Alþýðublaðið - 21.12.1965, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 21.12.1965, Blaðsíða 16
SPÁDÓMAR I ii Ég fór með lítinn vin minn í kirkju í fyrsta sinn. Mér fannst það vera tímanna tákn sem snáðinn sagði við inn ganginn: — Þarf maður ekk- ert að borga, afi.. . Það er nóg að lesa fjórar síður af 160 bókarinnar, þvi að sama þulan, sami marvað- inn er alls staðar. Það er merkilegt 1 ernig höfundur inn hefur ,r nnt þessu. Vísir. Stjörnusþálkallinn í Vísi, tsegir að ég eigi að taka til lit til leiðbeininiga eldri og reyndari manna. Hann þekk ir ekki karlinn augsýnilega. NÚ ER STYZTA vika ársins þeg ar hafin, aðeins þrír dagar til jóla og óþrjótandi verkefni eftir sem leysa verður á þessum dög um ef að líkum lætur. Suður á Frakklandi er búið að endurkjósa de Gaulle forseta næstu sjö árin. Gamli maðurinn er þó greinilega örlítið farinn að stirðna, því að honum tókst ekki að ná kosningu fyrr en í annarri tilraun, en það er auðvitað jafngilt fyrir því. Ann ars virðist hann hafa verið óvenju hógvær í kosningabaráttunni að þessu sinni, og það kannski skýr ir það, að kjósa þurfti tvisvar. Hann lét þess meira að segja getið að hann væri vissulega dálítið far inn að reskjast og kvaðst heldur ekki vera alvitur eða almáttugur. Þetta sagði hann að vísu þannig, að vel mátti skilja að hér væri að eins um hæverskuafneitun að ræða, likt og þegar menn fara hjá sér og roðna við það að borið er á þá lof. Viðbrögð manna urðu líka á þá lund, sem til var 'ætlast. Menn sögðu (upphátt eða í hljóði) Víst ertu bæði almáttugur og al vitur, landsfaðirinn okkar góði, og síðan hlupu menn til og kusu hann. Annars voru það fleiri sem unnu sigur í þessum kosningum en de Gaulle einn. Sérfræðingarnir sem spá fyrir um úrslit kosninga hittu nákvæmlega naglann á höf uðið, þegar þeir sögðu fyrir um það í síðustu viku hver úrsiitin yrðu. Spádónujfanir rættust svo nákvæmlega, að menn gætu freizt ast til að halda, að kosningarnar hefðu verið settar á svið,* og úr slitin ákveðin fyrirfram. eins og sums staðar kvað vera gert, en auð vitað er slíku ekki til að dreifa þarna. Skoðanakönnuðirnir eru bara orðnir svona miklir spámenn, og væri sannarlega ekki vanþörf á að veðurstofan okkar yrði sér úti um einn slíkan meistara í að ségja fyrir óorðna hluti. Ekki svo að skilja, að hér á lándi séu ekki til ágætir spámenn. Þeir eru fleiri en menn almennt gera sér grein fyrir. Gamall kunníngi minn einn var einu sinni gestkom andi í þorpi úti á landi. Þetta var að vetrarlagi og liann ætlaði að taka strandferðaskip suður, en á því varð nokkur bið að það kæmi Hann settist því upp hjá eina manninum í þorpinu, sem hajin þekkti; það var skólastjórinn, skemmtilegur maður og fráságna góður. Tíminn var fljótur að líða á heimili skólastjórans, en hann skýrði gestinum ítarlega frá þorp inu og lífinu þar og einkum ■ var honum tíðrætt um þorpsbúana, hátterni þeirra og hugsanagang. Og ekki spillti það, að skólasjtjór inn var hin mesta hermikráka og gat brugðið sér í gervi þeirba manna, sem hann sagði frá í þiað og það skiptið. Þessi dagur var fljótur að líða, en skipið var væntanlegt morgun inn eftir. Þegar til kom seinkaði því, og var tilkynnt að það kabmi ekki fyrr en undir kvöld. Þeim félögum datt þá í hug að gera Er ekki að orðlengja það, að kunningi minn hafði nóg að gera við að spá fyrir þorpsbúum allt þar til skipið fór, en i réttlætis ins nafni er þó rétt að taka það fram, að ekki lét hann viðskipta vinina gjalda sér fyrir ómakið. En hami fékk á sig hið mesta orð sem spámaður, og lengi á eftir voru þorp'-búarnir að impra á þvi við skólastjórann, hvort spámaðurinn kæmi ekki einlivern tímann aftur í heimsókn; þeir yrðu að þakka honum spádómana, sem allir með tölu hefðu rætzt. sér eitthvað til skemmtunar um daginn, og var það úr, að skóla stjórinn lét þau tíðindi berast um þorpið, að gesturinn, sem lijá sér væri og ætlaði suður með skip inu, væri kunnur spámaður; liann vildi að vísu ekkert vera að flagga þeim hæfileika þarna, því að hann væri á hraðri ferð, en það væri náttúrlega aldrei að vita, hvað hann gerði fyrir fólk, ef það hann vel. Eins og lög gera fyrir bárust þessi tíðindi um allt þoi-pið á skömmum tíma, og ekki leið á löngu, þar til gestagangur inn byrjaði hjá skólastjóranum. Fyrst kom húsfreyja ein úr næsta nágrenni. Skólastjórinn tók á móti henni, og af því að hún var í hópi þeirra, sem hann hafði hermt einna mest eftir kvöldið áður, hleypti hann henni þegar inn til spámannsins. Hann var þá búinn að setja upp heljairmikil! gleí augu og farinn að fitla við spil. og auðvitað var það engum tor merkjum bundið, að hann miðlaði henni af hæfileikum sínum. Skóla stjórinn var búinn að segja honum svo mikið um konuna, að lionum varð engin skotaskuld úr því að sannfæra jkonun^ og spá fyrir henni glæsilegum frama, en með svo völdum orðum og óljósum að eiginlega hlaut spádómurinn að rætast, livernig sem allt ylti. Kjórkassarnir láku í fyrra skiptið .... Við hér á baks|Cu!nni, erum sýnu verri spámenn en þessi á gæti maður, við erum jafnvel enn lakari spámenn en veðurfræðing arnir, en samt er ekki nema mak legt, að við endum þetta spádóma spjall með því að spá um veðrið Eins og -allir vita gengur veðrið hér-á landi (a.m.k. á Suðvestur landi) I hring. Að undanförnu hafa verið kuldar, en nú hefur frostið horfið og snjóað dálítð. Næsta stig hlýtur því að verða Suðaustan- og síðan sunnan rigning með hvass viðri, og þegar allt verður orðið eins og forarleðja, verðup allt í .... en í síðari kosningunum tókst honum að fljóta. einu kominn útsynningshraglandi með óljagangi, og síðan gerir skyndilega liörkufrost, svona rétt til að gera færðina nógu skemmti lega. Þá verður norðan strekking ur í einn eða tvo sólarhringa, þar til hann snýst í austrið aftur, og svona heldur þetta áfram, þar til í vor, að hann leggst í sumarrign ingar. Þetta er spádómurinn okk ar, en ef einhverjum þykir hann FORSÍÐUFRÉTT Margur hefur eiginmaður staðað í basli stríðu, stritað fyrir jólunum á þessum kalda vetri. Þetta er frétt sem ætti að ibirta efst á fyrstu síðu Margur hefur eiginmaður staðið í basli stríðu, LÆVÍS ><>ooooooooooooooooooooooooooooooc ooooooooooooooo*, slæmur. getur sá hinn sami hugg að sig við það, að við höfum aldr ei þótt spámannlega vaxnir. OOOOOOOOOO ooooo c

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.