Alþýðublaðið - 26.08.1965, Síða 14

Alþýðublaðið - 26.08.1965, Síða 14
BERJAFERÐ Berklavöm í Hafnarfirði og Reykjavík fara sameiginlega í berjaferð n.k. sunnudag 29. ágúst. Farið verður frá húsi S.Í.B.S, Bræðra borgarstíg 9, kl. 9 árd. Upplýsingar í símum 50366, 50978, 17399 og 35031. Nefndin. Lax- og silungsseiði Ráðgert að selja eitthvað af lax- og sil- ungsseiðum frá Laxeld isstöð ríkisins í Koliafirði nú á næstunni. Þeir, sem áhuga hafa á kaupum á slíkum seiðum, sendi inn pantanir sínar fyrir 1. september til Veiði- málastofnu'narinnar, Tjamargötu 10, Reykjavík. Laxeldisstöð ríkisins. þjóSir séu líkari en Finnar og dyrnar. Og svo þarf varla að taka Fimin farast Framhald af 1. síðu tmarsveitina úr Höfnum á stað- inn með tæki og fullan mannskap, en á meðan sigldi vélbáturinn Guðjón Einarsson inn til Grinda- Víkur og tilkynnti björgunarsveit- inni þar, hvernig komið væri. — Hafði hann hlustað á viðskipti bátsins við loftskeytastöðina. , Sigurjón vitavörður og synir hans voru á strandstaðnum allan tímann, að því undanskildu, að Sigurjón þurfti að skreppa heim eins og áður er sagt. Báturinn hafði strandað um 50 metra frá tandi í fyrstu. Lagðist hann á hliðina frá landi og gengu ólögin yfir liann og köstuðu honum til. Smám saman barst hann að berg- inu, þangað til ekki munu hafa verið nema nokkrir métrar úr stór grýtisurðinni undir berginu og út í bátinn. Vitavarðarfeðgar gátu á stundum kallast á við skipverja Og reyndu eftir megni að halda í þeim kjarkinum, því hjálpin væri ekki langt undan. Þeir urðu þó að horfa á þá hverfa í brimlöðrið hvern á fætur öðrum. Sigurjón hafði með sér línubyssu og skot Og reyndi að skjóta líflínu um borð í bátinn. Skotin re.vndust ó- virik, enda legið í vitanum síðan árið 1950. Einnig reyndu þeir að fá skipverja til að láta líflínu fijóta í land á belg, en einhverra hluta vegna gátu bátverjar ekki einnt því, líklega örðugt um vik á flakinu, þar sem það barðist » brimgarðinum og ólögin gengu látlaust yfir. Um klukkan fimm um morgun- Inn kom björgunarsveitin úr Höfn utn 'ú vettvang. með tæki sín og hafði þá orðið að aka eftir vegi, sem er vægast sagt í vítaverðu ástandi. Tafði það einnig fyrir björguninni. Þegar björgunarsveit- in kom, hafði öllum skolað út, nema þeim tveimur er á stýris- húsinu voru og tókst Atla að brjót ast fram á bátinn milli ólaganna Og festa línuna, sem skotið var út til hans. Mátti ekki tæpara standa því í þeim svifum brotnaði stýris- húsið af bátnum og livarf það í löðrið. Mikið ólag gekk yfir bátinn rétt í því að Atli var að búa sig undir að fara í stólinn. Voru menn í landi um stund uggandi um að hann hefði farið með óiag- inu, en hann hékk í og snarað- ist í stólinn strax og það var gengið yfir. Var hann síðan dreg- inn í land. Atli var ákaflega hrak- inn og þrekaðpr, en gekk að eig- in ósk frá strandstaðnum um kílómeters langa leið upp á veg- inn, þar sem bílarnir biðu. Atli Mikalsen er ekki nema 17 ára gamall og þykir hafa sýnt mikið þrek og kjark í þessari mannraun. Sama má segja um Konráð Sigurjónsson, son Sigur- jóns vitavarðar. Hann stóð í urð- inni undir bjarginu þar sem öskrandi brimið sauð við fætur iians og hætti lífi sínu hvað eftir annað við að reyna að ná til manna sem bárust upp að grjótinu. Mennirnir, sem fórust með Þorbirni RE 36 eru þessir: ★ Guðmundur Falk Guðmunds- son, skipstjóri, 51 árs. ★ Hjörtur Guðmundsson, 15 ára, sonur skipstjórans. ★ Jón Ólafsson, vélstjóri, 26 ára. ★ John Henderson, 21 árs, skozkur. ★ Kaz Walerian Gron, 22 ára, skozkur. Þorbjörn RE 36 var 46 tonna eikarbátur, smíðaður í Danmörku árið 1950, en keyptur hingað til Reykjavíkur í vor frá Þingeyri. Eigandi og útgerðarmaður var Guðmundur Falk Guðmundsson skipstjóri. Nauðlending Frh. af 1. síffu. halda síðan áfram til Reykjavík ur. Klukkan 14.45 heyrði flugvél frá FluigiSýn, sem var á flugi á svipuðum slóðum neyðarkall frá vélinni sem þegar var lent heilu á höldnu. Kerti hafði bilað í vél flugvélarinnar og því ekki um annað að gera en nauðlenda. Beð- ið var um ný kerti og eldsneyti. Flugsýnarvélin kom skilaboðun- um þegar áleiðis til flugturnsins í Reykjavík. Þegar var hafin leit úr lofti og tóku margar flugvélar þátt í henni. En vegna hríðarbylja og skafrennings tókst þeim ekki að finna hana þrátt fyrir að leit- að var fram í myrkur. Vonast er til að flugbjörgunarsveitirnar finni mennina, en þó er það ekki víst, vegna myrkurs og hríðar. Ef ekki átti að hefja leit úr ’.ofti þeg ar í birtingu í mongun. Ef stað- setning nauðlendinganstaðarins er rétt er 20 km. leið í sæluhúsið að Laugarfelli og þar ættu menn irnir að geta leitað skjóls ef þeir hafa ekki fundist í nótt. Finnar Framhald úr opnu. leizt vel á Finnland, og við höfðum ekki verið þar lengi. þegar mér var boðin svo góð atvinna í Sví- þjóð, að ég gat ekki staðizt boðið. — Voruð þið þar lengi? — í fjögur ár. Eg vann hjá vöruhúsinu Tempo í Stokkhólmi, en hennar tími fór að mestu leyti í að læra sænskuna. — En svo komið þið til íslands, hvenær var það? — 1961 komum við hingað aft- ur. Þá var þetta orðin heil fjöl- skylda, því að við höfðum eignast dóttur. Það er svo kostnaðarsamt að ferðast með fjölskyldu milli landa, að eins gott er að setjast að þar, sem maður er kominn. — Stofnaðir þú þá þetta fyrir- tæki? — Já, ég byrjaði þá með „Dek- or” og hef haft af því ágæta at- vinnu síðan. íslenzkir kaupmenn eru eiginlega núna fyrst að vakna af löngum dvala. Þeir eru núna fyrst að sjá, að ekki er hægt að selja vöru án þess að auglýsa hana. Árið 1953 þekktust varla gluggaútstillingar hér og yfirleitt ekki það, sem við í dag köllum auglýsingar, því að í þann tíð voru setjararnir eingöngu látnir ráða því, hvernig auglýsingin varð. Nú eru það auglýsingateikn- arar og aðrir sérmenntaðir menn á þvx sviði. Hafa ekki margir lært glugga- skreytingar síðan? — Jú, sérstakiega hafa það verið stúlkur, en þær hafa margar hverj- ar orðið að hætta störfum vegna þess, að hér fæst ekki í næstu búð það efni, sem til þarf. Þær hafa ekki lært að búa til efnið, og þess vegna detta þær út úr þessu. En það má geta þess hér iíka, að tollar af öllu, sem út- stillingum tilheyrir, eru alveg ó- skaplega háir, svo háir, að liárið á höfði manns rís, þegar maður hevrið verðið nefnt. Mér finnst að samtök þeirra manna, sem þurfa að láta vinna fvrir sig við gluggaskreytingar ættu að beita sér fyrir að toll- arnir verði lækkaðir. Þetta ætti að vera þeirra áhugamál, því að þeir borga. Finnst þér Finnar og íslend- ingar líkir? -— Eg hef verið á öllum Norður ’öndunum, og ég held að mér sé óhætt að segja, að engar tvær íslendingar. Eg segi það satt, að þegar ég kom hingað fyrst fannst mér strax að ég væri kominn heim. — Hvað er að hinum Norður- landaþj óðunum? — Titlarnir og stéttaskiptingin í Svíþjóð og Danmörku, það er nokkuð, sem ég er ekki hrifinn af. í Noregi er þetta allt miklu frjálsara, þó að þar tíðkist ekki að segja: „Heyrðu, góði” við sér æðri menn, frekar en í Danmörku og Finnlandi. — En landslagið hér? — Mér finnst að sumu leyti vanta skóg. Ef hér væru komin stór og myndarleg tré, væri þessi eilífi næðingur ekki eins mikill hér á Reykjanesskaganum. — Mér finnst skógleysið ekki eins áber- andi, þegar ferðast er um landið, því að þar sér maður alltaf eitt- hvað nýtt og litríkt. Fegurð og fjölbreytileiki landslagsins er svipaður og í Lapplandi. Útsýnið er kannski 80-90 kílómetrar, og fjöllin eru alltaf að skipta um lit. Loftið er líka svo tært og hreint, vegna þess að. hér er enginn verk smiðjureykur. — Dýralífið? — Það er að sjálfsögðu minna en í skógiklæddum löndum. Lítið er hér um villt dýr, en þó höfum við nokkrir félagar hér, drepið 18 minka á þessu ári. Við förum gjarnan í tveggja eða þriggja daga minkaveiðiferðir, og liggj- um þá úti. — Hvað finnst þér sem Finna skrítið á íslandi? — Skrítnust held ég, að séu öll þessi lög og reglur, sem hér eru sett, en enginn virðist fara eftir. Til dæmis aðgangur að vínveit- ingahúsum er takmarkaður við 21 ár, en svo sér maður þar nýfermd börn, jafnvel þótt lögreglan sé við það fram, að annar er fullur þar inni. Annað finnst mér skrítið, og það er í sambandi við hundahaldsbannið. Hér er mönnum bannað að hafa hunda, sem eru þrifalegustu grey, — en milljónir af köttum hlaupa hér um allt, án þess að nokkuð sé við því sagt. Það ætti heldur að setja lög um að köttum væri bannað að pissa hvar sem er, svo að mað- ur væri laus við „kattarhlandslykt- ina” úr hverju horni. — Jæja, við tölum ekki við fleiri Finna í dag. Þeir virðast allir vera ánægðir með að vera hér, þó að ýmislegt megi að sjálf- sögðu betur fara hér, sem annars staðar. Við óskum Finnum á íslandi og öllum þeim öðrum, sem ekki eru hér innfæddir, alls góðs á komandi árum og bjóðum þeim að vera hér eins lengi og þelr vilja, því að alltaf höfum við þörf fyrir fólk — og þá sérstaklega duglegt og gott fólk, eins og Norðurlanda- búar yfirleitt eru. — ór. Vinnustöðvyn Framhald af 2. síðu Félag bifvélavirkja, Félag blikksmiða, Sveinafélag skipasmiða, Sveinafélag járniðnaðar- manna, Akureyri, Járniðnaðai’mannafélag Árnessýslu og Félag málm- og skipa- smiða, Neskaupstað. Önnur sambandsfélög munu fylgjast með og hafa samráð um samningagerðina. Samningamálum þessara félaga var vísað til ríkissáttasemjara um mánaðamót júní-júlí síðastl. Kaup málmiðnaðarmanna og skipasmiða er fast vikukaup. Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti. Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heimild í lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda sölu- skatt II. ársfjórðimga 1965, svo og söluskatt eldri ára, stöðvaður, þar til þau hafa gert fúll skil á hinum van- greiddu gjöldum ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostn- aði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegai’ til tollstjóraskrifstofunnar, Arnar- hvoli. Lögreglustjórinn f Reykjavík. 25. ágúst 1965. Sigurjón Sigiu'össon. va '&rVí/ % 26. ágúst 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ' gítöi iífes: t«ÖÁ.!‘!yi>f<UA

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.