Vísir - 19.11.1958, Blaðsíða 9
Miðvikúdaginn Í9. nóvember 1958
V í S I E
9
Roy Norr:
Vindlinpsían er hrekkur.
CeriV iitið sem ehh&rt
fJÍBfJSt.
Fyrrum stóð við tóbaksbúðir
í Ameríku Indíáni úr tré,
mannhæðarhár og rétti fram
vindlakassa. Var hann sá eini,
sem bar tókbaksiðnaðinum
vitni.
En nú hafa leigð vitni komið
í stað hans og eru flutt inn í
setustofu fjölskyldunnar. Það
eru ,,baseball“hetjan, sem lifir
á reyk í stað kjarnfæðu, frétta-
þulurinn eða leiksviðsstjarnan,
sem púar reyknum inn í stof-
una og gumar um leið af „á-
nægjunni“, sem til sölu sé.
Þeir, sem afsaka tóbakið,
segja, að fólk hafi vit á að
greina satt frá lognu, þegar um
tóbak sé að ræða. Þeir segja tó-
baksframleiðendum, að þeir
þurfi engar áhyggjur að hafa
af því að þeir spilli hugsunar-
hætti fólks eða slævi dómgreind
þess — auglýsingar þeirra sé
ekki svo áhrifamiklar.
En vindlingaframleiðandinn,
sem notar sér þetta til að
vernda sig fyrir árásum, kímir í
leyni yfir allri þeirri ,,froðu“
sem „sálfræðingar“ iðnaðarins
senda frá sér. Hann veit, að sá
sem er sólginn í vindlinga
reynir að réttlæta þá venju,
sem hann veit með sjálfum sér
að er skaðleg. Hann þekkir á-
kafa reykingamannsins í að
trúa hverjum fölskum vitnis-
burði, hverri rangri „læknis-
fræðilegri skoðun“, sem hjálp-
ar til að svæfa ótta hans.
Það er einmitt þessi trúgirni
vana-reykingamanna, sem hef-
ir hvatt forystumenn í tóbaks-
iðnaði til að ráðast í nýtt glæfra
fyrirtæki: hinn mikla hrekk
um vindlingasíuna. Nú er kapþ-
hlaupið um það hvaða félag
geti framleitt ónýtasta síu svo
að „fullkomið, ágætt tóbaks-
bragð“ geti komist í gegn ó-
skemmt — vindlingasía sem
sleppir nógu af nikótíni og
tjöru í gegn og heldur reyk-
ingamanninum fjötruðum við
ávana sinn.
Það er heillandi saga um á-
gæti auglýsinga, að iðnaður,
sem á þá vafasömu sæmd að
sambönd hans við viðskipta-
menn sína endist til æviloka, er
að velja „falska heilsuvernd“,
síur, sem sía ekki neitt. Við
skulum minnast auglýsinga
fyrir skömmu síðan:
„Engin önnur vindlingasía
tekur út eins mikið af nicótíni
’og tjöru“.
„Mesta heilsuvernd í sögu
-vindlinganna“.
■ „Síar burtu svo mikið af
skaðlegum reyk, að hún síar
burtu áhyggjurnar með hverj-
um reyk“.
Þegar búið er að undirbúa
fórnardýrin til að fallast á sí-
unina með sömu trúgirni og þau
veita heilsuyerndinni viðtöku
býst nú hinn fimi auglýsnga-
maður til að staðfesta aúglýs-
ingar sínar. Svo sjáum við
þetta:
..Stórsíun til þess að hjalpa
'yður tii að reykja hæfilega“.
„Sannarleg siun“.
„Áhrifamikil síun“.
Takið eftir því, að ,,beitan“
er ekki lengur þarna. Nú er
ekki lengur minnst á að sía
burt tjöru og nicotin, því að
auglýsandinn gæti þurft að
sanna það. En smásalinn veit
að „sannarleg siun“ og áhrifa-
mikil sínun“ getur þýtt aðeins
eitt fyrir mátulega hræddan
reykingamann: minni áhætta
af nicotíni og tjöru fyrir heils-
úna. En eftir því sem ameríska
læknafélagið segir hafa þeir
ekki fundið þess neinn vott, að
nicotín og tjara hafi minnkað
svo við síurnar að það hafi
nokkra liffræðilega þýðingu.
Þegar hinn frábæri krabba-
læknir dr. Alton Ochsner við
Ochsnerlæknastofuna í Nýja
Orleáns var að því spurður
hvort gagn væri að vindlinga-
síum svaraði hann: „Já, til að
selja vindlinga“.
Snemma á þessu ári birti
læknablaðið brezka, sem er
rödd læknafélagsins brezka,
foryztugrein eftir dr. L. L.
Wynder frá Sloan-Kettering-
stofnuninni hér, sem hefur
vakið mikla éftirtekt meðal
lækna. „í Bandaríkjunum“,
skrifaði dr. Wynder, „hafa sum
tóbakssölufélög notað sér ósk
almennings um vindlinga með
sium og jafnframt gott tóbak,
með því að framleiðá æ ónýtari
síur“. Hann spáði því að áður
en langt liði myndi löggjafinn
neyða vindlingaframleiðendur
til þess að lýsa því yfir í hundr-
aðshlutum — líklega á hverjum
pakka — hvað það væri, sem
sían síaði burt. Ef burt væri
numið 40% af nicotíni og tjöru
úr vissum vindlingi, áleit hann
að það gæti orðið nokkur lausn
á hinni miklu áhættu fyrir
heilsuna, sem miklar reykingar
hafa í för með sér. Auðvitað
með því fororði „að val á tó-
baki eða verkun sé ekki breytt
á þann veg að það gefi frá sér
meiri tjöru“.
Þetta færir með sér annað
vandamál. Það er vel kunnugt
að lélegt tóbak er æ meira not-
að fyrir vindlinga með síum.
Vindlingaframleiðendur hafa
uppgötvað, svo er sagt í vind-
lingaiðnaðinum, „að dekkra tó-
bak, sem sterkari blöðum og
bragði sé bezt fyrir vindlinga
með síum. Eitthvað of smekkn-
um tapazt þá þegar reykurinn
fer gegnum síuna“.
Hin æðislega sókn eftir vind-
lingum með síu er nægilegt
svart til iðnaðarins við fullyrð-
ingu hans um að „hræðslan um
heilsuna" sé gleymd. Fram-
leiðslaná vindlingum með sí-
um var 2 hundraðshlutar fyrir
fáum árum en er nú 40 hundr-
aðshlutar og enn er hún að
vaxa. Það virðist' sem hið
minnsta er reykingamenn okk-
ar gæti búist við af heilsuráð-
inu í Washington. — Þeir kalla
sig „lækna fólksins“ — sé að
þeir heimti af löggjafanum að
hann lýsi yfir að tóbak sé lyf,
eins og það er og setji það und-
ir vald hreinnar fæðu og lög-
gildingar um lyf,
Salt er hvorki eins eitrað og
nicotín né heldur eins skaðvæn-
légt og tóbakstjaran. En þegar
niðursuðumenn tóku eftir vax-
andi andstöðu lækha gegn of
miklu salti i mat fyrir þá sem
vorú veilir á æðum eða hjarta,
flýttu þeir sér að setja á mark-
aðinn „saltlausan“ mat og mat
sem hafði „miðlungslága salt-
gráðu. En þeir voru þegar stöðv
aðir og skyldaðir til að setja ná-
kvæma hundraðstölu af salti á
framleiðslu sina.
Ef litið er á það frá strang-
asta vísindalegu sjónarmiði
verður kannske aldrei -loka- [
sönnun dregin af því hvert hlut
verk reykingar eiga í hinni
hræðilegu útbreiðslu lungna
krabba. En nóg er vitað fyrir
upplýst land eins og Svíþjóð,
sem hættir að auglýsa tóbak af
tilliti til æskulýðsins. Þar hefur
tóbakseinkasalan einnig heitið
2.200 dala verðlaunum fyrir
beztu ritgerð um það hvernig
eigi að hafa stjórn á reyking-
um meðal æskunnar og stjórnin
hefur tekið að sér að sjá um að
eðli og áhrif tóbaks séu kennd
í skólunum.
Á Englandi er af heilsufai's-
ástæðum hvorki tekið á móti
auglýsingum um tóbak, i út-
varpi eða sjónvarpi. Enn frem-
ur var það að ráði læknisfræði-
legrar ráðgjafarnefndar, að
heilsumálaráðherrann brezki
talaði síðastliðið sumar um
reykingar og krabba. „Tvær
undirrætur að krabba hafa
fundizt í tóbaki,“ sagði hann.
Sambandið milli vindlinga-
reykinga og krabba er nú „ó-
neitanlegt“, mælti hann enn
fremur.
Hér á landi á opinber heilsu-
þjónusta eftir að gera nokkra
tilraun til að vara æskumenn
við þessari hættu. Hún leyfir
bersýnilega vísindalegum „efa“
að ríkja um eitrið.
En það sem er ofar öllum efa
er þetta:
• „Ekkert nema gott gæti
komið af vindlinga bindindi.
Menn losna við hálsslæmsku af
reykingum — reykingahósta —
andarteppu af reykingum —
slæmsku í barkakýli og í koki
og óþáegindi fyrir hjarta.
• Að rannsóknir að minnsta
kosti í sjö mismunandi lönd-
um, þar sem um. lungnakrabba
er að ræða, benda ófrávíkjjan-
lega á það,að hættan við lungna
krabba vaxi í hlutfalli við hvað
mikið er reykt.
• Ef menn fallast á rann-
sókn þá, sem krabbavarnafélag
Ameríku hefur rekið, er áhætt-
an á að fá þenna banvæna sjúk-
dóm, fyrir þann sem reykir 40
vindlinga á dag, 70 sinnum
meiri en fyrir þann, sem ekki
reykir.
• Með því að virða fyrir sér
hinar miklu krabbalækninga-
stofnanir hérna og bera saman
dagbækur lækna hér og utan«
lands sést að sannanirnar eru
svo miklar að það er ástæða til
að vara fullorðið fólk alvarlega,
við reykingum og hefja herferð
til þess að mennta æskulýðinrn
urn skaðsemi reykinga.
Evarts A. Graham, alþjóðleg-
ur sérfræðingur um krabba á-
lítur, að sannanirnar sé meiri
en sannanirnar fyrir því að
bólusetning verndi gégn bólu,
„og það eru aðeins þverhausar,
sem efa það.“
Vörn — þar sem hægt er að
koma við vörn gegn krabba í
öndunarfærunúm — er bezta
vonin um að geta hindrað þenna
miskunnarlausa banavald, sem
samkvæmt skoðun lækna í
brezka heiminum mun slá nið-
ur eitt fórnardýr í hverri fjöl-
skyldu „mjög bráðlega“. Dr.
Ochsner reiknar svo, að kring-
um 1970 muni 1 af hverjum 8
ameríkumönnum fá lungna-
krabba, ef ekkert er gert til áð
hindra það.
En meiri hætta fyrir mann*
lífið stafar þó af hjartasjúk-
dómi, sem drepur fleiri menn
innan 65 ára en næstu 5 dán-
arorsakir samanlagt. Það eru
sígild orð, sem Grace M. Roth
prófessor við Mayo-stofnunina
sagði 1952: „Á venjulegan
mann eru áhrif þannig, er hann.
reykir, að blóðþrýstingurinn
hækkar, púlsinn verður örari
og æðarnar dragast saman.“
Enginn læknir er í andstöðu
við þessa skoðun.
í forustugrein í blaði amer-
íska læknafélagsins stendur
1955: „Það virðist nú vera á-
reiðanleg sönnun fyrir því, þS
að reykingar hafi ekki beint
áhrif á hjartaæðarnar geti þáer
haft eyðileggjandi áhrif á
hjartavöðvann sjálfan.“ Dr.
Frh. á 11. síðu.
IVianstu eftir þessu
Eimirinn Abdullah varð Abdullah Ilbn
Hussein konungur í Transjordaníu 25. 5.
1946, þegar ríki hans öðlaðist fullvelai.
Með koniihgi (til vinstri) er Abduí Ilah,
emir og þáveraridi ríkisstjóri í Irak.
Konungur var orðinn 64ra ára, er þetta
gerðist og hafði hann unnið árum sam-
an við að koma ríki sínu á laggir, en
stjórnarskrá Iandsins, er veitir konungi
framkværiidavaldið, gekk í gildi árið
eftir. AbduIIah konurigur var myrtur
20. júlí 1951, og sonarsonur hans,
Hussein 1., var krýndur konungur í
Jórdaníu í mafmánuði 1952.
Knattleikurinn, sem kallaður er base-
ball, hefur verið þjóðáríþrótt Banda-
ríkjamanna um langt árabil, en þó var
það ekki fyrr en árið 1938, að menn
fundu upp á því að leika á kvöldin við
flæðiljós, til þess að auka aðsóknina.
Nokkrum árum síðar var það að kalla
daglegur viðburður — ef svo má að
orði komast — að haldnir væru meiri-
háttar leikir á kvöldin, þegar flestir
áttu heimangengt. Að sumarlagi er oft
miklu hentugra og hagstæðara að leika
eftir áð sól er sezt, því að hitinn er þá
ekki aíveg eins ofsalegur.
Hér sést erkibiskupinn Jean Larránt-
68 ára gamall kaþólskur preláti, fara
um síðustu eftirlitsstöð konunúnista við
Ilongkong, nýlendu Breta í Suður-
Kína í marzmánuði 1952. Hann liafði
verið í stofufangelsi í Kweiyang, Kwei-
chow-héraði, í ár áður en hann var rek-
inn úr Jandi. Árið 1950 liafði stjórn
kommúnista hert sóknina gegn hvers-
kyns trúarbrögðum í landinu og braut
niður helgistaði af öllu tagi. Kristni-
boðar voru m. a. ofsóttir, og margir
voru Ieiknir mjög grimmilega, áður en
þeim var um síðir slcppt úr landi.