Alþýðublaðið - 05.12.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.12.1965, Blaðsíða 4
MMM&ÍHgWíM) BltsQórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedikt Gröndal. - Ritstjórnarfull- trúi: Elður GuSnason. — Símaix 14900-14903 — Auglýsingasími: 14906. AOsetur: AlþyOuhúsiS vi5 Hverfisgötu, Reykjavik. — Prentsmiðja AlþýSu- blaSslns. — AskriEtargJald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 elntakiS. Utgefancll: AlþýSuflokkurlnn. Heilbrigð skynsemi FYRIR MÖRGUM ÁRUM þótti hugmyndin um áætlunargerð vera ein af fráleitari grillum jafnaðar- imanna. En það er liðin tíð. Ekkert ei,nkafyrirtæki gr inú svo illa rekið, að það gerði ekki áætlun um framkvæmdir, ef þær taka nokkur ár. Ekkert ríki í hinum siðaða heimi er svo óhyggið, að það geri ekki fleiri eða færri framkvæmdaáætlamir. Hér á landi hefur mönnum orðið ljósara með ári hverju, að brýn nauðsyn er áætlana um fram- kvæmdir. Ríkið hefur tekið upp áætlunargerð undir stjórn núverandi ríkisstjóm'ar, og ákveðið á- ætlanir á einstökum sviðum, til dæmis í vega- gerð, raforkuframkvæmdum og fleiru. Þegar litið er á þessa þróun, kemur mönnum á óvart, að Reykjavíkurhorg skuli enn ekki hafa tekið upp áætlunargerð um framkvæmdir isínar. Þar ráða sjálfstæðismenn einir málum. Þeir hafa að vísu lát- ið gera áætlanir um einstaka þætti •borgarfram- kvæmda, svo sem gatnagerið. En heildaráætlun um bDrgarframkvæmdir hafa þeir enn ekki gert. Áætlunargerð ríkisins um framkvæmdir þess er mikils virði. Hins vegar getur ekki staðizt til lengd- ar, að ekki séu gerðar sams konar áætlanir um framkvæmdir sveitarfélaganna, svo að hægt sé að fá heildarmynd af fjárþörf fyrir hið opinbera. Auð- vitað ættu einkaframkvæmdir að fylgja með, en það þykir sjálfsagt of róttækt hér á landi, þótt það sé heilbrigð skynsemi, sem jafn íhaldssamir stjórn- málamenn og de Gaulle eða Macmillan skildu fyrir mörgum árum. Óskar Hallgrímsson, borgarfuiltrúi Alþýðu- flokksins, hefur flutt tillögu í borgarstjórn þess efn- is, að gerð verði heildaráætlun um framkvæmdir Reykjavíkurborgar. Með slíkri áætlun mundi fást yfirsýn um framkvæmdir næstu ára og fjármagns- !þ(5rf, og er raunar erfitt að skilja, hvernig unnt er :a| stjórna borginni eða semja við lánadrottna án :þ|ss að slík áætlun sé til. j S Reynsla annarra mælir með því, að borgarstjórn jl|^ykjavíkur samþykki tillögu Óskars. Jafnskjótt og iþið gerist ætti ríkið að fá önnur sveitarfélög til að jfýilgja fordæmi höfuðborgarinnar, þannig að. skyn- :;s|mleg áætlunragerð verði föst regla hjá bæði ríki jo| sveitarfélögum. Þjóðin verður að hafa betri stjórn iá'rfjárfestingarmalum sínum en verið hefur, þannig iað einhvers staðar sé til sú miðstöð, sem veit, hvað e| að gerast og hvert stefnir. Slik stjórn á f járfest- íggu er ekki lengur pólitískt deilumál heldur 'að- eíjhs heilbrigð skynsemi. 4" 5. des. 1965 - ALÞÝÐUBLAOIÐ Gerið jólainnkaupin tímanlega Þið gerið hagstæð kaup í KRON Nýjar vörur daglega KVENKJÓLAR fríá Marks & Spencer ENSKIR NÁTTKJÓLAR UNDIRKJÓLAR OG ITNDIRPILS frá Artemis og Kóral SÍSÍ NYLONSOKKAR HUDSON SOKKAR KVENPEYSUR TELPNAPEYSUR DRENGJASKÓR, óreimaSir SVARTIR LAKKSKÓR Á TELPUR HVÍTIR SKÓR Á TELPUR Danska lithografiu- sýningin í Bogasal Listaverkasíilngin á jdöíiskum frumlithógrafium í Bogasal Þjóð- minjasafnsins, sem opnuð var 2. desember sl. hefur vakið verð skuldaða athygli og oft verið mjög fjölmennt á sýningunni. Fólk hefur tekið sýningunni mjög vel, þótt hún litrík og fall eg enda sýna þarna 33 kunnir danskir listamenn 70 myndir sín ar, svo að hér er um að ræða góða yfirlitssýningu danskra lista- manna í þessari skemmtilegu list grein. Margar myndir hafa selst, eða allg 18 talsins enda er verði mjög stillt í hóf og fólki gefst þarna kostup 4 að eignast ódýr en falleg og góð listaverk. Mótmæla kjaradómi Stjórn framhaldsskólakennara mótmælir harðlega dómi Kjara- dóms um kjör framhaldsskóla- kennara og telur hann algjörlega ófullnægjandi varðandi flokka- og launahækkun. Slíkur dómur hlýtur að leiða af sér, að starfsmenn hins opin- bera krefjist fulls samningsrétt- ar þegar í "stað. Þá vill stjórnin lýsa furðu sinni yfir því, að Kjaradómur skuli ekki hafa tekíð neitt tillit til þess við flokkaskipun, að Háskóli íslands hefur þyngt og lengt nám til B.A. prófs að miklum mun, og einnig því, að framhaldsskólakennarar með B.A. próf án uppeldisfræði skuli vera settir í lægsta launa- flokk á stiginu. Lesið Alþýðuhlaðið iskriífasítninn er 14900

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.