Alþýðublaðið - 08.12.1965, Síða 9

Alþýðublaðið - 08.12.1965, Síða 9
SVIPMYNDIR ELÍNBORGAR Einar H. Kvaran skáld var mað ur fjölfróður og víðlesinn í skáld menntum heimsins og manna glöggskyggnastur á skáldleg og bókmenntaleg verðmæti. Hann sá strax við útkomu fyrstu bókar frú Elínborgar Lárusdóttur, að þar var á ferðinni efnilegur rithöfund ur, og lét það ótvírætt í ljós. Allur rithöfundarferill frú Elín borgar síðan hefur sýnt og sann að að þar skjátlaðist honum ekki, því að hún er fyrir löngu komin í hóp fremstu skálda og rithöfunda íslenzkra á þessari öld. Mikillar fjölbreytni gætir í rit verkum frú Elínborgar, og hafa lesendur hennar kunnað vel að meta það sem hún hefur skrifað. T.d. er Förumenn, 3 binda verk sem út kom 1939—40, ófáanlegt nú, það seldist upp á svipstundu. Af öðrum stórum verkum er sveita lífssaga, Símon og Steingerffur, 2 bækur, Dalsættin, 4 bindi. Enn freníur 3 ævisögur, sem hún hefur fengið mikið hrós fyrir. Hún hef ur skrifað 4 bækur um miðla, og sá um útgáfu þeirrar fimmtu sem er nýkomin út, Leitiff og þér munuð finna, afmæliskveðjur til Hafsteins Björnssonar miðils. Þá hafa komið út eftir hana 5 smá sögusöfn, en alls eru bækurnar 26 eða 27. Frú Elínborg er ákaflega frjó og hugmyndarik í sínum skáld skap, og er þar enn engin þreytu merki að finna, þótt rithöfundar ferill hennar sé orðinn langur. Nýjasta bók hennar, Svipmynd ir, er smásagnasafn, og kennir þar margra grasa. Það mun mál dómbærra manna, að smásöguform ið sé mun erfiðara viðfangs en skáldsagan. Smásagan krefst meiri hnitmiðunar í uppbyggingu og efn ismeðferð. í látlausri og þægilega hlutlausri frásögn leysir Elínborg Bókarkápa Svipmynda léttilega þennan vanda. Virðist henni láta hvorttveggja jafnvel, smásagan og skáldsagan, og er það óvenjulegt, svo ólíkar kröfur sem verður að gera til hvors um sig. Hér eru dulrænar sögur, t.d. Forffastu sjóinn og Helgríman, og vita þeir sem kunnugir eru þeim fræðum, að slík atvik hafa oft gerzt. Þess ber að geta, að þess gæt ir mjög í sögum frú Elínborgar, hversu hugstæð henni eru örlög þeirra, sem fara halloka í lífinu, bíða ósigur, annaðhvort á ytra borði lífsins eða í sinni eigin sál -• er aigjörlega laus •“ ■■ -mi og væmni, og þossvegna snerta þær ■r1 Fr puf -ð, að Elínborg hefur —'ct um í mannlífinu, og hef ln. rovrvs'an m.a. sýnt henni að nionn gom unnið sigra í raun og .... v'ó lio’V virJr?cf .VtífJa ÓSÍgUr á ytra b<v*:nti. Sést þetta í sög • • >. SPm söguhetjan Elínborg Lárusdóttir vinnur siðferðilegan sigur, þó að illmennskan virðist hrósa happi. Af mikilli nærfærni og skilningi er lýst minnimáttarkennd í sög- unni, Mikill maffur, og tilraun hans til að bæta sér hana upp með staðlausu grobbi, og töpun fornrar ástar er einnig vel lýst í sögunni Fjötraffar þrár. Bezta sagan í bókinni þykir mér vera Afbrigffi. Þar fer Elínborg viðkvæmum höndum um vandamál barns, sem hafði nærri lagt það aff velli. Helzt þykjj- mér vanta á í sögunni Helgríman, að nægileg grein sé gerð fyrir því, hvers vegna Katla svipti sig lífi, þó að vísu sé látið lauslega í það skína Hinsvegar má kannski segja að ætla megi lesandanum aff skálda þar í eyðurnar. Frú Elínborg var ein af þrem íslenzkum smásagnahöfundum, er fengu sögu tekna í safnið, World Prize Stories, og er þar með eina íslenzka konan, sem hefur hlotið Frh. á 10. síffn. 1965, Island. Tólf merki eru í hvorri örk og kostar hvert merki 2 ,kr. Jólamerkin eru að þessu sinni prentuð í prentsmiðjunni „Litmyndir” í Hafnarfirði, — en teiknari merkisins er Sigurður Jónsson, fyrsti flugmaðúr ís- lands. Upplag merkjanna er ekki gefið upp að sinni. Þetta mun vera 52. árgangur af Thorvald- sen-jólamerkjunum, en þó eru ekki til nema 51. árg. — Þetta stafar af því, að árið 1917 fórst skip það, er flutti merkin hingað frá Ðanmörku og tapaðist þar með allur sá árgangur. — Núna stendur svo á, að Thor- valdsensfélagið er 90 ára. í til- efni afmælisins gefur það út sér- staka smáörk með álímdu bláu Jólamerki í miðju. — Örkin er í Ijósbláum lit og stendur á henni: „Thorvaldsensfélagið 90 ára 19. nóv. 1875 — 1965.” — Upplag þessarar minningar-arkar er mjög lítið og er því hætt við, að liún seljist fljótt upp. Verð á henni er kr. 25,00. Thorvaldsenfélagið mun vera elzta kvenfélag hér á landi. Á 90 ára afmælinu lét það sig ekki muna um, að gefa Reykjavíkur- borg eina milljón kr. til viðbót- arbyggingar við vöggustofu, sem félagið hafði áður gefið borginni. Einnig gaf félagið 50 þús. kr. til líknarfélaga í Reykjavík. Margir eru þeir, sem tekið hafa fyrir söfnunarsvið jólamerkin ís- lenzku. Mun því ýmsa fýsa að heyra um hvað sé enn fáanlegt af þeim hjá Thorvaldsenfélaginu í Reykjavík: Árg. 1913 mun enn til, verð kr. 200,00. Árg. 1914—’19, uppseld. Árg. 1920—’40, öll fáanleg — nema 1930 og 1938. Verð: 50,00. 1941 — ’50, fáanleg, verð kr. 25,00. 1951—’61, fáanleg, verð kr. 10. 1962 fáanleg. Verð kr. 5,00. 1962. örk með „Center" 100.00 1963, fáanleg. Verð kr. 2,00. 1964 fáanleg. Verð kr. 2,00. Þeir, sem nánari upplýsingar vilja fá um jólamerkin ættu að skrifa til: Frú Guðnýjar G. Al- bertssori, Miðtúni 4, Reykjavík. Þá má og geta þess, að til er íslenzkt jólamerkjaalbúm, sem kom út 1957 og fæst í frímerkja- verzlunum. SIGRIÐUR THORLACIUS SIGRÍÐUR THORLACIUS hefur rifoS fjöld<* grefna í blöð og Hmartt og flutt1 útvarpserindi um marghéttoð efni. Hún hefur víða forið og kynnzt ólíkum löndum og þjóðum, þýtt morgatr J bornabækur úr ensku og spænsku einnig út- vorpsleikrif, sögur og greinar. Sigrtður Thorlaci- us tekur virkan þóft í félagsmólum og hefur ui allmörg ór verið í ritst|órn „Húsfreyjunnar' MÁRÍÁ MARKÁN er brcufryðjandinn meðol íslenzkra kvenna ó erlendum vettvangi. Hún stundaði söngnóm í Berlín og vakti þar athygli þegar ó nómsórum sínum. Marta Markan er fyrsta tslenzka söngkonon, sem sungið hefur í óperum og holdið tónleika í þremur heimsólf- um og hiotið mikla frægð of. Hún starfaði við frægustu söngleikahús, svo sem Glyndebourr&e- óperuna t Bretlandi og Metropoiitanóperuna t New York og fór hljómíeikaferðir um Ástraiíu ó vegum óstralska útvarpsins. Fró þvt hún fyrst héft hljómleika ó íslandi, hefur María Markan skipað sérstokan sess í hugum íslendinga. — I þessari bók segir Moría Morkan fró æskuór- um srnurn í Laugarnesi, söngnómi og starfi við erlend söngfeikahús, vonbrigðum sínum og sigr- um. — Bókino prýðir fjöfdi mynda.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.