Alþýðublaðið - 22.10.1965, Qupperneq 14
Glíma
Framhald af 11. síðu-
Ihgatíma deildarinnar vegna-þess-
arar miklu þátttöku og æfa nú
drengir á aldrinum 6—15 ára 5
tíma í viku. Þá hefmr þátttaka
giímumanna eldri en 16 ára auk-
Izt einnig en þjálfari þeirra er
Iiínn góðkunni glímumaður Gísli
Guðmundsson, en kennari drengja
Hörður Gunnarsson.
Vegna liins vaxandi áhuga á
glímu, sem í Ijós hefur komið í
fir ákvað stjórn glímudeildarinn-
ftr að efna til kynningar- og sýn-
íngaríerðar til Kefiavikur um síð-
«stu helgi, eins og fyrr er sagt.
Hafa slíkar ferðir áður verið farn-
Iftr á vegum deildarinnar, t. d. til
jft.kraness — og víðar. Tóku alls
ÍS6 gllmumenn þátt í förinni, bæði
eldri og yngri, auk stjórnandans
Harðar Gunnarssonar.
Tókst færðin mjög vel og var
Éýnt í Félagsbíói fyrir nær fullu
húsi. í upphafi ávarpaði glímu-
stjórinn gesti og ræddi gildi
glímunnar sem íþróttar og upp-
eldisþáttar í íslenzku menningar-
jþjóðfélagi í dag. Þá gat hann hins
á'byrgðarmikla hlutverks, sem
æskunni væri sett á herðar um
varðveizlu og iðkun glímunnar á
fcomandi tímum og liét á þá yngstu
*að sameinast um viðgang þjóðar-
íþróttarinnar, glímunnar. Síðan
voru sýnd brögð og varnir, léttar
glímur og nokkrar kappslimur;___
auk þess að nokkrir fornir leikir
Yoru leiknir, m. a. hráskinnaleik-
ur, sem þykir skemmtilegur, enda
gefur að líta hinar snörpustu við-
ureignir knárra manna. Að lokum
■€ór fram bændaglíma. Bændur
voru bræðurnir Guðmrfndur
Freyr og Valgeir Halldórssynir en
hinn fyrrnefndi er Keflvíkingur.
Glímt var af miklu fjöri, enda
íspenningur meðal áhorfenda. ____
Kauk svo viðureigninni, að heima
tnenn urðu hlutskarpari og hlutu
í sigurlaun fagran silfurbikar,
sem glímt var um.
Atvlnnuréttindi
Framhald af 3. siðu.
uð ákvæðum um lágmarksfjölda
vélstjóra. Einnig miðar frumvarp-
ið að því að veita réttindi til
starfa við aflminni vélar eftir
skemmri starfstíma en áður var.
Að umræðunni lokinni var frum-
varpinu vísað til 2. umræðu og
sjávarútvegsnefndar.
Nýtt
leikrit
Framhald af 3. síðu.
ur Jóhannesson. Öll eru hlutverk-
in viðamikil. Leikstjóri verður
Sveinn Einarsson og leikmynd
gerði Steinþór Sigurðsson. Jökull
kvaðst hafa haft leikritið í smíð-
um í þrjú ár, og hefði það verið
að mestu leyti tilbúið, þegar það
var tekið til æfinga í september
síðastliðnum, en þó hefðu verið
gerðar á því smábreytingar, og
yrði það líklega að breytast þar
til á frumsýningu.
Húsnæðismál
Frh. af 1. síðu.
un framkvæmdanefndar til umsjón
ar með fjöldaframleiðslu ibúða,
framkvæmd verði allsherjar end
urskoðun laga um húsnæðismál,
vextir lækkaðir ag sérstök heim
ild veitt til hækkaðra lána tii efna
Íítilla meðlima verkalýðsfélaga.
Eggert benti á, að brýna nauð
syn hæri til að endurskoða húsa-
leigulögin og afnema núverandi
IV!,s. Skialdhreið
fer vestur um land til Akureyrar
26. 'þ.m. Vörumóttaka á föstudag
og árdegis á laugardag til áætlun
arhafna við Húnaflóa og Skaga-
fjörð, Siglufjarðar, Ólafsfjarðar
og Dalvíkur.
Farseðlar seldir á mánudag.
Við andlát Guðmundar Ólafssonar
frá Fjalli
Hneigð til sagna og hlý var lund.
Hljóðu magni dreginn
hefurðu á ragna stórri stund
stefnt á þagnarveginn.
Gretar Fells.
löggjöf, 'því samkvæmt henni gætu
sveitarfélög, sem byggðu leiguíbúð
ir ekki annað en gerzt brotleg við
lög, ef þau vildu leigja íbúðirnar,
þannig að þær stæðu undir sann-
anlegum kostnaði. Riáðherra skýrði
einnig frá því að ríkisstjórni hefði
falið húsnæðismálastjórn endur-
skoðun laga um verkamannabú-
staði og útrýmingu heilsuspill-
andi húsnæðis og að sameina þetta
tvennt í einn lagabálk, og semja
frumvarp til húsa’eigulaga eða
fella ákvæði um það inn í önnur
lög um húsnæðismál ef þurfa
þætti.
Gerði Eggert síðan igrein fyrir
efni frumvarpsins og skýrði
hvers vegna tilraunin til að lækka
byggingarkostnað með fjöldafram
leiðslu verður gerð í Reykjavík,
en það er m.a. vegna þess að hér
er 'byiggingarkostnaður hæstur og
beztir möguleikar 'á að hagnýta
nýjustu tækni. Kvaðst hann von-
ast til að frumvarpið fengi greið
an gang í gegnum þingið, m.a.
vesna þess að ýmis framkvæmda
atriði. sem ákveða verður i reglu
gerð er ekki unnt að ákveða
fvrr en þing hefur afgreitt mál-
ið'.
Ólafur Jóhannesson (F) talaði
af hálfu Framsóknarmanna og
Vvað allt gott um frumvarpið að
sevia. nema þá fjóröflunarleið, að
pirnaskatt skuli miða við fasteigna
mat sexfaldað. Lagðist hann ein-
dregið gegn því, en láðist þó að
aera grein fyrir öðrum f iáröflunar
leiðum. en varði löngum tima til
að ræða skattamál ag skattsvik,
og taldi har þörf aukins eÞirlits.
Magnús Jónsson fjármálaráð-
herra (S) kvað afstöðu Framsókn
ar ekik' hafa komið á óvart í þessu
máli. Gott væri að vera með öllu
sem til bóta horfði en sjálfsagt að
vera á móti fjáröflun til fram-
kvæmda. Magnús fór síðan nokkr
um orðum um skattsvikin, sem síð
ur en svo væru nýtt fyrirbæri, og
átaldi Framsóknarmenn fyrir að
reyna að gera starfsemi skattrann
sóknardeildar tortryggilega í aug
um almennings, og væri það lélegt
innlegg til þeirra mála.
Alfreð Gíslason (K) kvað frum-
varpið ekki í einu og öllu vera í
samræmi við yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar frá í sumar, og taldi
'til nokkur atriði, er hann taldi
renna stoðum undir þá kenningu.
Eggert G. Þorsteinsson félags
8KTÚBER
22
tÓQludaistir
Langholtsöfnuður: Kyn.iis og
spilakvöld verður í safnaðarheim-
ilinu sunnudagskvöldið 24. okt.
kl. 8.00. Þess er óskað að safnað
armeðlimir yngri en 14 ára mæti
ekki á spilakvöldunum.
Kvenfélag Hallgrímssóknar
heldur fund mánudaginn ?5 okt.
kl. 8,30 í HSnskólanum. Unnur Hall
dórsdóttir flytur erindi. Frú Rósa
Blöndal les upp og dr. Jakob Jóns
son flytur vetrarhugleiðingu.
Kaffidrykkja.
Frá GuðspekifélaginU: Baldurs-
fundur í kvöld kl. 20,30 í húsi fé
lagsins. Guðjón B. Baldvinsson
flytur erindi sem hann nefnir; Á
leið til Golgata. Hljómlist kaffi
veitingar. Gestir velkomnir.
málaráðherra talaði síðastur og
kvað þessi ummæli Alfreðs á mis-
skilningi byggð, og sýndi fram á
að svo var. Að umræðunni lok
inni var málinu vísað til 2. um-
ræðu og heilbrigðis og félagsmála
nefndar.
Kvénnadeild Skagfirðingafélaga
ins í Reykjavík,
heldur aðal- og skemmtifund 1
Oddfellow (uppi) miðvikudaginn
27 október kl. 8.30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundar
störf kaffi og félagsvist. Konur
fjölmennið og takið með ykkur
gesti.
Verðtrygging
Framhald af 2. síðu
Benedikt Gröndal (A) kvaddi
sér hljóðs og kvaðst mundu flytja
þá breytingartillögu við frum-
varpið, að verðtrygging yrði ekki
látin ná til lána út á íbúðir í
verkamannabústöðum, sem eru
tölutakmörkunum háðar, enda
njóta eigendur þeirra íbúða við
endursölu ekki þeirra verðhækk-
ana, sem verða af völdum verð*
bólgunnar.
Einar Ágústsson (F) benti á
að sparnaður færi minnkandi í
landinu, og atvinnuvegirnir ættu
ekki kost á hagkvæmum lánum.
Verðbólguþróunin hefði mjög
skert hlut sparifjáreigenda og yrði
að rétta hann. Hann sagði, að
frumvarpið þyrfti að athuga gaum
gæfilega, og benti á ýmis atriði,.
sem hann taldi þurfa nánari at-
hugunar við.
Einar sagði ennfremur að
leggja ætti meiri áherzlu á verð-
tryggingu sparifjársins í sam-
bandi við þetta frumvarp, en verð
tryggingu lánanna.
Lúðvík Jósefsson (K) sagði, að
margvíslegar verðbólgufram-
kvæmdir ættu ríkan þátt í því
ástandi, sem hér hefði skapazt.
Hann benti á að verðtrygging er
þegar við lýði á ákveðnum tegund-
um lóna hér á landi og hefði þetta
skapað alvarlegan mismun, sem
uppræta þyrfti.
XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXOOOO <
útvarpið
Föstudagur 22. október
7.00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
13.15 Lesin dagskrá næstu viku.
15.00 Miðdegisútvarp.
16.30 Síðdegisútvarp.
17.00 Fréttir — Endurtekið tónlistarefni.
18.20 Þingfréttir — Tónleikar.
18.45 Tilkynningar.
39.20 Veðurfregnir.
19.30 Fréttir.
20.00 Efst á baugi
Björgvin Guðmundsson og Eiður Guðnason
oooooooooooooooooooooooo
tala um erlend málefni.
20.30 „Fyrr var oft í koti kátt“:
Gömlu lögin sungin og leikin.
20.45 Buddunnar lífæð og börn vor
Ólafur Haukur Árnason skólastjóri á Akra-
nesi flytur erindi.
21.10 Kammertónleikar í útvarpssal: Fimm blás-
arar leika
21.30 Útvarpssagan: „Vegir og vegleysur" eftir
Þóri Bergsson
Ingólfur Kristjánsson les söigulokin (10).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Mannhelgi, — ritgerð eftir séra Magnús
Helgason.
Snorri Sigfússon fyrrum námsstjóri flytur.
23.ý5 Næturhljómleikar:
Frá tónlistarhátíðinni í Chimay í júlí.
23.40 Dagskrárlok.
VQCR
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför
Steingríms Steingrímssonar,
Álfaskeidi 26, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarfólkinu á Sólvangi fyrir góða
aðhlynningu.
Lára Andrésdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Faðir okkar
Kristinn Steinar Jónsson
Laufásveg 50
andaðist 1 Landakotsspítala að kvöldi hins 20. okt.
Börn hins látna.
Eiginmaður minn
Valdemar Hannesson
Smyrlahrauni 2 Hafnarfirði,
sem andaðist 17. þ.m. verður jarðsettur frá Þjóðkirkjunni í Hafnar-
firði, laugardaginn 23. þm. kl. 2 e.h.
Fyrir hönd aðstandenda
Anna Guðnadóttir.
|_4 22. október 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ