Alþýðublaðið - 22.10.1965, Side 7

Alþýðublaðið - 22.10.1965, Side 7
. « Bærinn stendur við fagran fjörð Bem skerst inn í miðja norður- strönd landsins, og himinhá fjöllin umlykja hann á þrjá vegu. Hóls íhyrnan er prýði. siglfirzkra fjalla stolt og tíguleg, og setur míkinn svip á umhverfið, en hin fjöllin eru öll sérkennilcg hvert á sinn Ihátt, allt frá Nesnúp, sem er nyrzt austan við fjörðinn, að Strák um, en þeir eru við fjarðarmynn ið, vestan megin. Þrír dalir liggja inn frá fjarðar botninum; Skútudalur og Hólsdal ur, sinn hvoru megin Hólshyrn unnar, og Skarðsdalur í suð-vestur. TJm hann liggur vegurinn yfir Siglufjarðarskarð, en það er uppi á fjallsbrún. , Skarðið er á landamærum Skaga fjarðar og Siglufjarðar, en upp að því beggja megin hlykkjast vegurinn, brattur og víða erfið ur yfirferðar. Hann er sérstaklega snjóþungur, enda liggur hann í um það bil 630 metra liæð yfir sjó og hefur þá sérstöðu meðal þjóðvega landsins, að hann er yfirleitt lokaður 8 mánuði ársins vegna snjöa. Þá fjóra mánuði, sem gert er ráð fyrir, að Siglu fjarðarskarð haldist opið, er ekki óalgengt, að það verði ófært af völdum snjókomu eða jafnvel stór hríðar, sem skyndilega getur skoll ið á þarna uppi í háfjöllum, á þeim árstíma, er telst til sumars hér á norðúrhvell jarðari Það þarf engan að undra, að mörgum dettur Siglufjarðarskarð fyrst í hug, þegan minnzt er á Siglu- fjörð. Ýmsum finnst Skarðið all hrika- legt, en þeim, sem því eru vanir dettur ekki í hug, að hugsa um slíkt, því að þetta er eina land leiðin til og frá Siglufirði. Á með an Skarðið er opið, heldur Siglu fjarðarleið uppi reglubundnum áætlunarferðum til staðarins og einnig eru vöruflutningar þangað frá Reykjavík. Oft liafa bílstjór arnir á áætlunar- og flutningabíl unum lagt hart að sér til þess að Siglfirðingar gætu verið i sam bandi við umheiminn, en eink um hefur það verið erfiðleikum háð á haustin að komast á stórum bílum yfr þennan fjallveg, sem flestir telja hinn versta á land inu. En óðum styttist nú í það, að Strákavegurinn svonefndi verði tekinn í notkun, og verða þar með öll snjóavandræði, sem fylgt hafa Skarðinu, úr sögunni. Undan farið hefur verið unnið að þess um nýja vegi, sem ekki liggur eins hátt yfir sjó, eins og hinn gamli, og er þess vegna búizt við, að hann verði fær allan árs ins hring. Strákavegurinn á ekki að liggja yfir siglfirzku fjöllin, heidur í gegn um eitt þeirra, Strákafjall, í tæplega 800 metra löngum jarðgöngum, — þeim lengstu hér á landi. Það er hægt að fara fleiri leið ir til Siglufjarðar en landleiðina. Póstbáturinn Drangur hefur fast ar ferðir þangað allt árið eftir sjóleiðinni frá Akureyri. Kemur hann við á nokkrum Eyjafjarðar höfnum, en fer frá Siglufirði til Sauðárkróks, Hofsóss og Grímseyj ar. Auk Drangs koma fjölmörg skip til Siglufjarðar, stór og smá jafn farþega sem flutningaskip. Hafnarbryggjan þar hefur nýlega verið endurbyggð, og er þar nú mjög góð aðstaða fyr-ir alls kon ar skip: Bryggjan er nú um 700Ó fermetrar að stærð og er því ein Vinnuvélar til leigu að staðaldri, jafnt sumar sem vetur. [ SIGLUFJARÐAR- KAUPSTAÐUR af alira stærstu bryggjum hérlend is. Siglufjörður er líka ein helzta útflutningshöfn landsins. Loftleiðin til bæjarins er stöku sinnum farin með smænú flugvél Framhald á næstu siðu Sparisjóður Siglufjarðar Stofnaður 1873 Venjuleg sparisjóðsstörf. ANNAST INNHEIMTUR. Sparisjóður Siglufjarðar Símar 12 — 97. Útgerðarmenn! Skipstjórar! NETAGERÐ Jóns Jóhannssonar Hólavegi 26 — Sími 181 — Siglufirði. Tek að mér viðgerðir og uppsetningar síldar- nóta og botnvarpa og annarra neta. Set upp og sel: Herpiiiætur, botnvörpur og síldarnet. Litun. — Netaþurrkun. Reynið viðskiptin! . n ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. október 1S65 |

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.