Alþýðublaðið - 15.08.1965, Side 5

Alþýðublaðið - 15.08.1965, Side 5
TITO I VANDA Eða hefur Harriman sjálfum tek- izt að fá Tito til að skipta um skoðun? Það eru þessar spurningar, sem búa á bak við samningaviðræðurn- ar í Belgrad. Enn sem komið er, er ekki vitað um svörin við þeim. En þegar þau liggja fyrir munu þau hafa úrslitaáhrif, bæði a af- stöðu Júgóslavíu til Bandaríkj- anna og stöðu landsins meðal hlut lausu þjóðanna. BELGRAD er fræg fyrir það, að erlendir diplómatar venja oft komur sínar þangað, en heimsókn ir erlendra stjórnmálamanna hafa verið með meira móti að undan- förnu. Averell Harriman, farandsendi- herra Bandaríkjanna, kom nýlega til Belgrad eftir heimsóknir til Moskvu, Brússel, Bonn og Rómar. Opinberlega var sagt, að hann kæmi í einkaheimsókn. Skömmu eftir komu hans kom forsætisráð- herra Indlands, Lal Bahadur Sha- etri í boði ríkisstjórnarinnar. því, hvort þetta er í raun og veru rétt en allar þær miklu bollalegg- ingar, sem átt hafa sér stað. Tilgangurinn með heimsókn Harwmans var fyrst og fremst sá að greiða úr flækjunum I sambúð Júgóslavíu og Bandaríkjanna. — Þetta er ekki í fyrsta sinn síðan átökin hófust í Vietnam og loft- árásir voru hafnar á Norður-Viet- nam að reynt er að greiða úr þess um flækjum. Júgóslavar hafa flúið á náðir róttækra vígorða til að halda forystuhlutverki sínu meðal BTarrimann ræddi við Tito um samskipti Júgóslavíu og Banda- ríkjanna. Á undanförnum mánuðum hafa Júgóslavar nær eingöngu hugsað um stefnu sína gagnvart nágrönn- um sínum í austri svo að þetta beina samband, sem þeir kom- ust í við fulltrúa vest- ræns ríkis og hlutlausrar þjóð- ar, hlýtur að hafa verið þægi- leg tilbreyting. Þessar heim- góknir draga að minnsta kosti á yfirborðinu úr þeim grunsemdum, að Júgóslavar séu í þann veginn að lóta af þeirri stefnu sinni að etunda jafnvægislist milli austurs- og vesturs og séu í þess stað í þann veginn að styðja Rússa án Uokkurra skilyrða. 'A Gegn Bandaríkjunum Niðurstöðurnar af heimsóknum þeirra Harrimans og Shastris tnunu gefa greinilegra svar við SHASTRI ( fórsætisráðherra Indlands. hlutlausu þjóðanna og til þess að geta svarað ögrunarorðum Indó- nesa og Kínverja. Slík einhliða and-bandarísk af- staða var hugkerfilega séð í sam- ræmi við það, sem meirihluti júgóslavneskra kommúnista álítur. Síðan hefur nokkuð dregið úr hinni hörðu gagnrýni Júgóslav- neskra blaða í garð Bandaríkja- manna. Stjórnin í Belgrad var ein þeirra ríkisstjórna, er áttu frum- kvæðið að því að 17 hlutlaus ríki skoruðu á deiluaðila í Vietnam- deilunni að setjast að samninga- borði. Júgóslavar sátu ekki við orðin tóm og reyndu að gefa uninni raunverulegt pólitískt glldi, en Indverjar komu í veg fyrir það. Nú gafst Harwman og Shastri færi til að ræða Vietnamdeiluna og allar hliðar hennar við Tito. ★ Ósamkomulag Svo gat virzt sem nýjar forsend- ur hefðu skapazt fyrir því að brúa ágreining Júgóslavíu og Banda- ríkjanna eftir' athyglisverða ræðu, sem Fulbright öldungadeildar- maður, formaður utanríkismála- nefndar öldungadeildarinnar, hélt nýlega um sambúð landanna. Ful- bright taldi, að Bandaríkjamenn ættu að koma meira til móts við Júgóslava, en Johnson forseti og Dean Rusk utanríkisráðherra virð ast ekki vera algerlega á sama En þeir virðast vera sam- Fulbright um, að þjóðþing- inu beri ekki að skipta sér af þvL forsetinn ráðstafar of- framleiðslubirgðum bandaríska landbúnaðarins. Ef þjóðþinginu hefði tekizt að fá vilja sínum framgengt hefðu Júgóslavar neyðzt til þess að greiða fyrir inn- flutning bandarísks hveitis og annarra landbúnaðarafurða með dollurum, en utanríkisráðuneytið fellst á það að greitt skuli í júgó- slavneskum dínörum. Viðræður þær, sem fram hafa farið um bandaríska aðstoð við umbætur í efnahagsmálum Júgó- slava — en þeim er enn ekki lok- ið — sýna, að ekki er auðvelt að ná samkomulagi: Stjórnin í Was- hington setti það skilyrði fyrir stuðningi sínum við efnahagsum- bæturnar, að Júgóslavar tækju ekki einhliða and-bandaríska af- stöðu í Vietnammálinu. ★ Próf steinn Harriman gerði júgóslavnesku samningamönnunum ljóst, að af- staðan til Vietnam væri og héldi áfram að verða einn mikil- vægasti prófsteinn varðandi á- kvarðanir Bandaríkjanna í mál- úm eins og efnahagslegri aðstoð. — Harriman hafði gert Shastri grein fyrir þessu líka, svo að þetta atriði fékk. óvenju- lega mikla þýðingu í samninga- viðræðum Júgóslava og Indverja. Niðurstöður þessara viðræðna munu nefnilega gefa til kynna, hvaða afstöðu Indverjar og Júgó- slavar, tvær helztu hlutlausu þjóð irnar í heiminum, munu taka í Vietnammálinu í framtíðinni. Er það hugsanlegt, að Shastri, sem er nokkuð vinveittur Bandaríkjun- um m. a. vegna aðstoðar Banda- ríkjamanna, hafi getað hamlað gegn and-bandarískri afstöðu Tit- os, sem Rússar hafa haft áhrif á? VINNUAFLSSKORTUR EINNIG Á GRÆNLANDI ÞAÐ vandamál, er einna mest kveður að á Grænlandi um þessar mundir, er hinn síaukni skortur vinnuafls. „Það eru megnustu vandræði með að fá birgðáskipin losuð“, skrifaði Hans C. Christiansen, forstjóri Konunglega Grænlandsverzlun arinnar í fréttabréf félags síns nú fyrir skömmu. „Jafnvel á- útkjálkastöðum er auðsæ þró- un í þessa átt”. „Þó að kol heyri nauðsynjun til, eru í norðlægari veiðimanna héruðunum staðir, þar sem al- deilis ómögulegt er að hóa sam an nægilegum mannafla til að losa þau. Skipin verða sjálf að ' sigla með verkamenn frá bæj- unum eða þeim stöðum öðrum, þar sem verkamenn er að fá, ef losa á kol eða aðrar nauðsynja- vörur. En þetta er slíkum erfið leikum háð, að innan skamms hlýtur að því að koma, að skip- in neyðist til að sigla með kol- in um hæl, ef uppskipunarstað irnir geta ekki sjálfir lagt sér til verkamenn”, heldur for- stjórinn áfram. Það, sem af er árinu 1965, hefur Konunglega Grænlands- verzlunin átt við mikla örðug- “ léika að stríða um útv.egun vinnuafls sem þörfin fyrir vinnuafl varð í vetur leið 274, — 89 karlmenn og 185 konur. Um miðjan maí hafði einungis reynzt unnt að samningsbinda 49 karlmenn og 42 konur, — eða alls 91. Hans C. Christiansen telur margt benda til að vinnuaflið sé til staðar en það gefi sig ekki fram, vegna þess að í ár sé ekki eins mikil þörf aukinn ar tekjuöflunar og áður. Vinnuskorturinn byggist á þremur staðreyndum: 1) fyrst þeirri, að hinir árstíðarbundnu verkamenn frá veiðihéruðun- um eru löglega afsakaðir, — 2) í öðru lagi þeirri, að hækk- andi launagreiðslur í bæjun- um bægja mönnum frá smærri stöðum, og 3) í þriðja lagi á sér stað nokkui- flutningur vinnu- afls innan ríkisins. Þetta slæma ástand hefur einnig haft óheillavænlegar af- leiðingar í verksmiðjurekstri á Grænlandi að því er Hans C. Christiansen upplýsir, og veld ur því m. a. að fyrirsjáanlegur er mikill hallarekstur á verk- smiðjuiðnaði Christiansháb. Einnig í Egedesminde og Jak- obshavn er fyrirsjáanlegur mikill hallarekstur á verk- smiðjum, sem væntanlega mun nema hundruðum þúsunda danskra króna árið 1965. Það eru ýmsir aðrir erfiðleikar á Grænlandi en erfiðleikar Grænlandsverzlunarinnar. Hér sést Carl P. Jerisen, Grænlandsmálaráðherra, vera að skoða sig um í Grænlandi fyrir skömmu, þar sem hann var~ að kynna sér ýmislegt af því, sem gera þarf, svo sem bygging alls konar húsa til félagsmálastarf- semi og skólahalds, flugmál og ótal margt annað. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. ágúst 1965 £

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.