Alþýðublaðið - 28.07.1965, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 28.07.1965, Blaðsíða 13
Spencer-fjöl- skyldan (Spencers Mountain) Bráðskemmtileg amerísk stór- mynd I litúm og cinema-Scope. Aðalhlutverk: Henry Fonda Maureen 0‘Hara. islenzkur texti. Sýnd kl. 9. ÚRSUS í LJÓNADALNUM Sýnd kl. 7. Syndin er sæt WRB,F.B0RN HERLIGE LVSTSPIU ..deter dejligt qt syndeí *D]-ovoIon 03 do 10 bud* Jeán-ClaUde Brlaly Daníelle Darrieux 1 Fernandol Mel Ferrer* Michel Simon DIABOLSK. HELVEDES SATANISK humor morsom latter Bráðskemmtileg frönsk mynd með 17 frægustu leikurum Frakka. Sýnd.kl. 9. Hjólbarðavittgerðir OPH) ALLA DAGA (LÍKA LAUGAHDAGA OG SUNNUDAGA) FRÁ KU. 8 TÍL. 22. Gúmmívinnustofan h.f. SklpboUi 85, Beykjavtk. Sta*r; 31055, verkitæSlff, 80688, ikrifitolan. Koparpípur og Fittings, Ofnkranar, Tengikranar, Slöngukranar, Rennilokar, Blöndunartæki. j Burstafell byggingavöruverzlun, Sími 3 88 40. j . Réttarlioltsvegi 3. FRAMHALDSSAGA EFTIR ANTHONY PUR LÆKNIR í VANDA 1. kaflí. Paul Haydn Vernon læknir var kenndur. Hann vissi það, honum fannst það leitt. en svona var það. Meðan hann tróðst áfram inn í yfirfullri setustofu Miehael . Sutberlands með tvo Martini, Skota og disk með brauði óskaði hann þess i fimmtánda skipti, að hann hefði . ekki farið. Honum leiddist í kokkteilboðum, honum leiddist Michael Sutherland og aðra þekkti hann ekki í boðinu. Hann hefði varla litið á boðs skortið ef venjulega hefði stað ið á en boðið hafði einmitt kom ið klufckan fimm rétt þegar hann var að hætta að vinna. Hann hafði litið á kortið einmitt um leið og hann velti því fvrir sér fimmta daginn í röð hvað liann ætti að 'gera af sér um kvöldið, hvernig hann ætti að losa sig við það vaxandi þunglyndi, sem hefði heltekið hann síðan hann varð aftur piparsveinn. Hann leit á kortið með gullröndinni og komst að- þeirri niðurstöðu að Sutherland með sínar rauðu kinnar og flauelstungu, sléttur og felldur væri betri en enginn. Ög hann' hafði farið. Hann hafði tekið í hönd hans og klappað á bakið á honum og óskað honum til hamingju með sýninguna. Hann hafði logið þvi til að hann hefði séð myndirnar. Það var sex ginsjússum áður en þetta skeði og nú var þunglyndið far ið að gera vart við sig á nýjan leik. Paul komst á ákvörðunar stað — í hóp þyrstra gagnrýn- enda — losaði sig við glösin með því' að ýta þeim inn um fyrstu rifurnar og stóð eftir með brauðdiskinn; það sást hvergi nægilega breið rifa fyrir hann. Rödd 'gestgjafa hans yfir gnæfði kliðinii. — Paul, dreng urinn minn, þetta er Martine. Hún er sæt og einmana. Passaðu hana fyrir mig. Hann ýtti henni í áttina til Pauls og hvarf. Martine var álfum lík; dökk hærð, dökkeygð, með gullbrúna húð, grannt mitti og fallega húð. Hún tók þétt í hönd hans. Hún var viðkvæm eins og rós og mun fegurri. Hann kom ekki upp orði um stund. — Má ég sækja eitthvað að drekka handa yður? Hún hristi höfuðið feimnislega og sýndi honum ginglas. — Ég er með þetta. Hún rétti honum þaff. — Viljið þér drekka það fyrir mig? Hann tók undrandi við glasinu. — Af hverju? Hún hvíslaði: — Ég er sagði hún, —■ soldið .... zig-zag .... þér.skiljið? Paul leit á glasið og síðan á hana. — Ég skil, sagði hann al 1 1 varlega og drakk út. Martine reyndi að depla augunum. — Þér skiljið, sagði hún, — ég get ekki blikkað lengur. Hann setti glasið á arinhill- una. — Leyfið mér . ég er læknir, sagði hann og leit í augu hennar. •— Teljið: einn, tveir, þrír. fjórir. fimm, blikka. Hún einbeitti sér og deplaði svo auganu með miklum erfiðis munum. Paul sagði: — Eins og mig grunaði. Mjög slæmt. Þér verðið að fá lækni. — Er það svona slæmt? spurði hún. — Já. Ég er læknir. Þér þurf ið að fá mat og það sem fyrst. — Hún flissaði. — Finnst yður skemmtilegt að vera i kokkteil boðum, spurði hann og velti því fyrir sér hvað hún væri að gera hérna. — Þau eru hluti af menntun minni. -— Minni víst lika. — Ég er hérna í vist til að læra énsku. — Er það gott? Hún yppti öxlum. — fyrir suma. Fyrir mig . . . ekki. — Hún leit á hann hreinskilnis- lega. — Eruð þér kvæntur? spUrði hún, Bros Pauls hvarf, hann starði á gólfteppið og sagði fljótt: — Ég var það þangað til fyrir viku. Núna held ég ekki. Martine setti upp meðaumkun arsvip. — Ég ætlaði ekki . . . sagði hún. — Þetta er slæmt. Það var ljótt af mér að spyrja. — Alls ekki, sagði hann sljó- lega. — Hamingjusömustu hjón sem ég þekki eru skilin. Hún brosti ekki. — Hvað heit- ir hún. — Lisa. — Lisa. Fallegt nafn. Hún sjálfsagt líka. Mjög glæsileg, mjög hávaxin, dökkhærð og mjög . . sjálfstæð? Paul starði á hana. — Ekki sem verst, Þetta með sjálfstæðið var ágætt, hann hristi höfuðið. — Hvaða fólk er þetta? spurði hún. — Veit það ekki, svaraði Paul. — Fólk, sem fer í öll kokkteil- partý. Fólk, sem lifir á listinni, gamlar kerlingar, góðir pabbar og dætur þeirra, sem lifa á sherry og brauði og líta því svona illa út. Kona þessa manns þarna var sjúklingur hjá mér. Hann benti á hávaxinn, dökk hærðan mann með hornspangar gleraugu. — Hann er fyrrver- andi lögfræðingur. — Afsakið? — Fyrrverandi, hættur að vera, rekinn. Hann má ekki vera lögfræðingur lengur þv hann kall aði yfirdómarann fífl eða eitt- hvað álika. Fyrir rétti. Hann skrifar bréfadálk í dagblað núna. mWHWWWiMMWWIWWWW SÆNGUR REST-BEZT-kodd«r Endurnýjnm grömln sængurnar, elgnm j ; dún- og ftðnrheld f»r. ; Seljum æðardúns- mg ! j' gæsadúnssængor — ; | og kodda af ýmnun atærðum. j DÚN- oa j FIÐURHREINSUN Vatnsstíg S. Simi 1*74*. j; mmwwhmwmmmmhmhm Lokað vegna sumarleyfa frá 26. júlí til 3. ágúst SÆNGUR Endnrnýjum gömiu sænguraar. Seljum dún- og fiðurheld T«r. NÝJA FIÐURXIREINSUNIN Hverfisgötu 57A. Sími 14788 . . .dálk þar sem er svarað bréf um frá fólki sem er í fangelsi, ástfangið eða skuldugt. Húq^ horfði áhugasöm á mann inn. —’ Hann? Ekki myndi ég skrifa svona manni ef ég elskaði vandamál, sagði hún alvarleg. — En þér? Paul hló. — Ég efast um að hann gæti hjálpað mér. — Er það svona erfitt’ — Sumt fólk, sagði hann glað lega, — er ekki hæft til að gift ast. Sumir menn vita allt um skyrtur sem ekki þarf að strauja, um innkaup, suðutíma eggja og vinnukonur . . . Síðan bætti hann við þegar hann mundi eftir því að hún var £ vist: — Ég á við svona konur sem maður leigir til að hreinsa hjá sér. Ég veit ekki baun um það og mig langar ekki til þess. Mér finnst allt sem viðkemur heimilishaldi vera leyndarmál og ég vil hafa það þannig. Mamma, kennslukonan, systir mín, kon- urnar, sem ég leigði hjá og kon an mín hafa rænt mig öllu sjálf stæði. Stórkostlegt. Ég var mjög hamingjusamur, þangað til hún yfirgaf mig. — Hann, varð sorg mæddur á svip. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 28. júlí 1965

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.