hlaut hrein an meirihluta í atkvæðagreiðslu i þingflokki flokksins í gær en ekki 15% fleiri atkvæði en næsti maður, Reginald Maudling fjármálaráð Rerra eins og tilskilið var. En Maudling hefur ákveðið að draga eig í hlé, svo og þriðja leiðtogaefnið, Enoch Powell, þannig að Héath verður kjörinn leiðtogi einróma í annarri atkvæðagreiðslu á fimmtudag. ★ SAIGON: — Bandarískar sprengjuþotur afmáðu í gær flug skeytavígi í Norður-Vietnam og löskuðu annað. 46 þotur tóku þátt t árásinni og 3 voru skotnar niður. Árásin eru skoðuð í liósi at- burðar þess á laugardaginn er bandarísk þota var skotin niður með sovézku flugskeyti. ★ GENF: — Johnson forseti segir í boðskap til afvopnunar ráðstefnunnar. sem hófst í Genf í gær eftir langt hlé, að banda- rísku fulltrúarnir mundu bera fram nýjar tillögur og Bandaríkin vildu sáttmála er miðaði að því að koma í veg fyrir dreifingu kjarn orkUvopna. Tsarapkin, aðalfulltrúi Rússa, sagði að tilraunir til að kotna á fót kjarnorkuliði innan NATO mundu torvelda tilraun- ir til að koma í veg fyrir dreifingu kjarnorkuvopna. ★ AÞENU: — Báðir aðilar í stjórnmálaerjunum í Grikklandi <töldu niðurstöður allsherjarverkfalls í Aþenu og stærstu bæjum latidsins -sigur fyrir stefnu sína. Bakatselos verkalýðsmálaráðherra eagði að verkfallið hefði farið út um þúfur. Verkalýðsleiðtoginn Hapávherorhiu sagði að verkfallið væri því sem næst álgert. ★ LONDON: — Brezka stjórnin skýrði í gær frá víðtækum að- gerðum er miða að því að draga úr kauþmætti á heimsmarkaði og éfla útflutning í því skyni að treysta gengi pundsins og draga úr greiðsluhalla. Gallaghan fjármálaráðh. sagði, að að því væri stefnt að útrýma greiðsluhallanum fyrir 1966. Innleidd verða strangari ákvæði um kaup með afborgunum, dregið verður úr opinberum íramlögum, vissum þjóðfélagsumbótum verður frestað, dregið verð ur úr eyðslu hins opinbera og framlög til landvarna skert. ★ VESTUR-BERLÍN: — Yfirvöld í Austur-Þýzkalandi hafa að undariförnu lokað mikilvægustu ám og skurðum, sem farið er um •Crá Bérlín til Vestur-Þýzkalands. en ekki er búizt við alvarlegri' deilu um þessa umferð á næstunni. ★ TOKIO: — Vietnam-friðarnefnd Ghana er komin til Hanoi Og hefur haldið fyrsta fund sinn með stjórninni þar, að sogn norður- vietnamisku fréttastofunnar. ★ STOKKHÓLMI: — 600.000 sænskum krónum var í gær stol éð í éinu mesta bankaráni sem sögur fara af í Svíþjóð. í Keflavík var í ár jafnað niður kr. 21.873.500,00 á 1420 einstak- linga og kr. 1.832.700,00 kr. á 71 fyrirtæki. Aðstöðugjöld voru: Einstaklingar kr. 1.296.300,00 Fýrirtæki kr. 3.973.400,00 Veittur var 10% afsláttur frá núgildandi útsvarsstiga. Sjómanna frádráttur var tekinn til greina að fullu. Ekki var lagt á trygginga- bætur Almannatrygginga. Hálft AÐEINS 2000 teini ösón tekjuútsvar var lagt á gjaldendur 65-70 ára og ekkert tekjuútsvar á gjaldendur eldri en 70 ára. Hæstu útsvarsgreiðendur voru: Einstaklingar: Magnús Bergmann 129.800 Sævar Brynjólfsson 121.000 Halldór Brynjólfsson 104.000 Fyrirtæki: Keflavík lif. 235.400 Ægir hf. 134.500 Eldey hf. 113.900 Hæstu aðstöðugjaldendur: Kaupfélag Suðurnesja 592.000 Hraðfrystih. Keflav. 303.000 Vélbátatr. Reykjaness 250.000 Skrlli Skídason, ritstjóri, átt.i 75 ára afmæli í gær. Við það tækifæri færði stjórn Blaðamannafélags íslands honum blómakörfu. Myndin er tekin við það tækifæri, og þar eru talið frá vinstri: ívar H. Jónsson, Emil Björnsson formaður Blaðamannafélags- ins, Skúli Skidason, Bjarni Guðmundsson, Tómas Karls• son og Atli Steinarsson. HMMMMWMWMMMHMMHi T raktor stolið Rvík, OTJ. RAUÐRl dráttarvcl af Intematl onal-gerð var stolið í fyrrinótt frá athafnasvæði Véltækni hf. á mót um Bolholts og Skipholts. Að þvl er Tómas Einarsson hjá rannsókn arlögreglunni sagði okkur, er Framhald á 15. síðu. Reykjavík KB REÝKVÍKINGAR hafa verið fcýsna duglegir að koma og s'ækja cafnskírtcini sín, en afhending 4>c>rra liófst um síðast liðin mán eðainót. Hafa nú verið afhent eitt - €»Vað ýfir 37 þúsund skírteini, en ésótt eru þá enn um 2000 nafn ekfrteini. Samkvæmt upplýsingum skrif- stófunnar í gamla Iðnskólahúsinu viIS Vonarstræti, sem afhendir fikirteinin, hefur afhending skír- •teinanna géngið mjög þokkalega -íram að þessu, en síðustu dagana iiefur þó heldur dregið úr aðsókn. Jafnframt nafnskírteinunum eru -4^'ar einnig afhent ný sjúkrasam- 4agsskírteini til Reykvíkinga og má vera að það hafi ýtt undir menn að koma eftir plöggunum fyrr en síðar. A.m.k. virðist af- hending nafnskírteinanna yfirleitt ekki- ganga eins greitt utan Reykja víkur, þar sem nafnskírteinin eru afhent ein sér. í Hafnarfirði er enn mikið af nafhskírteinum ósótt, og á Selfossi, svo að dæmi séu nefnd, á geysimikið af þelm eftir að fara í sveitir sýslunnát. Unglingar hafa þar verið einna drýgstir við að sækja skírteinið, og langoftást hafa þeir komið með mynd, en án myndar gildir skír- teinið ekki sem sönnun um ald- ur. Afhending nafnskírteina verð. ur haldið áfram næstu daga, ög er þess að vænta, að þeir sem enn Hafa ekki sótt skírteini geri það hið bráðasta. ÓK Á BRÚ Reykjavík, EG BÍLSLYS varð I Ljósavatns- skarðl skömmu eftir hádegið í dag, er VW-bifreið úr Reykjavík var ekið á brúarstöpul á Djúpár brúnni, en slæm beygja er á veg inum áður en kemur á brúna. Ökumaður bifreiðarinnar Guðjón Jónsson, knáttspyrnumaður í Fram. mun hafa slasast nokkuð og var fluttur á sjúkrahús. Aðra, sem í bilnum voru, sakaði ekki, en bíllinn er mikið skemmdur. it*j Hlaut Miss Uni- verse titilinn Fegurðardrottning heims var fyrir helgina kjörin á Mi- amifjöru í Flórida, og féll hnossið í hlut 18 ára gam- allar stúlku frá Thaílandi, sem heitir Apasra Hongsa- kula. í öðru sæti varð finnsk stúlka, Vírpi Miettinen, og í þriðja sæti varO bandaríski þátttakandinn. Apasra er dóttir liðsfor- ingja i flugher Thailands, og hann var viðstaddur úrslitin í fegurðarsamkepþninni. — Hann skýrði blaðamönnum frá þvi, að Apasra hefði ekki fengiö nafn fyrr en hún var orðin þriggja ára gömvj. Þangaö til var hún kölluð Framhald á 5. síðu I 2 28. júlí 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.