Alþýðublaðið - 09.12.1965, Blaðsíða 7
Undrandi yfir dönsku-
kunnáttu íslendinga
Rvík, — ÓTJ.
DANSKA blaðið Politiken birti
fyrsta desember sl. grein um
dönskukunnáttu íslendinga, og er
blaöamaðurinn, Aksel D^slov
mjög undrandi yfir hversu marg
ir tala hana og skilja. Átti hann
viðtal við Heiga Elíasson fræðslu
tnálastjóra sem gaf honum ýms
ar upplýsingar um dönskukennsl
una hér. Blaðamaðurinn segir að
ísland sé eina iandið í heiminum
þar sem danska sé meðal þeirra
erlendra tungumála er teljast til
skyldufaga.
Getur hann þess að þetta séu
alls ekki áhrif eða leifar frá þeim
tímum er ísland var hluti af Da).
tnörku, þetta hafi fyrst verið lög
leitt 1946. Hann segir einnig að
döfeskukennfila^. valdi inokkjrum
erfiðleikum, þar sem erfitt sé að
fá nægilega lærða kennara. Það
;sé einkum framburðurinn sem
menn strandi á, hann fáist ekki
góður nema menn hafi dvalis.t í
Flestir, sem komnir eru á miðj
aldur, muna eftir skáldsög-
unni
Valdimar
munkur
EFTIR SYLVANUS KOBB
Sagan þótti hrífandi ög með
afbrigðum spennandi, bæði
sem ástarsaga og saga um
mikla karlmennsku.
Bóikin 'hefur nú uim langt skeið
verið ófánanleg og er ekki að
efa að nú muni hún þykja kær-
komin á jólamarkaðánn.
Bókaútgáfan Vörðufell.
Danmörku. Þessvegna sé tekið með
þakklæti allri aðstoð frá Dan-
möi ku og þess er m.a. getið að
ifyr^r þremur árum síðan hafi
danska menntamálaráðuneytið
veitt 60 þúsund danskra króna
styrk til aðstoðar. Hefur þetta
einkum verið notað til bókakaupa
Einnig hefur danska menntamála
i. áðuneytið aðstoðað við að koma
íslenzkum kennurum á námskeið
í Danmörku, og danskir stúdent
ar hafa heimsótt íslenzka skóla
til þess að leyfa nemendum þar
að heyra hvernig réttur framburð
ur sé. Að lokum spyr blaðamaður
inn Helga um þýðingu dönskunnar
fyrir- íslenzka skóla, og fræðslu
málastjóri svarar m.a.:
Ég veit að margir á hinum Norð
urlöndunum halda að ísland sé
orðið mjög undir amerískum á-
hrifum. Þetta er ekki rétt. Við
eru enn bundnir sterkum bönd
um við frændþjóðir okkar og sú
staðreynd að fólk Norðurlandaþjóð
anna skilur hvort annars mál er
ómetanlegt. Þeir nemendur sem
læra vel dönsku geta fylgst ná
kvæmlega með norrænum bók-
menntum, því að öll meiriháttar
verk á norsku og sænsku eru
þýdd yfir á dönsku. Blaðamaðuir
inn bætir Við persónulegri reynslu
sinni og segir að hafi hann gætt
þess að tala hægt og greinilega
hafi hann ekki átt í neinum vand
ræðum í viðtölum sínum við fólk
og að um 75 prósent Reykvíkinga
hefðu þá getað tekið þátt í sam
ræðunum. Hann hafi einnig hitt
marga íslendinga sem töluðu
dömku án nokkurs keims, og eng
um hefði getað dottið annað í
húg en að þeir væru danskir
háskólaborgarar.
Leiðrétting
Það láðist að geta þess í blaðinu
í gær, að grein sú er birtist um
sögu og uppruna Skarðsbókar var
unnin upp úr skýrslu, sem Ólafur
Halldórssqfn, cand. mag., starfs
maður Handritastofnunarinnar,
hefur gert fyrir menntamálaráðu
neytið. Ritgerð Ólafs mun birtast
í heild í næsta hefti af Studia
Islandica.
FORMANNARÁÐSTEFNU
IÐNNEMAFÉLAGA LOKIÐ
Dagana 13, 14. nóv. sl. var hald-
in í húsi Hins íslenzka prentara-
félags í Reykjavík, formannaráð-
stefna aðildarfélaga Iðnnemasam-
bands íslands, með sambands-
stjórn. Þátttakendur voru for-
menn iðnnemafélaga víðsvegar á
landinu og fulltrúar þeirra.
Formaður I.N.S.Í., Gylfi Magn-
ússon, setti ráðstefnuna og ávarp-
aði íundarmenn. Fundarstjóri var
síðan kosinu Sigurður Jensson og
ritari Ingi Torfason.
Flutt var skýrsla um störf sam-
bandsstjórnar og kom þar fram
að unnið er að stofnun nýrra iðn-
nemafélaga í Reykjavík, Hafnar-
firði og Vestmannaeyjum. Þá
hafði stjórn sambandsins rætt um
kjarabætur til handa hárgreiðslu-
nemum, við stjórn Félags hár-
greiðslumeistara, en árangurs-
laust. Ýmislegt fleira kom fram
í skýrslu stjórnarinnar og mátti
Framhald á 10. síffu.
Jólafargjöld Fl
fyrir skólafólk
Eins og mörg undanfarin ár,
mun Flugfélag íslands nú auð
velda skólafólki ferðir heim um
jólin, með því að veita því sér-
stakan afslátt af fargjöldum.
Allt skólafólk, sem óskar eftir
að ferðast með flugvélum félags
ins um hátíðirnar á kost á sér
stökum lágum fargjöldum, sem
ganga í gildi 15. desember n.k.
og gilda til 15. janúar 1966.
Þessi isérgtöku fargjöld . skóla
fólkg eru tuttugu og fimm af
hundraði lægri en venjuleg far
gjöld.
Til þess að njóta þessara kjara
þarf að sýna vottorð frá skóla
stjóra, sem sýni að viðkomandi
stundi nám og að keyptur sé tví
miði og hann notaður báðar leið
ir.
Fólk, sem ætlar að ferðast um
hátíðirnar er bent á, að panta
far tímanlega, því samkvæmt
jreyn'lu liðinna ára*. verða síð
ustu ferðir fyrir jól fljótt full.
skipaðar.
Tll jólagjafa
Vanti yður góða
jólagjöf þá munið
FACÍT
ferðaritvélar
F A C I T
tryggir gæðin,
Shíi c7. clöíinsQn /,.f.
Túngötu 7 — Símar 12747 og 16647.
KAUPMENN
OG KAUPFÉLÖG
FYRIRLIGGJANDI:
Barnableyjur, mjög ódýrar.
Bómull, 50, 100 og 200 gr. plastpokar.
Tabú dömubindi.
Pappírsvasaklútar.
Kr. Þorvaldsson & Co.
Heildverzlu'n — Grettisgötu 6.
Símar 24478 og 24730.
Kaupmenn
Kaupfélög
Eins og undanfarin I
ár erum við með alls f.i
konar skrautflug-
elda fyrir áramótin. |
★ |
Rafknúin leikföng, J
margar tegundir.
Everest j
Ttradisig
Company
Grófin 1.
Símar 10090 og 10319.
Augiýsingasíminn er 14906
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 9. des. 1965 J
UiúA Jöuui djA tídti. .aab
ll