Alþýðublaðið - 22.10.1965, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 22.10.1965, Qupperneq 9
V ; því ástandið í atvinnumálum bæj arins alls ekki gott. Að vísu hafa þorskurinn og fluiri furðufiskar átt þarna hlut að máli, því að þeir hafa sáralítið veiðzt heldur en síldin hefur þó leikið aðalhlut verkið, að því er virðist. Ráðamenn á Siglufirði og þeim ■ æðri menn fyrir sunnan, hafa nú . gert sér'grgin fyrir, hve einhæft . atvinnulífið hefur verið ,og er nú reynt að finna einhverjar leiðir til úrbóta. Sennilegt er, að komið verði upp iðnfyrirtækjum, sem ör ugg geta verið í rekstri allt árið þannig að atvinnuleysi sé ekki ríkj andi yfir vetrarmánuðina. Ýmsir Siglfirðingar hafa verið að þreifa sig áfram með smáiðn að, sem géfizts hefur vel. Eitt þessari fyrirtækja er Pokaverk- smiðjan, en hún var stofnsett ár ið 1963. Fyrst miðaðist framleiðsl an eingöngu við strigapoka, bæði fyrir síldarmjöl og kartöflur, en nú vinna þarna milli 10 og 20 manns, og aðalframleiðslan er alls konar fatnáður. Ástæðan fyrir breytingunni á framleiðsluvör- unni er sú að nú er mun meira farið að nota bréfpoka fyrir síld armiöl, í stað strigaðoka áður. Nú er unnið að því að koma upp sútunarverksmiðju á Siglufirði og ýmislegt fleira mun vera á döf inni. Af iðnaði, sem fyrir er á Siglu firði, mætti nefna þær tvær verk smiðjur, sem miða að því að gera síldina að verðmætari útflutnings vöru en hún hefur hingað til ver ið. Þetta em Sigló-verksmiðjan og niðursuðu- og niðurlagningaverk smiðja Egils Stefánssonar. Saltsíld in er ennþá að mestu leyti flutt út sem hráefni, eins og gert var fyrir hálfri öld, en allir vona sem hlut eiga að máli, að hún verði meira unnin hérlendis svo að gjald eyristekjurnar hækki. Siglósíld og Egilssild eru spor í rétta átt. íbúar Siglufjarðar voru flestir árið 1948, því sem næst 3100. Ef fólksfjölgun hefði verið eðlileg, ættu þeir nú að vera um 4000 en þróunin hefur ekki verið upp á við heldur niður. í dag em íbúar staðarins 2496 og hefur þeim stöð ugt farið fækkandi síðustu árin. Árið 1900 voru íbúarnir alls 142, 1925 hafði þeim fjölgað þónokk uð, og voru þeir þá 1535, árið 1950 voru íbúarnir 3015, en síðan hefur tala þeirra sífellt minnkað, og virðist svo ætla að verða enn um sinn. JÓHANN JÓHANNESSON Raftækjaverzlun Símar 231 og 91 — Siglufirði. Fjölbreytt úrval af allskonar lömpum og Ijósatækjum Framkvæmum viðgerðir og raflagnir. FÖNDURBÚÐIN SIGLUFIRÐI. Allt fyrir ljósmynda- og kvikmyndaáhuga- menn Plöíuspilarar og plötur — Segulbönd og segulbandsspólur. — Leikföng í miklu úrvali. — Alls konar módel og ýmislegt til tómstundaiðju. SENDUM GEGN PÓSTKRÖFU! FÖNDURBÚÐIN Aðalgötu 20 — sími 377. Síldarsöltun á Siglufirði. Hið sviphreina fjall, Hólshyrnan, í baksýn. Á Siglufirði er nú 21 söltunar stöð, en marga þeirra hafa farið illa út úr undanförnum sumrum vegna síldarleysis. Sumar stöðvarn ar hafa þó fengið einhvern reiting af síld í sumar og einhverjar þeirra fengu nú í haust fyrstu síldina í tvö ár . 5 síldarverksmiðjur eru í síldar bænum fyrrverandi, ein þeirra, Rauðka, eign Siglufjarðarkaupstað ar, en hinar í eigu ríkisins. Hraðfrystihús eru tvö. Annars vegar það, sem Þráinn Sigurðsson útgerðarmaður á en hins vegar er hraðfrystilnis síldarverksmiðja ríkisins. Tunnuverksmiðja ríkisins er starfrækt yfir vetrarmánuðina, og vinna þar milli 30 og 40 menn, en framleiðsla verksmiðjuníiar á þessu tímabili er yfirleitt 70—80 þúsund tunnur. Kaupfélag Siglfirðinga rekur mikla brauðgerð á staðnum og er þar bakað ýmis konar brauð fyrir Siglufjörð, Skagafjörð, Ólafsfjörð Svalbarðseyri, Kópasker og fleiri staði allt austur að Egilsstöðum Einnig eru búin til horn fyrir Sauð árkróksbúa. Kaupfélagið er með 6 verzlanir á Siglufirði og er að byggja stórt verzlunarhús, þar sem verzlanir verða á tveim hæðum og skrifstofur á þeirri þriðju. Verður húsið tilbúið í byrjun næsta árs. Flestar opinbérar byggingar á Siglufirði hafa verið endurbyggð ar á undanförnum árum. Gagn- fræðaskólinn er í nýju og glæsi legu skólahúsi, sem nú er fullgert, barnaskólinn hefur verið stækkað ur og lagfærður á ýmsan hátt, svo að hann er sem nýr. Sundhöllin er mikil bygging, sem var nýlega til búin en í henni er stór sundlaug 10x25 metra. Nýtt sjúkrahús verð ur bráðlega tekið í notkun, og á það að fullnægja öllum þeim kröf um, sem nú á dögum eru gei'ðar til slíkra stofnana. Ráðhús bæjarins verður senni lega ein mesta bygging á Siglu firði, en það er nú í smíðum. Fyrsta áfanga hússins er þegan lokið, en það eru húsakynni bóka safns Siglufjarðar. Er það á 1. hæð hússins, mjög smekklega bú ið að öllu leyti, en þar er m. a. lestrarsalur fyrir 50—60 manns. í safninu em milli 16 og 17 þús und bindi bóka. í öðrum hlutum byggingarinnar verða ýmsar skrif stofur og stofnanir bæjarfélagsins til húsa .einnig verður þar félags heimili og fleira. Æskulýðsheimili Siglufjarðar ei> talið vera fullkomnasta stofn un sinnar tegundar hérlendis. Þar eyða hinir yngri af íbúum taæj arins tómstundum sínum við leiki eða störf að margvíslegum áhuga málum. í Æskulýðsheimilinu starf ar fjöldi klúbba, en auk þess eru þar kvöldvökur, kvikmyndasýning ar, skemmtanir og ýmislegt ann að, bæði alvarlegs eðlis og í létt um tón. Einnig er þar „opið hús“ flesta daga vikunnar. Tónlistarskóli er á Siglufirði og er> hann betur sóttur en nokk ur slíkur skóli annars staðar á landinu, ef miðað er við íbúa fjölda. Yfirleitt eru nemendui* á miili 60 og 70. Miklar framkvæmdir eiga sér. stað í gatnageiðarmálum Sigli*- fjarðar. í sumar hefur verið unn. ið að því að undirbúa Hvanneyr arbraut undir það, að verða steypt. Má telja fullvíst, að hún veröi.i fullgerð á næsta sumri. Hvanneyr árbrautin er nú komin í tölu þjó3- vega, því að samkvæmt nýju vega lögunum á þjóðvegurinn að ník inn í miðjan bæ, og greiðir nk ið ákveðinn hluta kostnaðarins vit>* að setja varanlegt slitlag á slií’.a. vegarhluta í bæjum og þorpum. Eftir þessari götu mun aðalum ferðin verða, þegar Strákavegur inn hefur veríð tekinn í notkun. Eítir því, sem ég kemst næst; mun í fyrsta sinn hérlendis haia- verið gerð tilraun með að steypa- götur á Siglufirði árið 1939. Var3* Tjarnargata þá fyrir valinu, og- hefur steypan á henni enzt mjag vel. Síðan hafa ýmsar götur í* bænum verið steyptar. Framihald á næstu síðu Siglufjörðarprentsmiðja tekur að sér alls konar prentun á Wöðum og bókum. FuIIkomið bókband og myndamótagerð! Góð þjónusta! SIGLUFJARÐARPRENISMIÐJA ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. október 1965 Cfe

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.