Vísir - 19.11.1958, Blaðsíða 6
VÍSIR
Miðvikudaginn 19. nóvember 1958
D A G B L A Ð
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00.
Sími: (11660 (fimm línur)
Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði,
kr. 2.00 eintakið í lausasölu.
Félagsprentsmiðjan h.f.
Heilræði til neytenda, sem
gott er a& hafa í huga.
Ósamlyndi stjórnarflokkanna.
Það er á allra vitorði, að því
fer mjög fjarri, að sátt og
samlyndi ríki á stjórnar-
heimilnu. Það kemur svo
oft fram á prenti, að þar er
hver höndin upp á móti ann-
ari, að menn eru eiginlega
farnir að ganga að því sem
gefnu, að hnútur fljúgi þar
um borð án afláts. Blöðin
skattyrðast og rífast inn-
byrðis, eins og verstu götu-
strákar eða eitthvað annað
enn verra, er þekkist varla í
íslenzku þjóðlífi, og það
væri sannarlega rannsóknar-
efni fyrir einhvern hugvís-
indamann að athuga, hvað
blað þurfi að kalla ráðherra
samstarfsflokks svikara og
landráðamann oft til þess að
það varði einhverju, t. d.
stjórnarslitum af hálfu
flokks hins ákærða manns.
Siðleysið í umræðum stjórnar-
blaðanna um öll helztu
vandamálin, sem þjóðin á
við að glima, er svo óskap-
, legt, að venjulegum mönn-
um, sem eru ekki þeim mun
' ofstopafylh’i og einstreng-
ingslegri, hrýs hugur við. Og
að sjálfsögðu er það mikið
efni til hugleiðinga, að
stjórnarflokkarnir, hver um
sig, skuli geta starfað sam-
an, þegar litið er á allar
þær vammir og skammir,
sem þeir bera hver á annan
svo að segja dags daglega,
og fullyrða við stuðnings-
menn sína, að sé heilagur
sannleikur.
En þótt mönnum blöskri skrif
stjórnarflokkanna um hver
annan, þá er það þó hálfu
verra, sem fylgismenn hvers
flokks segja um samstarfs-
mennina í hinum flokkun-
um. Sannleikurinn er sá, að
það getur varla kallazt
prenthæft, enda er það ekki
látið sjást á prenti, og vita
menn þó ekki, hverskonar
hlífð veldur því. Hitt vekur
meiri furðu, að flokkar þess-
ir skuli ekki vera fyrir löngu
skildir að skiptum, því að
allir þykjast þeir jafn-æru-
kærir, þótt „ill örlög“ hafi
ráðið því, eins og hver ein-
stakur segir, að þeir lentu í
þessu ræningjabæli, sem
heitir í mæltu máli vinstri
stjórnin, en hét „umbóta-
stjórn“ áður en hún fór að
svíkja loforð.
Nú er nýtt viðkvæði farið að
heyrast æ oftar hjá stjórn-
arflokkunum. Þeir segja
hver um sig, að ekki sé hægt
að starfa með hinum, og
sumir bæta meira að segja
við, að stjórnin muni springa
um mánaðamótin, eða þegar
þing Aþýðusambandsins
verður á enda. Eins og allir
vita, er það þing ASÍ, sem á
að útkljá öll meiriháttar
mál en Alþingi á einungis
að leggja blessun sína yfir
samþykktir þess. Tíminn,
sem nefndur er, getur því
staðið heima þess vegna.
En það er annað, sem gerir að
verkum, að menn ættu ekki
að treysta stjórnarslitum,
fyrr en þau hafa raunveru-
lega gerzt. Það er sú stað-
reynd, að stjórnarflokkarnir
hafa ævinlega getað komið
sér saman um og staðið allir
saman að því, sem til óheilla
hefir horft fyrir þessa þjóð
á undangengnum mánuðum
og árum. Þess vegna er eng-
in ástæða til að þeir geri
þjóðinni þann greiða að
verða sammála um að hætta
stjórninni og biðja einhverja
aðra að bæta nú það, sem
sem farið hefir aflaga und-
anfarið. Er því hyggilegast
að bíða bara átekta.
í síðasta bæklingi Neytenda-
samtakanna eru neytendum
lögð ýmis heilræði. Þau eru
eflaust hverjum manni holl:
Vandið vel til allra kaupa.
Frestið kaupum, séuð þér í
vafa.
Aflið yður vöruþekkingar.
Vöruþekking er peningar.
Hafið bókhald yfir útgjöld
yðar. Það auðveldar yður að
verja fé yðar af hyggingum.
Kaupið þér hlut með ábyrgð,
þá kynnið yður nákvæmlega,
hvað í ábyrgðinni felst.
Takið greinilega fram, hvort
átt sé við endurgreiðslu eða
skipti, sé keypt með fyrirvara. i
' Gerið seljanda viðvart án
tafar, komi galli á vöru í Ijós.
Biðjið um úagsettan reikn-
ing, þegar þér gerið kaup, sem
máli skipta.
Verzlið sem mest gegn stað-
greiðslu og veljið vörurnar
sjálf.
Athugið verðið. Það er ekki
3 Eeikarar
nutu styrks.
Aðalfundur „Félags ísl. leik-
ara“ var haldinn nýlega.
Formaður félagsins skýrði
frá störfum félagsins, reikn-
ingar voru lagðir fram og sam-
þykktir.
Á árinu höfðu 3 félagar not-
ið styrks úr sjúkra- og styrkt-
arsjóði félagsins. Fimm félagar
höfðu verið styrktir til utan-
farar á árinu, þar af þrír á
|hinar svokölluðu „Hótelvikur“
á Norðurlöndum (Richmond-
vikan í Kaupmannahöfn, Vík-
ingsvikan í Osló og Thalíuvik-
an í Helsingfors), en að þessum
boðum standa leikárasambönd-
in og hótelin á hverjum stað.
Og fyrir skömmu barst félag-
inu einnig samskonar boð frá
Svíþjóð.
Norska leikarasambandið
hélt hátíðlegt 60 ára afmæli
sitt 26. október s.l. og var form.
félagsins ungfrú Hildur Kal-
man fulltrúi ísl. leikara við það
tækifæri.
í stjórn félagsins voru kosn-
ir Valur Gíslason form., Klem-
ens Jónsson ritari og Bessi
Bjarnason gjaldkeri.
Á fundinum voru rædd ýmis
fjárhags- og félagsmál leikara,
en ekki var hægt að svo stöddu
að ganga endanlega frá þeim
og var því fundi frestað um
tíma.
hið sama alls staðar.
Munið, að lágt verð þarf ekki
að tákna lélega vöru, og hátt
verð er engin trygging fyrir
gæðum.
Kaupið aðeins það, sem þörf
er á, í dag, svo að þér neyðist
ekki til að vera án þess, sem
þér þarfnist, á morgun.
.Vi/ báh í datf:
Frostndtt í ntaí.
í dag kemur á bókamarkað-
inn ný skáldsaga eftir Þórunni
Elfu Magnúsdóttur.
„Frostnótt í maí“ heitir þessi
nýja bók skáldkonunnar, löng
sveitalífssaga — nærri 300
þéttprentaðar síður.
Þórunn Elfa er nú orðin í
röð afkastamestu kvenrithöf-
unda íslands og er þó ekki
neinn öldungur að árum, held-
ur upp á sitt bezta enda sýna
verkin það, því í fyrra komu
hvorki fleiri né færri en 3 nýj-
ar bækur frá hendi hennar og
nú bætir hún geysilangri skáld-
sögu í hópinn — þeirri, sem
kemur út í dag. Þetta er 17.
bók frú Þórunnar, en sjö þær
fyrstu eru allar uppseldar.
Fyrsta bók skáldkonunnar var
„Dætur Reykjavíkur“ 1. bindi
og vakti hún þá þegar nokkra
athygli, þótt höfundurinn væri
þá ungur að árum og hvorki
náð þeim þroska í máli og stíl,
sem hún náði síðar.
Frú Þórunn Elfa á sér þegar
allstóran lesendahóp og vin-
sældir hennar farið vaxandi.
„Frostnótt í maí“ er fyrst og
fremst sveitalífssaga, en höf-
undinum lætur einkar vel að
lýsa stemningum sveitalífsins
og náttúrunnar. Er þess að
vænta að þessi síðasta bók
skáldkonunnar verði ekki síður
vinsæl en fyrri bækur hennar.
Engar undirtektir.
Þær fregnir hafa borizt af alls-
herjarþingi Sameinuðu þjóð-
anna, að tillaga fslands um
að þingið gangi sjálft frá
nýjum réttarreglum á haf-
inu eða landhelgismálinu fái
litlar eða engar undirtektir.
Hinsvegar hafa allmargar
þjóðir borið fram tillögu um,
að efnt verði til nýrrar ráð-
stefnu á næsta sumri, og er
sennilegt talið, að það verði
ofan á um síðir.
Ógerlegt er að spá neinu um
það, hvernig hinni nýju
ráðstefnu mun ganga að
komast að niðurstöðu, en
hitt er víst, að ísland má
ekkert spara til þess að
vinna málstað sínum fylgi
------áður en ráðstefnan er
hafin. Það er til lítils að ær-
ast eftir á, ef eitthvað fer
verr en við var búizt, ef
ekkert var gert til að koma
í veg fyrir slík atvik. Þetta
verður ríkisstjórnin að gera
sér ljóst, og ekki sízt af því,
í hvert óefni máhð er komið
vegna þess, að það heíir ver-
ið illa undirbúið og því illa
fylgt fram af stjórnarinnar
hálfu.
KoEnmÚRÍstar voru
brennuvargar.
Tveir kinverskir komniúnistar
liafa verið skotnir opinberlega í
Thailandi.
Menn þessir, sem voru bræður,
höfðu verið handteknir og dæmd
ir fyrir að leggja eld í hús, og
var sagt í tilkynningu stjórnar-
valdanna, að þeir hefðu gert
þetta til að skapa glundroð?. og
heppilegan jarðveg fyrir áróður
kommúnista.
Tvær nterkar svaiiEfarakækur.
Kvöldvökuútgáfan á Akur-
eyri gefur út í ár tvær nýjar
bækur.
Hin fyrri er Saga Snæbjarnar
í Hergilsey rituð af honum
sjálfum. Birtist hún nú í annari
útgáfu prýdd nokkrum mynd-
um og með nýjum formála eftir
Sigurð Nordal. Fyrri útgáfan
hefur um langt skeið verið ó-
fáanleg’.
. . Önnur bókin er Sigling til
segulskautsins eftir norska
heimskautafarann Ronald
Amundsen. Hana hefur þýtt
Jónas Rafnar læknir. í þessari
bók segir Amundsen frá því er
hann fyrstur manna sigldi vest-
ur fyrir meginland Ameríku,
norðanvert og allt til Kyrra-
hafs. í þessum leiðangri var
hann þrjú ár, og segir frá
ferðalögum þeirra félaga um
heimskautalöndin og rannsókn-
um þeirra. Amundsen kynntist
Eskimótum náið og segir og ýt-
arlega frá öllu hátterni þeirra
og siðum,
Bækur þessar eru prentaðar
í Prentsmiðju Björns Jónsson-
ar h.f. og bundnar í Vélabók-
bandinu h f., Akureyri.
Nágranni gasstöðvarinnar sál-
ugu, sem sendir Visi stundum
pistil, ritar nú á þessa leið:
„Það mun nú ákveðið að
byggja slökkvistöðina, þar sem
áður stóð Gasstöð Reykjavíkur.
Eg vildi leyfa mér að koma
með þá uppástungu, að þarna
yrði byggt stórhýsi við Hverfis-
götuna, en aftan við það yrði
byggt fyrir starfsemi Slökkvi-
liðsstöðvarinnar.
Tel ég að lóðin sé það stór-, að
slíkt væri vel framkvæmanlegt.
Aðalhúsið mætti nota f>TÍr aðal-
skrifstofu bæjarins og mundi
bærinn þá líklega ekki þurfa að
leigja hjá öðrum.
Æskilegt væri að láta fara
fram samkeppni um teikningu
að sliku húsi. Vona að bæjarráð
og bæjarstjórn taki þetta mál vel
til athugunar."
Bæjarskrifstofubygging?
Þessi uppástunga er vel þess-
virði, að henni sé gaumur gefinn
og Bergmál getur fyrir sitt leytí
fallist á tillögu um að bærinn
láti byggja þarna stórhýsi fyrir
skrifstofur svrar, sem nú eru
dreifðar víðsvegar um bæinn.
Lóð gasstöðvarinnar er áreiðan-
lega nógu stór til að rúma stór-
hýsi auk þess sem ráðgert er að
byggja yfir slökkviliðið.
Flestir hafa miðbæinn í huga
þegar rætt er um framtíðar
samastað fyrir bæjarskrifstofur.
Sú hugmynd er skiljanleg, þar
sem miðbærinn hefur fram að
þessu verið miðstöð opinberra
stofnana, verzlana og athafna-
lífs.
Fyrir hestvagna.
. Það er ef til vill ákjósanlegt að
svo sé að vissu marki, en því er
nú einu sinni svo farið að það
kemst ekki allt fyrir í miðbæn-
um, sem þar ætti helzt að vera.
Þó að Reykjavík sé með yngstu
I borgum í heimi og byggð á þeim
I tímum, er menn voru farnir að
[ eygja framundan nauðsynlega
stórbreytingu á skipulagi borga
vegna tilkomu bifreiðarinnar,
var samt enn haldið áfram að
skipulega höfuðborgina eins og
það ætti ekki fyrir Islendingum
að liggja að aka í öðru farartæki
en hestvagni, þegar bezt léti.
Leit að stað.
Það vita allir, hvernig er að
I komast um þrengslin í miðbæn-
um í bifreið. Þó hægt sé að kom-
I ast akandi um hann versnar stöð-
' ugt aðstaða til að leggja bilum
þó ekki sé nema örlitla stund.
Það vill því stundum verða, að
sá, sem ekur bíl sínum einhverra
erinda i miðbæinn, getur ekki
, staðnæmzt þar og komist úr bíln-
um og verður því að aka langar
leiðir í leit að bílstæði og fara
gangandi sömu leið.
Dreifum starfseminni.
Eina ráðið til þess að liðka svo
lítið til i miðbænum, er að dreifa
þeii-ri starfsemi sem þar hefur
verið þjappað saman. Það er svo-
lítið að færast í áttina hvað þetta
snertir. Við Hlemmtorgið er að
myndast annar brennidepill við-
skipta og athafnalífs. Þar eru
stórverzlanir, kvikm>Tidahús,
veitingahús, banaútibú og op-
inberar skrifstofur. Þetta hefur
létt stórlega á umferðarþunga og
þrengslum í miðbænum og á
sennilega eftir að gera betur á
því sviði. Annað er það sem mæl-
ir með bæiarskrifstofum bar inn-
frá og það er sívaxandi ibúa-
i fjöldi í austurbænum og þensla
bæjarins austur á bóginn. Hvoru
tveggja réttlætir bæjarskrifstof-
ur í austurbænum.