Alþýðublaðið - 07.08.1965, Page 1
Laugardagur 7. ágúst — 45. árg. — 174. tbl. — VERÐ 5 KR.
Berjast Kínverjar
v/ð hlið Vietcong?
PLEIKU, Suður-Vietnam, G.
ágúst (NTB-Reuter), — Banda-
rískir hernaðarráðunautar sögðu í
dag, að Kínverjar berðust við hlið
hermanna úr fastaher Norður-Viet
nam í orrustunni um Pleiku í Suð-
ur-Vietnam, Vopnaviðskiptin virð
ast vera að þróast í einhverja stór
felldvstu orrustu Vietnamstríðs-
ins ogr kunna að vera upphafið að
„monsún-sókn“ Vietcongr, sem
lengi hefur verið beðið eftir.
Tvær úrvalssveitir suður-viet-
namiskra faUhlíðali-3a hafa verið
sendar á vettvang tii að taka þátt
í bardögunum við hermenn konjm
unista, sem reyna að taka herbúð
it sérþjálfaðra hersveita við Duc
Co með áhiaupi. Þaðan má
stjórna 50 km. kafla þjóðvegarins
milli Pleiku og landamæra Kambó-
díu.
Bardagamir höfðu í dag staðið
í jjóra daga. í upphafi var bér um
yrthjulegar Vieteong-aðgerðir að
ræða en brátt var ljóst að aðgerð
irnar voru sérstaks eðlis. Skæru
Ný lög í USA
um jafnrétti
WASHINGTON, 6. ágúst (NTB.
Reuter). — Johnson forseti undir
rjtaði I dag hin nýju lög um jafn
an kosningarétt ogr lýsti því yfir
að síðustu leifunum af ánauð
blökkumaima hefði verið rutt úr
vegi. Hann sagði að stjórnin
mundi láta dómstólana skera úr
um það hvort kosningagjald það,
sem krafizt er í ríkinu Mississippi
bryti í bága við stjórnarskrána.
Prn. a 14. 6í8u.
liðar veittu harðvítugt viðnám í
stöðvum sínum þótt bandarískar
þotur létu napalm-sprengjum
rigna yfir þá. Þeir veittu stjómar
hermönnum einnig öflugt viðnám
og bardagamir hafa sífellt færzt
fram og aftur umhverfis herbúð-
imar í Duc Co
Bandarískir liðsforingjar, sem
eru sérfróðir í asískum tungumál
um, segja að nokkrir árásarmann
Framhald á 14. síðu.
•00>0000000000000s
YFIRBOÐ
í SlLDINA
Reykjavík — EG
HÖRJ) samkeppni ríkir nú
milli hinna fjölmörgu sölt-
unarstöðva á Austurlandi um
þá litlu söltunarsíld, sem að
landi berst.
Hefur jafnvel komið til
þess að yfirboð hafa verið
gerð í sfldina, sem skipin
hafa verið með á leið' til
lands, því fyrir nokkrum
dögmn bauð sfldarsöltunar- $
stöð á Vopnafirði 20 krónu-
aukagreiðslu á hverja tunnu,
sem skip kæmu með til stöðv
arinnar. Voru þessi boð lát-
in ganga um talstöð. Blaðið
fékk ekki upplýst í gær-
kveldi hvaða söltunarstöð hér
var um að ræða, en ekki var
talið að þetta boð hefði bor-
0 ið neinn árangur.
oooooooooooooooc
imMHtMHVmtUMMWtHMtMMWMHMMUUHMMMMMtM
Enn er ágæt
síldveiði
Reykjavík, — GO
AFLI er enn ágætur á síldarmið-
unum austur af landinu, nánar
tiltekið 180 mílur austur að norðri
frá Dalatanga. í fyrrinótt til-
kynntu 31 skip um afla, allg 31700
mál og tunnur, sem skiptist þann-
ig:
Loftur Baldvinsson 1250 mál,
Víðir II. 900 t„ Keflvíkingur 800
t., Björgvin 2850 m.t. (2ja daga
veiði), Helga Guðmundsdóttir
2500 m.t. (2ja daga veiði), Baldur
1300 mál (2ja daga veiði), Skarðs-
vík 200 mál, Mummi 300 mál,
Heimir 1600 mál, Sveinbjörn Jak-
obsson 400 mál, Ágúst Guðmunds-
son II. 150 mál, Grótta 600 mál,
Gnýfari 500 mál, Arnfirðingur
900 mál, Skagfirðingur 1000 t.
Kámbaröst 1000 t, Jón Þórðarson
900 t, Pétur Jónsson 450 mál, Sæ-
þór 800 mál, Sæfaxi 1300 m.t. Rifs-
nes 1000 m.t. Framnes 1700 mál,
Gísli lóðs 150 mál, Einar 1250 mál,
Blíðfari 500 mál, Guðbjartur
Kristján 900 mál, Guðmundur
Péturs 2000 t, Sigurður Jónsson
1500 t, Faxi 1000 t, Guðrún Þor-
kelsdóttir 1000 mál og Bára 1000
tunnur.
Neðra uppistöðulónið í Vatnsbóli Hafnfirðinga, er nú að kalla alveg þurrt eins og myndin
sýnir mæta vel. Venjulega er þarna lón í sömu hæð og stíflugarðurinn, sem einnig sést á mynd
inni og rennur Kaldá venjulega yfir stýflugarð inni og rennur Kaldá venjulega yfir stíflugarð
Mynd: JV.
Vatnsból Hafnfirð-
inga nálega þorrið
Reykjavík GO.
NÚ horfir til stórvandræða í Hafnarfirði vegna vatnsskort. Vatns
ból bæjarins er í Kaldárbotnum. Þ.e.a.s. vatnið er tekið úr einni upp
sprettulind, sem hefur verið virkjuð, en fjöldi annarra uppsprettu
linda renna viðstöðulaust í efra uppistöðulónið þar sem vatnið
sígur smám saman niður engum að gagni.
Við áttum tal við bæjarverk-
fræðing þeirra Hafnfirðinga, Guð
mund Óskarsson, sem sagði að
strax og úr rættist með úrkomu
yrði hafist handa um að virkja
eina lind til viðbótar. |Jins og mál
in standa í dag er ekki hægt að
hefja neinar framkvæmdir þar
efra, því að í vatnsleysinu undan
farið hefur orðið að gfSpa til þess
ráðs að sía vatn úr uppistöðulón
inu inn á kerfið. Ef einhverjar
framkvæmdir yrðu, myndi lónið
gruggast upp og vatnið ekki verða
neyzluhæft.
Upp við Kaldárbotna hagar svo
til, að gerð hafa verið tvö uppi-
stöðulón. Hið efra er afmarkað af
malarruðningi, sem jafnframt er
vegur en hið neðra af steyptu yfir-
fftlli. Nú er svo komið að neðra
lónið er vatnslaust með öllu, sé lit-
ið framhjá ménguðum uppistöðu
pollum. Efra lónið er ennbá með
nokkru vatni, en mælistika sem
er þar við vatnsborðið er aigerlega
á þurru. (Sjá mynd). Botn lónsins
er ákaflega gljúpur og mikið af
vatninu, sem í það rennur hripar
I jafnóðum niður í jörðina. Hið eig
inlega vatnsból Hafnfirðinga er
brunnhús, sem hefur verið byggt
yfir eina uppsprettulindina og frá
henni liggur sver leiðsla niður í
stokkinn, sem teygir sig alla leið
til Hafnarfjarðar. Kaldá, sem
venjulega hjalar við sitt sorfna
botngrjót, er með öllu horfin og
hefur ekki sést síðan snemma í
vor.
Uppsprettulindirnar í Kaldár-
botnum gefa frá sér miklu meira
en nóg vatn fyrir Hafnf'rðinga.
Vatnið úr þessari einu á sem virkj
uð er, hefur til þessa verið
meira en nóg, en eftir þá einstæðu
þuri'katið og snjóléttu vetur sem
Framh. á 14. síðu
Samningafundur
FUNDIR í farmannadeilunni stóðu
enn yfir í Alþingishúsinu í gær-
kvöldi, þegar blaðið fór í prentun
og sat þá við svipað og verið hefur
undanfarið. Einhver tillaga mun
þó hafa verið rædd allmjög á fund-
inum.
Mælistikan stendur alveg á
þurru. Efflilegt vatnsborff þarna er
um 30 cm upp á stikuna. Mynd JV„