Alþýðublaðið - 25.08.1965, Síða 3

Alþýðublaðið - 25.08.1965, Síða 3
: : : 2 .••• ■•••■.—'•• WmiWm |f||§l ill ’r í lelðangur tll Grænlands I KVOLD heldur „Ægír” í rann- sóknarleiðangur í Grænlandshaf ásamt hafrannsóknarskipinu „Hel- land-Hansen”, sem Háskólinn í B.iörgvin gerir út. Rannsóknir þess ar eru liður í umfangsmiklum at- liugunum á hafinu milli Græn- lands og íslands, og eru þær styrkt ar af Rannsóknarnefnd Atlants- hafsbandaíagsins. Dr. Unnsteinn Stefánsson, haffræðingur, er for- maður nefndar þeirrar, er vinnur að rannsóknunum. Athuganirnar beinast einkum að því að ákvarða straumrennsli í Austur-Græn- lands strauminum og við botn í rennunni milli íslands og Græn- lands, auk ákvörðunar á hita- og segulstigi og söfnun sýnishorna til ákvörðunar á súrefnis- og næring- arefnamagni í sjónum. Loks verð- ur safnað sýnishornum á svifi og geröar mælingar. á framleiðslu- getu sjávarins. Leiðangursstjóri á „Helland- Hansen” verður Herman Gade, haf fræðingur. Leiðangursstjóri á Ægi verður dr. Svend-Aage Malm berg, haffræðingur og með honum verða frá Fiskideild, Halldór Ár- mannsson haffræðingur, ungfrú Sigrún Helgadóttir, Ari Arnalds, Birgir Halldórsson og Guðmundur Svavar Jónsson, auk Reidar Leine- bö’s, haffræðings frá Háskólanum í Björgvin. Skipherra á Ægi verð- ur Haraldur Björnsson. Gert er ráð fyrir, að leiðangurinn standi í 2-3 vikur. Engin síld til Skaga- strandar nú í sumar Skagaströnd BB, — GO. ÁSTAND í atvinnumálum á Skagaströnd er svipað og verið hef ur að undanförnu. Ákaflega lít ið er um atvinnu, engar bygging arframkvæmdir og sjósókn lítil vegna aflatregðu. Tveir af stærri bátunum, Húni og Sigrún, sem keypt var til Skagastrandar í vor frá Akranesi, eru á síld og hefur öðrum gengið sæmilega en hin um afleitlega. Grein um utanríkismál / Islands TÍMARIT norræna félagsins í Randaríkjunum, The American Sc.andinavian Review, birtir í ný- útkomnu hefti grein um utanríkis stefnu íslendinga eftir Guðmund í. Guðmundsson utanrikisráð- herra. Er greinin hluti af flokki greina, sem utanríkisráðherrar Norðurlandanna hafa ritað hver um stefnu síns lands. Grein Guðmundar endar á þessum orðum: „ísland er eitt af minnstu, sjálfstæðu ríkjum heims og getur að sjálfsögðu ekki haft mikii áhrif á gang alþjóðamála. íslendingar eru og hafa um aldir verið vopnlaus þjóð. Á grundvelli fornrar og nýrrar menningar og liugsjóna fordæma íslendingar valdbeitingu í mannlegu samfé- lagi og viðskiptum þjóða. Þeir vilja leysa innanlandsdeilur með Frh é 14. slðu Engin síld hefur verið flutt til Skagastnandar það sem af er þesá ari síldarvertíð, hvorki söltunar eða bræðslusíld. Þó er stór verk smiðja á staðnum og voru ráðnir menn í hana í vor til að hafa hana tilbúna ef síld bærist. Þá eru liér tvö söltunarplön ónýtt. Dragnótaveiði, sem miklar von ir voru bundar við var reynd í vor, en afli var svo rýr að bátarn ir hættu eftir þriggja vikna úti vist. Þeir voru þrír að tölu. Einn þeirra reynir ailtaf öðru hvoru dragnótinni, en afli er ekki með þeim hætti að sé til upp örfunar fyrir hina að hefja veið ar á ný. Sjósókn er ekki önnur, en með nokkrum litlum dekkbátum og trill um, sem stunda veiðan með hand færi. Afli er lélegur og frekar hægt að segja að menn stundi sjóinn sér til dundurs, en vegna vonar innar um góðan aflahlut. Auk síldarverksmiðju og söltun arstöðva eru tvö frystihús á Skaga strönd, svo ekki verður annað sagt en að sæmileg aðstaða sé í landi til að taka á móti sjávarafla, hvort heldur um er að ræða síldfisk eða þorsk. MIKLAR byggingafram- kvæmdir eru hafnar austan við Árbæ og mun þar rísa á skömmum tíma nýtt hverfi, sem vafalaust verður kallað „Bæir” í framtíðinni, þar eð götunöfn enda öll á bæir. — Þarna standa íbúðablokkir meðfram Suðurlandsbraut og rísa nú hver af annarri. Ef að líkum lætur verður flutt inn i fyrstu húsin innan árs. Suðurlandsbraut er fjöl- farinn þjóðvegur, sem liggur austur úr borginni. Með bygg- ingunum stóreykst umferð um hann á þessum kafla, og brátt verður hann að fjölmennri götu íbúðahverfis. Við það skapast mikil umferðarhætta, sem ástæða er að vara við. Þarna eru enn ekki komin götuljós, en skammt er að minnast þess, að dauðaslys varð í skammdegi á þessum slóðum. í framtiðinni mun Suður- landsbraut eiga að liggja á allt öðrum stað „utan við þetta nýja hverfi. Er það tal- andi tákn um slóðaleg vinnu- brögð hér á landi, að hin nýja braut skuli ekki vera lögð og tekin í notkun, áður en gamla Suðurlandsbrautin er gerð að íbúðagötu. Virðist svo, sem þjóðvegir á mörkum Reykja- víkur sitji ávallt á hakanum, hversu hættulegt sem það er, eins og reynslan af Hafnar- fjarðarvegi sýnir. Alþýðublaðið telur, að hættu sé boðið heim í hinu nýja hverfi. Ný Suðurlandsbraut verður að koma strax, svo að þjóðvegsumferðin flytjist brott. Götulýsing og aðrar ör yggisráðstafanir verða einnig að koma hið fyrsta. Réðist á og misþyrmdi 79 ára gamalli konu Reykjavík. — ÓTJ. SEXTUGUR karlmaður réðist á 79 ára gamla konu á heimili hennar sl. laugardagskvöld, — og misþyrmdi henni á svívirðilegasta hátt. Gat hún enga björg sér veitt, og það var ekki fyrr en daginn eftir að hún fannst liggjandi blóð ug og illa á sig komin. Konan og árásarmaðurinn þekktust lítillega og hafði hann komið í heimsókn til hennar um kvöldið, nokkuð úndir áhrifum áfengis. Af einhverjum ástæðum reidd- ist hann henni svo heiftarlega, að hann réðst á hana, en hún gat enga björg sér veitt sökum þess að hún er fótaveik og getur ekki Stóraukið flug yfir Atlantshaf SAMKVÆMT fréttabréfi frá IATA, hafa bæði farþega og vöru- flutningar á vegum félaga, sem eru aðilar að samtökunum og ann- ast flugferðir yfir Atlantshaf, stór aukizt á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Miðað við fyrstu sex mánuði i ársins í fyrra hafa farþegaflutn- ingar þessara félaga aukizt um 18,2% og vöruflutningar um 53,4 %. Heildartala farþega fyrri helm- ing árs í fyrra var 1.249.775, en í ár 1.477,852: Aukning á farþega fjölda á „túrista” farrými — og fyrsta farrými helzt nokkurn veg- inn í hendúr. Til samanburðar við þessar töl- ur má geta þess að fjöldi þeirra farþega, sem umrædd félög fluttu yfir Atlantshaf fyrstu sex mánuði ársins 1955, eða fyrir 10 árum, var 271,508. Síðan hafa flutningarnir nálega sjöfaldast. gengið óstudd. Barði maðurlnn; hana margsinnis af öllu afli, og skildi hana svo eftir án þess að skeyta meira um hana. Le.'fur Jónsson hjá rannsóknarlögregl- unni sagði Alþýðublaðinu, að bú- ið væri að handtaka manninn, og, hefði hann meðgengið brot sitt,: Ber hann við að hann hafi verið; , t m]ög ölvaður. Það varð konunnij til happs, að maður í næsta húsfi annast innkaup fyrir hana, og ái sunnudagsmorguninn kom hann: við hjá henni að venju. Brá hon-: um vonlega mjög í brún er hannj sá hana og gerði fósturdóttur henn ar aðvart. Var í skyndingu sent. eftir sjúkraliði og gamla konan? flutt á sjúkrahús. Þar kom í ljós að hún var marin og hrufluð á; brjótholi. handleggjum og víðar,] auk þess sem hún var með glóð-| araugu og áverka á hálsi. Einnigj kvartaði hún yfir þrautum í| bringubeini og vinstri síðu. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 25. ágúst 1965 3

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.