Alþýðublaðið - 22.10.1965, Side 11

Alþýðublaðið - 22.10.1965, Side 11
Austurríki sigr- aði England 3-2 AUSTURRÍKI sigraði England í landsleik í knattspyrnu á Wem- bley á miðvikudagskvöld með 3 mörkum gegn 2. í hléi var staðan 1—o fyrir England. Þessi úrslit komu mjög á óvænt, því að búizt var við auðveldum sigri Englend- inga. Austurríkismenn eru þriðja landið, sem sigrar England á þeirra heimavelli, hin löndin eru Svíþjóð og Ungverjaland. Áhorfendur voru 65 þúsund og létu óánægju sína óspart l Ijós með mlklu bauli, bæði síðustu mín útur leiksins og samfellt mcðan enska liðið yfirgaf leikvanginn. Bobby Charlton skoraði fyrsta mark leiksins og útlit var fyrir Veiðarfæra- verztun Sig. Fanndðl Eyrargötu 2 - Sími 45. Siglufirði ÚTVEGSMENN! Vér seljum allar þær útgerðarvörur, sem þér þarfnist á síldarvertíðinni, Trygging vörugæða er, að vér höfðum s.l. sumar viðskipti við rnæstum hvert ein- asta síldveiðiskip, sem til Siglufjarðar kom. enskan sigur. Miðvörður Austur- ríkis Frank varð að yfirgefa leik vanginn vegna meiðsla, og í fyrri hálfleik voru áhlaup Austurríkis- manna hættulaus. Gestirnir börðust af miklu kappi og sjö mínútur eftir hlé jafnaði Floegel. Conelly skoraði skömmu síðar annað mark Eng- lands, en Fritsch færði Austurríki sigur með 2 mörkum á 8 mín. Sigur Austurríkis var fyllilega verðskuldaður. Frjálsíþróttir vinsælar í Sovétríkjunum h Moskvu, 19. október, (NTB - Reuter). FRJÁLSAR íbróttir eru vin- sælasta íþróttagreinin í Sov- étríkjunum samkvæmt upp- lýsingum, sem Moskvublaðið Isvestija birtir á þriðjudag. íbúar Sovétríkjanna eru 208.8 milljónir, en af þeim iðka 6.397.000 frjálsíþróttir, blak er í öðru sæti með 5.397.000 iðkendur, skák í þriðja sæti með 3.531.000. Knattspyrna er fimmta grein in í röðinni með 2.994.000 og körfuknattleikur í sjötta sæti með 2.852.000 iðkendur. Frá Glímusambandi íslands. Ársþing Glímusambands ís- lands verður háð í íþróttamið- stöðinni í Laugardag, sunnudag- hinn 24. okt. 1965 og hefst kl. 10 árdegis. — Stjórn G.L.Í. Raflýsing hf. Aðlagata 14. Sími 313 og 314. Siglufirði. RAFTÆKJAVERZLUN Fjölbreytt úrval heimilistækja, Ijósatækja og rafmagnsáhalda. Framkvæmum viðgerðir á allskonar raf- tækjum fyrir hús og skip. Nýlagnir og teikningar. Útvegum: Ratsjár, Dýptarmæla og Asdic- tæki. Þessi ágæta mynd var tekin í leik Manchester Utd. og Totten- ham um síðustu helgi, en þeir síðarnefndu sigruðu með yfirburð um 6—1. Það er Robertson, sem sézt skora fimmta mark Totten- ham með skalla. ÍBK-IA leika á morgun Akranes og Keflavík leika ant*. an leik sinn í Bikarkeppni KSÍ á laugardag kl. 3 á Melavellinum, en liðin skildu jöfn eftir fram- lengdan leik á sunnudag. Ekki er að efa, að leikurixm verður spennandi, en sigurvegar- inn leikur til úrslita við Val 31. október næstk. á sunnudegi. Standard Liege vann Cardiff t síðari leik félaganna í Evrópubik- arkeppni bikarmeistara í Liege í fyrrakvöld með 1 gegn 0. —. Liege vann einnig fyrri leikinn oig' fer því í 2. umferð. Ánægjuleg glímusýning AÐ þrem umferðum loknum í All- svenskan, þ. e. 1. deild í hand- knattleik í Svíþjóð eru fjögur fé- lög jöfn með 4 stig, þau eru H43, Göta, GUIF og Redbergslid. UM helgina síðustu fór 25 manna flokkur úr Glímudeild Ár- manns til Keflavíkur og efndi til sýningar á glímu og fornum leikj- um í Félagsbíói fyrir nær fullu húsi áhorfenda. Sýningarstjóri Námskeiö í mústkleik- fími haldiö Hörður Gunnarsson, formaður Glímudeildar Ármanns. Eins og áður hefur verið skýrt frá hefur þátttaka únglinga og drengja í starfi Glímudeildar Ár- manns verið með mesta móti í haust og eru nú skráðir á annað hundrað drengir, sem taka þátt í æfingum deildarinnar, þar af létu um 70 skrá sig, þegar á 1. æfingunni, sem var í októberbyrj- un. Varð að endurskipuleggja æf- Framhald á 14. síðu HAKA varð finnskur meistari‘>-i knattspyrnu 1965, hlaut alls 31 stig af 44 mögulegum. í næsta sæti vár HJK með 29 stig. n Um síðustu helgi fór fram leikur í körfuknattleik milli Real Mad- rid og úrvalsliðs annara evrópu- landa. Úrvalið vann með 101—83 stigum. Einn Norðurlandabúi lék með liðinu, Finninn Martti Liimo. Leikurinn fór fram í Krakow i Póllandi. Kvennadeild íþróttakennara- félags íslands mun í vetur gangast fyrir námskeiði í „músik leikfimi” fyrir kvenfólk. Með nám skeiði þessu vill deildin kynna „músikleikfimi” og gefa konum á öllum aldri kost á að iðka hana. Leikfimi eftir músik er orðin all- almenn erlendis og er það von deildarinnar að kvenfólk hér á landi notfæri sér þetta tækifæri. Kennt verður í leikfimisal Laug arnesskólans á þriðjudögum og á föstudögum. Kennarar verða Jón- ína Tryggvadóttir og Þóra Ósk- arsdóttir, en undirleikarar Magn- ús Ingimarsson og Herdís Egils- dóttir. — Allar nánari upplýsing- ar eru veittar í símum 30418, — 30198 — eða 36956. (Frá íþróttakennarafélagi íslands). (mWMWtWMWMWWMMIWtWMMMWWMIWIMWWWW TÉKKNESKA LIÐIÐ KARVENA KEMUR TIL FRAM í DESEMBER EINS og skýrt hefur verið frá í blaðinu á Knattspyrnu félagið Fram rétt á að bjóða heim erlendu handknattleiks liði á þessu hausti. Framar- ar hafa mikið reynt að fá lið hingað, en það hefur ver- ið erfitt. Nú loks hefur þetta þó tekizt, tékkneska 1. deild arliðið KARVENA mun koma hingað í byrjun desember og leika hér fjóra leiki. Kar- vena er í fjórða sæti í 1. deild og mjög gott lið, enda er handknattleikur í fremstu röð í landinu. íslendingar leika landsleik við Rússa 12. og 13. desem- ber og því verður fyrsti leik ur Karvena hér að öllum lík- indum við landsliðið. Auk þess mun liðið að sjálfsögðu leika við Fram. Um annað er ekki hægt að fullyrða. Hingað hafa þrívegis áður komið tékknesk lið og vakið óskipta athygli fyrir góðan leik. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 22. október 1965 f §

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.