Alþýðublaðið - 25.08.1965, Qupperneq 15

Alþýðublaðið - 25.08.1965, Qupperneq 15
Þorparamir reyndu að pína Gregory til þess að segja þeim frá leyndarmálinu. „MIRAGE” heitir ný njósnamynd með Gre- gory Peck, Diönu Baker og Leifi Eirfkssyni í að- alhlutverkunum. í byrj- un myndarinnar og reynd ar út hana alla, á Peck í miklu sálarstríði. Hann er alls ekki viss um hver hann er, og hvert hlut- verk hans er í heiminum. Hann þekkir fólk, sem hann hefur þó ekki hug- mynd um hvað starfar eða heitir, og sífellt er eitthvað að brjótast um í huga hans. Aðeins eitt er hann viss um: Það er ein- hver að reyna að drepa hann. Margar tilraunir hafa verið gerðar, til að myrða hann, en hann hefur jafnan kom- ist undan á síðustu MIRAGE að áður en hann missti minnið, var hann þekkt- ur vísindamaður, og hafði einmitt fundið lausnina að því hvernig hægt væri að framleiða atómsprengju sem hefði enga geislun eða aðrar eftirverkanir í för með sér. Þetta hafði geysilega hernaðarlega þýðingu, þar sem það gerði Banda- ríkjamönnum kleift að nota slíkar sprengjur án þess að eiga á hættu að verða sjálfir fyrir geislun af henni. Er Gregory kemst að þessu er hann þegar fall inn í hendur andstæðing anna, sem vilja hafa leyndarmálið upp úr honum. Er það aðeins fyr ir einstaka heppni, og að- stoð Diönu Báker sem honum tekst að sleppa lif andi úr þeirri klípu. Ekki skulum við taka fyrir að mynd þessi sé spennandi en anzi virð- ast framleiðendur henn- ar hafa takmarkað vit á kostum og göllum kjarna vopna. stundu. Eitt sinn var hann á leið upp í lyft- unni, þegar hann var að koma heim til sín úr vinn unni. Með honum var að- eins einn annar maður í dökkum frakka með hatt inn niðri í augum. Þegar þeir komu út úr lyftunni, hélt ókunni maðurinn lítilli skammbyssu í baki Gregorys, og neyddi hann til þess að opna her- bergishurðina. — Með brögðum tókst Gregory að afvopna og rota manninn, og þá flúði hann úr íbúðinni, enn ráðvilltari en fyrr. En loks fer þó að skýrast ýmislegt af því sem kom ið hefur fyrir hann, og hann fer að muna ýmis atriði úr fortíð sinni. — Loks kemst hann að því 0 nl rn kvikmyndir skemmtqnir dœguriöc^ofL Úrslitastundin var komin skammbyssu úr veski sínu. en þá þreif D'iana Molar Jimmy Stewart átti 57 ára afmæli um daginn en þá var hann staddur ná- lægt Yuma, Arizona við töku mypdarinnar „Flight of the Phoen- ix”. Jimmy leikur þar flugmann og það er nokk uð sem hann ætti að eiga auðvelt með, þar sem hann flaug sprengjuflug- vél í síðasta stríði, og l fékk ósköpin öll af heið ursmerkjum, fyrir frá-. bært hugrekki og margar hetjudáðir. Meðleikarar ' hans, þeir Ernie Borg- ine, Peter Finch, Richard Attenborough og Dan Duryea létu sem þeir vissu ekki af að hann átti afmæli, fyrr en störfum dagsins var lokið. Og Jim ; my hafði reynt að halda því vandlega leyndu. En þegar „cut” var hrópað í síðasta skipti, var hrúg að yfir afmælisbarnið ís- köldum kampavínsflösk- um og það sem betra var, konan hans, Gloria, hafði komið flugleiðis til Yu ma, til þess að vera í af- mælinu. — Það er lygi, hrópaði Jimmy, þegar hann sá hana. Eg er ekki 57 ára — ég er 27. íslenzk æska Framhald af 7. síðu. meira á manndóm þess varðandi skemmtanalíf eins og það tíðkast nú á dögum. Aðsókn að skólum landsins sýnir það, að íslenzk æska er námfús og gefun það m.a. von um að hún verði vel undir það búin að taka við af eldri kynslóð inni. HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, kennari: Enginn efast um að efnivið ur íslenzkrar æsku sé góður og því er allt undir því komið, hvern ig okkur tekst til að móta og ala upp æskuna. Það eru foreldram ir fyrst og fremst, sem bera ábyrgð á uppeldi hennar og því næst koma skólarnir og aðrir uppalend ur. Ég fullyrði, að við getum eigi vai'ið fjármunum okkar betur en að hlynna að æskunni á allan hátt Við verðum líka að gera strangar kröfur til okkar góðu æsku, bæði hvað snertir hegðun og störf. Alþýðumaðurinn þakkar svör hinna góðu borgara, og svör þeirra gefa vissulega tilefni til umræðna þótt síðar verði. En svörin auka vissulega bjart sýni þeirra, er eigi viðurkenna að æskan sé á glötunarbarmi. Viðgerft handrita Framhald af 2. síðu þeir munu verða forstöðumönnum og starfsmönnum til ráðleggingar um ýmislegt, er varðar meðferð og viðgerð handrita í söfnunum og varðveizlu þeirra. Þá munu þeir einnig leggia á ráð um fram tíðarstarfsemi viðgerðarstofu hand i-ita, þar sem frú Vigdís Björns- dóttir starfar, en hún nam um iskeið hjá Mr. Ro.gjer Powell •Fyrirhugað er að Mr. Powell haldi hér fyrirlestur um handrita viðgerðir og sérstaklega starf það, sem hann hefur innt. af hendi við viðgerð á hinu merka írska skinn handriti BoOk of Kells. Mun liann sýna litskuggamyndir máli sínu til skýringar. Fyrirlesturinn verður í 1. Ikannslustofu, háskólans miðviku daginn 25. ágúst kl. 8,30. Menntamálaráðuneytið, 23. ágúst 1965. Paul Hansen Frh. af 1, síðn. störfum í ríkisstjórninni. Hann sagði við sama tækifæri að hann myndi halda áfram þingmennsku en hann hefur verið þingmaður frá því frelsisárið 1945. Ráðherraskiptin eiga sér stað á erfiðum tíma að því er fjármál ríJkisins snertir. Vegna aukinna út- gjalda ríkissjóðs, m. a. vegna kaup liækkana og hækkaðra trygginga- bóta verður að auka mjög tekjur ríkissjóðs. Ríkisstjórnin vill end- urskoða skattalögin í nokkrum at- riðum, m. a. með því að koma á skatti af tekjum ársins og marg- virðisskatti, er á að koma í stað núverandi söluskatta. Poul Hansen tók við embætti fjármálaráðherra árið 1962 er fyr- irrennari hans, H. Knudsen lézt. Hansen var þá varnarmálaráð- herra. Hann varð ritari í stjórn Sambands ungra jafnaðarmanna í Danmörku aðeins 16 ára að aldri, er trésmiður að iðn, nam síðar við lýðháskóla og gerðist síðan blaðamaður. Seinna meir var hann kjörinn á þing og hefur síðan farið með margar forystu- og trúnaðarstöður. Henry Gruen- baum, sem tekur nú við stöðu fjár- málaráðherra, er 54 ára að aldri og er stjórnvísindamaður. Hann hefur starfað talsvert fyrir dön- sku verkalýðshreyfinguna og hef- ur einnig auk þess ritað um stjórn mál og efnahagsmál í Aktuelt. Samsærið Framhald af 1. sfðu vildi láta ræna Roosevelt, var sú, að hann hélt, að betra mundi að ná samkomulagi við Bandaríkin eftir hrakfarirnar við Stalingrad. Úr samsærinu varð þó ekki, þar sem sovézkur sendimaður, Niko- lai Kuznetsov, hafði komizt inn í her Þjóðverja undir fölsku nafni, og fengið upplýsingar um það. — Ýmsir fleiri sendimenn sovézkir gáfu ýmsar upplýsingar sem stuðluðu að því að samsærismönn unum tókst ekki að framkvæma áform sitt, auk þess sem ástmær eins SS-foringjans, Fritz von Or- tel, veitti sovétmönnunum mikil- vægar upplýsingar. Fjöldi sovézkra sendimanna kom til Teheran áður en fundur- inn hófst, og var fjöldi þýzkra sendimanna myrtur. Ekki getur tímaritið þess, hverjir hafi viður- kennt að hafa myrt Þjóðverjana. Það fylgir og sögunni, að Roose- velt forseti hafi afþakkað boð Stalins um að búa í Sovézka sendiráðinu, á meðan á fundinum stæði. Geimferðin Frh. af 1. síðu. þar með auðsætt að þeim mun takast að vera í geimferð sinni a.m.k. lielming þess tíma sem á- ætlað var að ferðin skyldi taka. Eiga þeir nú að fara a.m.k. 61 hring um jörðu. — Um miðjan dag í dag höfðu þeir farið 45 hringi um jörðu og við geimferða stofnunina í Houston í Texas var tilkynnt að þeir væru báðir tveir við beztu heilsu. í gærdag gerðu þeir ýmsar tilraunir, t.d. ljósmynd unartilraunir og tilraun til að mæta ímynduöum gervihnetti. Til raun þessi var svokölluð skrifborðs tilraun, þ. e. geimfararnir gerðu allt það sem nauðsynlegt er að gera til að mæta gervihnetti án þess þó að breyta stefnu sina eiff in geimfars að þessu sinni. Kaupfél agsstjórastarf Kaupfélagsstjórastarfið hjá Kaupfélaginu Björk, Eski- firði er laust til umsóknar frá og með 1. janúar 1966. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri istörf og kaup- kröfu óskast sendar til formanns félagsins Ásgeirs Júlíus- sonar, Samtúni, Eskifirði eða starfsmannastjóra Sambands ísl. samvinnufélaga, Jóns Arnþórssonar, Reykjavík. Starfinu fylgir leigufrítt húsnæði með ljósum og hita. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember n.k. Stjórn Kaupfélagsins Bjarkar, Eskifirði. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 25. ágúst 1965 15

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.