Alþýðublaðið - 21.12.1965, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.12.1965, Blaðsíða 1
- NOKKRIR hafnarverkamenn komu til Alþýðuhlaðsins í gær kveldi og- kvðrtuðu urn ástaud ið við höfnina. Þá um morgun iim höfðu allmargir skólapiltar komið niður að höfn, en lítið var um vinnu, þar sem hin svonefnda jólatöm er nú svo að segja úr sögunni vegna tíð ari skipaferða og vegna þess að innflutningur er ’ nú að eins að mjög takmörkuðu leyti háður leyfum. Kvörtun verkamannanna var sú, að í nokkrum tilvikum hefðu skólapiltar veirið teknir fram yfir fullorðna menn, og að allstór hópur, sem í voru bæði unglingar og fullorðnir menn, hefði mátt híma við höfn ina allan lieangan daginn og þeir stöffugt verið dregnir á svari nm það hvort um vinnu yrði að ræð'a fyrir þá eða ekki. Um morguninn var þeim sagt að Jbíðó Jmz Gullfloss kæmi inn, og dróst það frant undir hádegi. Eftir hádegi var þeim sagt að bíða fram yfir kaffi, og eftir kaffi var þeim sagt að Framhald á 6. síðu. Stöðumælum fjölg- að á næsta ári Tekjur borgarsjóðs Reykjavíkur af stöðumælagjöldum eru á næsta ári áætlaðar tvær milljónir króna, en alls eru nú í notkun í borginni 370 stöðumælar, en stöðumæla- sjóður á 50 óuppsetta mæla og 100 mælar eru í pöntun. Er þess því að vænta að stöðumælum fjölgi allverulega á næstunni, þar sem reiknað er með að þessir 150 við- bótarmælar verði teknir allir í notkun á árinu 1966. Frá þessu er skýrt í greinargerð með fjárhags- áætlun Reykjavíkurborgar. \W'~~ Þar segir einnig, að tekjur af bif reiðastæðum á Hótel íslandslóð- inni við Austurstræti séu á næsta ári áætlaðar 350 þúsund krónur og er það 50 þúsund krónum | hærra en í fyrra. Stöðumælasjóður hefur einnig tekjur af stöðumælasektum og eru þær á næsta ári áætlaðar 150 þús- und krónur, en reýndust hins veg- j ar árið 1964 nema 240 þúsund krón um Til viðhalds á stöðumælum eru ! á næsta ári áætlaðar 350 þúsund krónur, og 1,3 milljónir króna á að verja til kostnaðar við bifreiða- stæði og 350 þúsundum kr. verður varið til að greiða leigu fyrir bif- reiðastæði. Stélin á nokkrum flugvélum á KeflavíkurflugveUi stóffu upp úr kynegum þokuhjúp er umlukti vöHinn á tímabili í gær, en ekkert annað sást af vélunum. Þetta var þó ekkert náttútuundur, heldur bara venjuleg dalalæða sem hafði brugffið sér ofan úr hrauninu sem er NA frá Keflavik, Breytt stefna eftir sigur de Gaulles? CHARLES DE GAUI.IÆ — hlaut sama hlutfall atkvæða og skoffanakönnunin sagffi til um. París, 20 12. (NTB-Reuter) De Gaulle forseti mun á morg un skora á frönsku þjóffina aff styffja stefnu hans eftir kosninga sigurinn í gær, og verffur áskorun in liffur í nýrri steftíu, sem for- setinn mun fylgja nieff hliðsjón af kosningaúrsitunum, aff því er áreiffanlegar heimildir herma. Tal iff er að De Gaulle láti verffa sitt Sjö smálestir af skreið setidar gefins til Burundi Þessa dagana er verið aff afskipa 7 smálestum af skreið, sem fara á til Burundi sem gjöf frá ís- landi. Á árinu 1964 veitti Alþingi á f.járlögum kr. 215,000,00 framlag til World Food Program, sem starf- ' ar á vegum Matvæla- og landbún- aðarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna Þegar World Food Program var tilkynnt um framlag þetta var tekið fram, að keypt yrði skreið fyrir upphæðina. Nú hefur World Food Program óskað eftir, að um- ræddar 7 lestir af skreið verði sendar til Burundi, vegna áætlun- ar þar um fasta búsetu ög störf fyrh- 25,000 flóttamenn frá Ru- anda Aðaltilgangur World Food Pro- gram er að veita matargjafir til þróunarlanda í sambandi víð fram kvæmdaáætlanir er þau hafa með Framhald a 15. slðu. fyrsta verk þegar hiff nýja sjö ára starfstímabil hans hefst 9. jan ar aff endurskipuleggja stjórn sína og alls munu fimm ráðherrar verffa látnir vikja. De Gaulle snýr aftur til Parísar frá sveitasetri sínu á morgun, og verður þá formlega skýrt frá úr slitum kosninganna, en þau voru á þá lund, að hann fékk 55% at kvæða en vinstri- frambjóðandinn Mitterand 45%. 1. janúar mun Georges Pompidou forsætisráð- herra biðjast lausnar eins og lög gera ráð fyrir þegar nýtt starfs tímabil forseta hefst. Á meðan mun forsetinn vinna að því að leggja drög að nýrri stefnu með hliðsjón af þeirri staðreynd að hann náði ekki kjöri i fyrri lotu Framhald á 15. síffu ÚTVARP 35 ÁRA - SJÓNVARP AÐ KOMA RÍKISÚTVARPH) minntist í gær 35 ára afmæíis íslenzkrar útvarpsdagskrár á þess vegum, en þaff hóf starfsemi rétt fyrir jólin 1930. Kom starfsfók út- varpsins sarnan í kaffistofu sinni og minntist afmælisins, en útvarpsstjóri, Vilhjálmur Þ. Gíslason, þakkaöi öllum gott starf. Þrír starfsmenn útvarps ins hafa þjónaff því allan tím ann, þeir útvarpsstjóri, Signrff ur Þórffarson sferifstofustjóri og Dagfinnur Sveinbjömsson. Nú eru horfur á, aff fyreta tilraunamyndin verði send frá sjónvarpsstöffinni á Vatnsenda fyrir jól, ef til viU á morgun Verffur það affeins kyrr tilranna mynd, sem tæknimenn þurfa á að halda viff uppsetningu stöffvar og æfingu starfsliffs. Ekki mun þó rétt aff vænta ís enzkrar sjónvarpsdagskrár fyrr en um mitt næsta ár. Tæplega helmingur allra íslenzkra heim ila hefur nú sjónvarp og horfir á Keflavíkurstöðina, en von- andi hlusta einhverjir á jóla dagskrá útvarpsins, sem verð ur f jölbreytt aff vanda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.