Vísir - 26.01.1959, Page 7
Mánudaginn 26. janúar 1959
¥ÍSIB
7
Sitthvað frá Suðumesjum.
Ól. E. Einarsson.
Clearing-vi5skiptl og
aflafréttir.
Gera má ráð fyrir, að vétrar-
aflinn, sem fluttur verður á land
í verstöðvum á Suðurnesjum ein-
um á yfirstandandi vertíð, nemi
eitthvað nálægt 75 þúsund tonn-
um af óslægðum fiski. Þetta er
mikill afli og stórkostleg gjald-
eyrisverðmæti. Um það bil 50%
þessa afla fer til hraðfi-ystihús-
anna, en hinn helmingurinn til
saltfisks og ski’eiðarframleið-
anda. Það er kunnara en frá
þurfi að segja, að allar sjávaraf-
urðir eru verðbættar af ríkinu
um 80 af hundraði, miðað við út-
flutningsverðmæti. Þetta er ný-
mæli, sem sett var inn í samn-
inga af fyrrverandi ríkisstjórn.
A meðan innflutnings. og
gjaldeyrisleyfi voru seld, hin svo
kölluðu bátagjaldeyi’isleyfi, út-
ílutningssjóði til tekna, giltu
aðrar reglui'. Þá var tekið tillit
til þess við úthlutun verðbóta,
hvert og fyrir hvað útflytjendur
seldu afui’ðir sínar. Með öðrum
orðum, þeir sem seldu framleiðsl
una fyi'ir harðan gjaldeyri til
Portúgals, Ísalíu, Afríku og fl.
landa fengu hærri verðbætur en
hinir, sem seldu í vöruskiptum
til járntjaldslandanna og Spánar.
Enda verða þeir fyrrnefndu oftast
að sætta sig við lakara fiskverð.
Cleax’ing-viðskipti geta verið á-
gæt og sjálfsögð, en þó aldrei
nema að vissu marki. Ef verð
vörutegunda þeiri’a, sem viðkom-
andi þjóð greiðir með afui’ðum
okkar, er óeðlilega hátt, þá er
vöruskiptasamningurinn orðinn
hreinasta svikamylla.
■ íslenzkir kaupsýslumenn hafa
nú á seinni árum kynnzt veru-
lega vöruskiptavei'zlun. Margir
hafa heimsótt hina frægu vöru-
sýningu í Leipzig, og þar verið ,
gei'ð viðskipti í stórum stíl, mið- j
að við stærð okkar þjóðar. Varla
hafa menn komizt hjá þvi að
veita athygli, að vei-ð það, sem
íslandi er ætlað að greiða vöru-
kaup sin með, er nokkru hærra
en verð það, sem aðrar vestræn-
ar þjóðir vei’ða að greiða. Að
minnsta kosti í sumum tilfellum.
Ástæðan er náttúrlega augljós.
Þegar aðrar þjóðir gi-eiða með
hörðum gjaldeyri, sömu tegund
gjaldeyris og við fáum fyrir salt-
físk okkar og skreið, fá þær mun
lægi'a verð á innkaupum sinum,
en við sem gr’eiðum með hrað-
fr-ystum fiski. Þarna er náttúr-
legar um verðfellingu að ræða á
okkar fiski. Og þó hafa Islend-
ingar oft gei’t góð viðskipti í
Leipzig.
Menn geta verið sammála um,
•a^ ekki sé hægt að svo stöddu,
p.ð íeTrnÍa niður hin víðtæku vöru
skintaviðskipti okkar og að halda
Tberi áfi’am á sömu eða svipaðri
braut fvrst um sinn, en hitt er
ah’ann-t og fær ekki staðist, að
þessi fríðindi skuli vera fengin í
hendur e'num þættinum í útflutn
ingsverzlun okkar, þótt það að
vísu sé sá stærsti.
Ur þvi að vérið er að færa alla
fi-amleiðslu þjóðarinnar meira
og minna undir áætlunarbúskap,
þá er það lágmarkskrafa, að bú-
ið sé sem jafnast að öllum stétt-
um. Ætli að saltfiskframleið-
endur myndu ekki þiggja það
núna að seljá á vöruskiptagrund
velli eitthvað af þeim fiski, sem
þeir nú liggja með og hafa legið
með allt að tólf mánuði í húsum
sínum. Menn yrðu vafalaust á-
nægðir og það þótt verðið hækk-
aði ekki. Allir þekkja þann mikla
kostnað, sem því er samfai’a að
geyma saltfiskbirðir. Saltfisks-
og skreiðarframleiðendur verða
nú að krefjast lagfæi’inga á
þessu misrétti, sem þeir hafa;
vei’ið beittii’. Ef ekki með breyttri
verðuppbót þá með kröfu um að
mega selja ákveðið magn af
framleiðslu sinni á vöruskipta-
grundvelli.
Grindavik.
Gæftir hafa verið ágætar alla
vikuna. Átján bátar af 20 eru
þegar byrjaðir róðra og róa allir
með línu. Afli þeirra hefur hins
vegar verið fremur tregur, og
hefur aflinn verið frá 3—9 lestir
•á bát í róði’i.
Keflavík.
Afli Keflavíkurbáta hefur
tregðazt mikið, en gæftir verið
góðar í vikunni. Hefur aðeins
einn dagur vikunnar fallið úr.
Flestir bátanna hafa fengið þetta
frá 4—6 lestir í róðri, en hæsti
báturinn kom með 10 lestir úr
einum róðri. Enn eru netabátar
ekki byrjaðir róðra, en verið er
að undirbúa þá.
Sandgerði.
Eins og annars staðar á Suð-
urnesjum hafa gæftir verið góð-
ar frá Sandgerði þessa viku.
Daglega hafa róið 15—16 bátar
og hefur heildai-afli þeirra á dag
verið 95—100 lestir miðað við
slægðan fisk. Allt að helmingur
aflans er ýsa og smáfiskur. Héð-
an róa allir með línu, og enginn
netabátur byrjaður.
frá út-
varpshækkun.
Himi 12 ágúst 195S sótti Ríkis-
útvarpið um það til menntamála- j
í'áðuneytisins, að afnotagjaldið
yrði hækkað frá 1. april 1959 úr ,
200 krónum í 350 krónur enda |
hafði afnotagjald útvarps verið j
óbreytt í sex ár.
Hinn 3. desember s.I., eða eftir {
að kaupgjtldsvísitalan hafði
hækkað í 202 stig 1. desember,
samþykkti menntamálaráðu-
nej-tið hækkun afnotagjaldsins i
300 krónur.
Vegna breyttra aðstæðna hef-
ur ráðuneytið nú ákveðið að
þessi hækkun skuli ekki koma til
fi’amkvæmda og breytist afnota-
gjaldið því ekki 1. apríl n. k.
Menntamálaráðu.neytið,
janúar 1959.
Áfengisleit á bílstöðvum
á laugardagskvöldið.
Á laugardagskvöldið kl. 10
gerði lögreglan í Reykjavík leit
að áfangi hjá þremur bifreiða-
stöðvum í bænurn.
Við leitina fannst áfengi í 9
fcílum, en ekki mun hafa verið
um mikið magn að ræða.
Málin eru í rannsókn hjá
Sakadómaraembættinu.
Stjórnarkreppa
á Ítaiíu.
Stjórnai’kreppa er yfirvofandi
á Ítalíu.
Fregnir frá Rómaborg herma,
að Fanfani forsætisi’áðherra hafi
tekið ákyörðun um, að biðjast
lausnar fyrir sig og ráðuneyti
sitt..
Hefur yerið búizt við þessu að
undanförnu, eftir að stjórnin tví-
vegis beið ósigur við atkvæða-
greiðslur á þingi.
Það er gamall siður í Danmörku að búa til jólahafur og sézt
lítið barn skemmta sér við að skoða gripinn.
Roberts Burns minnst
víða um heim í gær,
er 200 ár voru fiðin frá fæðingu hans.
í gær voru tvær aldir liðn- fyrir veizlu, sem haldin var í-
au frá fæðingu skozka Ijóð- Þjóðleikhúskjallaranum í gær-
skáldsins Roberts Burns, og var kveldi og var þar veizlustjóri
xess minnzt úti imi allan heim,1 skozki sendiherrann Donalci
og gcngust hin svonefndu McKinnon Brandor, sem minnt •
Burns-félög fyrir því. j ist skáldsins í ræðu og las kvæði-
Meðal annai's voru samkomur( hans, en einnig flutti hið ágæt-
haldnar af þessu tilefni í Lond- sta erindi um Bui’ns undix:;
on og Edinborg og um allt Bret borðum ástralski prófessorinn,
land og brezka samveldið og sem mörgum er góðkunnur,
víða í Bandaríkjunum og Sov-^og Gilchrist sendiherra, semt
étrikjunum. í Glasgow var efnt er maður skozkur, flutti ræðu,
til Burns-sýningar mikillar, og o. fl. tóku til máls.
voru t. d. sýndar íslenzkar
þýðlngar á ljóðum Bui'ns, en
til máls. Flestii”
veizlugesta voru styi’kþegar,
British Council, er til náðisL
þessar Ijóðaþýðingar (Stein- og munu hafa setið hófið um 40
gríms og Matthíasar) urðu mjög þeirra. Var þessarar merkii
vinsælar með þjóðinni og eru' stofnunar hlýlega minnzt. —
enn í dag, eins og þýðing Árnaj Veizlan, sem fór fram að skozk-
Pálssonar bókavarðar á Auld um venjum, eftir því sem við*
Lang Syne (Hin gömlu kynni'var komið, og lauk með því að
gleymast ei), er síðar kom til. menn sungu „Auld Lang Syne‘ ..
Skáldsins Roberts Burn?>
Veizla í Þjóð- verður minnzt síðar hér i blað-
Icikliúskjallaramim. inu í tilefni tveggja alda af-
Hér gekkst British Council mælisins.
Því skal ei bera höfuð hátt?
t>ííir Habert Hiti'/ts.
Því skal ei bera höfuð hátt '
í heiðursfátœkt, þrátt fyrir alit?
Svei vílsins þrœl, — þú voga mátt
Að vera snauður, þrátt fyrir allt,
Þrátt fyrir allt og þrátt fyrir allt,
Þreytu, slit og baslið allt,
Allt hefðarstand er mótuö mynt,
En maðurinn gullið, þrátt fyrir allt.
Þó fœðið okkar fáist spart
Og flikur aumar, þess kyns allt,
En flónum matsœld, mungát, slcart,
Er maður maður, þrátt fyrir allt,
Þrátt fyrir allt og allt og allt,
Ofskraut, foráilá, þess kyns allt,
Hver heiðursmaður, allslaus eins,
Er á við konung, þrátt fyrir allt.
Sjá lávarðsdurginn darka um láð
Með dranib og glys oo þess kyns allt,
Þó mannmergð stór sé honum háð,
Er herrann glópur, þrátt fyrir allt,
Þrátt fyrir allt og allt og allt,
Alstirnt brjóst cj þess kyns allt,
Hver ágœt sál, í anda frjáls,
Mun að því hlœja, þrátt fyrir allt.
Þó kóngur greifa kjósi og jarl
Úr knapa sveit og þess kyns allt,
Á miklu hœrri hefðarpall
Kemst heiðursmaðurinn, þrátt fyrir allt.
Þrátt jyrir allt og allt og allt,
Upphefð, najnbót, þess kyns allt,
Hið innra verð og vitund þess
Er vegsemd meiri en þess kyns allt.
Því biðjum við sú veitist tíð,
Og verða mun það, þrátt fyrir allt,
Að vit og drenglund sigri' um sið
í sannleiks stríði, þrátt fyrir allt.
Þrátt fyrir allt og þrátt fyrir allt,
Mun þetta verða um heimsból allt,
Að maður manni blindist blítt
Með bróðurhendi, þrátt fyrir allt.
Steingrímur Thorsteinsson
þýddi.
m
)
Mimv
SÉRLEG4 MtLDAÐ EFN/
GOTT SN/Ð