Alþýðublaðið - 09.12.1965, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.12.1965, Blaðsíða 4
Rltstjórar: Gylfl Gröndal (4b.) og Benedikt Gröndal. - Ritstjórnarfull- trúl: EiSur GuSnason. — Símart 14900 - 14903 - Auglýsingasími: 14908. ASsetur: AlþíOuhúsið viS Hverfisgötu, ReykjavQt. — PreutsmiBJa Alþýðu- blaCslns. — Askriftargjald kr. 80.00. — I lausasölu kr. 5.00 elntakiB. Tttgefandi: AlþýOuflokkurirm. SKARÐSBÓK ÍSLENDINGXJM létti, er þeir fréttu í fyrradag, að Skarðsbók kæmi heim. Að vísu mun marga hafa grunað, að það væri í aðsigi, er hinn torezki fornbókasali, sem hæst bauð í handritið, lét þær upplýsingar 1 té, að hann hefði tooðið fyrir norrænan aðila. Þó vissu aðeins örfáir menn sannleikann: að istjórn Seðlabanka íslands hafði ákveðið að bjóða í handritið og Jóhannes Nor- dal hafði, er hann nýlega var í Lundúnum í banka- og stóriðjuerindum, hitt fornbókasálann á laun, falið honum að mæta á uppboði Sothby'is og ná handrit- inu ef þess yrði kostur. Ýmsum ikann að finnast þetta óvenjuleg starfsað ferð og tilviljun háð, að einn banki skuli vera svo árvakur í menningarmálum iað bjarga handíritinu heim. Tilviljun var það ekki, heldur samantekin ráð fleiri aðila. Óhjákvæmilegt var og að fara nok'krar krókaleiðir, því vel hefði verð handritsms getað hækkað enn, ef íslenzk stjórnarvöld hefðu sýnt op- inberan áhuga. Hætt er við, að kynslóðir framtíðarinnar mundu aldrei fyrigefa núverandi ráðamönnum þjóðarinnar, ef þeir hefðu sleppt þessu tækifæri til að ná Skarðs hók heim. Engin peningauþphæð getur toreytt þeirri staðreynd. Og það er sannast sagna, að seint mundi þjóðinni þykja of mikið greitt úr sjóðum sínum fyr- ir slíkan kjörgrip. •Bankakerfi landsins hefur á undanförnum árum lagt mikið fé til menningarmála. Þó mun sómi bank janna í þeim efnum verða hvað mestur f.yrir þá gjöf, )sem þeir nú hafa fært þjóðinni. Gylfi Þ. Gíslason .menntamálaráðherra orðaði það isvo, er hann tók t ~ jvið gjafabréfinu, að með þessu verki hefðu bank- jarnir íletrað nafn sitt gullnu letri í menningarsögu íslendinga. SKATTAR BLÖÐ ístjórnarflollckanna hafa skýrt svo frá, að jhinn umdeildi farmiðaskattur verði ekki lögfestur. Hefur ríkisstjórnin horíið frá þeirri leið til fjár- öflunar, en í hennar stað verður Iagt Vz% á 'allar jgj aldey risyf irf ærslur. Sú var tíðin, að ferða'lög til útlanda voru talin sérstakur lúxus, sem fáir útvaldir gátu leyft sér. Nú jer svo komið, að 10—20.000 íslendingar fara til ann jarra landa á hverju ári, og er í þeim hópi margt alþýðufólk með miðlungstekjur. Farmiðaskattur |nundi að sjálfsögðu koma harðast niður ó því ferða fólki, en litíu breyta fyrir 'hina efnaðri eða þá ihiörgu, serp ferðast á kostnað fyrirtækja. Þess 'ýegna reis mótmælaalda gegn þessum iskatti, og ^tjórnin hefur talið rétt að falla frá honum. 4 9. des. 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ ‘*1 1 T:': ,, ■■ ■■ . - Inniskófatnaður Fyrir BÖRN UNGLINGA KVENFÓLK KARLMENN Stórglæsilegl úrval — Nýjar sendingar. Skóbúð Austurbæjar - Skókaup Kjörgarði - Skóval Laugavegi Í00 Laugavegi 59 Austurstræti 18 AF EINSKÆRRI TILVILJUN Ritti ég fyrir fáum dögum gaml- an og góðan vin. Ég greip hann feffins hendi þó að hann væri öðruvísi búinn en hann var þeg- ar hann var mér allt af kærkom- inn grestur, og- hann ræddi við mig einmæli eina dagstund. Þetta var barnablaðið Æskan, sem ég hafði ekki séð í áratugri, en var minn bezti vinur þegar ég var ung ur austur á Eyrarbakka og þar birtust mínar fyrstu ritsmíðar. Þessi endurnýjuðu kynni urðu til þess að égr fór af stað og náði í öll blöð þessa árgangs og las flest í þeim og hafði af því náin kynni. ÁÐUR VAR ÆSKAN gefin út af miklum áhuga en vanefnum. Þá var og öldin önnur og nú er allt með meiri glæsibrag, ný tækni komin til sögunnar, nýir menn með meiri efni og jafnvel svo að blaðið hefur skrifstofu- húsnæði og launaðan ágætan rit- stjóra, sem sjálfur hefur gengið með blaðamannabakteríuna, en það er góð baktería, allt frá blautu barnsbeini. GRÍMUR ENGILBERTSSON tók við Æskunni fyrir nokkrum ár um. Undir ritstjórn hans hefur liún eflst, ekki aðeins að efnis vali heldur og að öllu útliti og útbreiðslu. Mér er sagt, að Æsk an liafi nú um 11 þúsund kaup- endur og það kalla ég gott. Hún p^^C^OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO^^OOOOOO* it Gamall og góSur vinur kemur í heimsákn. ★ Og ég fann æsku mína aíí nýju. ic Barnablaðið Æskan. Hjálpaðu þér sjáifur. oooooooooooooooooooooooooooooooo hefur unnið sér þetta álit vegna þess, að Æskan er gott blaö, gott blað fyrir börn og unglinga. Án þess að ég vilji beinlínis vera að auglýsa blaðið, vil ég segja það, að áskrift að Æskunni er góð gjöf fyrir börnin, sem eru að verða læs og eru orðin fullkom- lega læs. ÁSTÆÐAN ER SÚ, að Æskan flytur ekki aðeins menningarleg málefni heldur og mergv|slega föndurkennslu te fróðleik auk gamanmála. Börn læra að meta lestrarefni af þessum blöðum. Frá Æskunni liggur bein braut lyfir í lestur bóka, efc Æskan gefur og út ágætar barnabækur, sem hafa göfgandi áhrif og hvetj- andi til góðra starfa og afreka. Það var sannairlega ánægjulegt fyrir mig að rifja upp kynnin frá því ég var 14 til 16 ára gamall. Það reyndist mér vera eins og að finna æsku sína að nýju. OG UM LEIÐ OG MÉR gafst tækifæri til þess að endurnýja kynnin af Æskunni barst mér í hendur annar gamall vinur og fyrir atbeina Æskunnar. Þetta er bókin Hjálpaðu þér sjálfur. Séra Ölafur fríkirkjuprestur þýddi þessa bók og tók saman meðan hann var enn prestur í Guttorms- liaga, 1892, og ég las hana spjald- anna á milli þegar ég var ungur. Þá minntist ég þess, að marga he£ ég rætt við, sem sagt hafa mér, að einmitt þessi bók hafi haft mikil áhrif á sig í æsku. ÉG MAN ÞAÐ LÍKA, að eftir lestur þesai-a'r bókar, ætlaði ég sannarlega að lijálpa mér sjálfur. Ekki veit ég hvernig það liefur gengið, enda breytist afstaða okk- ar allra þegar líða tekur á æfina, en það veit ég með vissu, að boð- skapur þesarar bókar er góður, að hann hvetur til starfa og deyf- ir vonleysi sem stundum kann aff grípa unglinga. Við lestur bókar- innar fyllist maður löngun til þess að hjálpa sjálfum sér og láta eitthvað gott af sér leiða fyrir aðra. Hannes á horninu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.