Alþýðublaðið - 09.12.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 09.12.1965, Blaðsíða 16
Æ, mér finnst fólk nú á dögum vera svo skelfilega gáfað og viturt og menntað, j vitnar sýnkt og heilagt í töl : ur og þess háttar óskiljan legt dót. Heill sé þeim manni 5 sem ekki hefur vit á neinu , og ekkert hefur að segja og i hefur háttvísi til að útsk'ýra það ekki með mörgum orð um. . . . Bræt skvísa er sú, sem veit hvernig hún á að verjast kossi — án þess að missa af ihonum. .. ooooooooo o oooooc ►oooooooo ooooooo- VANXNN hefur ævinlega- verið sá, að kvenfólkið hefur sí og æ Verið að samþykkja allskonar vít ur á okkur karlmennina fyrir ým iskonar skepnuskap okkar, upp diktaðan og sannan í bland. Þó brá svo blessunarlega við um dag inn, að kvenmaður fékk á bauk- inn hjá útvarpsráði fyrir að segja Ijótt um kókið. Ég segi svona rétt fyrir mig, að á meðan við fáum ekki drykkjar- hæfan bjór, finnst mér kókið ó- missandi. Og ég drekk mikið af kóki og læt ekkert píp fæla mig frá því. Svo getur verið lærdóms- ríkt að drekka kók. Ég kom inn á litla sjoppii um daginn. Erindið var að fá sér eina kók. Það sátu þrír táningar kringum kókkassann og ireykjar strókurinn var eins og úr togara, þar sem kyndarinn liefur sofnað á vaktinni og olíuhitinn hrapað niður úr öllu valdi. Ég bað um eina kók og strák- arnir stóðu umyrðalaust upp og færðu sig frá kassanum og fram fyrir borðið. Þeir höfðu kókflösku í annarri hendinni, en ósandi síga rettu í hinni og reykurinn lið- aðist út um nefið á þeim. — Geturðu beygt á þér nefið? segir einn ljóshærður við annan dökkliærðan, sem beygði á sér nefið með því að fetta til and- litsvöðvana, eins og maður sem er að ráka á sér grönina. — Veiztu hvernig nefið á honum' bróðiir mínum er? segir sá þríðji til að hinir einoki ekki samræð umar. — Það er svona, sjáið þið. Og hanh fettir upp öðrum nasa- vængnum, en brýtur einhvern- veginn upp á hinn. — Helvíti er að sjá þetta mað ur, segja hinir háðir. — Á ég að segja þér livers vegna þú ert svona ónýtur allur segir sá ljóshærði við þann skol hærða. — Það er vegna þess að það eru engin bein í þér. Bara brjósk eins og í fiskinum. Þegar hér var komið samræð um piltanna, var ég búinn með kókið mitt og snéri út á götu. Strákarnir skiptust á um að standa fyrir framan spegilinn og skoða á sér nefin. Þetta voru myndarleg ir strákar og farnir að fikta við heimsins lystisemdir og mér seg ir svo hugur um, að þegar færist yfir þá aldur og þroski, hætti þeir að hafa áhyggjur af nefjum sínum enda erigin ástæða til og þá verðá þeir kannski líka búnir að kom ast að raun um að sumir fiskac hafa bein. Jafnvel þótt þeir sjálf ir verði aldrei með bein í nefinu. Skáldsagan „Borgarlíf" er jafnframt ádeilusaga um tóm leika og hugsjónadauða, sem einkennir stórborgarlif nú tímans, fólk sem gróðurleysi og andleysi hefur gert að nautnasjúkum vangetumönn um, hjartað geymt í ísskáp til að verja það skemmdum sálin veðsett banka vegna kaupa á innanstokksmunum í ævigröfina. Konan dansar nektardans, sem eitt fær vak ið athygli á þokka hennar. Auglýsing í dagblöðunum — Hvernig korián mín ’lítur út. . . ja, getiff þér hugsaff ’yður ölftösku, sem vegur 100 kg.. Ert þú þarna Edwin. . .? Edwin. .

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.