Alþýðublaðið - 07.08.1965, Side 4
Ritstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndai. — Ritstjórnarftill*
trúi: Eiður Guðnason. — Símar: 14900 - 14903 — Auglýsingasími: 1490G.
Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðu*
blaðsins. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 eintakið.
Utgefandi: Alþýðuflokkurinn.
SPRENGJAN
TUTTUGU ÁR eru liðin, síðan fyrstu kjarnorku
sprengjunni var varpað á japönsku borgina Hiro-
shima. Má búast við, að um langa framtíð verði þess
minnzt og þá talið upphaf kjarnorkualdar. Mun fara
mjög eftir þroska og gæfu stórvelda, hvort sú öld
reynist mannkyninu til góðs eða ills.
í dag hlýtur fólk um allar jarðir að sameinast
um þó ósk, að kjarnorkusprengjurnar tvær, sem kast
að var á Japan fyrir tveim áratugum, reynist ekki að
eins fyrstu heldur einnig síðustu slíkar sprengjur,
sem notaðar verða í ófriði. Allir hljóta að sameinast
um þá ósk, að í framtíðinni verði hin beizlaða kjarn
orka eingöngu notuð í friðsamlegum tilgangi, til að
framleiða orku, lækna sjúka og gegna öðrum þeim
hlutverkum, sem vísindin geta fundið.
:;:vȒKv
in
Kjamorkan hefur haft gífurleg áhrif á heimsmál
síðustu tvo áratugi. Bandaríkjamenn lögðu þegar í
ófriðarlok fyrir Sameinuðu þjóðirnar Baruch-áætl-
unina um að banna kjamorku til hemaðarþarfa en
nota hana í friðsamlegum tilgangi um allan heim og
koma á eftirliti SÞ til að framfylgja þeim samþykkt
um. Ekki fengust Sovétríkin til að ganga inn á þess-
ar áætlanir, heldur flýttu sér að koma upp sínum eig
. in kjarnorkuvopnum. Nú um skeið má segja, að verið
hafi þrátefli ógnarvopna milli Rússa og Bandaríkja
ma'nna, og byggist helzta von mannkynsins um að
halda sprengjunum í skefjum og hindra notkun
þeirra einmitt á því jafnvægi.
Athyglisvert var það tímabil, er Bandaríkja-
menn og Bretar höfðu einir allra þjóða kjarnorku-
vopn. Þá gátu þeir beitt yfirburðum sínum til að
ganga milli bols og höfuðs á kommúnismanum, ef
þeir vildu. Það hefðu þeir vissulega gert, ef þeir
hefðu verið í árásarhug gegn Sovétmönnum, eins og
sífellt er haldið fram í áróðri. En svo reyndist ekki.
; Ætli kommúnistar hefðu farið jafn gætilega með
* kjarnorkuvopn, ef þeir einir hefðu haft þau? Ætli
t þeir hefðu ekki notað þá yfirburði, til að útrýma ráð
um „auðvalds- og heimsveldissinna“?
Nú er frekari útbreiðsla kjarnorkuvopna mesta
f hættan á sviði þeirra. Sterkar líkur eru á, að jafnvæg
I ið milli Bandaríkjanna og Soivétríkjanna geti tryggt,
j. að ekki verði kjamorkustyrjöld, meðan þau ríki fá
l ráðið. En hvað verður, ef menn eins og Sukarno og
j. Nasser komast yfir kjarnorkusprengjur? Hvað verð-
j ur, þegar ríki með órólegu stjórnarfari og jafnvel
stjórnbyltingum eignast slík vopn?
Verkcfni dagsins er að hindra útbreiðslu kjarn-
orkuvopna. Fer að verða hver síðastur, ef það á að
takast, og er vonandi, að bæði Bandaríkin og Sovét-
..ríkin beri gæfu til að sameinast um að leysa það hlút'
verk.
Læknakandídatar á háskólasjúkrahúsinu í Boston börðust lengi og dyggilega við að halda lífinu í
litlum föður- og móðurlausum dreng — og urðu eins konar vara-foreldrar fyrir vikið. Litli maður
inn fylgdi þeim á stofugangi, þegar hann var kominn á ról, og fann alltaf eina eða fleiri hendur til aS
styðja sig við.
ÞA® MA MEÐ SANNI SEGJA,
að ég sé gestur í Reykjavíkur-
borg, og þegar ég dvel þar er ég
sem heima, árrisull, og fer því
allsnemma út á götur borgarinn-
ar; — hef því góðan tíma til að at-
huga útlit hennar, þar sem ég
geng um.
EIN FJÖLFARNASTA GATA
borgarinnar, Hverfisgatan, er oftar
en hitt löðrandi í bréfarusli, og
ýmiskonar drasli öðru, — frá að
minnsta kosti einni verzlun er um
lokunartíma hellt skólpi á, og við
gangstéttina, — finnst mér þetta
síðast nefnda vítaverður sóða-
skapur — en viðgengst þó þarna,
og annars staðar, ár frá ári átölu-
laust. Það lítur út fyrir, að það sé
enginn maður, eða menn, á yegum
Reykjavíkurborgar, sem á eða eiga
að sjá um að borgin sé vel um
gengin, og um leið hegna þeim,
sem vanhelga staðinn með illri
umgengni. ^
ÞAÐ ER EKKI NÓG að setja
upp ruslakassa, sem þar að auki
éru svo illa staðsettir á staurun-
um, að börn 5—9 ára geta alls
„FERÐALANGUR” SKRIFAR: r
„Ég er nýkominn úr ferðalagi um
Vestfirði og það er skemmtileg
og ævintýrarík leið að skoða. Þeg-
ar maður leggur á Þingmanna-
heiði blasir við manni aðvörun á
þessa leið: „Vegurinn er með
mjög slæmum beygjum og blind-
hæðum“. Fyrir neðan þetta hefur
svo einhver skrifað: „Vegurinn er
eins og þeir, sem heiðin heitir
eftir.”
ic Kerskni á fjöllum uppi.
ir Gestur fer gönguför um borgina.
★ 0g gagnrýnir margt.
Hafnarfjörður og fundur hans.
ekki notað þá, og geta þá blessuð
börnin, þó fegin vildu, ekki annað
gert, en kastað draslinu á götuna
eða gangstéttina. Neðarlega við
Hverfisgötuna er Landsbókasafn-
ið, Þjóðleikhúsið, fallegur stíll, en
of skuggaleg bygging, hús þar sem
Hið íslenzka prentarafélag og
Bókaútgáfa menningarsjóðs eru
til húsa, þá kemur Hverfisgata 23,
gamalt hús, en þó sæmilega mál-
að að utan, — þá er hús á horni
Hverfisgötu og Smiðjustígs, —
Smiðjustígur 7, og eru þar til
húsa Félagssamtökin „Vernd”; —
þessu húsi er illa haldið við að
utan, kolryðgað, ljótt þak, og illa
málað, — má segja ómálað, — en
því miður má sama segja um mörg
önnur hús við ýmsar götur borgar-
innar.
NÆSTA HÚS ofan við Smiðju-
stíginn er danska sendiráðið sem
sker sig úr hvað þrifnað og alla
snyrtimennsku utan húss snertir.
Húsið sjálft prýðilega vel hirt og
fallegur garður er við það. — Of-
ar í Hverfisgötu er norska sendi-
ráðið, og má segja það sama um
það og danska sendiráðið, —
nema húsið er minna, en vel við
haldið. — Beint á móti Smiðju-
stíg 7 er rautt, kolryðgað og nauða
Ijótt hús, Smiðjustígur 5B. Það er
stór einkennilegt að þetta hús
skuli eklci vera rifið, eða fíútt á
annan hátt í burtu, því það er öll-
um sem um Hverfisgötu fara til
sárra leiðinda.
(
HELZT LÍTUR ÚT FYRIR að
þessi ógeðslegi húskumbaldi, sem
er verri en „Pólarnir" voru, og
meira áberandi, eigi að vera
þarna áfram um ókomna framtíð,
því fyrir ekki löngu síðan var sett
ný trappa með palli við framhlið
hússins, þegar sú gamla hrundí
vegna fúa, — og er þessi trappa,
eins og sú eldri, staðsett á ská
út á miðja gangstétt, enda ekki
hægt annað, þar sem húsið rekur
hornin, en þau eru tvö þarna, ann-
að á aðalbyggingunni, en hitt á
útúrbyggingu, út á gangstéttina.
ÞAÐ ER ENGIN AFSÖKUN fyn-
ir borgaryfirvöldin að hafa ekkl
fjarlægt þetta sóðalega hús, þó
einhverntíma hafi einhver góður,
merkur maður búið í þessum fúna,
ryðgaða kassa, — en þá hefur það
kannski litið skár út en nú, —
alltaf hefur- það þó verið ljótt. —
Mér er tíðrætt um Smiðjustíg 5B
vegna þess, að þetta hús blasir
við öllum, sem til dæmls leggja
leið sína í Þjóðleikhúsið, og er
lendum sem innlendum ferða-
mönnum, sem erindi eiga í sendi-
ráðin, og svo öllum öðrum, sem
um þessa fjölförnu götu fara.
' Frh. á 10. siffn.
7. ágúst 1965 - ALÞÝDUBLAÐIÐ