Vísir - 19.11.1958, Síða 1

Vísir - 19.11.1958, Síða 1
12 síður 48. árg. Miðvikudaginn 19. nóvember 1958 259. tbl. ðskurok við land, en stillt veiíur á miitum. Nýjasta uppffnning Þjóðvíljans: Báðu Bretar um að verða dregnir fyrir lög og dóm? Mikil síldveiði í nótt í góðu veðri. Bátar réru í tvísýnu veðri í gær. Við hvaða stjómmálamenn hafa útlendir sendiherrar rætt? ISeið Láðvík effáir ívrirmælum Frá fréttritaurum Vísis. Þetta er furðuleg veðrátta og erfitt að reikna út, hvernig muni viðra á sjónum. Það leit ekki vel út í gær með sjóveður fyrir reknetabátana, en vegna þess að von er um mikla síld- veiði, reru flestir, þrátt fyrir slœma spá. Veiðin var yfirleitt mikil, en þó misjöfn. Víðir 2. mun hafa fengið mestan afla éða 250 tunnur. I morgun var komið gufurok af suðri, símar fréttaritari Vísis í Sandgerði, svo að búast mátti við vondu, þar sem bátarnir voru að draga net sín, en svo var ekki. Flestir munu hafa fengið blíðalogn og í mesta lagi sunnan kalda. Mummi talaði í land kortér fyrir níu í morgun og var þá að ljúka við að draga net sín í blíðalogni, en á sama tíma var varla stætt í Sand- gerði, um 20 sjómílu vegalengd þaðan sem báturinn var. Stein- unn gamla talaði um sama leyti o’g sagði, að bezta veður hefði verið úti um nóttina. Sennilega hafa bátarnir verið í miðri lægð- inni. Kl. hálf ellefu í morgun var farið að lygna í Sandgerði og vindur að snúast meira til vestiirs. Það getur orðið sjóveð- ur aítur í nótt, þrátt fyrir öll þessi læti, sagði fréttaritarinn. Afli Sandgerðisbáta var þessi: Víðir 2. 250 tunnur, Mummi 100, Rafnkell 150, Guðbjörg 130, .Hamar 130, Muninn 80 og Stein- unn gamla 80. Bliðfari fékk 14 tunnur og Dux var með lítið. Akranesbátar voru flestir á sjó, og afli þeirra yfirleitt mik- j ill og var áætlað að 1300 tunn- ur myndu berast til Akraness í dag af 17 bátum. Nokkrir féngu lítinn afla, en aflahæsti báturinn er með 200 tunnur. Aflabrögð Keflavíkurbáta eru svipuð og hjá hinum. Sæfari tíndi einhverju af netum sínum, en Sæhrímnir fór að leita þeirra. Sæhrímnir var sagður hafa fengið 200 tunnur. Síldin er um 3 stunda siglingu frá Skaga. Samyrkjubúin ganga illa. Búlgarska stjórnin hefur tU- kynnt, að eitthvað sé bogið við samyrkjubúin í landinu. Hefur komið fram ströng gagnrýni í þetta búskaparform eða öllu heldur þá, sem eiga að sjá um, að það komi að ein- hverju gagni. Hefur stjórnin til- ‘ kynnt um skipulagsbreytingu, | sem er í því fólgin, að 3200 sam- i yrkjubú í landinu eigi að verða I aðeins 1000 risabú. Er það von ' stjórnarinnar, að þá gangi eitt- hvað betur. £ra Moskvu? Svo sem kunnugt er, er Þjóðviljinn oft fádœma Ilorður, en j)5 virðisí mönnum, sem hann íiaíi yfirstigið ijáifan sig í fúkyrðum, svívirðingum og álygum eítir að Olafur Thors flutti s.I. fimmtudag á Álþingi hina ein- dæma hörðu ádeilu sína vegna manndrápahótana Breta og annars svívirðilegs athæfis þeirra við strendur Islands. Má heita, að Þjóðviljinn hafi varið mestu rúmi sínu flesta daga síðan til óvenjulegra ræt- inna og lítilmannlegra árása á Ólaf Thors. Án efa munu menn gera sér ljóst, að þetta stafar ekki ein- göngu af illvilja til Ólafs Thors eins og það líka er víst að slík mannskemmdarummæli eru hon. um til framdráttar en ekki miska. Og menn spyrja: Hvernig stendur á þessu? Ástæðan er ósköp einfaldlega sú, að framkoma Ólafs Thors, hin snöggu viðbrögð hans, hin harðorða ádeila á Breta, hin heita þjóðernistilfinning og hinn eðlilegi ótti um líf íslenzkra sjó- manna hefur fundið hljómgrunn hjá öllum sönnum íslendingum. Krafa hans um að kalla Breta fyrir rétt og beygja þá undir siðara manna atferli hef ur vakið ótta kommúnista um, að eftir að það hefur teldzt, Þorskveiði í net hefur glæðst í ísafjarðardjúpi. Heildaraflmn orðinn um 100 lestum fyrrahaust. mesri en i ísafirði i morgun. Þorskanetaveiði Djúpbáta hef- ur glæðzt að nýju síðustu dag- ana og er veiðin orðin meiri held- ur en liún var í fyrrahaust. Tfheodor Heuss, forseti vestur-þýzka sambandslýðveldisins, var fyrir skemmstu í opinberri lieimsókn í Bretlandi. Nokkur mannfjöldi fylgdist með, þegar hann ók með Elisabetu drottn- ingu um götur borgarinnar, en viðmót almennings var næsta kuldalegt. Heildarafli báta þeirra, sem veiða í þorskanet nemur nú um 1300 lestum, en allur þessi fisk- afli er veiddur í ísafjarðardjúpi. í fyrrahaust var aflinn minni, eða samtals tæpar 1200 lestir. Þá var veiðum hætt síðast í októ- ber, en nú eru þær stundaðar ennþá og hefur veiðin glæðzt síð- ustu dagana að nýju. Síðastlið- inn laugardag fengu stærri bát- arnir enn 5 lestir í lögn. Annars hefur tíðarfarið verið rysjótt og umhleypingasamt að undanförnu og hamlað sjósókn línubátanna en aftur á móti hafa netabátarnir nær alltaf getað vitjað um. Æskulýðsheimilið tekm- til starfa. Æskulýðsheimili ísafjarðar hefur byrjað starfsemi sína í vetur og verða námskeið í basti, ýmsu föndri og fleira. Þá verður kenndur dans. Kabarettsýningar. Lúðrasveit Isafjarðar efndi 1 kabarettsýninga á Isafirði s laugardag og sunnudag við mik aðsókn og hrifningu. Hefur lúðrasveitin starf? með miklu fjöri og iífi undai farið. Stjórnandi er Harry He lufsen. muni Eretar aftur njófa form-a vinsælda á íslamli og komm- únistar þá ekki lengur geta með jákvæðum árangri þjón- að fyrirmælunum frá Moskvu rnn að kveikja og kynda undir ófriðarbálinu alveg án lilið- sjónar af, liv-að landhelgismál- inu líður. Þegar hér var komið, sögðu kommúnistar í sinn hóp: Hvað getum við nú gert til að varpa skugga á Ólaf Thors og Sjálf- stæðisflokkinn? Rök fundu þeir engin, sem ekki er heldur von, en lygin er þeim alltaf nærtæk. Óheppni hefir þó að þessu sinni elt þá, því að áreiðanlega er það þýðingarlaust, þótt þeir tyggi upp dag eftir dag að tillaga Ólafs Thors um að Bretar séu kallaðir fyrir rétt bræðraþjóðanna og beygðir þar til siðsamlegs at- hæfis, sé runnin undan rifjum Breta sjálfra! Slíkar staðhæfingar eru of ósennilegar til þess að nokkur trúi þeim. Þjóðviljinn staðhæf- ir æ ofan í æ, að sendiherra Breta og aðrir sendiherrar bandalagsþjóðanna gangi ber- serksgang til að styðja tillögu Ólafs Thors í viðræðum við is- lenzka stjórnmálamenn. Hér með er skorað á Þjóðvilj- ann að benda á einn einasta ís- lenzkan stjórnmálamann, sem vill staðfesta, að slik ósk verði borin fram við hann. Geti Þjóð- viljinn það ekki, hlýtur það að skoðast sem opinber játning á, að allt, sem hann hefur um þetta sagt, eru bein og vísvitandi ó- sannindi. Og enn eitt: Ef atferli Ólafs Thors er vítavert, hvers vegna þagSi há Lúðvík Jósepsson á Al- |>ingi, meðan umræð- urnar fóru fram á fimmtudaginn, jiegar bæSi forsætisráðherrann og utamríkisráðherrann tóku undir öll ummæli Ólafs. Var hann kannske að b;ða eftir fyrirmælum frá Moskvu? ----•---- Niu menn far- aist í Kenya. Níu manns biðu bana í bílslysi í Kenya imi síðustu helgi. Langferðabifreið var á ferð í fjöllunum vestan til í landinu, þegar ökumaðurinn missti stjórn á henni, svo að hún steyptist ofan í 40 m. djúpt gil. Aðrir menn i bifreiðinni komust lífs af.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.