Alþýðublaðið - 28.07.1965, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.07.1965, Blaðsíða 8
I í I i SÍMl .15-555 PÖSTHÓLF 863 8 millimetra litfilmur frá TECHNICOLOR GLERAUGNASALAN Cni/'IIC LÆKJARGÖTU 6B I U IV U U Þér leggið Rapid-kasettuna á myndavélina, lokið henni, snú- ið þrisvar sinnum, myndavélin er tilbúin til notkunar. Á vélum, sem ekki eru með inn byggðum fjarlægðamæli verður ljósmyndarinn sjálfur að ákvarða hve langt er í þann hlut, sem ver- ið er að taka mynd af og stilla stilla fjariægðamælinn á vélinni eftir því, en hann er auðmerktur með fetum eða metrum. Sé fjar- lægðastillingin. ekki rétt verður myndm.óhjákvæmilega óskýr. Það er bara að muna þessar þrjár still- jngar, Ijósopið, hraðinn og fjar- Iægðin. Þótt byrjendum þyki þ'etta Höfum á boðstólum allar gerðir af filmum og myndavélum. Framhald af 7. síðu ar, nema hvað filmurnar eru ekki í sams konar hylki og á Kodak vél- unum, og filmuflöturinn er minni. Það er aðeins flóknara að setja filmur í Agfa vélarnar, en ætti þó ekki að flækjast fyrir neinum. Verð á þessum vélum er frá 682.00 kr. og upp í 3535.00 kr. Hjá Agfa eru framleiddar alls 31 gerð myndavéla, en þær ódýrustu kosta 415.00 kr. og þær dýrustu um 25 þús. kr. Þeirri vél fylgja 6 linsur sem hægt er að skipta um eftir þörfum. Oft er spurt um, hvernig standi Hvað RAPID ER NÝ AÐFERÐ SEM GERIR ÖLLUM KLEIFT AÐ TAKA GÓÐAR MYNDIR Auðvifað Agfa Rapid á hinum mikla verðmun á mynda- vélum. Veldur þetta ýmsum, sem kaupa sér vél í fyrsta sinn miklum áhyggjum. Munurinn stafar af því, að dýrari vélar eru miklu vandaðri að öllum frágangi, þar sem reikn- að er með að þær séu mikið not- aðar, og á þeim eru alls kyns til- færingar, sem gera mögulegt að taka myndir við erfiðustu skilyrði, t. d. í lítilli birtu og af hlutum á hraðri hreyfingu. Mestur hluti verðsins í dýrum vélum liggur í linsunum, en slípun þeirra og öll gerð er kostnaðar- söm. Þá eru þær þannig úr garði gerðar, að hægt er að skipta um linsu í sömu vél, allt eftir því við hvaða staðhætti myndir eru tekn- ar. Við skulum haída okkur við ó- dýrari vélarnar, því þetta spjall er ekki ætlað þeim, sem lengra eru á veg komnir í kúnstunum. Þótt hér hafi ekki verið getið nema örfárra tegunda myndavéla, er ótrúlegur fjöldi þeirra til á markaðnum. Eitt er það, sem þarf að ákveða þegar myndavél er keypt, og það er hvaða stærð af filmum er notuð í henni. Um nökkrar stærðir er að ræða. Al- gengastar eru 35 millimetra film- ur, eða 2,4x3.6 cm., 6x6 cm og 6x9 cm. Af 35 mm. filmum er hægt að kaupa filmúr með bæði 20 mynd- um og 36 myndum. Af stærðinni 6x6 eru 12 myndir á hverri filmi og af stærðinni 6x9 eru átta mynd- ir á filmúnni. Augljóst er, að beztu kaupin eru í 35 mm. filmu, þar sem hægt er að taka á hana flestar myndir, en hún er lítið eitt dýrari en hinar filmurnar. Yfir- leitt eru 35 mm. myndavélar þann- ig, að mögulegt er að taka á þær góðar myndir í minni birtu en á vélar sem taka stærri filmu. ★ LJÓSMÆLIR OG LJÓSOP Eigi maður myndavél, sem ekki stillir sig sjálf, en er samt sem áður með alls kyns stillingum, þarf helzt að eiga ljósmæli til að stilla vélina eftir. Þeir kosta frá 300.00 kr. Helztu stillingar eru á ljósopinu og á hvaða hraða maður ætlar að taka myndlna. Ljósops- stillingin er þannig, að það er stækkað eða minnkað eftir birtu- magni, og þar kemur Ijósmælirinn inn í. Eins og nafnið bendir til, er ljósmagnið mælt með honum og síðan vélin stillt eftir honum, í sam ræmi við þann hraða sem tekið er á. Því meiri, sem birtan er, því minna verður ljósopið að vera. Það er stillt eftir tölum, sem eru greini lega þrykktar á myndavélina. Á flestum vélum er f við ijósopstöl- urnar. Opið stækkar eftir því, sem fært er á lægri tölu. T. d. þegar stillt er á ljósopstöluna 8 er opið helmingi stærra en á 11, og því lægri sem lægsta talan er, því ljósnæmari er linsan. Önnur aðalstilling er hraðinn. Á flestum vélum er hægt að velja um hraða frá 1 sek. til %0o hluta úr sek. Þýðir þetta, að ljósopið er opið þennan tíma, þegar þrýst er á takkann, sem smellir af. Ekki er mögulegt að halda á myndavéiinni, ef tekið er á einni sekúndu, því þá verður myndin áreiðanlega hreyfð. Verður að nota þrífót undir vélina, ef tekið er á svo löngum tíma. Yfirleitt er ekki ráðlegt að taka mynd þannig, að maður haldi á vélinni nema hrað- inn sé stillur á %0 hluta úr sek- undu eða hraðar. Ráðlegast er samt að stilla hraðann í minnst y100 kluta úr sek. Þá er lítil hætta á, að myndin verði hreyfð. Á sumrin er engin hætta á öðru en að næg birta sé til að taka á þess- um hraða. Ein stillingin er enn, sem ekki má gleymast, og það er að athuga, að fjarlægðin sé rétt. Til eru tvenns konar fjarlægðamælar, sem eru iimbyggðar í vélarnar, þó ekki þær ódýrustu. Önnur gerðin er þannig að liorfi maður gegnum leitarglugga myndavélarinnar, er í honum punktur, oftast gulleitUr, þar sem myndin er tvöföld ef fjarlægðin er ekki rétt stillt og snýr maður þar til gerðum hring á linsunni, þar til myndin rennur saman í eitt, þá er f jarlægðin rétt stillt. Hin gerðin er þannig, að horft er út í gegnum linsuna með aðstoð innbyggðg spegils. Þá still ir maður, þar til myndin er orð in skýr, og er þá vélin tilbúin ti) töku, það er að segja, ef ekki hef ur gleymst að stilla liraðann og ljósopið. 4 3 28. júlí 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.