Alþýðublaðið - 22.10.1965, Blaðsíða 1
Fhnmtudagur 21. október 1965 — 45. árg. — 237. tbl. VERÐ 5 KR,
ReykjaTÍk. OÓ.
KEIKT var í toliskýlinu nýja við Keflavíkurveg-
inn í fyrrinótt og brann það til kaldra kola. í rústun
um fundust f jórir benzínbrúsar, tveir höfðu verið látn
ir inn í húsið og tveir fundust utan við það. Enginn
vafi leikur á að inn íkveikju af mannavöldum var að
ræða.
í FYRRAD. tók Ijósmyndari Waðsins þessa mynd af toUskýlinu og er þetta sennilegra síðasta nifndin,
sem tekin var af því.
Lögreglunni í Hafnarfirði barst
tilkynning um að skýlið væri að
brenna kl. 2,45 um nóttina. Bruna-
liðið fór þegar á staðinn ásamt
lögreglumönnum. Þegar að var
komið stóð skýlið í björtu báli,
réð brunaliðið ekki við að slökkva
eldinn og brann skýlið til grunna.
SÖNNUNAR-
GÖGNIN
Þetta eru benzínbrúsarnir fjórir,
sem fundust í brunarústunum. —
Brúsarnir eru óyggjandi söniiun-
árgagn, en hvort þeir verða til
þess að upp kemst um þá, sem
illvirkið unnu, cr eftir að vita.
(Mynd: JV).
I rústunum fundust fjórir brúsar
sem áreiðanlega hafa verið fylltir
benzíni, þvi umhverfis tvo þeirra
sem fundust inni í rústunum var
brunnið allt niður í svörð.
Lögreglan í Hafnarfirði hefur
rannsókn máls þessa með hönd-
um og nýtur hún aðstoðar Tækni-
deildar Rannsóknarlögreglunnar.
Það var Ameríkumaður sem fyrst
kom auga á eldinn og gerði liann
lögreglunni aðvart.
Verðmæti skýlisins var hátt á
annað hundrað þús. kr. Var það
vandað að allri gerð. Tvöfalt gler
í gluggum, einangrað með plast-
plötum og lagt tekklistum. Búið
var að setja upp dieselrafstöð við
skýlið, en straumur hafði ekki ver
ið settur á. Það átti að gera í
gær. Rafstöðin er óskemmd.
Til stóð að opna nýja Kefla-
víkurveginn á morgun, en af þess-
um sökum verður því frestað
fram yfir helgi. Unnið er að upp-
setningu bráðabirgðaskýlis, sem
væntanlega verður tilbúið á mánu
dag, og bráðlega hefst smíði á
nýju og vönduðu tollskýli.
I GÆRMORGUN var þannig umhorfs á sama stað. Skýlið brann til grunna og var varla tanjrur né
etur eftir af því.
Vilja ekki afla f jár
til íbúðabygginga
Reykjavík, EG.
EGGERT G. ÞORSTEINSSON
félagsmálaráðherra maelti í gær í
efrj deild Alþingis fyrir stjórnar
frumvarp til breytinga á lögum
um Húsnæðismálastofnun ríkisins,
sem gerir ráð fyrir breytingum í
samræmi við yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar frá því í sumar.
Framsóknarmenn . brugðust
þannig við þessu frumvarpi, að
varaformaður Framsóknarf 1 okks-
ins, Ólafur Jóhannesson, kvaðst
samþykkur frumvarpinu efnislega,
sem gerði ráð fyrir úrbótum, en
algjörlega andvígur fjáröfluninni,
sem frumvarpið gerir ráð fyrir.
Var helzt á honum að ski’.ja að
í þeim efnum ætti að fara „hina
leiðina“ margumtöluðu, en láðista
þá algjörlega, eins og öðrim for
kólfum Framsóknar að shýra >
hverju hún væri fólgin.
í upphafi máls síns rakti Eggert
stuttlega aðdragandann að •’firlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar frá júli f
sumar og gat helztu nýmæla, sem
frumvarpið nú gerir ráð fyrir að
verði lögfest, en þau eru m a. mik
il hækkun hámarkslána, 1 mging
iánstíma, bygging leiguibúða, stofrt
Framh. á 14. ?íðu
SIGLUFJÖRÐUR
í dag birtum við efni frá Siglufirði, ræðum um staðinn
vítt og breitt bæði fyrr og nú. Efnið birtist á blaðsíð-
um 6, 7, 8, 9 og 10.
E3