Vísir - 19.11.1958, Blaðsíða 4

Vísir - 19.11.1958, Blaðsíða 4
4 VlSIB Miðvikudagirin íð. nóvérriber 1958 Landhelgismálft: Hingað og ekki lengra — n si er nóg kmiiið!" Til hvaða rtkða eigtt Éslendingar að grípa ? Hingað og ekki lengra — nú er nóg komið. Eg geri ráð fyrir því, að fáir séu þeir íslendingar, sem ekki hefir sollið móður í brjósti við þá fregn, sem öldur Ijósvakans fluttu þeim í kvöldfréttum út- varpsins 12. nóvember síðast- liðinn. Hinar margendurteknu ofbeldisaðgerðir Englendinga náðu þá hámarki með seinasta afrek enska flotans í ofbeldis- aðgerðum hans gegn íslenzku þjóðdnni, með hinni svívirði- legu og einstæðu tilkynningu foringjans á hinu enska her- skipi, sem ber nafnið Russel, sem hann sendi skipherranum á varðskipinu Þór og hljóðaði svo: „Ef þið skjótið á skipið, sökkvum við ykkur.“ Skipið, sem varðskipið hafði stöðvað, var enskur togari og bar nafnið Hackness, og var staðið að því að hafa brotið ís- lenzk lög langt inn á því svæði, sem allar þjóðir heimsins greinir ekki á um að skuli vera friðhelgur reitur viðkomandi þjóðar. Efnislega er þvi tilkynningin á þessa leið: Ef þið gerið skyldu ykkar, þá sökkvum við skipi ykkar. Þótt það kosti líf ykkar allra, þá skiptir það engu máli. Mér ber að hindra ykkur í lög- gæzlustarfi ykkar, því togarar okkar eiga að fá að fiska ó- hindraðir í íslenzkri landhelgi samkvæmt þeim fyrirmælum, sem yfirstjórn flotamálanna hefir gefið okkur að fyrirlagi ríkisstjórnarinnar ensku, og samkvæmt fyrirmælum henn- ar Hátignar drottningarinnar. Þessi fyrirmæli voru einnig greinilega ítrekuð í sambandi við ofangreint atvik, þar sem flotamálayfirstjórnin fyrirskip- aði foringjum herskipsins að hindra íslenzku varðskipin í að ná togaranum hvað sem það kostaði. Það er þótt til þess yíði að sökkva íslenzka varð- skipinu. Þegar svo langt er gengið er sannarlega ekki of fljótt þótt allir íslendingar segi: „Hingað Og ekki lengra — nú er nóg komið.“ Við erum nógu lengi búnir að leika hálfgerðan skrípaleik, eða „síðasta leik“ við ensku veiðiþjóafna og ensku sjóræningjana með varðskip- um okkar. Því herskipaflotinn, sem ver þjófnaðinn, er ékkert annað en auðvirðilegur floti samvizkulausra sjóræningja eftir því hvernig hann hagar sér. Þegar svo er komið verður að gera eitthvað raunhæft til að stöðva þetta ofbeldi þeirra. Það vill svo vel til, að við erum aðilar að þeim samtök- um vestrænu þjóðanna, sem stofnað var til með það mark að koma í veg fyrir að nokkur þjóð gæti beitt slíku ofbeldi, sem enska þjóðin beitir nú jninnsta ríkið og eina vopn- lausa ríkið innan þessara sam- taka. Slíka árás, sem enska ríkið hefir nú hafið á íslenzka rikið, ber samkvæmt einni grein sáttmála Atlantshafs- bandalgsins, að líta á sem árás á öll hin ríkin, sem í bandalag- inu eru. Samkæmt þeim sátt- mála ber þeim og að hefja nauðsynlegar aðgerðir til að stöðva slíkt ofbeldi, strax og kæra hefir borizt um of- beldisaðgerðir gegn einhverju aðildarríki samtakanna. Það er því augljóst mál, að fyrsta að- gerðin verður að vera að kæra ofbeldið fyrir ráðinu og krefj- ast fundar æðstu manna innan ráðsins, ásamt kröfu um að of- beldisaðgerðunum sé hætt. Ef þessi krafa jafnhliða kærunni er lögð fram, þá ber samtök- unum skilyrðislaust, sam- kvæmt sáttmála sínum, að stöðva ofbeldisárás Englend- inga á íslenzku þjóðina og hagsmuni hennar. Hins vegar er ekki hægt að búast við, að samtökin hefji neinar slíkar aðgerðir án þess að slík kæra sé lögð fram eða krafa um að ofbeldið sé stöðv- að. Bregðist samtökin hinsvegar í því að gera skyldu sína, þá er fyrst kominn tími til, að ís- lenzka þjóðin fari að skoða hug sinn um það, hvort þessi samtök séu þess virði, að það borgi sig að vera innan þeirra. Ef þessi kæra væri lögð fram og krafizt liðsinnis gegn svo skýlausu ofbeldi sem þessu, eins og sáttmálinn veitir ský- lausan rétt til, og því væri ekki sinnt, þá væru þessi samtök þar með búin að kveða upp sinn dauðadóm. Því þá væri það svo augljóst, að hin harðsvíraða undirokunarstefna og aðrar arðránsstefnur 19. aldarinnar, sem nefnd var nýlendustefna, er aftur að verða ofan á hjá stórveldunum, þott bæði Eng- lendingar og Bandaríkjamenn hafi haft forgöngu um að þjappa vestrænu þjóðunum saman til þess að standa vörð um frelsi sitt í framtíðinni. Það er því augljóst mál, að ef eitt af ríkjum þessara samtaka legg- ur fram kæru býggða á stað reyndum um ag annað þelrra stórvelda, sem hafði forgöngu um stofnun þessara samtaka beiti það skefjalausu ofbeldi bæði hernaðarlegu, efnahags- legu og stjórnmálalegu, þá verða þau að taka þá kæru til greina, annars hafa þau kveð- ið upp sinn eigin dauðadóin. Þegar hlutímir eru skoðaðir f svo raunhæfu ljósi þá er það augljóst mál að enginn hefur reitt slíkt hnefahögg og látið það ríða þannig framan í þær frelsishugsjónir, sem vestrænu þjóðasamtökin voru stofnuð til að standa vörð um, eins og Englendingar hafa gert, með þessu svívirðilega athæfi sínu, gagnvart íslenzku þjoðinni. Af því sem hér er sagt er það Ijóst, að eg hef ekki í huga neitt samningamakk við of- beldis- og árásaraðilana ensku, heldur þvert á móti, að íslend- ingar noti það hagræði sem þeir augljóslega hafa, af því að vera innan vébanda Atlants- hafsbandalagsins, og fletti því ofan af þeim svívirðilega glæp, sem Englendingar eru að fremja gegn hugsjónum vest- rænu þjóðanna, með framferði sínu gegn íslendingum. Allir íslendingar sem vilja að ísland fái að njóta réttar síns í landhelgismálinu hljóta að geta tekið undir það sem eg ^ ságði í upphafi máls míns: ! Hingað og ekki lengra — nú i er nóg komið. Kærið því fram- ferði Englendinga fyrir ráði Atlantshafsbandalagsins. Krefj ist ráðherrafundar um málið. Krefjist þess að ráðið geri skyldu sína og stöðvi ofbeldis- aðgerðir Englendinga gegn íslendingum. Gerum öllum þjóðum Ijóst, að íslenzka þjóðin er einhuga í þessu máli og veit að allur rétturinn er hennar megin og að hún sætti sig ekki við neitt annað en réttlæti. Reykjavík, 16. nóv. 1958. Þorkell Sigurðsson. VerkfaSEi vörubífrslða- stfóra aflýst. Verkfalli Félags vöruhifreiða- stjóra á Suðurnesjum við ísl. aðalverktaka á Keflavíkurvelli, sem staðið hefur um alllangt skeið var aflýst í gær, svo og samúðarverkfalli Þróttar í Rvík, þar sem samningar liafa tekizt við verktaka. Vörubifreiðastjórar gerðiT verkfall til að fá framgengt kröfu sinni um áukin forréttindi á akstri á efni til verktaka á Keflavíkurflugvelli. í samningnum er gert ráð fyrirr akstri á 40 þúsund' kubikyördum a.f efni sem lágmarki. Ér hér um að ræða flutning á efni úr Stapa- felli í asfaltstöð, skeypustöð og grunna. Næsta Árbók Ferðafélagsins verður unt Barðastrandarsýslu. Um tvö þúsund manns tóku þátt í 60 ferðum félagsins í sumar. Á þessu ári hefur Ferðafélag íslands efnt til samtals 60 ferða, langmest upp í óbyggðir lands- ins og Iiafa þátttakendur í þeim verið nær 2 þúsund talsin.s. í „Sviðamessu“ Ferðafélags- ins í Hvéradölum á sunnudag lýstu þeir Jón Eyþórsson vara- forseti Ferðafélagsins og Lárus Ottesen framkvæmdastjóri þess nokkuð störfum félagsins og framkvæmdum á þessu ári, svo og því helzta sem á döfinni væri í næstu framtíð. Meðal annars mun félagið láta byggja nýtt sæluhús í ó- byggðum svo fljótt sem við verður komið, en ekki hefur því enn verið valinn staður. Ennfremur hefur verið um það rætt að koma upp sérstöku svæði í nágrenni Reykjavíkur, annað hvort í námunda við Þingvallavatn eða í öðru fögru umhverfi þar sem fólki gæfist kostur á að dvelja annaðhvort í skála eða tjöldum um helgar í sumarleyfi. Hefur það komið til tals fyrir nokkru innan fé- lagsstjórnárinnar að Ferðafé- lagið helgaði sér slíkan reit eða útvegaði fyrir félaga sína hér í grennd við Reykjavík. Þá hefur og skotið upp þeirri hugmynd að koma upp skógarlundi við sæluhúsið í Þórsmörk. Síðasta Árbók Ferðafélagsins var eftir Jón Eyþórsson og fjallaði um Vestur-Húnavatns- sýslu, sú næsta verður um Barðastrandarsýslu eftir Jó- hann Skaftason sýslumann og verður hún allstór. Árbók 1960 fjallar um Suðurjökla eftir Guðmund Einarsson frá Mið- dal. Af öðrum störfum félagsins skal getið að í sumar voru gróðursettar 6 þús. plöntur í Heiðmörk. Alls hefur félagið gróðursett þar 52 þús. plöntur eða 1/20 allra plantna sem þai hafa verið settar niður. Félagið hefur haldið áfram útgáfu íslandsuppdrátta, það á nú 8 sæluhús og 5 hringsjár. í haust tók það þátt í sýningu Æskulýðsráðs í Listamanna- skálanum. Þeir sem tóku til máls auk framángreindra voru: HalL- grímur Jónsson, Hákon Bjarna son, Þorstéinn Þcrsíeinsv-.a Jón Bjarnason og jticgni 'Xoria- son. W‘É- tiacKner-vérKsmíöjurnar i 'JIounf Vcrnon í iiandaríkjunum hafa íramleitt þessa sérkennilegu þyrlu, sem gerir mönnum kleift aS- taka undir sig stökk mikil fyrirhafnarlaust.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.