Alþýðublaðið - 21.12.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.12.1965, Blaðsíða 7
Marœllus Skálholtsbiskup Eftir Björn Þorsteinssón. — Heimskringla, Reykjavík 1965. - 176 bls. — Umbrot og teiknun: Gísli B. Björnsson, Aulýsingastofa. — Myndamót: Lítróf. — — Prentun: Hólar — Hið fyrsta sem í hugann kemur, Þegar bók sú sem hér um ræðir er augum litin og handleikin, er hversu umtalsverðar framfarir hafa orðið í bókagerð hérlendis síðustu tvo áratugi. Á árunum 1941—50 stóð bóka- útgáfa hér að vissu leyti með mikl- um blóma, svo marga mun enn minni til reka. Þá voru gefnar út fjölmargar bækur þykkar og þung- ar, og mikilfengleg ritsöfn í mörg- um bindum ráku hvert annað. En annað var verra: Væru bækur þessara ára opnaðar, var viðbúið að brysti hátt eins og bogi Einars þambarskelfis forðum; þá sprakk bókin upp úr kilinum, og gott ef ekki voru verri spjöll ó henni unn- in. Skæðar tungur sögðu i þá daga, að hinar stóru þungu bækur, sem að jafnaði voru mikið gylltar ó spjöidum, og þó einkum á kili, væru ætlaðar til gjafar en ekki lestrar, enda fóru þær að þeirra tíma smekk vel á hillu, en voru illmeðfærilegar til lestrar sökum þyngdar. Bækur sem aldrei eru teknar niður úr hillum eigenda sinna eru næsta afkáralegir hlutir og hljóta frekar að teljast hluti af leiksviðs- búnaði en uppspretta ánægju og fræðslu. En kauðaleg prentun, handónýtt band, smekklaus gyll- ing, hraklegur prófarkalestur og flautir í stað innihalds skiptir þá minnstu máli. Vonandi er, að smekkur manna sé að batna og kröfur um bættar umbúðir sé samfara vandlæti í efn- isvali, og er helzt til marks um það, hversu útgefendur eru á seinni órum farnir að vanda meira til frágangs bóka sinna. Nú koma árlega út nokkrar bækur hér, sem væntanlega þarf hvergi að fyrir- verða sig fyrir á byggðu bóli, og mér vitanlega ber ekki ó öðru en þorri manna kunni vel að meta nýstárlegt umbrot og uppsetning, ef það fer með, að vinna höfundar og prófarkalesara er siðuðum mönnum samboðin.. Vandaður frágangur bókar er sem sagt lofsverður og ánægju- legur. En þegar öll kurl koma til grafar, þá stendur bók eða fellur með efni sínu og meðferð þess. Fagur búningur er tæplega öðrum bókum samboðinn en þeim, sem vert er að eiga, geyma og lesa oft. Er þá ekki seinna vænna að segja þá ætlun mííia, að þeir sem áhuga hafa á íslenzkri sögu muni tæplega taka annarri bók þakk- samlegar þetta árið en sögu ævin- týramannsins Marcellusar. Ber þá j meira að segja að hafa það hug- fast að sjaldan hafa fleiri alvar- leg sagnfræðileg verk borizt ís- lenzkum bókakaupendum á hinni árlegu bókavertíð en að þessu sinni. Það sem að mínum dómi gerir bókina um Marcellus sérstaklega girnilega til fróðleiks er að hún bregður nokkurri birtu yfir þann vegarkafla á ferli þjóðar okkar, sem flestum okkar er að mestu eða öllu móðu hulinn. Fer ekki hjá því, að enn fastar verður hér eftir en hingað til á Björn Þór- steinsson leitað um að bera al- menningi á borð meira af þeirri vitneskju um þetta tímabil, sem honum hefur áskotnazt á liðnum árum. Marcellus er eins og rúsína úr þeirri köku, enda er saga hans í rauninni líkari reyfara, en ævi- ágripi kennimanns. Þyí er ver-r, að margháttaða vitneskju vantar til þess að fylla út mynd söguhetjunnar og þeirra, sem á leið hans urðu, og er þó lengra og víðar leitað fanga en tíðast er um þá, sem við sögu ís- lands koma á liðnum öldum. En Björn er djarfur og hispurslaus í álykíunum sínum, og frásagnar- gleði hans og kunnugleiki á tíma- bilinu fleytir honum farsællega yfir flestar torfærur. Leynir sér ekki að höfundi þykir gaman að söguhetju sinni, — gott ef honum er ekki meira að segja hlýtt til þess brokkgenga lukkuriddara og óforbetranlega bréfafalsara, sem ekki sá sér aðra hlaupabraut greið- færari til frægðar og frama en embættisstiga kirkjunnar. En hann var líka manna ótrauðastur við að stytta sér leið, ef torfærur urðu í vegi. Ugglaust eru þeir teljandi, sem ekki finna í bókinni um Marcellus margháttaða vitneskju um menn og málefni fimmtándu aldar, sér áður ókunna með öllu. Þá er sag- an einnig á þann veg sögð, að hún má ánægju veita þeim, sem eng- an teljandi áhuga hafa á söguleg- um sannindum, en vilja gjarnan leita sér dægrastyttingar með því að fylgja ævintýralegum og óvenju legum lífsferli gengins meðbróð- ur, þótt ekki væri hann í tölu sann- heilagra. Ég vil loks eindregið benda á- hugamönnum um íslenzka sögu á að láta bók þessa ekki ólesna fram hjá sér fara. Og jafnfrámt leyfi ég mér að vænta þess atf Björn og þeir aðrir, sem grafitfr hafa upp umtalsverða vitneskji* um „hinar myrkvu miðáldir” f sögu íslands, dragi okkur sem fá- fróðir erum sem skemmst á þvf> er stuðia mætti smám saman' aff því að brúa bilið milli 1300 og 1500. B. J. (P. s.: Þegar ég var að leggja frá mér bókina um Marcellus, heyri ég að út er komin enn' ein bók, sem ætla má að varpi nokkri* ljósi á nýnefnt tímabil íslandssöa unnar. Á ég þar við rit Hermann»- Pálssonar lektors, Eftir þjóSveld• ið. Vonandi væri að ég hafi hiít á óskastund, þegar ég æskti fleirl tíðinda á næstunni af vettvangi íslandssögunnar í lok miðalda). B. J. 1 ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. des. 1965 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.