Alþýðublaðið - 15.08.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 15.08.1965, Blaðsíða 9
SAMEINAST ITALSKIR JAFNAÐARMENN? SÓSÍALISTAFLOKKUR Pietro Nenni á Ítalíu hefur boðað til landsfundar 27. október næstk. Miðstjórn flokksins hefur haldið síðasta fund sinn fyrir flokksþing- ið í Róm, og allt fór rólega fram á yfirborðinu. Samþykkt var stefnuyfirlýsing, sem ritari flokks- ins, de Martino, lagði fram, og fljótt á litið virðist sem forysta flokksins muni mæta á landsfund- inum án þess að hafa tekið af- stöðu til mikilvægasta málsins, sem verður á dagskrá: Samein- ingar Sósíalistaflokksins og Jafn- aðarmannaflokksins (sósíaldemó- krata). Stefnuyfirlýsing de Martinos var mjög óljós, og hana má túlka á ýmsa vegu. Þar er á engan hátt látin í ljós skoðun meirihluta flokksins, sem styður Nenni. En á það er bent, að stefnuyfirlýsing- in sé samkomulag til bráðabirgða er eigi að bera klæði á vopnin. Hún var samþykkt til að firra deilum við minnihluta flokksins, sem Lombardi er fyrir og leggst gegn sameiningu sósíalista og jafnaðarmanna. Raunar munu Nenni og meiri- hlutinn, sem styður hann, hafa gert mjög nána grein fyrir af- stöðu sinni. Stuðningsmenn hans halda því fram, að sameina verði flokkana eins fijótt og auðið er og verði sameiningin að hafa kom- izt ó í síðasta lagi innan sex mán aða. Ástæðan til þess, að þessi frestur er tilgreindur, er sú, að nauðsynlegt er að hafa nægan tíma til að undirbúa kosningabar- áttuna 1968, en þá fara fram þing- kosningar. Og ástæða er til að ætla, að Nenni og stuðningsmenn hans muni sjá svo um, að flokkurinn verði sameinaður jafnaðarmanna- flokknum, án þess að hann klofni á nýjan leik. Lombardi og vinstri armur hans hafa heldur ekki hót- að því beinlínis að kljúfa sig úr flokknum, en ef ástandið innan flokksins versnar er ekki hægt að útiloka þann möguleika, að Lombardi fari að dæmi Vecchi- etti, sem klauf flokkinn eftir síð- asta landsfund og stofnaði nýjan stjórnmálaflokk. ★ Fylgisaukning jafnað- armanna Hins vegar óttast Lombardi eitt meira en sameiningu við jafnaðarmannaflokkinn og það eru nýjar kosningar. Að skoðun hans hafa sósíalistar tapað fylgi í hverjum einustu bæjar- og sveit- arstjórnarkosningum síðan þeir fóru í ríkisstjórn og Vecchietti á- kvað því að kljúfa sig úr flokkn- um. Lombardi heldur því fram, að sósíaiistar hafi ekkert gert nema að tapá á samstarfinu við kristilega demókrata — sósíalist- ar hafi borgað reikninginn einir, Lombardi leggst eindregið gegn þingrofi og nýjum kosningum eins og sakir standa. Það voru því margir sem lögðu við hlustirnar, þegar ritari jafnaðarmannaflokks- ins, Mario Tanassi, lýsti því ný- lega yfir, að ef sósíalistar segðu sig úr stjórninni yrðu jafnaðar- menn að gera slíkt hið sama og hann sæi því enga aðra lausn en þá að gengið yrði til nýrra kosn- inga. Stuðningsmenn Lombardia halda því fram, að hér sé Tan- assi af ráðnum hug að leggja fast að þeim. Og raunar eru það ekki lengur kristilegir demókratar sem notað geta hótun um þingrof sem tæki í stjórnmálunum — jafnað- armaðurinn Saragat er nú forseti lýðveldisins og hann hefur á hendi vald til að rjúfa þing. Þess vegna skiptir það ekki litlu máli Hér kemur svo teikning af svokölluðum garShúsum, sem teiknuð munu hafa verið til byggingar að Hraunbae 63, 65, 67 og 95. Arkitekt er Björg- vin R. Hjálmarsson. Svefnherbergin eru fjögur herbergi og öll aðskilin frá stofum. Stofa er geysistór, 4,20 metrar á breidd og öll lengd hennar 9,10 metrar, en þó er gert ráð fyrir, að afþiljað sé húsbóndaherbergi í enda henn- ar. Mesta breidd hússins • er að jafnaðarmaðurinn Tanassi skuli hafa minnzt á slíkan möguleika. Auk þess er það staðreynd, að jafnaðarmenn hafa bætt við sig fylgi í hverjum einustu kosning um, stundum mjög miklu. Þeir hafa með öðrum orðum engu að tapa. PIETRO NENNI — vill samvinnu við jafnaðar- menn Saragats. ★ Úr ríkisstjórn? Vandi sá, sem stuðningsmenn Lombardis eiga. við að stríða, er því mjög ljós: Beygi þeir sig fyrir sameiningu flokkanna halda þeir áfram að mynda vinstri andstöðu innan nýs og miklum mun stærri sósíalista-jafnaðarmannaflokks, sem ætti að hafa mjög góða mögu leika til að hljóta 20% atkvæða það er að segja gréiddra, í kosn- ingunum 1968. Beygi þeir sig ekki og hóti að kljúfa sig úr sósí- alistaflokknum neyða þeir kannski Nenni til að segja sig úr stjórn- inni, jafnaðarmenn mundu þá og segja sig úr stjórninni, efnt yrði til nýrra kosninga, sósíalistar mundu tapa fylgi en jafnaðar- menn bæta við sig og þar með verður sameining flokkanna knú- in fram næstum því sjálfkrafa. Þessar getgátur um hina marg- þættu erfiðleika Lombardis eru mjög algengar um þessar mundir, og ítalir búa sig undir stjórn- málaátök í haust. Þessi átök hefj- Framhald á 10. síðu 14 metrar og mesta dýpt þess frá götu 16 metrar. Húsið er „vinkillaga,” svo að gott skjól ætti að skapazt inni í þríhyrn- ingnum. Húsin eru örlítið mismun- andi að flatarmáli, frá 131,62 fermetrum upp í 136,75 ferm. Þess má geta, að allmiklu skýlla mundi sennilega vera í görðum húsanna inni í röðinni, en ef til vill lengri sólartími í endahúsinu. Teíkningin er Nr. 217. Skyndisala ÁSKÓFATNAÐf 3 daga Kvenskór, karlmannaskór, Bomsur, inniskór, Sandalar o. m. fl. Fallegir og góðir skór. Góð kaup SkólverzKun Péturs Andréssonar Laugaveg 17 SkóverzKun Péturs Andréssonar Barnavagnar Allwin og Silver Cross Barnakerrur, fjölbreytt úrval. VerzKunin VARÐAN Laugavegi 60 — Sími 19031. V erkstæ ðisvinn a Trésmiðir og lagtækir menn, helzt vanir verkstæðisvinnu óskast. Upplýsingar ekki gefnar í síma. GAEVILA KOIVfiPANÍIÐ hf. Síðumúla 23. POLYTEX plastmálning Innan húss sem utan. REX þakmálning il. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 15. ágúst 1965 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.