Vísir - 19.11.1958, Blaðsíða 11

Vísir - 19.11.1958, Blaðsíða 11
Miðvikudaginn 19. nóvember. 1958 Vf SIR Ií Martha Albrand: m u^ur Kj/ÍMte Carh 25 Guy yrði ástfanginn. Eg held, að hann sé fram út hófi eigin- gjarn — sjái aðeins það mark, sem hann hefur sett sér — eða sett mér — og allt annað verði að víkja. Stundum efast eg um, að hann elski mig. Eins og þú veizt sór hann þess dýran eið, að bjarga mér frá að vera í hjólastól alla æfina. Hann er stað- ráðinn í, að eg skuli dansa, og heimurinn dá mig. Hann mundi líta svo á,'að hann hefði lifað til einskis, ef hann næði ekki því marki, sem hann hefur sett sér.“ „Heldurðu, að hann sé hamingjusamur — á sína vísu?“ Fleur hrissti höfuðið. „Hann er hamingjusamur aðeins í draumum sínum. Það er metnaðurinn, sem knýr hann áfram. Hann vill verða mestur í sinni grein, eins og eg á að verða bezta dansmærin, en það eru til kunnari menn á hans sviði, en hann — ef til vill. Og hann öfundar þá. Hann var veikburða sem barn. Hann fékk aldrei að ólátast með öðrum bömum. Og hann var ekki tekinn í herinn vegna þess, að hann var ekki hraustur. Þá lá við að hann brjál- aðist — af tilhugsuninni um, að hann yrði álitinn huglaus. Þá fór hann að iðka kafanir. Þá þótti það djarflegt — nú er litið á það næstum sem sport." Hann fór að hugleiða hver áhrif þetta hefði allt til þess að móta persónuleika hans. Hafði það alið upp í honum dulið hatur, hefnigirni? „Um hvað ertu að hugsa, Mark?“ sagði Fleur, sem ekki hafði af honum augun. „Hvers vegna hefirðu svona mikinn áhuga fyrir að fá vitneskju um hve náinn kunningsskapur var milli Guys og Corinne Javal, ef þau þá hafa þekkst? Hann þekkti margt fólk, en eg held ekki, að hann hafi átt vini. Hafi Corinne haft áhuga fyrir köfun hefur það ef til yill —“ „Corinne er dáin,“ greip hann fram í fyrir henni, „hefirðu gleymt því, sem eg sagði þér?“ Eða gleymdi eg að segja þér hvemig hún dó. Hálsklúturinn hennar flæktist í stýrishjólinu og —“ „Hún dó þá eins og Isadora Duncan." „En þú sagðir — eða gafst í skyn, að hún hefði verið eitt af fórnardýrum Timgads." „Já.“ Hann sagði þetta eina o,rð þannig, að augu hennar opnuðust. Það lá við, að hún stimaði. „Ertu að fara utan að því, að bróðir minn hafi á einhvern hátt verið við það riðinn, að hún var —“ Allt í einu náðu tilfinningarnar svo sterkum tökum á henni, að hún gat ekki lokið setningunni.“ Hann kraup á kné og sagði: „Fleur, elskan mín, þú veizt ekki hversu erfitt er fyrir mig, að segja þér þetta allt.“ Hún horfði djarflega í augu hans og reiðin hafði hana alveg á valdi sínu: „Þú ert ekki með réttu ráði. Hvernig dirfistu að gruna bróður minn — nei, snertu mig ekki.“ Hún kippti að sér hendinni. Auðvitað gat hann ekki búist við, að hún gæti trúað því. „Því miður hefi eg sannanir fyrir, að hann er flæktur í málið." „Að hann sé viðriðinn morð — þú veizt ékki hvað þú ert að segja." Mark svaraði ekki og hann varð þess var, er' hann horfði á hana, að hún var skelfingu lostin. Eins og hún nú væri fyrst að skilja til fulls það, sem hann hafði sagt. „Þú segist hafa sannanir? Hvaða sannanir?" Hann sagði henni allt af létta, en er hann hafði lokið máli sínu sagði hún: „Eg trúi því ekki. Eg þekki hann. Það hlýtur að vera einhver skýring." „Það vona ég, okkar vegna.“ Hann stóð upp. „Fleur, elskan mín, reyndu að líta á málið frá minni hlið. Nú verð eg að hringja til Perriers." „Nei, sagði hún og þreif af honum símatólið? „Þú mátt ekki gera það. Eg leyfi þér það ekki. Hlustaðu, Mark. Eg veit, að hann er saklaus. En eg veit líka hvernig það mundi fara með hann, ef lögreglan yfirheyrði hann, eða ömmú — og mig. Mitt nafn yrði líka ataö auri — svívirt. Mark, þú getur ekki gert það. Hann sá örvæntinguna í augum hennar. Flvað gat hann gert? frarið á fund Guy Constants og krafist skýringar. Það mundi hafa þær afleiðingar, að fjandmenn hans stæðu miklu betur að vígi en ella. Hann gæti ekki varið sig. Og Fleur? Mundi hún nú hringja á Perrier, ef eitthvað kæmi fyrir hann. Eða mundi hún láta sem það væri slys, fjölskyldu sinni til verndar, slys, sem bróðir hennar væri ekki valdur að? „Farðu og talaðu við Guy,“ sagði hún. „Eg bið þig um það. Talaöu við hann áður en þú talar við Perrier. Mark, ef þú berð nokkurn snefil virðingar fyrir mér kemurðu með mér til hans — nú.“ — — — Það var komið fram yfir sólarlag, þegar þau óku frá gistihúsinu. Rökkur var sigið á og það var mjög hlýtt. Mark reyndi ekki að rjúfa þögnina. Einu sinni sleppti hann annari hendi af stýrishjólinu og snart kné hennar, en hún sat stirð og köld, og hún lét þess ekki sjást merki á nokkurn hátt, að hún hefði orðið þessa hlýleikavotts var. Mark grunaði, að á seinasta hálftímann hefði viðhorf hennar til hans tekið þeirri gerbreytingu, að hún liti nánast á hann sein ókunnugan mann, sem komið hefði til þess að rjúfa heimilisfrið fjölskyldu hennar. Og ennfremur, að hún hefði alveg snúist gegn honum og tekið sér stöðu með bróður sínum. Hann fór styttri leiðina, sem Guy Constant hafði sagt honum frá um morguninn, og þau voru svo fljótt komin að húsinu, að þau voru bæði undrandi. „Eg veit varla hvernig eg á að fara að því, að segja honum frá þessu,“ sagði Fleur, en eins og hún væri að tala við sjálfa sig. „Jæja,“ sagði hún svo í annarri tóntegund, „það er bezt að þú komir ekki inn, heldur bíðir hérna.“ Hún benti á einn garðstólinn á auðri flötinni og hvarf inn í húsið, sem virtist einkennilega dimmt pg þögult. Allt í einu heyrði hann eitthvað þrusk rétt hjá sér. „Eg sá til ykkar,“ var hvíslað. „Það var heimskulegt að koma hingað." „Hver eruð þér?“ „Eg var svo óheppinn að kynnast yður um hádegisbilið." Bransky, litli ballettmeistarinn, kom út úr nmna. Mark gat ekki stillt sig run að hlæja. Hann var búinn að steingleyma hon- um. Eins og hann tilheyrði annari tilveru. „Uss,“ sagði Bransy, „hafið ekki hátt. Það er bezt, að þau viti ekki, að þér eruð hér. Ó, gigtin — hún ætlar mig lifandi að drepa. Eg vissi, að hún mundi koma aftur og grípa mig heljar tökum, þegar þér sögðuð mér, að ungfrúin ætlaði með yður. Amman er komin í rúmið, dauðskelkuð. Hershöfðinginn leitar að ykkur um alla borgina. Ilnez er svo taugaveikluð, að hún neitár að búa til te hvað þá að elda ærlegan mat. Og ungfrú Pendleton hefur alveg gleymt frönskunni og talar ekkert nema ensku." Mark starði á hann, án þess að geta fundið neitt til að segja. k KYÖLDVÖKUNNI III! Menn eru auðsjáanlega ekki búnir að gleyma Lillian Har- |vey. -Eftir miklar og margar breytingar er hún nú búin að opna sniðuga litla tízkubúð í Juan les Pius við Miðjarðar- hafsströnd Frakklands. Það koma margir í verzlun hennar, en Lillian andvarpar og segir: „Það kemur ekki inn eins mikið af peningum eins og ætti að vera. Þegar 5 koma inn er það kannske aðeins ein af frúnum, sem kemur til að kaupa eitthvað. Hinar koma til að horfa á hina sjaldgæfu skepnu.“ ★ Systir átti vandamál. ,,Pabbi,“ sagði hún, „hvort á eg heldur að giftast honum laglega Tuma eða Sigga stöðuga?“ ,Honum Sigga.“ „Hvers vegna?“ „Eg hefi nú lánað peninga hjá honum síðustu mánuði og samt kemur hann tvisvar í viku að finna þig.“ ★ Alltaf á vorin hófum við hreingerninguna með því að henda út jólatrénu. Vindlmgasían B. R. Burrovghs - TARZAN - 2767 'LAST, BUT NOT LEAST, SOAE STARS OP THS VOVIE/SAtP eAEVEV 'MEET AMSS FEENCH—/AS AUSTlN ' » — ÁíU. „Síðast, • en ekki sízt, nokkrar stjörnur úr kvik- myndinni,“ sagði Garvey. „Má eg kyuna ykkur? Ung- frú Franch — herra Austin.“ „Já,“ sagði stúlkan, „og vildi herra Austin gjöra svo vel að sleppa taki af mér —það YESJ SAIP THE- <SIEL—*AN!7 V/ILL ÍAK. AUSTitsl EEMO\.'E HIS CLAfA/AY HANIPS-WE'RE NOT SHOOTiNS ncv/J erækki' verið að taka kvilc- mynd af okkur núna!“ —----- Leikarinn varð súr á ,svip- l inm ,,Áfsakkðu,- feue, ýttu mér þar.a ekki. of langt frá . þéri“ t... Frh. af 9. síðu: Paul Dudley White, sem er, hjartalæknir Eisenhowers for- seta hefur sagt: „Tóbak er’ skaðvænleg jurt, er ertandi fyr« ir magann, lungun, blóðþrýst- inginn og hjartaslögin. Og dr. Waller C. Alvarey, ráðunautur um meðöl á Mayo-stofnuninni fer ekki í launkofa með það að reykjandi læknar hafi gert ó- gagn. Ég man vel suma af nán« um vinum mínum í læknastétL Þeir þekktu vel hætturnar af of- nautn tóbaks, en þeir héldui samt áfram að síreykja stöðugt þangað til þeir duttu dauðir nið- ur af æðastíflu við hjartað, áð- ur en þeir urðu fimmtugir." Rúmið leyfir ekki að ræða meira um ofnautn tóbaks sem getið er í læknablöðum. Ekkl er þó sízt nicotin-„amblyopía“ — skyndileg blinda, sem gríp- ur menn af því að æðar í aug- anu dragast saman. Það verðius aldrei vitað, hversu margip hafa marist til dauðs á vegum úti af þessum sökum. Það er aðeins nýlega, að læknar flug- liðsins hafa varað flugmenn við. því, að reynkingar geta orskað samdrátt æða í augunum og et) það vafalaust skýring á mörg- um „dularfullum“ flugslysum. Yfir flugmannaherberginu í einni af flugstöðvum vorum hangir þessi yfirskrift: „Það, sem þú veizt ekki skaðar þig ekki — það drepur þig.“ Ea vindlingaiðnaðurinn kæfir ekki aðeins sannleikann með alla staðar nálægum auglýsingum, en lýgur að okkur um ánægj- úna af því að reykja og. hvað það sé öruggt að reykjaú* ,.t; ; - (Úr rThe New. I^eader* N.-York.)..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.