Alþýðublaðið - 28.07.1965, Blaðsíða 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfull-
trúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900- 14903 — Auglí’singasími: 14900.
Aðsetur: Alþýðuhúsiö við Hverfisgötu, Reykjavik. — Preiitsmiðja Alþýðu-
blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið.
tJtgefandi: Alþýðuflokkurinn.
m
Dýrmætasta eignin
Í>ÚSUNDIR íslendinga ferðast um byggð og ó-
byggð landsins nú um hásumarið. Þeir, sem hafa aug
un opin, munu taka eftir ummerkjum eins hrikaleg-
asta hildarleiks, sem háður er í náttúru landsins, en
það er uppblásturinn.
í nokkrar ajdir hefur gróðurinn verið á hægu
undanhaldi. Vatn, ís og eldfjöll hafa höggvið skörð
í hinn græna varnarmúr lífsins, en vindurinn feykt
jarðveg eða árnar horið hann á haf út. Þannig hafa
stór svæði landsins lagzt í auðn og gróðurmold hef
ur tapazt svo nemur þúsundum lesta á ári hverju.
Fyrir nokkrum áratugum hóf þjóðin skipulegar
mótaðgerðir með sandgræðslu. Dugmiklir menn hafa
txnnið mikið verk á því sviði og fagnað sigri úr
cnargri smáorrustu. En í stríðinu sem heild hefur
samt hallað undan fæti. Enn þarf meiri átök til að
jafna metin, og hefur Alþingi nýlega samþykkt frum
varp ríkisstjórnar um að hefja gróðurvernd, sem á
að verða ný sókn gegn eyðrngu landsins. Þarna var
itigið skynsamlegt skref fram á við, en meiri fórna
|nun verða þörf, ef þjóðin ætlar sér að stöðva með
ijllu uppblásturinn og hefja almenna sókn gegn eyði
nörkinni, teygja grænu skikana yfir allt láglendi og
inn til heiða.
Mikið starf er nú unnið við að rannsaka gróður
landsins og kortleggja hann. Er sérstaklega athugað
feeitarþol afrétta og um leið kannað, hvað sauðkind
in leggur sér helzt til munns. Á þessum. rannsóknum
verður síðar hægt að byggja skynSamlegar ályktan
ir um, hve mikið landið þolir, án þess að það eyðist
eða fé rýrni. Kemur þá til kasta landsmanna að hafa
manndóm til að fereyta eftir niðurstöðum rannsókna,
sem falla ekki alltaf saman við gamla trú eða fjár-
hagslegan stundarhag.
Steindór Steindórsson sagði í viðtáli við Alþýðu
folaðið nýlega, að hann og aðrir sérfræðingar, sem
dvalizt hafa langdvölum við gróðurrannsóknir á af
réttalöndum, hefðu tekið mjög eftir. hve fljótt land
ið grær upp, ef það fær sæmilega hvíld.
Annars benti Steindór á, -að svo mikið væri af
ógrónu eða lítt grónu landi í byggð, að uppgræðsla
hlyti að byrja þar, og myndu menn síðan færa sig
inn í landið, þegar bolmagn yrði til. Er þetta vafa-
laust rétt, enda leyna sér ekki verkefnin á þessu sviði,
þegar ekið er um sveitir landsins.
Engum getur dulizt, að landið sjálft og náttúra
þess j eru mestu verðmæti, sem íslenzka þjóðin á.
Fyrsta boðorð þjóðarinnar hlýtur að vera áð varð-
veita þann fjársjóð og láta hann ekki eyðast frekar
en þjóðin vill eyða fiskimiðum hafsins umhverfis
'íl't
^ ^ ^
JÞAÐ GLEÐUR MIG a3 fylgjast
framkvæmdum í Áirtiíinsbrekku.
Þar er nú að koma ný braut af
brekkubrún og niður að Elliða
ánum — og ég sá í gær, að bifreið
ar eru farnar að aka þessa nýju
braut. Menn eru og að búa til
þríhyrning upp á brúninni og
munu eiga að koma þar merki, er
vísa vegfarendum Ieið hvora braut
ina þeir eigi að fara þegar þeir
koma tU borgarinnar.
ÉG HEF NOKKRUM SINNUM
á undanförnum þremur árum,
skrifað um öngþveitið við Eilliða
árnar. Það fór vitanlega vaxandi
með mikilli fjölgun bifreiða á tii
tölulega skömmum tíma og oft
hefur það verið nsesta óviðráð
anlegt. Ég fór fram á það, að
gerð væri ný braut við hliðina á
-þeirri gömlu um brekkuna svo að
hægt væri að létta á umferðinni
þó sérstaklega upp brekkuna, þvi
stór farartæki og þung hafa hald
ið allri umferð niðri þessa leið.
Vonandi verður ekki aðeins skipað
að bifreiðarnan skuli fara nýju
brautina niður heldur einnig upp.
ÉG HEF LAGT til að þessi
nýja braut verði sett í samband
við Miklubrautina, þannig að veg
farendur viti hvora brautina þeir
eigi að fara eftir því hvort þeir
ætla sér Vesturlandsveg eða Aust
urveg. Þá geta þeir ekið inn á
Miklubraut eða Suðurlandsbraut
Úr borginni hvaðan sem þeir koma.
Þetta mundi gjörbreyta öllum að
stæðum.
NÝJA BRAUTIN er komin, en
aðeins niður að Elliðaánum. Það
ei- ekki nóg. Það hlýtur að vera
hægt að setja bráðabirgðabrú yf
ir árnar úr járnstyrktum stórum
bjálkum og að vegurinn verði
síðan tengdur við Miklubraut.
Ég veit það, að samið hefur verið
mikið skipulag við Elliðaárnar fyr
ir framtíðina, en það á langt í
land, og reynslan hefur sýnt okk
ur það á undanförnum þremur ár
úm, að við igetum ekki béðið
eftir því.
ÉG SÉ EKKI BETUR en að
hægt sé að einhverju leyti að not
ast við undirstöður og veggi
gömlu brúarinnar fyrir þessa nýj
u bráðabirgðabrú. Það gæti auð
veldað umbæfcurnar, en aðalatrið
ið er að tengja saman nýju braut
Ný braut upp frá Elliðaánum.
ir Brýnar og nauffsynlegar framkvæmdir.
ic Austurvegur og Mikiabraut.
ic Vesturlandsvegur og Suðurlandsbraut.
ina upp brekkuna og Miklubraut
Þegar það hefur verið gert eiga
allir, sem fara úr borginni að aka
inn c Miklubraut og halda svo
beina línu á Austunveg, en þeir
sem ætla Vesturlandsveg að aka
inn Laugaveg eða Hverfisgötu, á
Suðurlhndlsbraut og síðan upp
gömlu brekkubrautina. Ef þetta
verður gert er vandamálið leyst
þangað til nýja skipulagið kemur
ANNARS DETTUR MÉR ekki
í hug að kenna sérfræðingum vega
gerðir, en það gleður mig að sjá
það, að mér hefur ekki skjátlast
um það, hvernig hægt væri að
leysa þann mikla vanda, sem
þarna hefur lent í fanginu á okkur
við þá stórkostlegu fjölgun vél
knúinna farartækja á síðastliðn
um árum, sem raun er á.
Hannes á horninu.
MEÐ HELGAFELLI NJÓTIÐ ÞÉR
ÚTSÝNIS, FLJÓTRA
OG ÁNÆGJULEGRA FLUGFERÐA.
AFGREIÐSLURNAR
OPNAR ALLA DA'GA.
Y/G«'
SÍMAR: ____
VESTMANNAEYJUM 1202
REYKJAVÍKURFLUGVEUI 22120
Skrifstofustarf
Flugfélag íslands h.f. óskar að ráða menn nú
þegar til starfa hjá bókhaldsdeild félagsins
í Reykjavík.
Verzlunarskólapróf eða hliðstæð menntun
æskileg.
Umsóknareyðublöðum, sem fást á skrifstof-
um félagsins, sé skilað til starfsmannahalds
fyrir 6. ágúst n.k.
vtgfé/fff A/tmds
/CSÍAA/DA//?
YOGA
Séra Þór Þóroddsson, fræðari, flytur erindi
fyrir almenning um kristna dulspeki í Tjarn
arbæ miðvikud. 28. júlí kl. 8 e, h,
Kennslufundir
runnið í Tíbet -
kvöld á eftir.
í aðferðum Yoga — upp-
- verða haldnir nokkur næstu
4 28. júlí 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ
£