Alþýðublaðið - 01.12.1965, Side 7

Alþýðublaðið - 01.12.1965, Side 7
Framhald af 3. síCu. megin við hann gríðarstór flyg ill, — konsertflygill af stærstu gerð að því er mér virtist, og kom það óneitanlega svolítið und arlega fyrir sjónir. Vinstra meg in við predikunarstólinn stóðu hvítklæddir unglingar, drengir og telpur. Reyndust þau þegar til kom vera hluti kirkjukórsins, en í göngunum meðfram veggj unum stóðu jafnframt allmarg Ir karlar og konur, sem sömuleið is báru hvítar skikkjur. Nú var klukkan orðin ellefu og kirkjan orðin full út úr dyr um. Okkur var fengin í hendur messuskrá, þar sem við komumst að raun um að þetta var síður en ;Svo eina messan í þessari ' kirkju þennan daginn. Klukkan hálf tíu um morg uninn hafði verið barnaguðsþjón usta klukkan hálf sjö um kvöldið átti enn að messa, fjórða messan var klukkan átta og sú fimmta sem var útvarpsmessa, var klukk an ellefu um kvöldið. Var okk ur tjáð, að ekki mundi minni aðsókn að guðsþjónustunum síð ar um daginn, svo ekki hefur séra Clarence H. Cobbs, sem þarna var sóknarprestur, þurft að kvarta undan slæmri kirkju sókn. Bar okkur að minnsta kosti saman um, að margir kollegar hans íslenzkir, mættu öfunda hann af þeim vinsældum, sem hann greinilega naut sem sálu sorgari. Messan hófst með því, að sumt af hvítklædda kórfólkinu, sem stóð með veggjunum gekk upp á pallinn til unglinganna. Um leið var byrjað að leika á flygilinn, en þá kom reyndar í ljós, að slag verkið hafði verið tekið úr gripnum, og í stað þess sett spil . verk úr rafmagnsorgeli. Var hálf einkennilegt að sjá leikið á flyg il, en'heyra indælustu orgéltóna. Kórinn söng nú sálm og tók söfn- uðurinn hressdega undii’. Virtust flestir kunna sálmana utan bók ar án þess að þurfa að grípa til sönghefta, sem þó voru við svo að segja hvert sæti. Allt fór þarna fram með öðrum hætti, en í kirkjum hvítra manna og var annar og meiri frjálslyndisblær yfir athöfninni allri. Söngur kórsins og safnaðar var með miklum ágætum og var það skemmtileg reynsla að heyra negrasálma nú sungna í sínu rétta umhverfi, eftir að hafa dáðst að þcim á hljómplötum. Söngurinn var ef til vill ekki eins góður og það bezta , sem hljómplötuverzlanir bjóða upp á en andrúmsloftið og umhverfið gerðu meira en að bæta upp það sem á vantaði. Er sálminum var lokið stóð upp ung stúlka og gekk fram að pallinum og fór með faðir vorið. Tóku viðstaddir undir. Þar næst var sunginn annar sálm ur. Var sá hljómmeiri og takt fastari en sá fyrri og sungu nú margir í kringum okkur full um hálsi. Allir voru í sínu bezta skarti ok kvenfólkið skartaði þeim skrautlegu höttum, sem bandarísku kvenfólki virðast ,ó- missandi til kirkjuferða. Næst las ungur maður ritn ingargrein og lagði út af henni í örstuttu máli. Var ailt sem hann sagði sett fram á einfaldan hátt, jafnvel svo að jaðraði við að vera barnalega einfalt. Er hann hafði lokið máli sínu, riðluðust raðir kórsins á pallinum og virt ist svo sem að talsverðu leyti væri skipt um söngfólk. Þeir sem áður höfðu verið uppi á pallinum tóku sér nú stöðu við veggina sitt hvoru megin. Þá sté fram annar ungur maður. Flutti liann stutta predikun af miklum eldmóði og trúarhita, og var honum mikið niðri fyrir. Hann brýndi guðsótta og góða siðu fyr ir safnaðarfólki, og kvað illa fara ef út af væri brugðið. Þegar hér var komið í me ls unni fór ég að veita athygli ungri konu, sem sat á næsta bekk fyr ir framan mig. Hún var smá hrokkinhærð, á að gizka þrítug, fremur ófríð, en vel til fara og bar hvítt sjal á öxlum. Áður hafði >00<XXX>0000000000000000000000000< MIRAP ALUMPAPPIR Nauðsynlegur í hverju eldhúsi HEILDSÖLUBIRGÐIR KRISTJÁN Ó. SKAGFJÖRÐ HF. SÍMI 2-41-20 ÓÓOÓOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOÓOOOO ég tekið eftir því, að hún tók þátt í sálmasöngnum of óvenju mikilli innlifan og trúarhita. Þegar byrjað var að syngja næsta sálm fór stúlkukindin að ókyrrast í sæti sínu. Hún tuldraði eitt hvað í barm sér, sem ekki skild ist. Eftir því sem leið á sálminn jókst ókyrrðin og stóð stúlkan nú upp og ákallaði guð sinn hárri röddu. Kvað hún sig vesæl an syndara og auman mann til einskis nýtan. Ekki virtist þettá vekja athygli nærstaddra, nema hvað við landarnir gáfum livor öðrum hornauga og þótti undar Iegt framferði. Stúlkan fór nú fram á gang inn milli sætaraðanna og þar ýmist kraup hún niður í gólf, eða stóð upp og reigði sig aftur, Jókst trúarhitinn nú um allan helming, svo að hún var farin Framhald á 11. síðu. ^oooooooooooooooooooooooooo-oooooooooooooooooooooooooooc^oooooooooooooooooooooooooo-* /. DESEMBER er á margan hátt merkilegur dagur í sögu þessa lands og þar sem þessi fyrsti hiuti JólablaÖs Alþýðublaðsins kemur út 1. desember þótti okkin- til hlýða að minnast dagsins lítillega. 1. desember árið 1965 eru 47 ár lið in frá því að ísland varð frjálst og full valda r)íki. Sá merki atburður skeði þann dag árið 1918 og þaðan í frá var landið sjálfstætt að öðru leyti en því að Danmörk og ísland skyldu hafa sam eiginlegan konung og einnig áttu Dan ir að fara áfram með nokkur mál í um boði íslendinga. Sambandslagasamningurinn hafði áð ur verið samþykktur í þjóðaratkvæða greiðslu hinn 19. október þetta sama haust. Þá voru um 30 þúsund manns á kjörskrá, en af þeim hópi grciddu rúmlega 13 þúsund atkvæði, sem skipt ust þannig, að 12411 voru samþykkir sambandslögunum, en 999 á móti. Eftir þetta, eða í nóvember, voru svo lögin samþykkt í danska þinginu með 100 atkvæðum gegn 20, og í landsþing inu með 42 atkvæðum gegn 15. En sam bandslögin gengu í gildi hinn 1. des ember. Nú hefur verið ákveðið, að halda upp á annaö merkilegt og nokkru stærra afmæli hinn 1. desember 1965. Það er fimmtíu ára afmælí íslenzka fánans. Að vísu var það fyrr á árinu 1915 eða hinn 20. júní, sem konungur staðfesti stjórnarskrárfrumvarpið og þá um leið ákvað hans hátign, að þríliti fánimi skyldi vera sérfáni íslands. Höfðu áður ýmis tíðindi gerzt I fána málinu og mun atburður einn á Reykja víkurhöfn hinn 12. júní 1913 hafa gef ið fánamálinu byr undir báða vængi og átt mikinn þátt í að ákvæðin um ís- lenzkan sérfána voru sett. Fjöldi skipa var I höfninni þennan dag í blíðskap arveðri, en aðalpersónan í fréttum dags ins var Einar nokkur Pétursson, verzl unarmaður í Liverpool. Hann réri út á höfnina á litlum kappróðrabát og hafði lítinn bláhvítan fána á stöng í skut bátsins. Var þetta eingöngu skemmtiróður hjá honum. En í höfninni var danska varðskip- ið „Islands Falk“ og má segja, að það liafi gert þennan dag sögulega merki Iegan. Þannig var mál með vexti, að skipverjar á „Islands Falk“ sáu til ferða Einars með hvítbláa fánann, sem ekki var Iöglegur í þann tíð. Skipstjóri lætur manna bát og sendir unditfor- ingja sinn sem fyrirliða, til þess að handsama manninn og koma með hann í varðskipið. Einar á sér einskis ills von og undrast, þegar báturinn frá varð skipinu veitir honum eftirför, en þeg ar kallfæri er á rnilli bátanna, gefur undirforinginn skipanir um það að Ein- ar eigi að nema staðar. Róðrarmaðurinn Einar Pétursson er svo færður um borð í varðskipið og leiddur fyrir æðsta mann um borð, sem tilkynnir honum, að skylda sín sé að taka af bonum bláhvíta fánann. Var það síðan gert og Einar látinn laus, og hélt hann á báti sínum til lands. Þegar fréttist af þessum atburði, á- kváðu margir að fara með íslenzka fána út á höfnina og sjá til, hvort varðskips menn gerðu hlð sama og fyrr. Bláhvítir fánar seUlust fljótt upp í horginni og fjöldi báta var kominn út á höfn síðari hluta dagsins. Yfirmaður varðskipsins lagði þá ekki til atlögu við íslendingana, heldur hélf. til lands og gekk upp í stjórnarráð á fund Eggerts Eriem, sem þar var hæstráðandi í for föllum ráðherra. Menn þeir, sem á bát jarðarlög og íslenzk fánaborg slegin um forsetann. Að lokum hrópaði allur mann fjöldinn í kór: Vér mótmælum allir. Þessi dagur var einsl konar sigur- dagur fyrir íslenzka fánann og án efa hefur fánatakan í Reykjavíkurhöfn og mótmæli íslendinga átt sinn þátt í, að hinn 22. nóvember árið 1913 var gefinn út konungsúrskurður um íslenzkan sér fána og skipun nefndar tii að gera til lögur um gerð og lit; væntanlcgs fána Þegar nefndin hafði lokið störfum, FANINN FIMMTIU ARA unum höfðu verið héldu einnig til lands og gengu í fánafylkingu til Stjórnarráðs hússins. Gekk siðan á ýmsu og eltu fánaber arnir danska skipherrann um bæinn og mynduðu gjarnan fánaborg meðfram þeim götum, sem hann fór um og voru fánarnir stundum svo þéttir að sá danski varð að beygja sig undir bláhvíta fán ann. Bæjarfógeta var sendur fáni sá er varöskipsmenn höfðu tekið af Einari og bréf með, þar sem sagt er, að bátur þessi hafi verið „með flagg uppi, sem bátar í hinu danska konungsríki mega ekki nota“. Borgarafundur var um málið og þar gerðar nokkrar samþykktir. Eftir fund inn var gengið að styttu Jóns Sigurðs sonar og voru þar leikin íslenzk ætt- var hún komin að þeirri niðurstöðu, að fáninn skyldi verða í því formi og litum sem hann. er í dag. í honum voru áfram hvíti og blái liturinn (sá síðar nefndi þó nokkuð dekkri en áður) og við var bætt rauðum krossi, og mun rauði liturinn hafa átt að minna á danska fánann og yfirráð Dana. Á fullveldisdaginn 1918 var svo ís- lenzki ríkisfáninn í fyrsta sinn dreginn að húni á Stjórnarráðshúsinu í Reykja vík við liátíðlega athöfn. Ilann var þá og er enn, tákn, þess, að ísland er frjálst og fullvalda ríki. Við minnumst þess. /. DESEMBER l 0-000000000000oooooooooooooo<oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo JÓLABLAÐ 1965 siöunda síða

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.