Alþýðublaðið - 07.08.1965, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.08.1965, Blaðsíða 3
LBJ fær boöskap um Hanoi - ferðina Washington, 6. ágúst (NTB - Rcuter) Utanríkisráðherra Ghana, Alex Quaison-Sackey, sagði í Washing- ton í dag, að boðskapur sá sem hann færði Johnson forseta gæti sennilega þjónað málstað friðarins I Vietnam. Kivame Nkrumah, for- seti Ghana, hefur beðið hann að færa Johnson forseta boðskapinn að fenginni skýrslu um niðurstöð- ur heimsóknar sérlegs fulltrúa hans, Kwesi Armah, í Hanoi. Utanríkisráðherra Ghana hóf viðræður við Dean Rusk utanrík- isráðherra skömmu eftir komuna og mun Rusk síðan ræða við John- son forseta. AMMWWHMVmwtMMMMU SKEMMTIFERÐ FRAMSÓKNAR Verkakvennafélagið Fram- sókn efnir til síns árlega sumarferðalags um helgina 14.—15. ágúst. Farið verður að Kirkjubæjarklaustri að þessu sinni. Allar nánari upplýsingar um ferðalagið er að fá á skrifstofu Framsóknar í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu milli klukkan tvö og sjö eft- ir hádegi. Félagskonur eru hvattar til að fjölmenna í þetta ó- dýra skemmtiferðalag og bjóða vinum og venzlamönn- um að taka einnig þátt i ferð inni. Ferðanefnd. wwwMmwwwiWWWi Enn hefur ekki verið ákveð- ið hvort Quaison-Sackey skuli hitta forsetann að máli. Utanrík- isráðherrann sagði blaðamönnum, að hann væri bjartsýnn að eðlis- fari og sv \raði játandi spurningu um, hvort hann færði „góðar frétt- ir”. Talið er, að Nkrumah skori á Johnson að hætta loftárásum á Norður-Vietnam. ★ í Nýju Delhi lýsti aðalræðis- maður Norður-Vietnam þar í borg, Nguyen Hoa, því yfir í dag, að Norður-Vietnammenn mundu ekki setjast að samningaborði einungis vegna þess að loftárásum yrði hætt. Norður-Vietnam mundi því aðeins taka þátt í samningaviðræð um í líkingu við Genfarráðstefn- una 1954 að hernaðarlegum skil- yrðum Genfar-samningsins yrði fullnægt. Hann sagði. að tekið hefði verið á móti Ghananefndinni í Hanoi til að treysta samskipti Ghana og Norður-Vietnam. Fenð nefndar- innar hefði ekki staðið í neinu sam Framhald á 14. síðu. AKSEL SANDE- MOSE LÁTINN Osló (NTB). RITHÖFUNDURINN Aósel Sandemose lézt í gær, 66 ára að aldri. Sandemose er fæddur í Dan imörku, en móðir hans var norsk. Árið 1929 flutti hann til Noregs og hefur síðan verið talinn norskur rithöfundur, enda skrifar hann á norsku. Það hafa ávallt staðið stormar um Sandemose í norsku bókmenntalífi. Hann hafði róttæk ar skoðanir í stjórnmálum og í NÁTTÚRUSKOÐUN Á SELTJ ARNARNESI BÓKASAFN Seltjarnamess ætlar að gefa Seltirningum og öðrum á- hugamönnum kost á að kynnast gróðri á utanverðu Seltjarnarnesi og efnir í því skyni til gönguferð- ar um framnesið nú í dag ef veður leyfir. Leiðsögumaður verður Ingiman Óskarsson, grasafræðingur. Lagt verður upp frá útsýnisskífunni á Valhúsahæð kl. tvö eftir hádegi. bókum sínum var hann ávallt málsvari lítilmagnans. Hann barð- ist á móti fordómum og hjátrú, hann vildi koma upp um lygina og prédika sannleikann. Fyrstu bækur Sandemose voru skrifaðar á dönsku, og kom fyrsta bók hans út árið 1923 og þær bæk ur hans sem komu út fyrir 1930 voru einnig skrifaðar á dönsku, en eftir það skrifaði hann einung is norsku. Flestar bækur hans fjalla um sjómenn og sjómannalíf og er Varúlfurinn, sem fyrst kom út árið 1958 talið hans merkasta verk. Þar koma fratn öll hans beztu einkenni sem rithöfundar, djúpur skilningur á mannlífinu, kímni, og frábær frásagnarhæfi- leiki. Auk skáldsagna sinna hefur Sandemose ritað mikið i blöð og tímarit og einkennast öll hans skrif af kímni og hugmyndaflugi. Hann var alla tíð mjög sjálfstæð ur í skoðunum og óhræddur við að koma þeim á framfæri. Sandemose fékk llstamannaverð laun norska rfkisins árið 1952. Nokkrar bóka hans eru til í is- lenzkri þýðingu. slenzka heyið mikið að gæðum Rvík, ÓTJ. HÉR er staddur í heimsókn í boði Háskólans og á vegum British Council, dr. William Davis, igrasræktarfræðingur. Dr. Davis er heimsþekktur fyr ir rannsóknir sínar á því sviði, og var um margra ára skeið yfirmaður Grassland Research Institute í Hurley á Englandi. Hann hefur einkum haft sam band við forystumenn búnaðar deildar atvinnudeildar Háskól ans, og ferðast með þeim um Suð-vestur hluta Iandsins. Á fundi með fréttamönnum sagði dr. Davis að dvalartími sinn hér hefði verið svo stuttur að hann hefði ekki haft tíma til þess að gera neinar nákvæmar rannsóknir og þar af leiðandi vildi hann ekki gefa alltof a kveðnar umsagnir um neitt varðandi íslenzkann landbúnað og jarðrækt yfirleitt. Hins vegar væri hann fús til þess að ræða allt sem hann hefði sérstaklega tekið eftir. Eitt af því sagði hann vera að sér virtist ekki nærri nógu mikið beitt á túnin, hér væri alltof lítið af búpeningi. Hin- ir íslenzku kollegar sínir hefðu bent sér á að mestur hluti fjárins væri á afréfcti, og það væri töluverður fjöldi. Hins vegar væru þeir sammála um að sumt land batnaði með þvi að það væri mikið beitt, og DR. WILLIAM DAVIS mætti víða taka það til athug unar. Annað sagði hann vera hvað hann hefði víða séð hey í gölt um. Það teldi hann slæmt, gæði þess minnkuðu töluvert við það, einkum ef það blotn- aði oft. Sér væri tjáð að að stæður réðu mestu um og við því væri auðvitað ekkert að gera, nema reyna að bæta þær. Dr. Davis sagði það álit sitt að íslendingar ættu einkum að beita sér að því að rækta þær tegundir grass er þrifust vel hérna. Sér virtist það einkum vera fjóran tegundir, túnvin- gull, vallasauðgras, vallafox gras og língresi, sem til greina kæmu. Snarrótarpuntur hefði einnig verið til umræðu, en hann er í mörgum löndum tal in hálfgert illgresi. Hann gat þess, að sér þætti það furðu- legt hversu mikið að gæðum ís lenzka hevið væri, sumarið í sumar væri að vísu sérlega gott, en sér virtist bændur yfirleitt vera með fyrsta flokks hey. Hið góða gras væri þó á allt of litlu svæði, og íslendingar ættu að stefna að því að rækta sem mest af ábyggðunum. Rannsóknir svndu að betta væri vel hægt. Að lokum sagði dr. Davis að það sem væri landbúnaðinum mest áríðandi, væri að stöðugum rannsóknum væri haldið uppi, það væri frum skilyrði allra úrbóta og fram- fara. Dr. Davis heldur fjrrir- lestur í fyrstu kennslustofu Háskólans kl. 11 fh. í dag. wwwwwwwúwwwwwwwww wwwwtwwwwwwwwwwww Síldin“ kom með síld Reykjavík, Síldarflutningaskip- Síldar og fiskimjölsverksmiðjunnar að Kletti, sem lieitlr „Síldin” kom til Reykjavíkur i fyrsta skipti á föstudagskvöld með um 18 þúsund mál af sild, sem brædd verður í verksmiðjunni í Örfir isey og Klettsverksmiðjunni. „Síldin” er 3400 tonn að stærð og er skipið keypt í Noregi og þar var þvi einnig breytt með tilliti til síldarflutninga, settar í það dælur, og vélar til að knýja þær og lúgur settar á tankana þannig að hægt er að landa úr skipinu með löndun- arkrönum Togaraafgreiðslunn- ar. Er breytingum á sklpinu var lokið í Noregi fór það til Hjalt- lands, en kom þangað um svip- að leyti og íslenzku bátarnir þar voru að halda heim svo ekkert varð úr síldarflutning- um þaðan. Skipinu seinkaði nokkuð til íslands, af þeim á- stæðum að það var í leigusigl- ingum og kom seinna til Nor- egs en ætlað hafði verið. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 7. ágúst 1965 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.