Alþýðublaðið - 22.10.1965, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 22.10.1965, Qupperneq 4
Ritstjórar: Gylfl Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. — Ritstjórnarfull- trút: Eiður GuBnason. — Siman: 14900 - 14903 — Auglýsingasími: 14906. AÖsetur: Aiþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavlk. — Prentsmiðja Alþýðu- blaðslns. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 elntakið. Utgefandl: Aiþýðuflokkurinn. MIKILVÆGT LOFORÐ ORLOF er eitt hinna gömlu baráttumála Alþýðu ílokksins. Það er óaðskiljanlegur hluti kjarabarátt- 'unnar, því vinnandi ma!nni er ekki aðeins nauðsyn ‘að fá kaup til sómasamlegs framfæris, heldur þarf hver og einn góða hvíld einu sinni á ári. Hefur reynzt iauðvelt að koma þeim málum fyrir hjá fastlauna- |fólki, en erfitt að finna skipan, sem tryggði orlof .fyrir þá, sem ekki hafa fastar kaupgreiðslur hjá ein- tum atvinnuveitanda. Kerfi það, sem Alþýðuflakkurinn fékk samþykkt ]á sínum tíma, hefur því miður ekki náð tilgangi sín- lum að fullu. Orlofsmiðar, orlofsbækur og allt það þyk jir stundum of mikill vafningur, en menn freistast jtil að taka orlof sitt í reiðufé eða selja miðana lágu Iverði. Þegar sumar gengur i garð standa þeir oftast luppi með tvær hendur tómar, sem svo hafa farið að. Þeir hafa notað sumarleyfið sem eyðslueyri. Er þá freistandi — ef ekki óhjákvæmilegt — að sleppa {sumarleyfi það árið. Og þau ár geta orðið mörg. Eitt þeirra umbótamála fyrir verkalýðinn, sem •« {núverandi ríkisstjórn lofaði að beita sér fyrir, er hún jbirti nýja stefnuskrá fyrir nokkru, var aukning or- lofs. Er ætlunin að koma því á sama stig og tíðkast á Norðurlöndum. Telja Alþýðuflokksmenn þessa yfir- lýsingu mikils virði og eitt þeirra mörgu skrefa í anda jafnaðarstefnunnar, sem stigin hafa verið fyrir tilstilli núverandi ríkisstjórnar. Um leið og úndirbúin verður löggjöf til efnda á 'loforði ríkisstjómarinnar er gullið tækifæri til að í- huga, hvernig tryggja megi að orlof sé raunveru- lega tekið, en ekki gert að eyðslueyri. Fáum þjóðum er eins nauðsynlegt að tryggja vinnandi fólki gott orlof, bæði vegna hins langa skammdegis og ekki síð ur vegna þess langa vinnudags, sem hér tíðkast. 1100 AR FORSÆTISRÁÐHERRA Bjami Benediktssön hefur á Alþingi mælt fyrir tillögu ríkisstj ómarinn- ar þess efnis, að hafinn verði undirbúningur undir hátíðahöld á 1100 ára afmæli íslandsbyggðar 1974. Er það lofsverð fyrirhyggja að hrinda því máli af stað með níu ára fyrinvara og veitir svigrúm til að- gerða, sem hafa varanlegt gildi fyrir þjóðina. TVö verðug verkefni hafa þegar verið nefnd, útgáfa á að gengilegri íslandssögu og byggingamál æðstu stofn- ana lýðveldisins, Alþingis og ríkisstjórnar. Sjálfsagt er að hrinda söguhugmyndinni af stað, og ekki má minna vera en að nýtt ist jómarráðshús verði vígt en hornsteinn lagður að alþingishúsi 1974. Að vísu er jmeiri þörf fyrir þinghús, en undirbúmngur þess hef ur verið vanræktur svo mjög, að stjórnarráðið verð- ur vafalítið reist á undan. Dönsk og Norsk sófasett Nokkur sófasett koma í verzlunina í dag. Laugavegi 26. Gylfi Þ. Gíslasort mennfamálarábherra: Tánnlæknakennsl an í Háskólanum Hér fer á eftir skýrsla sú, sem Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra flutti Alþingi í fyrradag um tann- læknadeild Háskólans. LÖG um tannlæknakennslu voru sett 1947. Á árunum 1945—47 hafði verið starfrækt tveggja ára námskeið fyrir tannlækna til við- bótar miðhlutaprófi í læknisfræði. Því námi luku 3 tannlæknar. Fyrsti tannlæknirinn, sem stundaði nám samkvæmt hinni nýju skipan, tók próf 1949. Alls hefur Háskólinn brautskráð 48 tannlækna. Áætlað er, að á næstu tveim árum braut- skráist 19 tannlæknar og á næstu þrem árum þar á eftir 30 eða að á næstu fimm árum brautskráist allt að 50 tannlæknar úr hópi þeirra stúdenta, sem nú eru við tannlæknanám. Á fyrstu árunum innrituðust um fjórir stúdentar á ári, en þeim fór síðan smáfjölgandi. 1960 voru inn- ritaðir 10 stúdentar, 1961 12, 1962 18 og 1963 11. í fyrra haust, eða 1964, skrifaði Háskólinn mennta- málaráðuneytinu og benti á að tannlæknadeildin hafi tekjð . 31 stúdent til náms undanfarin tvö ár og treysti læknadeildin sér ekki til þess að taka nema 8 stúdenta í deildina það haust, nema fyrirheit fengist um það af ríkisvaldsins hálfu, að tannlæknakennslunni yrði séð fyrir auknu húsnæði, tækjakosti og mannafla til þess að sjá þeim stúdentafjölda, sem fyrir væri í deildinni, og meiri nýstúd- entafjölda en 8, fyrir viðhlýtandi kennslu. óskaði Háskólinn eftir því, að geta innritað 15 nýstúd- enta á sl. hausti. Mál þetta var í fyrrahaust rætt í ríkisstjórninni og Háskólanum heimilað að innrita 15 stúdenta til náms. Var nauðsynlegum fjárveit- ingum í því sambandi heitið. í framlialdi af þessu var fjárveit- ing til tannlæknadeildar í’fjárlög- um ársins 1965 aukin úr 799 þús., eins og hún hafði verið 1964, í 1.599.000.00 kr. eða meira en tvö- földuð. Við undirbúning fjárlaga fyrir árið 1966 gerði Háskólinn til- lögu um 1.729.000.00 kr. fjárveit- ingu til kennslunnar og var sú upp hæð tekin í fjárlagafrumvarpið. Fyrst eftir að efnt var til tann- læknakennslunnar, fór hún fram í liáskólabyggingunni. Árið 1958 flutti tannlæknadeildin úr há- skólabyggingunni í nýtt húsnæði í landspítalabyggingunni. Tann- læknastólum var þá um leið fjölg- að úr 6 í 12. Áður hafði verið tal- ið unnt að útskrifa 4 tannlækna á ári, en í hinu nýja húsnæði var talið unnt að brautskrá 6 á ári, jafnframt því sem námið var lengt úr 5 árum í 6 ár. Happdrætti Há- skóla íslands veitti hálfrar millj- ón kr. vaxtalaust lán til þessa hús- næðis. Á sl. vetri gerðist svo það, sem haft hefur mikla þýðingu fyr- ir framvindu þess máls, sem hér er um að ræða, að nokkrir stúdentar í tannlæknadeild kvörtuðu til borg arlæknis yfir þrengslum i deild- inni. Varð þetta til þess, að borg- arlæknir mælti svo fyrir, að stól- um yrði fækkað um 2—3 og nem- endum í verklegri kennslu fækkað verulega í því húsnæði, sem fyrir er. Að undangengnum ýtarlegum viðræðum milli háskólans og borg- arlæknis féllst hann á, að stólum þyrfti ekki að fækka nema um 1,; Framh. á bls. 18. NÝ SENDING Enskar kápur og dragtir, með og án loðskinna. Kápu og dömubúöin, Laugavegi 46. GÓLFMOTTUR NYKOMNAR — fjölbreytt úrval — KOKUSMOTTUR — þykkar — þun-nar. GÚMMÍMOTTUR. Verzlun O. Ellingsen 4 22. október 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.